Morgunblaðið - 02.02.1932, Page 3
M O R G UNBLAÐIÐ
JHotpnNa^
Otgef.: H.f. Árvakur, Reykjavlk.
Rltstjórar: Jón KJartaneaon.
Valtýr Stef&naaon.
Rltstjórn og afgrelOala:
Auaturatrœti 8. — Slml S00.
Auglýalngastjðrl: H. Hafberg.
Auglýalngaakrlfatofa:
Auaturstrœtl 17. — Slmi 700.
Helmaaimar:
Jón KJartanaaon nr. 748.
Valtýr Stefánason nr. 1820.
H. Hafberg nr. 770.
Aakrlftagrjald:
Innanlands kr. 8.00 & mánuOL
Ctanlands kr. 8.60 á mánnOL
1 lauaaaölu 10 aura elntaklO.
80 aura maO L>aabók.
Uestmannaeyjar
og Filþýðublaðið.
Alþýðublaðið helldur áfram upp-
'telmum hætti, að flytja lygafregn-
ir frá Vestmannaeyjum. í gær er
blaðið að fræða lesendur sína um
jþað, að bátar komist ekki á sjó
í Eyjum sakir „kaupdeilunnar".
Ekki er minsti fótur fyrir þessu.
Bátar þeir, sem tilbúnir eru, róa
að jafnaði þegar á sjó gefur og
skip eru til taks til að taka fisk-
inn,- aflinn er jafn harðan seldur
í skip, sem flytja fiskinn í ís til
Englands. Á laugardag reru 9 bát-
ar í Eyjum og í gær 6. Afli góður.
Alþýðublaðið skýrir frá því, að
vjelamennirnir á bátunum hafi lagt
niður vinnu. Hið sanna í þessu er
það, að á einum bát þóttist vjela-
maður vera bundinn samningum
við kommúnista og mætti því ekki
ráða sig upp á kjör útgerðarmanna
en annar vjelstjórj fekkst strax
í hans stað. Vinna gengur alls
staðar sinn venjulega gang í Eyj-
um og afllir bátar fá nóg af fólki.
Það stendur ekki á fólkinu í Eyj-
om, til þess að koma bátunum á
ssjóinn. Það stendur á öðrum. Það
stendur á því, hvort bankinn (þ.
e. Útvegsbankinn) fæst til að
styrkja bátana ofurlítið, svo þeir
geti byrjað veiðar. Eftir þessu
hefir verið beðið lengi og er enn
'beðið. Værí Alþýðublaðinu nær að
ýta við bankastjóranum, Jóni
Baldvinssyni, lieldur en að vera sí
og æ, að flvtja lygafregnir úr Eyj-
vim. Eyjarskeggjar skoða þessar að-
farir Alþýðublaðsins sem hinn sví-
virðilegasta atvinnuróg og kunna
blaðinu litlar þakkir fyrir.
Keflauíkuröeilan,
Keflavík, 1. febr. FB.
Sáttasemjari Björn Þórðarson,
lögmaður, kom hingað á laugardag
*og hjelt fund með útgerðarmönn-
nm, iit. af deilumálunum. — Þrír
menn iir Útgerðarmannafjelagi
Keflavíkur, hafa verið kosnir í
nefnd, til þess að ræða deilumálin
við Alþýðusamband Islands. — f
Hefndina voru þessir kosnir: Elías
Þorsteinsson, Keflavík, Valdimar
Björnsson, Völlum og Egill Jón-
asson, Ytri-Njarðvíkum. Eru þeir
■staddir j Reykjavík.
Einn bátur, Snarfari, reri í nótt.
Annars hamflar olíu og saltleysi
flestum frá að róa. Vertíð byrjar
vanalega fyrir og um 10 .janviar,
■en í þetta skifti stóð ekki til að
hyrja fyr en nú um mánaðamótin,
þótt, deilan hefði ekki komið til.
Bátar í Sandgerði reru aðfara-
nótt laugardags. Fengu 10—12 og
upp í 16—18 skippund.
UtanríkiBmálin.
i.
Landsreikningurinn 1930 sýnir,
að útgjöld ríkissjóðs tifl utanríkis-
mála eru orðin rúml. 100 þús. króna
á ári (kr. 100.422.45). Þessi út-
gjöld fara að mestu leyti til sendi-
ráðsins í Kaupmannahöfn.
Þótt útgjöld þessi sjeu orðin all-
há, er langt frá því, að tilgangur-
inn með grein þessarj sje sá, að
átelja þetta. Hitt var ætflunin, að
varpa fram þeirri spurningu, hvort
ekki mætti verja þessu fje á hag-
kvæmari hátt en gert er.
Alkunnugt er, að viðskifti okk-
ar færast nú óðum frá Danmörku
og til Englands. Áður var það svo,
að ríki og bankar höfðu varla í
annað htis að venda til að fá lán
en Danmörk. Þá voru einnig aðal-
verslunarviðskifti landsmanna
bundin við Danmörku.
Hin síðari ár hefir orðið mikil
breyting á þessu. Viðskifti ríkis,
banka og kaupsýslumanna hafa
fluttst frá Danmörku til Englands.
Þar er þungamiðja allra okkar við-
skifta núna og verður áreiðanlega
pvo í framtíðinni. Samt sem áður
hefir ísland engan talsmann í Eng-
landi, en ver samtímis yfir 100
þús. á ári til utanríkismála í Dan-
mörku. Getur þetta verið hag-
kvæmt fyrir viðskifti okkar og
verslun?
Sennilega mun einhver segja sem
svo, að það sje ekki til neins um
þetta að tala, á meðan Danir fari
með utanríkismál okkar samkvæmt
sambandslögunum. En því er til
að svara, að enda þótt sambands-
lögin heimili okkur ekki að hafa
sendiherra annars staðar en í Dan-
mörku, getur ekkert verið því til
fyrirstöðu, að við höfum erind-
reka í London til þess að gæta
okkar hagsmuná. Við þurfurn
ekki að tildra þar manni með
sendiherra-titli; gagnið getur ver-
ið hið sama fyrir því, ef vel tekst
um val á manninum.
Það er áreiðanflega þess vert, að
íhugað sje vandlega, hvort ekki
megi spara verulega við sendi-
ráðsskrifstofuna í Kaupmanahöfn
og koma upp skrifstofu í London.
Þar er og verður í framtíðinni
yfrið verkefni lianda duglegum er-
indreka fyrir ísland. Þetta mal
er þegar orðið svo aðkallandi, að
hefjast verður handa til fram-
kvæmda liið bráðasta.
II.
Samkvæmt lögum frá 4. maí
1925, er svo ákveðið, að ísland
skuli hafa fiskifulltrúa á Spáni
og Italíu. Fiskifulltrúinn fær laun
sín greidd að einum þriðja úr rík-
issjóði en tveim þriðju frá hvorum
,banka, Landsbankanum og Útvegs-
bánkanum. Ríkisstjórnin ákveður
launaupphæðina og ræður mann í
stöðuna. Laun fiskifulltrúans munu
vera ákveðin 30 þús. kr. á ári.
Ekki er minsti vafi á, að okkur
er það mjög nauðsynlegt að hafa
slíkan erindreka í Miðjarðarhafs-
löndunum, þar sem er okkar aðafl
saltfiskmarkaður. En þess ber vel
að gæta, að til þess að nokkurt
gagn sje að slíkum erindreka, þarf
hann að vera nákunnugur allri
okkar fiskframleiðslu, verkun og
fisksölu. Þeir tveir menn, sem við
hingað til höfum haft í Miðjarð-
arhafslöndunum hafa báðir verið
vefl hæfir tif starfans og unnið
mikið gagn, enda voru þeir valdir
með tilliti til þess starfs, sem þeir
áttu að vinna.
Nii hefir stjórnin valið Helga
Briem, fyrrum bankastjóra Út-
vegsbankans til þess að taka við
fiskifulltrúastarfinu í Miðjarðar-
hafsflöndunum. Helgi Briem er
vafalaust góðum gáfum gæddur
og hann er vefl mentaður. En
hann er gersamlega ókunnugur
ölflu, sem lýtur að fiskframleiðslu
og fiskverslun. Er hann var ný-
kominn frá prófborðinu, var hann
gerður að bankastjóra við Útvegs-
bankann, ekki vegna neinna yfir-
burða á því sviði, heldur vegna
sinna pólitísku skoðana. — Engin
stórvirki vann Helgi í bankanum
— síður en svo. Nú er það einnig
hans pólitíska skoðun, sem hossar
lionum upp í fiskifulfltrúastöðuna.
Þetta er nú einu sinni mælikvarð-
inn, sem stjórnin fer eftir við
val á mönnum í embætti og stöð-
ur. Þess vegna kemur engum það
á óvart, að Helgi Briem verði fyr-
ir valinu hjá stjórainni. Hitt er
fui'ðulegt, að bankamh’ skuli ganga
inn á, að greiða stórfje til þessa
starfa, þegar vitanlegt, er, að það
kemur ekki að þehn notum, sem
vera ber.
Nefndafár stjórnarinnar
hefir kostað ríkissjóð
yfir 160 þús. króna.
Oft hefir verið á það bent hjer í
blaðinu hve geysimikflu fje núver-
andi stjórn hefir varið til ýmiss
konar nefnda, sem hún hefir verið
að unga út. Jafnframt hefir verið
á það bent, að mikill hluti þess
starfs, sem nefndir þessar hafa
unnið, hafi að rjettu lagi hvílt, á
stjórninni sjálfri og aðstoðarmönn-
um hennar í stjórnarráðinu, sem
sífelt er verið að fjölga.
Stjórnin hefir verið fundvís á
verkefni handa nefndum. Hafi hún
einhverns staðar eygt möguleika til
að skipa nefnd, hefir hún óðara
gert það. Ríkissjóður hefir svo
verið flátinn greiða kostnaðinn. —
Hvað sem sagt verður um hæfi-
leika ráðherranna sjálfra á laga-
smíðinni, er hitt víst, að innan
vjebanda stjórnanáðsins eru ýms-
ir menn ágætlega færir á því sviði.
En þessir kraftar hafa ekki verið
notaðir, heldur hefir rándýrum
nefndum verið faflið að mestu und-
irbúningsstarfið undir þingið og
reyndar ýmislegt fleira.
Á árunum 1928—1930 hefir
kostnaðurinn af nefndum stjórn
arinnar, eftir því sem sjeð verður
af landsreikningunum orðið sem
hjer segir:
L Landbúnaðarnefnd kr.
2. Ríkisgjaldanefnd —
3. Gjaldeyrisnefnd —
4. Skattamálanefnd —
5. Laganefnd —
6. Kirkjumálanefnd —
7 Trygginganefnd —
8. Póstmálanefnd —
9. Siglingalaganefnd —
10. Veiðinefnd —
11. Raforkunefnd —
12. Ósundurliðaður
nefndarkostn. í L.
R. 1929 —
13. Ósundurliðaður
nefndarkostn. í L.
R. 1930 r—
41000.00
25597.20
18994.76
16422.35
14700.00
11899.85
7400.00
5500.00
4228.75
2700.00
1326.00
8356.12
3045.16
Kr. 161170.19
Nefndafargan stjórnarinnar hef-
ir þannig, þessi 3 ár, kostað ríkis-
sjóðinn yfir 160 þús. króua. Sjálf-
sagt er þó eitthvað af þessum
kostnaði svo falið í ýmsum kostn-
aðarliðum, að ekki er hægt að
finna við lestur landsreikninganna,
hefldur yrði að skygnast í fylgi-
skjölin til þess að komast að sannri
raun um þetta.
Flest nefndastörfin hefði dug-
leg og starfhæf stjórn getað innt
af hendi sjálf með aðstoð starfs-
manna stjórnarráðsins.
Nokkur frumvörp hafa þó verið
undirbúin af öðrum en nefndum;
en fyrir þau hefir einnig verið
greitt sjerstaklega úr ríkissjóði.
Sem dæmi má nefna, að lands-
reikningurinn 1928 sýnir, að það ár
hafi verið greitt fyrir samning
frumvarpa kr. 4608.20 og 1929 kr.
4800.00; einnig hefir verið greidd
rífleg fúlga til þessa 1930. Er af
]9essu ljóst, að ríkisstjórnin hefir
ekki ofreynt sig við samningu
frumvarpa.
Nefndafargan stjórnarinnar held
ur enn áfram. Margar nefndir hafa
setið að störfum í haust og vetur
og sitja enn. Meira að segja situr
sjáflfur forsætisráðherrann i sum-
um þessara nefnda, og er sagt, að
hann hirði með bestu lyst fult
gjald fyrir, ofan á þær 25—3Ö
þiis. kr., sem hann hefir í laun
á ári.
Það mun koma í ljós síðar, að
enn á eftir að bætast rífleg fúlga
ofan á framantaldan nefndakostn-
að. —r
Rúðubrotið
hjá ísleifi Högnasyni.
Var það „rottuskot“, sem
sent var inn um gluggann?
Rannsókn heldur áfram í Vest-
mannaeyjum á rúðubrots-máli ís-
leifs Högnasonar. Hefir verið próf-
að, að skjóta mismunandi sterkum
skotum gegn um rúðuna (og
gluggatjaldið) xír ýmsum fjariægð-
um, og útkoman orðið sú, að skot
úr venjulegum „salon“-riffil hafa
flogið gegnum rúðuna og glugga-
tjaldið.
Einnig hefir verið prófað, að
skjóta svo nefndum „rottuskotum"
inn um gluggann, og hefir með
þeim mátt koma kúlu gegn um
rúðuna, en ekki gegn um glugga-
tjaldið.
Hugsanflegt er, að einhverjum
hafi dottið í hug, að senda ísleifi
rottuskot inn um gluggann, en þá
átti kúlan að finnast milli rúð-
unnar og gluggatjaldsins. — Nú
‘fanst þar engin kúla og er því
ósennilegt, að noltkur hafi orðið
tifl þess að „spandera“ svo mikln
púðri á fsleif, því varla hefir kúlan
farið sömu leið til baka.
Bostonarfylliríið.
Fyrir eitthvað ári síðan birti
jeg lítinn brjefkafla frá Boston,
sem sagði frá stórfeldum drykkju
skap þar við samkomu amerísku
„legionarinnar<4. Hann var frá
manni, sem: jeg þekki og kemur
ekki til tals að hann hafi þar far-
ið vísvitandi með neitt rangt,
en tölur þær, sem nefndar voru,
hefir hann sjálfsagt tekið eftir
Bostonarblöðunum.
Templarar birta nú vottorð frá
danska konsúlnum í Boston og
lögreglunrii þar þess efnis, að
hjer sje farið rangt með. Þykjast
þeir nú hafa vel veitt. Lítið gleð-
ur vesælan.
Jeg hefi nú skrifað brjefritar-
anum og spurt hann um heimild-
ir hans. Sje það svo að þær hafi
skýrt rangt frá, er sjálfsagt að
leiðrjetta frásögnina, en fari svo
að þær reynist rjettar, stendur
vonandi ekki á templurum að
leiðrjetta sinn söguburð.
G. H.
Úr Húnaþingi.
31. des. FB.
Tíðarfar í nóvember og desem-
bermánuðum frekar frostavægt, en
vinda- og upphleypingasamt. Oft-
ast jörð fyrir sauðfje fram í des-
ember. Á Þingevrum og Gríms-
tugnu lá fjeð úti fram undir miðj-
an mánuðinn. Á þeim stöðum, sem
frjettst hefir frá, eru fjenaðarhöfld
góð.
Heilsufar yfirleitt gott, engar
farsóttir gengið. Nokkur lungna
bólgutil-felfli, en engin bánvæn. —
Settur læknir fram til nóvember-
loka. Jóhann Sæmundsson, kyntist
vel hjeraðsbúum, og náði trausti
þeirra, er leituðu hans. Frjettst
hefir, að flestir hreppar Austur-
Húnavatnssýslu hafi sent dóms-
málaráðuneytinu áskorun um að
veita það Jónasi lækni Sveinssyni
a Hvammstanga. (Var honum veitt
embættið, eins og auglýst er í
Lögb. og frá hefir verið skýrt í
blöðunum).
Blaðasiuíisteypa.
Tveimur af stærstu blöðunum
Stokkhólmi, „Stockholms Dag
blad“ og „Stockholms-Tidningen*
hefir nú nýlega verið slegið samai
i eitt dagblað og gengur það undi
nafninu „Stockholms-Tidningen —
Stockholms Dagblad“ Aðalritstjóx
þess verður Ewald Stomberg
fyrverandi ritstjóri „Stockholm
Dagblad", en blaðamenn verða hh
ir sömu og áður. „Stockholms Dag
blad“ var 108 ára gamalt, ei
„Stockholms Tidningan“ 42 ára
Bæði þessi blöð hafa jafnan veri
áhrifamikil og i miklu áliti.
Mötuueyti safnaðanna. f gær
komu þangað 98 fullorðnir gestir
og 41 bara, alls 139 gestir. Eru
þeir a/llir fastir matþegar hjá mötu-
nevti safnaðanna.