Morgunblaðið - 14.02.1932, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 14.02.1932, Blaðsíða 3
MORGUN BLAÐIÐ »•*•••••••••••••••••••••••• 4 Crt»ef.: H.f. Arvakur, Reykjavlk. * * Rltetjórar: Jön KJartaneaon. Valtýr Stef&nuon. « * Rltetjörn og afKrelOala: • Aueturetrœtl 8. — SI»1 (00. s J «.uglý*lngantJórl; EJ. Hafberg. 4 AuglÝalngaakrlfstofa: • * Austurstrœtl 17. — Slml 700. • * Helnafllmar: J 4 Jðn KJartanaaon nr. 748. • • Valtýr StefAnaaon nr. 1880. • E. Hafberg nr. 770. • Aakrlftagjald: • t Innanlanda kr. 3.00 A mAnuOl. • Utanlanda kr. 8.50 A mAnuOl. 4 • 4 t lauaaaðlu 10 aura aintaklO. • • 30 aura meO LwbAk. • • • ••••••••••••••••••••••••< Bruggua ð Bkureyri. í gömlu skipi finst talsvert af áfengi. Fyrir nokkru voru stálpaðir drengir að leika sjer út á Oddeyr- artanga. Þar á tanganum stendur uppi gamalt norskt skip, sem „Sulitjelma“ heitir og hefir staðið J)ar lengi í algerðu greinarleysi. Drengirnir fundu nú upp á því að klífa um borð í skipið og tókst þeim það, þótt þeir hefði engan stiga og hátt væri upp í skipið. Skipstjóraklefi var opinn og íföru þeir þar niður. Var þar mikil áfengislykt tog þótti þeim það und- arlegt. í einhverri dollu þar var vökvi og er þeir þefuðu að hon- um var af honum sterk angan. Dreyptu þeir nú á vökva þessum og þóttust kenna bragðið — að þetta Væri brennivín. Hlupu þeir nú upp á þiljur og köllpðu í mann og 'Sögðu honum frá fundi sínum. — Hann bað þá íláta hljótt yfir, en fór sjálfur á fund lögregluþjóns skýrði lionum frá þessu. Voru nú gerðar ráðstafanir til þess að leita í þessu gamla skipi, Sem staðið liefir uppi á Oddeyrar- tanga mannlaust í nokkur ár. Var tollverði og lögregluþjóni falið að framkvæma rannsóknina. Þeir fóru um borð í skipið og í káetunni fundu þeir stóran mjólkurbrúsa, fullan af ágætu brennivíni. Enn fremur fundu þeir þar fötu eða ketil með dágóðu brennivíni og nokkrar dollur með hálfbrugguðu víni. Síðan fóru þeir til eldahúss. Þar er góð eldavjel og mátti sjá, uð hún hafði verið notuð nýlega. Suðuáhöld fundu þeir þar, en ekki reglulegt bruggunaráhald — vant- aði þar ailar pípur. Ekki liöfðu þeir upp á fleira í skipinu. Nú var farið að rannsaka mjólk- urbrúsann og kom í ljós að hann var merktur. Eru allir mjólkur- brúsar merktir nyrðra og hefir hver bóndi sitt merki. Og merkið á þessum brúsa átti einn helsti bind- indisfrömuður í grend við Akur- eyri. Ekki verður hann þó bendl- aður við þetta bruggunarmál, því að brúsanum hafði verið stolið af mjölkurvagni í sumar sem leið. Ekkert hefir vitnast um Það hyer það er, sem hefir gert „Suli- tjelma' ‘ að bruggunarverksmiðju. Og þar við sitnr. Sennilega hefst a,ldrei upp á honum. -------------------- Gengið. London, 13. febr. United Press. FB. Gengi sterlingspunds miðað við dollar 3.44%, er viðskifti hófust, en 3.45 er viðskiftum lauk. New York: Gengi sterlingspunds $ 3.45. Óbreytt. er viðskiftum lauk. n ' Ríkisstjórnin og Samvinnufjelag ísfirðinga. 1 fjárlögum ársins 1929, 23. gr. IX. er þessi heimild fyrir ríkis- stjórnina: „Að ganga í ábyrgð fyrir lán- um til fjelagsmanna í Samvinnu- fjelagi ísfirðinga til kaupa á fiskiskipum samtals alt að 320 þús. kr„ enda nemi lánin eigi meiru en % af kaupverði skip- anna fullbúinna til fiskiveiða og sjeu trygð með 1- veðrjetti í skipunum, sjálfskulldarábyrgð eigenda og ábyrgð ísafjarðar- kaupstaðar. Forstöðumaður fje- lagsins og annar endurskoðandi sjeu samþyktir af ríkisstjórn- inni‘ ‘. Um það skal ekki rætt hjer, hversu gætilegt það er af Alþingi ao samþykkja svona ábyrgð. Þeir, sem þekkja eitthvað til þess, hve fljótt slík skip sem þessi fyrnast, vita að það nær engri átt að miða lánið við % af kaupverði skip- anna fullbúinna til fiskiveiða. — Einnig vita flestir, að þá er ó- hyggilega stofnað til atvinnurekst- urs, er sá sem fer með hlutina, á að hirða þá og gera arðbæra, þarf litlu eða engu að hætta, en getur látið eins og hann !lystir á annara ábyrgð. En þingið hefir kannske treyst á varnaglann: að „forstöðu- maður fjelagsins og annar endur- skoðandi sjeu samþyktir af ríkis- stjórninni“. Og svo var þetta að eins heimild, sem þingið að sjálf- sögðu hafði ástæðu til að álíta að ekki yrði notuð, fyr en ríkis- stjórnin hefði gjörskoðað og trygt öll skilyrði fyrir því, að ábyrgðin yrði að tilætluðum notum, án þess að baka ríkissjóði útgjöld. Stjórnin notaði heimildina og ábyrgðist hámark upphæðarinnar. Forstjóri fyrirtækisins var ráðinn maður, sem ekki þekkti hið minsta til neins, sem að útveg lýtur, hvoi’ki útgerðar fiskisldpa af neinni tegund, verkunar aflans nje sölu afurðanna. Sá maður í stjórn fyrirtækisins, sem sökum ráðríki einn rjeði öllu með framkvæmda- •tjóranum, liafði nákvæmlega sömu þekkingu og liann á þessum mál- um. — Eins og skýrt hefir verið frá hjer í blaðinu, hefir fyrirtæki þetta orðið að stöðva rekstur sinn á miðri vertíð í uppgripa afla. Á- stæðan er skuldabasl, og vanskil nálega við hvern viðskiftamann fyrirtækisins. 1 þeirri grein er einn ig sýnt fram á, að þetta fyrirtæki hefir haft flest eða öll hin bestu skilyrði til þess að verða fjárhags- lega sterkt, og að það er gersam- lega óhæf framkvæmdastjórn sem er aðalorsök ófarnaðar þess. Mundi ekki næsta Alþingi telja ástæðu til að spyrja ríkisstjórnina, hvers vegna hiin valdi fyrirtækinu for- stjóra, sem ekki hafði hina minstu þekkingu á neinu því, er honum þar var trúað fyrir, hvers vegná hún ekki lætur skifta um forstjóra, þegar bersýnilegt er að vankunn- átta hans stórskaðar fyrirtækið, og ekki einu sinni nú, þegar hann hefir komið því í strand og ríkis- sjóður er farinn að hafa veruleg útgjöld af ábyrgð sinni fyrir fje- lagið ? Mundi ekki Alþingi vilja spyrja ríkisstjórnina, hvernig ver- ið hafa skýrslur þær um hag og rekstur fyrirtækisins, er hún fekk frá þeim endurskoðandanum, sem hún rjeði? Eða kannske hún hafi gleymt að ganga eftir þessum skýrslum, því líklega hefir hún ekki gleymt alveg að gæta rjettar ríkisins í því að ráða hver annar endurskoðandinn var. Það er fleira sem Alþingi þarf að krefja ríkisstjórnina til reikn- ingsskapar um í þessu máli. Það er yfirlýst og sannað, að auk þess að greiða af láni því, sem ríkið ábyrgist fyrir fyrirtækið, er stjórn in einnig farin að greiða úr ríkis- sjóði lausaskuldir þess. Er ekki kunnugt að hún hafi til þess neina heimild. Ríkisstjórnina ber enn fremur að spyrja um þetta: Hefir endurskoð- andinn, sem hún ræður, skýrt henni frá því, að fjelagið skuldar 220 þúsund krónur, auk veð- skulda, sem hvíla á bátunum og aflanum? Sýnist henni það leyfi- legt samkvæmt lögum um gjald- þrot að fyrirtæki, sem er lang- samlega gjaldþrota, gefi sig ekki upp, en haldi áfram að ,slá‘ menn um stórar upphæðir ? Sýnist henni það ekki rannsókn- arvert, að sjö hluthafar í þessu fyrirtæki, sem eru fulltrúar í bæj- arstjórn ísafjarðar, fella tillögu um það, að bærinn gæti rjettar SÍns gagnvart fyrirtæki þeirra íit af um 50 þúsund króna skuld þess við bæinn, en láta hafnarsjóð taka 35 þúsund króna lán og fá þessu fyrirtæki, sem vitanlega er langsamlega gjaldþrota ? Bardagar hjá Shanghai. mm mm mmm mm. i COLGATES tannpasta Ekkert tannpasta á heims- markaðin um selst eins mikið COLGATES Munið Colgates á hverjum morgni. Visindalegar rannsóknir hafa leitt í Ijós að COLGATES tannpastað er óviðjafnanlegt meðal til þess að hreinsa tenn- urnar, viðhalda heilbrigði þeirra, og verja þæ~r skemdum. Heildsölubirgðir H. Olafsson & Burstið alt af upp og niður, aldrei þvert yfir tennurnar Burstið einnig að innanverðu hjá: Bernhoft. Shanghai, 13. febr. United Press FB. Samkvæmt kínverskri tilkynn- ingu kl. 1 síðd. höfðu menn særst í hundraðatali í seinustu orustum, bæði af liði Japana og Kínverja. Harðastar orustur háðar í nánd við Woosung. Japanar viðurkenna, að margir menn hafi fallið af liði þeirra m. a. einn kapteinn, en að- staða heranna segja þeir að sje óbreytt. Frá þingi Sambands ungra Sjálf- stæðismanna. Á föstudaginn var fundur liald- inn í Kaupþingssalnum og hófst hann kl. 8V2 síðdegis. Rædd voru þessi mál: 1. Fátækra- og tryggingamál. 2. Sjálfstæðis -og utanríkismál. Fundurinn stóð til miðnættis. í gær hófst fundur í Varðarhús- inu kl. 4 síðdegis. Stóð hann til kl. 7. Á þeim fundi var rætt: Skipulags- og fræðslumál flokks- ins. Kvöldfundur var haldinn á Upp- sölum. Verður síðar skýrt frá hver mál þar voru rædd. í dag hefst fundur í Varðarhús- inu kl. Wz. London, 13. febr. United. Press. FB. Slianghai: Bardagar halda áfram á Ohapei og Woosungvígstöðvun- um. Flugvjelar Japana hafa flogið vfir Ohapei og varpað þar niður sprengikiilum. Tokio: Ríkisstjórnin hefir til- kynt, að liðsauki sje á leiðinni til Shanghai. Herforingi Japana mun bjóða hershöfðingjum stórveldanna að taka þátt í leiðangri á hendur kínverska hernum, sem ætlar að taka Shanghai herskildi. Kínverj- um verður þó fyrst send úrslit.a- orðsending um að hverfa af Shang- baisvæðinu. Neiti Kínverjar því munu .Japanar hefja sókn á hend- ur þeim, einir, ef í það fer. Olympsleikarmr. Skautahlaupið. Ósló, 11. febr. NRP. FB. I 18 kílómetra hlaupinu í Lake Placid í gær varð Utterström fyrst ur, Wickström frá Svíþjóð annar, Saarinen frá Finnlandi þriðji, Lappalainen frá Finnlandi fjórði, Rustadstuen frá Noregi fimti, Grötumsbraaten sjötti. — Sonja Henie vann ólympska meistaratitil- inn fyrir fegurðarskautahlaup. F. Burger frá Austurríki hlaut önnur verðlaun. ---------------- Kafíið í Brasilíu. Það á að brenna 1 miljón poka á mánuði. Þess hefir verið getið áðúr hjer í laðinu, að Bandaríkin og Brasi- lía sömdu svo um með sjer að þau skyldi skiftast á vörum. Bandarík- in höfðu alt of mikið af hveiti, og Brasilía alt of mikið af kaffi. Nú átti að skifta þannig, að Banda ríkin ljeti Brasilíu fá hveiti, en Brasilía borgaði það með kaffi. En í lok nóvembermánaðar heldu fulltrúar allra kaffiframleiðslu- ríkja í Brasilíu fund með sjer í Rio de Janeiro og var þar sam- þykt, að ríkisstjórnin skyldi ekki skifta sjer neitt af kaffiverslun- inni, hvorki um framleiðslu, flutn- ing, eyðslu nje verslun. Þetta ætla framleiðendur sjálfir að hugsa um. Á þessum fundi var enn fremur samþykt, að á hverjum mánuði skyldi ónýta (brenna) 1 miljón poka af kaffi. Dagbók. □ Edda 59322167 — 1. Atkvgr. I. O. O. F. 3 = 1132158 = M. A. Veðrið (laugardagskvöld kl. 5): Vindur er nú hvass V með snjó- jeljum og 0 st. hita á Norðvestur- landi, en austan lands er 4—6 st. hiti og bjartviðri. Um 300 km. norður af Vestfjörðum er lægðar- miðja á lireyfingu austur eftir. Fylgir henni kaldur loftstraumur vestan frá Grænlandi. Hins vegar hefir háþrýstisvæðið færst snðúr á bóginn og er nú yfir írlandi og liafinn þar fyrir vestan. Vá-ttin mun þegar ganga niður á morgun og líklega snúast til S-áttar annað kvöld. Veðurútlit í Rvík í dag: V-kaldi. Urkomulítið en svalt'. — Útlit fyrir S-átt aftur á mánudag. Leikf jelagið. — Silfuröskjurnar verða leiknar í kvöld kl. 8%. R. S. fundur í dag kl. 5 (Rover- street). Trúlofun sína opinberuðu í fvrra dag ungfrú Anna Jónsdóttir hjúkr- unarkona og Gunnar Bjarnason verkfræðingur. Blindravinafjelag íslands skor,ar á alla bæjarbúa ,að bregðast vel við þeirri málaleitun, að gerást fjelagar og styrkja gott málefni. Ársgjald er eftir vild, þó minst 2 kf. og minsta æfigjald er kr. 30.00. Áskriftalistar verða bornir um bæinn í dag af skátum og skóiab örnum Austurb æj a rskólans.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.