Morgunblaðið - 18.02.1932, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 18.02.1932, Blaðsíða 3
M O R G TT N B L A f> I f>* 9 9 * % 41 ■m «• m ■m ■* ©t*ef.: H.f. Arvakur, Revkjavlk. Rltatjörar: Jðn KJartaneeon. Valtýr Btefánaaon. Rttatjörn og afgreiBela: Auaturatrœtl 8. — Slaal 100. AUKlýalnvaatjðrl: Jt. Hafberv. AuKlÝaluRaakrlf atofa: Austuratrœtl 17. — Slaal 700. Helaaaafaaar: Jön Kjartanaaon nr. 741. Valtýr StefAnaaon nr. 1110. E. HafberK nr. 770. AakrlftaKjaM: Innanlanda kr. 1.00 A mAnu&l. Utanlanda kr. 1.60 A aaAnutJL t lauaaaölu 10 anra elntaklS. 10 aura naeS Leabök. Lanösfunöur SjöIfstŒðismanna. I gær kom fram álit kosninga- iaganefndar. Var málið rætt all- lengi. TJmræður fjörugar, snerust aðallega um fyrirkomulag npp- bótarþingsæta. Verður nánar vik- ið að því síðar. Fundurinn lieldur áfram kl. 5 í dag. Þá verða ræddar tillögur, sem komnar verða. frá nefndum. f kvöld verður efnt til kaffisamsætis í Hótel fsland, fyrir laudsfundar- menn, og hefst það kl. 8V2. Að- göngumiðarnir að fundinum skulu sýndir við innganginn. Allmargir aðkomumenn bættust við á landsfundinn í gær. Stríðið í Kína. Tokio, 17. febr. United Press. FB. Ríkisstjórnin hefir skipað Uldea hershöfðingja að senda Kínverjum úrslitakosti, — ef þeir hörfi ekki 20 kílómetra frá Shanghai. Annars hefjist hin áður boðaða sókn Jap- ■ana gegn þeim. Þjóðabandalagið og Japan. Genf, 17. febrúar. United Press. FB. Framkvæmdaráð Þjóðabanda- lagsins sendi á þriðjudagskvöld harðorða orðsendingu til ríkis- stjórnarinnar í Japan, til þess að minna hana á skyldur þær, sem ■á Japan hvíla, samkvæmt 10. gr. scttmála Þjóðabandalagsms. Binn- % er því eindregið lýst yfir, að nndir engum kringumstæðum geti handailagið viðurkent að Japanar hafi nokkurn rjett til að halda því landi, sem þeir kunna að Jeggja undir sig vegna Shanghai- 'deilunnar. Bandaríkin og Japan. Tokio 17. febrúar. United Press. FB. Jápanski sendiherrann í Was- liington hefir símað Yoshisawa ut- anríkismálará)5h., að Bandaríkin rntli að senda japönsku stjórninni ■orðsendingu þess efnis, að Japan verði að bera ábyrgðina á því, ef amerískir borgarar í Kína bíði bana vegna þeirra hernaðarfram- kvæmda sem Japanar nú áforma þar í landi. Gengið. London, 16. febr. TJnited Press. FB. Gengi sterlingspunds er viðskifti hófust miðað við dollar 3.45%. en 3.45, er Tokað var. New York: Gengi sterlingspunds $3.45%—$3.44%. Þinqtiðindi. Hýir skattar. Fyrsta kreppuráðstöf- un stjórnarinnar. , Það voru fyrstu fundirnir á Al- þingi í gær, þar sem mál voru tekin til uniræðu. A dagskrá Nd. voru 3 skatta- frumvörp. Fyrsta málið var um bifreiða- skattinn, þar sem farið er fram á, a m. k. þrefalda hækkuii á þeim bifreiðaskatti, sem fyrir er og grundvelli skattsins gerbreytt. — Arið 1930 nam bifreiðaskatturinn 108 þtis. kr., en fjármálaráðherra upplýsti, að nýi skatturinn mundi gefa um 300 þús. króna tekjur. Aðrir hafa áætlað, að þessi nýi skattur mundi nema um % milj. Hin tvö málin voru um fram- lengingu á gildandi skattalögum, verðtolli og gengisviðauka. Svo sem að líkindum lætur, þótti ýmsum þingm. harla ein- kennileg sú stefna stjórnarinnar nú í kreppunni, að byrja þing- störfin með því, að leggja fram frv., er færu fram á stórfelda hækkun skatta. Á þetta benti P. Ottesen. Fyrsta. sendingin frá stjórninni væri skáttrijfrumvörp. Þessi frumvörp ættu að vera þjóð- inni til huggunar nri í kreppunni. En ]>að væri líka von á ýmsu fleiru frá stjórninni. Það væri von á fjáraukalögum fyrir árið 1930 með yfir 5 milj. kr. iitgjöld- um. Það væri einnig von á lands- reikningi fyrir sama ár, er sýndi um 26 milj. kr. eyðslu, þótt fjár- lög hafi aðeins heimilað að greiða 11.9 milj. Og loks væri von á fjár- lagafrumvarpi — og það hærra fjárlagafrumvarpi en áður hefir þekkst — en samt væri sára lítið áætlað ti'l verklegra framkvæmda. Stjórnin hefði sjeð sig til neydda að ráðast á verklegu framkvæmd- irnar til niðnrskurðar. Hinsvegar væri lítið hreift við öðrum gjalda- liðum fjárlaganna og alls ekki snert við öðrum lögum til þess að reyna að spara. Þó væri öllum vitanlegt, að ástandið væri þannig að slíkar ráðstafanir væru óum- flýjanlegar núna. Fjármálaráðherrann taldi ástand ríkissjóðs þannig nú, að eigi væri hægt að lækka skatta. Og niður- skurður á gjöldum nægði ekki til rjettingar á fjárhagnum, heldur þvrfti einnig hækkrin skatta. — Tekjur ríkissjóðs hefðu stórum rýrnað 1931 og mundu enn rýrna á yfirstandandi ári. Ráðherrann boðaði ný skattafrumvörp síðar á, þinginu. P. Ottesen kvað stjórnina eiga. sök á því, a.ð ekki væri hægt að lækka skattana nú. Hún hefði með fjárbruðli sínu í góðærunum búið svo í haginn, að nú væri alt upp etið. En hinu mætti ekki gleyma, að stjórnin hefði einnig búið svo í haginn fvrir atvinnuvegina og landsmenn yfirleitt, að gjald- getan væri stórlömuð, og nýir skattar því óbærilegir. Spunnust nú all-Iangar umræð- nr um þessi mál. Fjármálaráðh. taldi „Framsóknar“-stjórnina al- saklausa; heimskreppan ætti sök á öllu sem miður hefði farið. Magnús Jónsson sýndi fram á •hve herfilega villur vegar ráðh. færi með slíka staðhæfingu. — Aðalrætur kreppunnar hjer hjá okkur lægju beint til stjórnarinn- ar, hún ætti þyngstu sökina. Har. Guðmundsson talaði á móti vtrðtolli og gengisviðauka, en bauð stjórninni tilsvarandi skatt, eða jafnvel hærri, með hækkun tekju og eignarskatts. Oll frv. fóru í fjárhagsnefnd. Hagsmunaárekstur sjómanna og landverkamanna. Keflavíkurdeilunni er nýlokið og atburðir þeir allir í fersku minni. Upphaf deilunnar var það, að verklýðsfjelagið þar viíldi kúga út- gerðarmenn til að semja við sig um kjör sjómanna, en útgerðar- menn vildu semja við sjómenn sjálfa, — sjómannafjelag, ef stofn- að yrði. — Út af ágreiningi þessum hafa sjómenn og margir fleiri rifjað upp fyrir sjer, hvernig verkalýðs- fjelögin, eða ráðsmenn þeirra, hafa sjeð fyrir hag sjómanna undan- farin ár. Um það tala gleggst ein- stök dæmi, sem hjer skulu til greind. Síldveiðabátur frá Siglufirði kom úr veiðiför eftir þriggja sól- arhringa vosbxið og erfiði háset- anna. Þeir fengu 8 kr. hlut úr þessum þriggjá sólarhringa afla, seint og illa goldinn. En siglfirsk- ar stúlkur, sem unnu að söltun þessa afla, fengu yfir 40 kr. fyrir eins sólarhrings vinnu, og þeim var goldið strax. Margir sjómenn, sem lögðu afla sinn á land á Siglufirði í sumar, koimu slippir JA|im eftir tveggja mánaða strit, mnðu fengið að eins fyrir fæði sínu, sumir örlitlu meira. En sumar stúlkurnar, sem verkað liofðu aflann, komu með 800 kr. eftij; sama tíma, auk fæðiskostn- aðar. Bátur fór veiðiför frá ísafirði í vetur .Hann seldi aflann í togara. Mennirnir hrepptu versta veður og hættu lifi sínu. Þeir voru 22 klst. frá því þeir fóru að beita, og til þess er þeir voru lausir við aflann. Þeir fengu 7—8 kr. í hlut. Menn, sem unnu við móttöku afl- ans í togaranum fengu fyrir jafn- langan tíma 44 krónur, frítt bæði og fría borðunartíma. Þeir hættu ekki lífi sínu og voru sumir alls ekki hlutgengir í slíka svaðil- för, sem hinir fóru. Því meira sem fer í kostnað af andvirði aflans, því minna verður eftir til skifta milli útgerðar- og sjómanna. Gildir þetta jafnt, hvort lieldur sjómenn eru ráðnir fyrir fast kaup eða með hlutskifti, því alt verður að lokum að greiðast með andvirði aflans. Öll viðleitni foringja verklýðsins hefir gengið í þá átt, að draga taum þeirra, sem landi vinna á kostnað þeirra, sem sjónum vinna. Er nú svo langt komið, að hlutur sjómanna verður lítill eða enginn þó uppgripa afli sje, eins og tilfærð dæmi sýna, en þau dæmi ern að eins fá af ótelj- ndi slíkum. Og svo mikil hefir frekja verklýðsforkólfanna verið, at' þeir háfa heimtað af sjómönn- um, að þeir gerðu samúðarverk- fall til þess að ójafna arðinn enn (meir milli þessara tveggja vinnu- stjetta. Verkunarkostnaðurinn má aldrei fara yfir vissan hundraðshluta af andvirði aflans fnllverkaðs, annars A föstnnnl eiga menn að lesa og syngja Passíusálma Hallgríms .Pjeturssonar. Falleg og ódýr útgáfa fæstí bókaverslunum og kostar að eins kr. 5.00. (safoldarprentsmiðia h.f. stöðvast útvegurinn og allir þeir, sem að honum vinna, missa at- vinnu sína. I nokkrum veiðistöðvum hafa sjómenn risið gegn ofbeldi verk- lýðsforingjanna, en sá hagsmuna- árekstur, sem orðinn er milli þeirra ,er í landi vinna, og hinna, er vinna á sjónum, getur aldrei endað vel, nema hvorir tveggja taki mál sín íir höndum hinna pólitísku leiðtoga. □agbók. Veðrið í gær (kl. 5 síðdegis): Vestan lands og norðan er hæg V-átt með 3—4 stiga hita og dimm viðri sums staðar. Á Austfjörðum er þurt og 10—11 stiga hiti, en á S og SA-landi er allhvast á SV með regni og 8 stiga hita. Lægðin fyrir norðaustan landið er að eyðast, en jafnframt hefir kolnað mjög á Austur-Grænlandi siðastliðinn sólarhring. Er nú 11 stiga frost í Angmagsalik og 17 stiga frost í Scoresbýsundi. Má búast við að hjer á landi kólni einnig um stundarsakir. Veðurútlit í Reykjavík í dag: V-kaldi. Dálítil snjókoma. — Hiti um frost.mark. l*ímaritið „Jörð“, 2. og 3. hefti I. árgangs er nýlega komið út. Efni þess er, meðal annars: Ind- land og Indverjar, Kristur á veg- um Tndlands, í garnla daga, Lækn- isdómur náttúrunnar, Alhæfing mataræðis á Islandi, Tannpína og taugaveiklun, Líkamsrækt, Hug- rekki barna, Náttúrleg lífsnautn. Fræðslumál ÍSlendinga, Boccaccio, Frelsið og kirkjan, „Tríiin á sam- fjelagið“, Tollar og skattar, Út- varpið og músíkin, Prjedikun eftir síra H. Kolbeins, sögur og myndir Dagskrár Alþingis. Efri deild: Frv. um byggingu fyrir Háskóla íslands, 1. umr. Frv. um umsjón nokkurra ríkiseigna í Ölfusi. 1. umr. Neðri deild: Frv. um lax- og silungsveiði. 1. umr. Frv. um erfðafestulönd í kaupstöðum, kauptúnum og þorpum. 1. umr. Frv. um samgöngubætur og fyr- irhleðslur á vatnasvæði Þverár og Markarfljóts. 1. umr. Frv. um nýj- an veg frá Lækjarbotnum í Mos- fellssveit austur í Ölfus. 1. umr. Leikhúsið. Sjónleiknr Galsworthys ,,Silfuröskjurnar‘ ‘ verður sýndur í kvöld og er alþingsmönnum boð- ið á sýninguna. Aðrir sýningar- gestir ættu að athuga, að það er vissara að kaupa aðgöngumiða tím anlega eða panta þá í síma Leik- fjelagsins, því sennilega verður mikil aðsókn að sýningunni. — Hefir sjónleikurinn verið sýndur t.visvar áður við bestu undirtektir áhorfenda. Jarðarför Margrjetar Þorkels- dótt.ur fer fram á mánudag, en ekki laugardag, eins og áður hafði verið ákveðið. Ungbarnavernd Líknar, Báru- götu 2. Opin hvern fimtudag og föstudag kl. 3—4. i Dettifoss fór til útlanda í gær. Meðal farþega voru: Guðmundur Jörgensson. Gísli Jónsson. Frú Hulda Kobbefeld. Þóra Havsteen. Helgi Skúlason og frú. Axel Ket- ilsson. Jakob Kvaran. Haraldur Árnason, Egill Yilhjálmsson. Að- albjörg Vigfúsdóttir. Sveinn Þórð- arson, og auk þess fjöldi til Vest- 'mannaeyja. Dýrbítur hefir gert. allmikin* usla í Þistilfirði í haust og vetur. Hafa fundist um 20 kindur dauðar og heíisærðar af hans völdum. — Stendur mönnum stuggur af vá- vesti þessum, ef ekki tekst að vinna hann fyrir vorið. (úr brjtfi til FB). Passíusálmarnir. Það er gamall og góður ísllenskur sveitasiður að lesa í Passíusálmunum á föst- unni — þessari merkilegustu guðs- orðabók og ljóðabók, sem til er. Nú er fastan, og væri vel, ef öM heimili vildi taka upp þennan siS að nýju. Hafísinn. í útvarpsfrjettum í gær var sagt frá því, að símfregn- ir hefði borist til Hull frá fjórum enskum botnvörpungum, sem hefði lent í hafís norðan við Hom og skemst. Eru skip vöruð við sigl- ingum á þessum slóðum. Rógurinn um Vestmannaeyjar. Á meðan Vestmannaeyingar voru að útbúa báta sína til veiða, gerði Alþýðublaðið alt sem það gat til þess, að útgerð Eyjarskeg^ja yrði stöðvuð i vetur. Rak blaðið þar dvggilega erindi komnninista i Eyjum. Þessi herferð varð árang- urslaus, og nú eru allir bátar í ’ Eyjum farnir að stunda veiðar. En nú byrjar Alþýðublaðið nýja rógsferð gegn Vestmannaeyingum, sem vafalaust er einnig komin frá kommúnistum í Eyjum. Hjúskapur. Laugardaginn 13. þ. mán.. voru gefin saman í hjóna- band af síra Bjarna Jónssyni ungfrú Guðríður Halldórsdóttir og Lúðvík Thorberg Þorgeirsson. —- Heimili þeirra er á Njálsgötu 50. Verslunarmannafjelagið Merkúr heldur fund þann 19 þ. m. að Hótel Borg, uppi. Stjórnin hefir beðið blaðið að minna fjelags- menn á að mæta stundvíslega og fjölmenna, þar sem mörg mikils- verð mál verða til umræðu. Gyllir fór með afla sinn til Hol- •lands nú í síðustu veiðiför. Byrj- aði hann að selja á mánudag og seldi þá um helming aflans fyrir 6100 gyllini. — Ófrjett var í gær hvaða verð hefir fengist fyrir það sem selt var á þriðjudag. Hjálpræðisherinn. Hljómleika- samkoma í kvöld kl. 8. Lautn, Kjartan Kjærbo stjórnar. Allir velkomnir. — Hljómleikahátíð — kaffisamsæti, upplestur o. fl., verður annað kvöld 19. febrúar kl. 8. Lúðraflokkur og strengja- sveit, 10 manna spilar. Tnngangur kostar 25 aura.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.