Morgunblaðið - 04.05.1932, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 04.05.1932, Blaðsíða 2
2 MORGUNBIAÐIÐ Bakararl Fengnm með e.s. „Brúarfoss": Cream of Manitoba, Cream of Lothians, Gilt Edge, Flórsyknr, danskan Pressnger, Þnrger. Hnmla. Heimdallnr. Heimdallnr. llagir siðlfstæiismenn fara skemtiför í Borgarnes á morgun, uppstigningadag. Farið verður með e.s. Suðurlandi kl. 10 að morgni, og komið aftur að kvöldi. Farseðlar verða seldir í Varð- arhúsinu (Skrifstofu Heimdallar) allan daginn í dag (miðvikudag) frá kl. 10 f. h. til kl. 9 e. h. . I förinni verður hljómsveit og lúðrasveit, sem skemta á leiðinni, og á staðnum. Pöntunum ekki veitt móttaka í síma vegna aðsóknar. Nefndin. BriiaDestaröOloefni. Eins ög að tmdanförnu hefi jeg bóluefni frá próf. C. 0. Jensen. Sama verð og verið hefir, kr. 3.50 í hundrað fjár. Asta Einarson, Túngötu 6. Reykjavík. Málarasveinafjelag Reykjavíkur heldur íund að Hótel Borg föstudaginn 6 þ. m. kl. 8 síð- degis, vegna iðnsambandsins. Skírteini iðnsambandsins verða afhent meðlimum. Þeir, sem hafa iðnbrjef eða sveins- brjef og æskja upptöku, er hjer með boðið. STJÓRNIN. fslendingarl Hafið þér athugað með sjálfum yður, hvað það er, að vera sannur Is- lendingur, og hvað er að vera það ekki? Hafið þér veitt því eftirtekt, að t. d. Norðmenn hér á landi kaupa eingöngu norskar, Danir einungis danskar, Englendingar einvörð- ungu enskar tóbaksvör- ur? — Því ættuð þér þá að kaupa annað en íslenzkan kaffibæti, sem er fyllilega jafn-góður erlendum tegund- um. — Heildsölubirgðir hjá HJALTA BJÖRNSSYNI & CO. Símar 720—295. Ikkl er ðll vitleysan eins. Eftir Ól. B. Björnsson. Frh. Eir.s og kunnugt er, má svo segja, að nálega sje hætt að kenna kristin fræði í skólum landsins. Þeim sem ekki stendur á sama um það, finst þess vegna, að ef prestar landsins gætu að ein- hverju leyti bætt það upp, ynnu þeir vel fyrir því lítilfjörlega kaupi, sem þeir fá að launum og altaf er verið að telja eftir. Ef prestar mættu einhuga gefa sig við kristilegu starfi meðal æsku þessa lands, og þess væri nú ix:ikil þörf — þá myndi sú kynslóð ekki óska ])ess að það starf liefði fnllið niður, og heldur ekk. sjá ofsjónum yfir þeim aurum sem þeir drógu fram lífið á. Og ekki trúi jeg því fyr en jeg tek á, að þorri foreldra vilji ekki nokkuð á sig leggja, til þess að enn um 'nd, verði börnum þeirra boðuð j>au sannindi sein mestu varða, og eru hvað sem Iiver segir, undir- staða að lieili og hamingju þeirra í lífinu. Það fer nú að verða skömm og gaman að ]>essum niðurrifsmönn- um. þeir halda víst, að með þessu og þvílíku sannist, að vjer (ís- leudiugar) sjeum „útverðir menn- ingarinnar í norðurhöfum“. — Til þess eru þeir of seinir á ferð, lrefðu þá átt að verða á undan Eússum!!! Jeg held vjer ættum lieldur að 'talca okkur Englend- inga til fyrirmyndar, þeir fyrir- verða. sig ekki fyrir kirkju og kristindóm -—- ekki einu sinni þeirra æðstu menn. Er þó víst ekki alment talið að Englendingar standi öðrum þjóðum að baki í menningu og siðgæði. Það er næsta ótrúlegt, að sú þjóð, sem um þúsund ár hefir Iilotið blessun af starfi kirkjunnar og á sama t.íma lifað á menning- aidegum arfi þeirrar stofnunar er hefir mótað andlegt líf hennar, geti að skaðlausu fyrirvaralaust hiiggvið á þau bönd sem hafa gert henni fært, að lifa menning- aidífi svipað því sem aðrar þjóðir. Enda þótt kirkjan og þjónar liennar hafi margt víxlspor sl.igið, ■þá verður því vart neitað, að starf hennar hefir verið giftu- drjúgt, það sýnir saga þjóðarinnar best, sem ekki verður sögð til þessa tíma, án þess fyrst og fremst að vera kirkjusaga um leið. — Kirkjan hefir verið þjóðinni and- leg; móðir á öllum iildum. Hún hefir verið friimuður, stoð og stytta allra mannúðar og menn- ingar mála í landinu. Hún hefir unnið menningu vorri, og tilveru sem þjóð, ódauðleg afrek. Hún Iiefir mest og best skapað og við- baldið skólamálum og alþýðu menningu vorri, sem vjer vonum að eigi eun eftir að njóta sín og bera mikla og góða ávexti. Hún reisti hjer fyrst sjúkrahús, og lík- lega vita, og gerði fyrstu tilraun til að sjá snauðum mönnum fyrir framfæri. Minningarnar eru því órjúfanlega bundnar við þann menningararf sem kirkjan hefir skapað og látið þjóðinni eftir. Hún þarf ekki að fyrirverða sig fyrir hann. Hún hefir ekki arfleitt fáa menn að honum, hann hefir farið til óteljandi útarfa. Hún hefir skil- af besta arfinum, þeim arfi, sem vex því fleiri, sem milli er deilt. Það er leiðinlegt til þess að vita, hve þessir niðurrifs menn eru hlutdrægir og jafnvel stráks- legir í málflutningi sínum. Þeir eru alt af á lofti t,. d. með einhver Ijelegustu dæmin um messufiutn- ing. Jeg ætla mjer ekki að taka upp hanskann fyrir þá hina ljeleg- ustu presta, en þetta er ósköp lítið til að miða við, af því þetta eru einstök dæmi, en er ekki gegnum- gangandi, svo það skal þeim sagt hjer sem ekki vita, að meðal- tal guðsþjónusta undanfarin ár hefir verið um 40 á prestakall. f annan stað getur oft fallið niðnr messa lijá presti vegna veikinda hans, eða vegna harðinda í út- kjálkahjeruðum. En þessir menn minnast ekki á það sem vel er gert. Þeir Iiampa því, ef einhver prestur flytur af framangreind- um orsökum innan við 10 messur á ári, en minnast ekki á, að sá liafi gert neitt betur, sem fl,utti 50—60 guðsþjónustur á ári, fyrir utan önnur erindi og ýmislega j látttöku í kristilegu starfi. Það má vel vera að einhver segi, að starf prestanna í fjölmennustu söfnuðum landsins sje fánýtt, en jeg vildi ekki eiga að vera lengi í þeirra sporum með það feikna starf, en það er víst, að til þeirra leituðu ekki allir þeir sem nú gera það, ef þeir hefðu ekkert þangað að sækja. Býst jeg við að rnargir prestar gætu með slíkum dæmum sannað blessunaráhrif kirkjunnar. Þá eru það þessi laun sem er verið að telja eftir. Byrjunarlaun- fm eru 2000 krónur, sem mun nú gera, með dýrtíðaruppbót, 2346 kr. Frá því liefir svo dregist em- bættishald o. fl. Fást, ekki allir til að öfunda þá af þessum launum; að minsta kosti ekki þeir læknar, sem hafa, eða hafa haft 25—30 þús. kr. laun, eða fullkomin 10 presta Iaun. Ef til vill gefa læknar eitthvað af þeim launnrn, en það gera prestar líka, þótt minna hafi, þekki jeg prest sem ótalið gefur ca. helming launa sinna, marga þekki jeg líka seni aldrei kalla eftir gjaldi fyrir prestverk sín, nje fyrir afgjöld reiknuð upp í laun þeirra, og láta það ráðast hvað greiðist, og hvað ekki. Það á því ekki enn við alla presta þetta orð- tæki, sem surnir telja gamlan sann- leika: „Að seint fyllist sálin prest- anna“. En hvað borgar nú ríkið fyrir hvern einstakan borgara, fyrir prestléga þjónustu? Það mun láta nærri að framlag ríkissjóðs sje ea. 2 kr. 50 aurar fyrir hvern borgara. Nú er best, að leggja að eins messurnar til grundvallar. Fyrir Jiann sem að eins á kost á 7 messum, er þá greitt í hvert, skifti ea. 35 aurar, en sje meðaltalið tek- ið, eru það rúmir 6 — sex — aurar sem ríkissjóður greiðir fyrir hvern einstakan, fyrir það starf sem felst í ræðuflutningi og guðsþjónustu- gerð á ári hverju. Jeg veit það muni margur segja, að þrátt fyrir þetta, sje eftirsjón í þessum peningum. Enda þótt ræðnr presta sjeu mis- jafnar, þá er kirkjugángan hjá flestum hugsandi mönnum til nokk urs gagns. Og víst er um það, að ekki þætti þetta dýr aðgangseyrir hjá öðrurn prestum landsins, en auðvitað eru þeir ekki mældir á almennan mælikvarða !!! Það er að segja, í þeirra garð gerir ekki til, þó rjettu máli sje hallað. Niðurl. Ujelstjóraskólinn. Skólanum- var sagt.upp á laug- ardaginn kl. 6 síðd. Þessir luku fullnaðarprófi: Andrjes Jónsson, Bergur l’. Sveinsson. Gnðjón Kr. Ó. Valdi- marsson, Guðm. Torfason, Jens Jensson, Jóhannes Guðmundsson, Jón Hörður Ólafsson,* Kristján Bjarnason, Magnús J. J. Magnús- son, Óskar Jónsson, Óskar Valdi- marsson, Svcúrni Kragh, Þorsteinn Þórarinsson. í yngri deild skólans voru 26 nemendur í vetur. Helgl Guðmundsson sextíu ára. Af tilviljun frjetti jeg að Helgi Guðmundsson, Kirkjuvegi 11, væri 60 ára í dag, 4. maí. Þótt jeg hafi átt marga sam- ferðamenn á sjó, fyr og síðar, þá fan.st mjer það nokkuð sjerstakt., er jeg leit til baka, um minningu þessa manns, hversu liann í kulda- legum atburðum sjómenskunnar varð ætíð til að hlýja þá upj), lýsa skugga. langra veturnótta. og liversu hann var ætíð reiðubúinn að’gera fjelögum sínum greiða, að ógleymdum þeim góðu áhrifum er liann hafði á alt fjelagslíf. Nii eru kraftar Helga þrotnir, heilsan biluð, og skorturinn fram undan. Væri því ganian að geta glatt afmælisbarnið í dag og sýna með því lítinn þakklætisvótt fyrir gamla og góða kynningu. Hafnfirskur sjómaður. Zamora og betlarar. Um páskana er vanalega mikið um dýrðir á Spáni, stórkostlegar niessugjörðir og alls konar „seremóníur“. Það var venja, að konungshjónin „lítillækkuðu sig“ á páskadaginn með því að bjóða 12 betlurum til hallarinnar, og í viðurvist hirðarinnar að þjóna. þeim þar til borðs og ])vo síðan fætur þeirra. Kaþólska kirkjan skoraði mi á Zamora for* seta að haldá uppi þessum sið. en bann þverneitaði og kvaðst ekki vilja taka þátt í slíkum skrípaleik. Seinasta uppfinning Edisons. Það er mælt að Edison hafi, skömmu áður en hann dó, gert nýja uppgötvun, sem hafa mnni stórkostlega breytingu á bókaút- gáfu í för með sjer. Uppfinningin er í því fólgin að gera bækur úr stálþynnum. Fann Edison ráð til þess að fletja stál svo út, að það yrði þynnra heldur en pappír — meira að segja svo þunt, að 40.000 síða bók yrði ekki þykkri en 3 þumlungar. St.álið er inörgum sinn- um endingarbetra og þrifalegra heldur en pappír og má vera að innan skamms fari að koma á markaðinn bækur úr stáli. Útvarpig í dag: 10.00 Veður- iregnir. 12.15 Hádpgisúvtarp. 12.30 Þingfrjettir. 16.00 Veðurfregnir. 12.30 Veðurfregnir. 19.40 Grammó- fónsöngur. Dúettaf. 20.00 Klukkn- sláttur. Erindi: Frá útlöndum (Vilhjálmur Þ. Gíslason). 20.30 Frjettk’. 21.00 Tónleikar (Útvarps- kvartettinn). Grammófón: Sym- phonia í C-dúr, eftir Schubert.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.