Morgunblaðið - 09.06.1932, Page 2

Morgunblaðið - 09.06.1932, Page 2
 M O R G U N B I A Ð I Ð I)) HamaM & Olsem fli Nýkomlð: Kartöflur ítalskar í 30 kg. pk. (Ný uppskera). Appelsínur Braz. 150—176—216—240—300 stk. Epli „Delicious og Jonathans“ 180—198—216 stk. Sítrónur 300 stk. — Laukur í 50 kg. pk. Kárastaðir. Veitinga- og gisti-húsið Kárastaðir í Þing- vallasveit er tekið til starfa, og höfum við undirrituð tekið að okkur rekstur þess 5uar I. 5. í. í sumar. Theódóra Sveinsdóttir. Árni Sighvatsson. Nýkomnar C*tar daaskar kartttf lur Árni Einarsson & Tryggvi Sími 160. SOfsbúð tll lelgu á besta stað í bænum, þar sem nú er skrautgripaversl- un Halldórs Sigurðssonar, alt plássið eða hornbúðin eftir samkomulagi. Lystahafendur geri mjer aðvart sem fyrst. Jðu Þorláksson. Dational genlngakasse, með 4 skúffum, seljum við með tækifærisverði. Hringið í síma 8 og talið við sölumann. H. Benediktsson & Co. Sími 8 (4 línur). Erfðafestnlönd. Nokkrar landspildur úr Bústaðalandi, Laugarnes- landi og austan Kringlumýri, verða látnar á erfðafestu til ræktunar. Uppdrættir, er sýna legu og stærð landanna, eru til sýnis á skrifstofu bæjarverkfræðings. Umsóknir sendist fasteignanefnd fyrir mánudaginn 13. þ. m. kl. 12 á hádegi. Borgarstjórinn í Reykjavík, 9. júní 1932. K. Zimsen. Borðlð ð Hfitel Sklaldbrelð. \7egna greinar þeirrar frá stjórn K. K., sem birtist hjer í blaðinu í gær, viljum vjer taka þetta fram, enda þótt vjer álítum dagblöðin ekki rjettan vettvang til að ræða deilumál innan íþróttamálanna. 1. Upphaf þessa máls er það, að K. R. áfrýjar dómi Knattspymu- ráðs Reykjavíkur (K. R. R.), til stjómar í. S. f. Stjórn í. S. í. staðfestir dóm K. R. R., en K. R. vill á engan hátt gangast undir dóm í. S. í. enda þótt fjel. hafi sjálft áfrýjað dóminum og er slík framkoma* alls ekki sæmandi í- þróttamönnum. K. R. kýs heldur að brjóta áfram reglur í. S. f. og er vegna þess dæmt í sekt af K. R. R. — K. R. áfrýjar til stjórn- ar í. S. I., sem dæmir K. R. einnig í sekt. 1 þessu sektarmáli dæmdu m. a. núverandi formaður K. R., Erl. Pjetursson og fyrverandi stjórnarmeðlimur K. R., Eiríkur Bech og voru þeir báðir sammála nm að dæma bæri K. R. í sekt (sbr. fundargerð K. R. R. 29. nóv. 1931 og fundargerð Í.S.Í. 16. mars 1932). Það er því ekki stjórn Í.S.Í., sem stofnar til deilu við K. R., heldur er það K. R., sem áfrýjar dómum til Sambandsstjórnarinn- ar og hefir síðan látlaust haldið áfram ósæmilegum árásum á stjórn í. S. í. 2. K. R. hafði 1% mánuð til að greiða umrædda sekt, sem var kr. 50.00 — fimtíu krónur, — en það var ekki fyr en mjög var áliðið hinn síðasta dag, er K. R. bar að greiða sektina, að krafa kom frá fjelaginu um að stjórn í. S. í., ljeti „fullnæging sektarinnar bíða þar til eftir aðalfund Í.S.Í.“ Hvers vegna fór stjórn K. R. fram á greiðslufrest? Ekki var það vegna fjárhagslegra örðugleika því þeim var aldrei borið við, enda greiddi K.R. sektina daginn eftir. Væri æskilegt að K.R.-stjórnin birti á næsta aðalfundi Í.S.Í. hinar raunverulegu ástæður fyrir frest- beiðninni, ástæður bygðar á rök- studdum forsendum, svo að beiðni fjelagsins um greiðslufrestinn geti talist „sanngjörn krafa.“ Einnig væri æskilegt að stjórn K. R. birti á sama fundi ástæð- urnar fyrir því, að krafan um greiðslufrestinn var bundin við að- alfund Í.S.Í. Sömul. ástæðurnar fyrir því að krafan um greiðslufrestinn kom ekki fyr en örfáum klst. áður en greiðslan átti að hafa farið fram í síðasta lagi. 3. Kröfuna um greiðslufrestinn sendi stjórn K. R. til stjórnar Í. S. í. sem „sanngjarnt sáttatilboð“ frá K. R. Stjórn Í.S.Í. semur ekki að ástæðulausu við þann eða þá, er hún hefir dæmt, um fullnæging dómsins. Eða getur K. R. fengið vottorð einhverra háttvirtia lög- fræðinga sinna um að þeir hafi tekið sáttatilboði sakbornings, sem þeir hafa orðið að kveða upp dóm yfir? Dómur Í.S.Í. er úrslita- dómur, sem ber að framfylgja jafn vel þótt „stærsta íþróttafjelagið“ eigi í hlut. Að það sje „að skaða íþróttalífið í bænum“ að framfylgja þeim lög- um, sem íþróttafjelögin hafa sjálf sett sjer, hefir ekki sýnt sig hing- að til, enda hafa öll íþróttafjelög hjer hlýtt dómum f.S.Í. 4. Leikreglur og Hegningarbálk- ur Í.S.Í. er saminn fyrir fram- kvæmdavaldið (stjórn Í.S.Í.) til að dæma eftir á milli aðalfunda, m. a. í slíkum málum sem hjer um ræðir. í 5. gr. Hegningarbálks í. í. segir svo: Sektir skal greiða á þeim tíma, sem Sambandsstjórnin tiltekur. — Sjeu þær ekki goldnar í tæka tíð, varðar það burtrekstri uns þær eru greiddar eða samið um greiðslu þeirra. Er K. R. hafði þrjóskast við að greiða rjettmæta sekt, er það liafði verið dæmt til að greiða var fje- lagið, eftir að hafa fengið aðvörun frá f. S. í., skv .þessari grein vísað burt úr Sambandinu uns það greiddi sekt sína. Enda þótt ofanbirt grein segi skýrt og skorinort og án nokk- urs skilyrðis hvað gera skuli í slíkum tilfellum, sem hjer um ræð- ir, leitast stjórn K. R. við að vje^ fengja rjett Sambands-stjórnarinn- ar til burtvikningarinnar, þ. e. að bcita ákvæðum Hegningarbálksins. Hirðum vjer ekki um að ræða það hjal fjélagsstjórnarinnar frekar en orðið er, en leyfum oss að birta yfirlýsingu frá fyrverandi forseta í. S. í., hr. A. V. Tulinius, sem var einn af þeim er samdi Hegn- ingarbálkinn í upphafi: „Að gefnu tilefni votta jeg und- irritaður að Hegningarbálkur I. S. í. var saminn snemma eftir stofn- un Sambandsins og samþykktur árið 1913 og er því nú 19 ára. Brot gegn reglum í. S. í. voru dæmd samkvæmt nefndum Hegn- ingarbálki alla þá tíð, sem jeg var forseti stjórnar í. S. I. — 14% ár. — — Hegningarbálkurinn reyndist nauðsynlegur í tilfellum, sem komu fyrir milli aðalfunda, en í öllum tiífellum var hægt að skjóta mál- unum til aðalfundar þótt hinir dæmdu yrðu að hlýða virskurði stjórnar í. S. í. á meðan. Reykjavík, 6. júní 1932. A. V. Tulinius. (sign.)“. '5. Vjer eigum bágt með að sjá sgmræmi milli orða og verka K. R.-stjórnarinnar er hún segir Sam- bands-stjórnina „sitja með reidda öxi yfir höfuðsvörðum fjelaga í Sambandinu“, en samt er K. R.- stjórnin sífelt að senda stjórn Sambandsins ýms mál til úrskurð- ar! 6. í niðurlagi greinarinnar er st.jórn K. R. að minna Sambands- stjórnina á að birta álit lögfræð- línga þeirra, er K.R. hefir fengið sjer sem verjendur í þessu máli. Væri ekki rjett að þeir lögfræð- ingar leituðu áður einhverra upp- lýsinga um málið hjá Knattspyrnu- ráði Reykjavíkur eða stjórn 1. S. í., en ljetu sjer ekki nægja rangar og ófullnægjandi upplýsingar frá að eins einni hlið? Verið gæti að „álitið“ breyttist eitthvað að fengn um fullnægjandi og rjettum upp- lýsingum. Uns lögfræðingar K. R. hhfa hirt um að leita sjer upplýsinga um málið frá báðum hliðum, er álit þeirra sem lögfræðinga einsltis virði. 7. Stjórn K. R. hefir nú tvívegis birt greinar í Mbl. í þeim tilgangi að gera stjórn í. S. í. tortryggi- lega í sambandi við dóma hennar í þessu máli. Þeim greinum hefir nú verið svarað og erum vjer reiðu- búnir til að svara fleiri slíkum ef stjórn K. R. óskar eftir að halda áfram árásum sínum. Eins og fyr er getið, er nú verið að prénta mjög ítarlega skýrslu um þetta mál. Verður hún send öllum í- þróttafjelögum innan vjebanda í. S. í. og fulltrúum þeirra á aðal- fundi Sambandsins, sem haldinn verður 26. þ. m. Á því íþróttaþingi verður þetta mál lagt fram og á- kvarðanir teknar um gerðir vorar og framkomu K. R. í þessu máli. Stjórn Í.S.Í. Ur því að deilumálum K. R. og Í.S.Í. á annað borð var fengið rúm hjer í blaðinu, þótti rjett að gefa báðum aðiljum tækifæri til þess tvisvar, að skýra frá afstöðu sinni, í svo stuttu máli, sem tækt er að lengd.í dagblað. Hins vegar sjer Mbl. ekki ástæðu til að halda áfram deilu þessari hjer í blaðinu, þar sem nú líður að aðalfundi íþróttasambands ís- lands, og þar- er hinn r’jetti vett- vangur fyrir þessi deilumál, sem reynst hafa svo umfangsmikil, að aðiljar skrifa gjarnan um þær lengri greinar, en rúm er fyrir í blöðum. Væri óskandi að íþróttamönnuin og íþróttavinum tækist að jafna þessa deilu þar, svo íþróttamenn vorir gætu' á þessii sumri gengið óskiftir til íþróttaiðkana sinna án þess slík deilumál, sem þessi drægju hug þeirra frá því, sem ér aðalmarkmið íþróttanna. Ritstj. Haraldur Sigurðsson. Píanóleikur í Gamla Bíó, Haraldur Sigurðsson píanóleik- ari hjelt konsert' í Gamla Bíó í fyrra kvöld við ágæta aðsókn og mjög mikla hrifningu áheyrenda. Konsertinn liófst með þrem verk- um eftir Bach. Þar næst var Són- ata í a-dúr eftir Schubert og loks endaði konsertinn á, Nocturne í fis-dtír og Fantasí í f-moll eftir Ghopin. Það er ekki ofmælt þótt sagt sje að Haraldur Sigurðsson hafi leikið öll þessi verk meistaralega. Þrátt fyrir liið óskylda efnisinni- hald verka þessara gerði hann öll- um full skil. Hin mikla dýpt Bachs, (td. prelúdíumes-moll),hin töfrandi rómantík Schuberts og hinn ridd- aralegi glæsileiki Chopins, alt var þetta leitt í ljós á undursamlega skáldlegan hátt, ásamt fínvtstu vandvirkni í meðferð hverrar stíl- tegundar. Persónuleiki þessa mikla lista- manns hneigist mjög til hins etiska, ójarðbundna. Hann kann tök á að opna hugum áheyrenda sinna þá heima, sem blasa við oss í æfin- týrum H. C. Andersens. Páll ísólfsson. Herriot fær traust. París 8. júní. United Press. FB. Fulltrúadeild þjóðþingsins hefir vottað Herriot .traust sitt með 390 atkvæðum gegn 152.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.