Morgunblaðið - 09.06.1932, Síða 3
MORGUNBLAÐTÐ
l
SHorgunblaíM
Útsef.: H.f. Árvakur, Reykjavlk.
Rltstjörar: Jön KJartanaaon.
Valtýr Stef&naaon.
Rltatjörn og afgrelCala:
Auaturatrætl 8. — Slaal (00.
AuKlýalnBaatJörl: H. Hafberar.
Augrlýalngraakrlfatofa:
Auaturatrætl 17. — Slaal 700.
Helmasfmar:
Jön KJartanaaon nr. 742.
Valtýr Stef&naaon nr. 1220.
B. Hafberg nr. 770.
ÁakrlftagrJald:
Innanlanda kr. 2.00 & m&nuOl.
Utanlanda kr. 2.S0 & aa&nutll.
1 lauaaaölu 10 aura alntaklB.
20 aura maS Lesbök.
2. LandsDing kvenna
iófet hjer í Eeykjavík mánudag-
inn þ. 6. þ. m. Fulltrúar mættu
frá þessum fjelögum: Bandalagi
kvenna í Reykjavík, samböndum
norðlenskra, austfirskra, sunn-
lenskra og vestfirskra kvenna;
.samböndum kvenna í Borgarfjarð-
ar og Mýrasýslu, í Gullbringu- og
Kjósarsýslu og sambandi breið-
firskra kvenna. Al'ls mættu 15 full-
trúar á þinginu.
Landsþing þetta liefir liaft mörg
merkileg mál á dagskrá sinni, sem
stjórn kvenfjelagasambands Is-
lands, fulltrúar sambandanna og
barnaverndarnefnd þjóðkirkjunn-
ar hafa borið fram.
Þinginu verður slitið í dag. í
þinglokin fara fulltrúar þingsins
austur í Þrastalund. Bæjarstjórn
Reykjavíkur býður í þá ferð.
1 gær bauð kvenfjelaga samband
íslands þingfulltrúum og nokkur-
«m gestum austur á Þingvöll.
f?órólfur nóði Islanöi
á flot.
Skipið heldur ferð sínni áfram.
(Símfrjett frá Siglufirði),
míðvikudag.
Togarinn Þórólfur kom að Siglu-
Resi um kl. 10 á þriðjudagskvöld,
þar sem Is'land stóð á grunni. Setti
Þórólfur strax víra út í ísland.
En ekki var reynt að losa skipið
,af grunni fvrri en um miðnætti,
að háflóð var.
Þá tókst Þórólfi að draga ísland
á flot.
Togarinn Venus kom um það
leyti á strandstaðinn. En vírar
voru ekki komnir þaðan í ísland,
«r það losnaði.
Kl. 12y2 aðfaranótt miðvikudags
var Island komið hjer að bryggju
á Siglufirði.
Það mun hafa vifljað til happs,
að botn var sljettur þar sem skip-
ið stóð, en vita bárulaust allan
tímann. Leki kom enginn að skip-
ísland fór hjeðan frá Siglu-
firði kl. 10 á miðvikudagsmorgun
áleiðis til Reykjavíkuc.
Þjóðverjar spara.
Berlín 8. júní.
United Press. FB.
v. Papenstjórnin liefir ákveðið
að gera ráðstafanir til enn meiri
lækkunar ríkisútgjalda en gert er
ráð fyrir í fjárlagauppkasti Brún-
ings. Meðal annars er gert ráð
fyrir að lækka atvinnuleysisstyrki
og leggja á nýjan 1% skatt á þá,
sem hafa föst laun.
Fjársukkið mikla.
Fáein sýnishorn af meðferð
stjórnarinnar á fje almenn-
ings árið 1930.
XXIII.
Landbnúaðarnefndin.
Sextugasta og önnur athuga-
semd yfirskoðunarmanna er svo-
hljóðandi:
„Milliþinganefndin í landbúnað-
armálum mun hafa lokið störfum
og hefir fengið greitt úr ríkis*
sjóði kr. 41.000.00 árin 1927—1930.
Fyrir þessari upphæð hafa áhn
ekki verið gerð reikningsskil, að
því er yfirskoðunarmönnum er
tjáð, og óskast reikningur iltveg-
aður og sendur með svarinu“.
Formaður nefndarinnar, Jörund-
ur Brynjólfsson alþm. samdi svo
reikning og fengu yfirskoðunar-
menn hann í hendur. Um hann
segja yfirskoðunarmenn:
„Reikningur formanns sýnir, að
auk þess sem talið er í aths., hafa
verið greiddar 1500 kr. á árinu
1931. Kostnaðurinn sundurliðast
þannig:
Greitt Jör. Brynjólfs-
syni ............... kr. 17.086.45
Greitt Bernh. Stefáns-
syni ...........• - • • — 13.000.00
Greitt Þórarni Jóns-
syni ............... — 10.700.00
Bílferðir ............. — 350.00
Prentun, vjelritun, að-
stoð, bækur, ritföng — 1.363.35
Kr. 42.500.00“.
Þessi milliþinganefnd hefir þann
ig kostað ríkissjóð 42.500 kr. Eigi
er blaðinu kunnugt, hvort nefnd
þessi Iieldur enn áfram störfum.
Alment var talið, að nefndin hefði
hætt störfum 1930; það hafa og
yfirskoðunarmenn LR. álitið, svo
se,m sjá má af atlis. þeirra. En
þegar formaður nefndarinnar send-
ir reikningana kemur í Ijós, að
1500 kr. bætast við árið 1931. —
Máske bætist enn við rífleg fúlga
á yfirstandandi ári. Um störf þess-
arar milliþinganefndar skal eigi
fjölyrt hjer að þessu sinni, enda
hefir það áður verið gert. Þó má
geta þess, sem reyndar alkunnugt
er, að enn hefir Alþingi ekki feng-
ist til að samþykkja eitt einasta
frumvarp, sem máli skiftir, frá
þessari nefnd. Frv. til ábúðarlaga
lág enn fyrir síðasta þingi og um-
turnað þar, uns það dagaði uppi.
Frv. um sauðfjármörk kom einnig
enn á ný fyrir síðasta þing, en var
vísað til stjórnarinnar o. s. frv.
Það er engin smáræðisfúlga sem
farið hefir í alt nefndafargan
„Framsóknar“-stjórnarinnar. Á ár-
unum 1927—1930 var kostnaðurinn
ai þessu nefndafári yfir 132 þús.
króna. Þetta er mikið fje. En til-
finnanlegast er þó það, að lang-
mestu af þessu fje hefir verið al-
gerlega á glæ kastað.
XXIV.
Reikningpf ærslan.
Sextúgasta og fimta athugasemd
yfirskoðunarmanna er svohljóð-
andi:
„Af skjölum ríkisfjehirslunnar
sjest, að á árinu 1930 hafa kr.
281.302.64 verið greiddar úr ríkis-
sjóði gegn endurgreiðslu 1931. —
Þessi upphæð er talin í sjóði pr.
31. des. 1930. — Svo að segja öll
þessi uppliæð hefir verið færð yfir
á árið 1931 og er í henni fólgið
meðal annars:
a. Byggingarkostn. á
Reykjum í Ölfusi kr. 30.000.00
b. Til skóla á Hall-
ormsstað .........— 17.000.00
c. Fyrir 3 snjóbíla .. — 49.680.00
Hvers vegna liafa þessar fjár-
hæðir ekki verið færðar til gjalda
1930?“
Svar stjórnarinnar er á þessa
leið :
„a. Byggingarfje var heimilað
með 22. gr. XI. fjárlaga fyrir
1931.
b. Þessar kr. 17.000.00 til liús-
mæðraskólans á Hallormsstað
voru greiddar þegar á árinu
1930, vegna þess, að skólinn
þurfti að komast sem fyrst
upp, en fjárveiting ársins bú-
in, og þótti þá rjett að fara
ekki fram úr því, sem fjárlög
heimiluðu, heldur verja til
skólans fjárveitingunni 1931
og var því upphæðin greidd
gegn endurgreiðslu á tilsvar-
andi fjárlagalið 1931.
c. Snjóbifreiðar þessar voru
keyptar í desember 1930 og
greiddar þá, en þar sem heim-
ild til kaupa á slíkum bifreið-
um er í 22. gr. V. í fjárlögum
1931, þótti rjett að .færa
greiðsluna fyrir þær yfir á það
ár“. —
Yfirskoðunarmenn svara þessu
þannig:
„Þessar færslur milli ára virð-
ast ekki vera í samræmi við nið-
urlag þingsál., sem samþykt var á
sumarþinginu 1931. Aths. er því til
athugunar framvegis' ‘.
Þessi reikningsfærsla, að flytja
stórar greiðslur frá einu ári til
þess næsta, byrjaði í stórum stíl
á árinu 1929. Þá flutti „Fram-
sóknar“-stjórnin yfir miljón krón-
ur af útgjöldum þess árs yfir á
árið 1930. Hefir fyrv. stjórn með
þessu viljað fela nokkuð af eyðsl-
unni. Yfirskoðunarmenn LR 1929
víttu þetta framferði harðlega. Og
á sumarþinginu í fyrra flutti fjár-
hagsnefnd Nd. þingsályktunartil-
lögu, þar sem m. a. var skorað á
stjórnina: „Að færa greiðslur
(tekjur og gjöld) á reikning þess
árs, sem þær tilheyra að rjettu
lagi, eftir því sem við má koma“.
En stjórnin hefir ekki sint þessari
áskorun betur en það, að hún færir
enn stórar fúlgur af greiðslum rík-
issjóðs 1930 yfir á árið 1931.
Þetta framf erði „Framsóknar‘ * -
stjórnarinnar er í raun og veru
ekkert annað en fölsun á lands-
reikningnum. Og það er ekkert 6-
viljaverk, sem stjórnin var hjer að
fremja. Hún gekk vitandi vits að
verki, og framdi verknaðinn í þeim
tilgangi, að sýna hag ríkissjóðs
betri í árslok en hann í
raun og verit var. — Slík
reikningsfærsla sem þessi er stór-
háskaleg. Ómögulegt verður fyrir
kjósendur að vita, hvernig fjár-
hagur ríbissjóðs er. óráðvönd og
hlutdræg ríkissjórn getur látið
sýnast sem um tekjuafgang sje
að ræða, enda þótt stórkostlegur
tekjuhalli sje í raun og veru, svo
sem átti sjer stað árið 1929. Þessi
rcikningsfölsun er ein af hinum
mörgu fjármálasyndum fyrverandi
stjórnar, sem þjóðin verður að
taka hart á.
Meira.
Síra
Friðrik Hallgrímsson
sextugur.
I dag, þegar síra Friðrik Hall-
grímsson fyllir sjötta tuginn, geri
jeg ráð fyrir því, að vjer sjeum
ekki fáir, sem minnumst hans með
hlýleika og þakklæti, ekki aðeins
hjer í Reykjavík, heldur einnig
víðsvegar úti um land. Því að
síra Friðrik er þjóðkunnur maður,
bæði fyrir útvarpsprjedikanir sín-
ar og aðra liirkjulega starfsemi,
og þá ekki síður fyrir störf sín
fyrir börnin, barnaguðsþjónustur,
barnasögur sagðar í útvarp, bók
sína til leiðbeiningar við kristin-
dómsfræðslu unglinga o. fl.
En hans verður í dag eflaust
einnig minst með vinarhug og
velvild meðal landa vorra í Yest-
urheimi, þar sem hann vann ágætt
prestsstarf um nálega 22 ára skeið.
Alls eru prestsskaparár hans
orðin 34. Hann vígðist prestur
Laugarnesspítala 1898, en varð
næsta ár prestur á Utskálum og
þjónaði því prestakalli til ársins
1903. Þá fluttist hann til Ame-
ríku og gerðist prestur landa vorra
í Argyle í Manitoba í Kanada og
þjónaði þar til ársins 1925, þeg-
ar hann sem kjörinn prestur við
Dómkirkjuna fluttist aftur heim
til fæðingarstaðar síns. Því að hjer
er síra Friðrik borinn og barn-
fæddur, eins og kunnugt er, elst-
ur barna Hallgríms biskups Sveins-
sonar og konu hans, Elínu (f.
Feveile), sem enn lifir hjer meðal
barna sinna háölduð (á 85. ald-
ursári) og mikilsmetin.
Jeg kyntist Fr. H. á skólaárum
mínum hjer heima, en þó einkum
á háskólaárum okkar í Kaup-
mannahöfn, þar sem þeir bjuggu
saman frændumir, hann og Har-
aldur Níelsson. Það var gaman
að vera með þeim, því að bæði
áttum við nóg sameiginleg áhuga-
mál að tala um, og svo var fjörið
og ástúðin hjá þeim bændum. Það
sem mest einkendi Fr. H. var
glaðværðin og bjartsýnin; altaf
bjart- yfir honum og ekkert virt-
ist skyggja á framtíðarbrautina.
Hann var eins og fæddur til að
verða gæfumaður. Enda hefir hann
verið það um æfina. Hann hefir
notið gæfu heimilislífsins í sam-
búð við hjartkæra konu sína, Bent-
ínu Björnsdóttur frá Búlandsnesi
við Djúpavog, er hann gekk að
eiga árið 1900. Og heimili þeirra
hefir ávalt laðað marga að sjer
sakir framúrskarandi gestrisni
og alúðar. Börn hafa þau eignast
5. eru 4 þeirra hjer heima, 1 sonur
og 3 dætur, en ein d'óttir gift ensk-
um manni í Winnipeg. En síra
Friðrik hefir einnig verið gæfu-
maður í lífsstarfi sínu. Hann hefir
verið í því með lífi og sál og
reynst þar mikilvirkur. Þrátt fyr-
ir hið mikla annríki síðustu ára,
hefir honum unnist. tími til að
gefa út bækur. „Píslarsagan, ásamt
stuttum skýringum og sjö föstu-
hugleiðingum“ kom út eftir hann
1929; 1930 gaf hann út „Kristin
fræði. Bók handa fermingarbörn-
um“, en 1931 „Sögur handa börn-
um og unglingum.11 En í Ame-
ríku gaf liann út biblíusögur 1919.
Einnig var hann skrifari hins ev-
angelisk-lúterska kirkjufjelags ís-
lendinga í Vesturlieimi í 21 ár,
og vann þar mikið og gott starf.
Vjer vinir síra Friðriks, sem
unnið höfum með honum að kirbj-
unnar málum fyr og síðar, vitum
best, hve samvinnuþýður hann er
og sanngjarn í öllum málum, og
fullur af áhuga fvrir öllu því, er
hanu hyggur að til góðs megi
leiða. Alls staðar er hann góður
liðsmaður, en þó hygg jeg að
hvergi njóti hann sín betur en í
starfi sínu fyrir börnin. — Jeg
hefi oft dáðst að mörgu í prest-
legri starfsemi síra Friðriks, en
þó ef til vill mest að því, hve vel
honum getiír tekist ~að tala við
barna h æfi og á þann hátt, að á-
hugi vakni og hug barnanna sje
beint inn á hollar og göfugar
brautir.
Jeg vona, að kirkja vor megi
sem lengst njóta starfskrafta síra
Friðriks og að hann ávalt megi
vera bjartsýnn og glaður í anda.
Svo flyt jeg honum á þessum
tímamótum í lífi hans bestu þakkir
fyrir vináttu og samstarf, og óska
honum og ástvinum hans allra
heilla í framtíðinni.
S. P. S.
Frá Spáni.
Corunna 8. júní.
United Press. FB.
Frekari óeirðir hafa orðið og
nokkurt manntjón að undanförnu
eða frá því allsherjarverkfall hófet
í Ferrol fyrir nokkuru síðan. —
Óeirðasamt er nú vfirleitt í Gali-
cia. — (Galicia er landshluti á
Spáni, norðvesturhluta landsins).
Grænland
og vísindamennirnir.
Höfn 8. júní.
United Press. FB.
Fjárliagsnefnd fólksþingsins hef-
ir fallist á. tillögu siglingamála-
ráðuneytisins um að veita öllum
þéim vísindamönnum frítt far til
Grænlands, er ætla þangað til þess
.að starfa afj vísindalegum athug-
unum, sem alþjóðasamvinna er
uin.
Kreppuráðstaf anir
í U. S. A.
Washington 8. júní.
United. Press. FB.
Fulltrúadeild þjóðþingsins hefir
felt frumvarp Hoovers forseta til
þess að ráða bót á atvinnuleysinu,
en því næst samþvkt frumvarp