Morgunblaðið - 24.12.1932, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 24.12.1932, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ 15 GLEÐILEGRA JÓLA óskar öllum viðskiftavinum sínum Kol & Salt. Óska viðskiftavinum minum GLEÐILEGRA JÓLA Olgeir Friðgeirsson, kolakaupmaður. 0000000000000900000000000000000000000000000000000000 Jarðarför mannsins míns, föður og tengdaföður, Pálma Sig- urðssonar, fer fram frá fríkirkjunni miðvikudaginn 27. desbr. og hefst kl. 1 með húskveðju á heimili hins látna, Grettisgötu 40. Sigríður Ásbjörnsdóttir. Kristín Pálmadóttir. Jón Guðmundsson. Móðir mín, Valgerður Jensdóttir kenslukona, andaðist að heimili sínu 23. þ. m., Hverfisgötu 50, Hafnarfirði. Sigríður Jónsdóttir. HJUiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiHiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiig == Innilegar þakkir fœrum við undirritaðir heið- — urshjónunum Ingimundi Jónssyni og konu kans, - Helgu Jónsdóttur, Holtsgötu 1, fyrir auðsýndan 1 kœrleika og velvild og rausnarlegar gjafir nú um i jólin og um hver jól i mörg undanfarin ár. i Drottinn blessi heimili þeirra og gefi. þeim |É g'æðdeg jól og farsælt nýtt ár. = Sjúklingarnir á Laugarnesspítala. iiiiiiiuiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiF. Innileg þökk til allra, fjœr og nær, sem á ýmsan hátt sýndu mjer vinarhug á 60 ára af- mœli mínu, 19. desember. Þorbjörg Ásbjörnsdóttir frá Innri-Njarðvík. WpÆqÆí Eimskipafjelag lslanös og ríkið. Eftir Brynjólf Stefánsson. ir, því að lending er þar ill við- skipta. Þegar Staðarhlíð sleppir kcma í Ijós ýmsir bæir á Ströndinni: Kollsá, Höfðaströnd og Höfði. Beint á móti Höfða, hinsvegar Jökulfjarðanna, er bærinn Kvíar við Lónaf jörð, og er það eir.i bær- inn, sem nú stendur þar að norð- anverðunni, alla leið út að Hest- eyri. I Kvíum hefir á síðustu árum verið fengist við refarækt og tekist vonum framar. Áfram höldum vjer á „trill- unni“, og altaf opnast nýir heimar. Þegar komið er inn fyr- ir Höfðann sjest Leirufjörður, sem liggur milli hans og Kjósar- ness. I>á sjer maður bæinn Dynj- anda, eins og það heitir á lifandi tungu hjeraðsbúa — eða Dynj- andi, eins og það heitir á kerfis- bundinni, en auðvitað hárrjettri, tungu málfræðinganna. I kvosinni innan til við Kjósar- nesið kemur í Ijós bær, sem Kjós heitir. Vjel „trillunnar“ gengur sinn gang og vjer bráðlega stödd í mynni Hrafnfjarðar. Lengd hans inn í botn er átta km. eða vel það, og breidd hans yst um tvo km. En þvert yfir mynni f jarðarins yst, frá landi til lands, liggur rif eitt neðansjávar, svo að þar var ekki nema 5—6 m. dýpi. Aftur á móti er víða 40 m. dýpi og þar yfir, þegar inn dreg- ur á fjörðinn. Afleiðingin er sú, að enginn fiskur gengur inn yfir rifið, oger því fjörðurinn fátæk- ur af sjávarbjörg, þó hafa fengist þar sprökur og hrognkelsi, en það fer minkandi, það lítið sem var. Selur er oft talsverður á firðinum, en látur er þar þó ekki. Vjer höldum nú inn eftir firð- inum'og virðum fyrir oss lands- lagið báðum megin. Að norðan- verðu eru hlíðarnar brattar og gróðurlitlar, nema hvað á stöku stað sjást blettir, þar sem hinn þrautseigi fjalldrapi hefir num- ið land á milli aurskriðanna. Sunn anvert við f jörðinn eru hlíðarnar meira aðlíðándi, enda er þar gróð ur meiri. Þeim megin stendur og eina býlið, sem nú er í firðinum, á að giska miðja vegu milli mynn- is og botns, og heitir að Hrafn- fjarðareyri. Niður undan bænum er að- djúpt og ágætt að lenda. Þar bjó systir Guðmundar Hrafnfjörð og maður hennar Líkafrón. ' Nú með því að oss var orðið kalt af að sitja í bátnum, lentum vjer þarna og fórum heim til bæj ar að fá oss kaffi — og vjer feng- um það líka ósvikið. Það var eins gott og vestfirskt kaffi getur best orðið og er þá mikið sagt, drykkn- um til hróss. I túnjaðrinum, örskamt frá bænum var staður einn, er oss fýsti mjög að sjá, en það var leiði Fj alla-Ey vindar. Hjer er ritmynd af leiðinu: þúfur, margar og smáar. Milli þúfnanna eru pollar, ef til vill eftir nýafstaðið regn. í poll- unum sjást skorkvikindi á hreyf- ingu. Ein þúfan er miklu stærst og frábrugðin hinum í lögun, að því leyti, að hún er ferhyrndari. Uppi á henni vaxa puntstrá, er blaka þunglyndislega í golunni. Steinflaga rís upp á rönd, og á hana er höggvið með ófáguðum bókstöfum: -— Hjer liggur Fjalla Eivindur Jónsson. Þetta er áletrunin orðrjett, rituð niður þar á staðnum. Sagt er, að bóndi einn að Hrafnf jarðareyri, Jón Eilífsson að nafni, hafi höggvið hana á steininn, nokkuð löngu eftir að útlaginn.var orp- inn moldu. Helstu sagnirnar um Fjalla- Eyvind þekkja allir. Á síðustu ár- um æfi sinnar hvarf hann til Vestfjarða og settist að á Leiru- fjalli, fjallinu, sem liggur milli Leirufjarðar og Hrafnfjarðar. Reisti hann sjer kofa þar, sem nefnt er Efrafjall, og má enn sjá móta fyrir kofarústunum. Sjest á þeim, að Eyvindur hefir hlaðið bálk einn, er hann hefir notað til að sofa á, og undir bálkinn hefir hann veitt læk einum litlum, svo að eigi þyrfti langt að fara til að ná í vatn. Að öðrum kosti myndi fann- kyngi og hjarnlög hafa grafið uppsprettuna svo, að ókleift hefði verið að ná neinum dropa að vetrarlagi. Þarna var Fjalla-Eyvindur síðasta veturinn, sem hann lifði. Það var síðara hluta vetrar á þorra eða Góu, að Eyvindur kom niður lægð í fjallinu, sem Öldu- tó nefnist. Leitaði hann þá ti bóndans að Hrafnfjarðareyri. Tók bóndi honum vel, er hann vissi að Eyvindur var veikur, Ijeði honum húsaskjól og að- hlynningu, eftir því sem föng stóðu til. Eyvindur mun hafa farið nærri um það, að ekki myndi hann liggja fleíri legumar. Sagnir ýmsar um Eyvind virð- ast benda til þess, að hann hafi altaf verið trúmaður, á þeirra tíma mælikvarða. Bendir sögn æssi um dauða hans í sömu átt. Eyvindur óskaði eftir presti og pótti mikið við liggja, að hann fengi sig þjónustaðan. Bóndi brá við og fór út í Grunnavík, um lang.am og erfiðan veg, til að sækja prest. En sá svonefndi „Herrans þjenari“ neitaði að koma og þjónusta útlagann og glæpamanninn, Eyvind Jónsson. Virðist hjer sem oftar allmikið djúp staðfest milli Meistarans mikla og þeirra, sem þykjast þjóna honum, því að Kristur kvaðst vera kominn til að frelsa syndarana, en þjónar hans, prest arnir, virðast oft vera komnir til jess eins, að útskúfa syndurun- um. Bóndi hjelt síðan aftur til Hrafnfjarðareyrar. Nokkru síð- ar dó Eyvindur og dysjaði bóndi hann þar í túninu. Þetta var tuttugasta ár Fjalla-Eyvindar í útlegðinni. Hann mun hafa far- ið í útlegð um leitir, svo að það vantar ekki nema nokkra mán- uði upp á tímann. Annars skal það ekki harmað, að útlaginn liggur ekki í kirkju- garði. Það fer miklu betur á því, að bein hans hvíli í túnjaðri af- skekts býlis. Þá mold, sem faðm- ar bein útlagans, hefir hinn mikli andi skapað, og með því að skapa hana hefir hann vígt hana. Og umhverfið: Öldur fjarðarins örla við ströndina. Ár eftir ár leika þær dularfulla útfarar- sálma, sem enginn skilur, nema Alvaldið sjálft. Niður lækjanna, sem falla um snarbrattar hlíð- ar til sjávar, er eins og söng- flokkur himneskra hersveita. Hrikaleg, jökulkrýnd f jöll, fórna höndum til himins, í bæn — þög- ulli og eilífri bæn, fyrir sál út- lagans, sem engan átti að, nema íplenska háfjallanáttúruna, og þann guð, sem hana skóp. Henni misheyrðist. í Northwich í Fmglandi átti nýlega að gefa saman hjón í kirkju. Presturinn hjelt hjónavígsluræðuna, og spurði síðan hinum lögfestu spurn- ingum. En brúðurin var eitthvað utan við sigr og þegar til hennar kasta kom að svara, svaraði hún neitandi. Þá gat presturinn ekki annað en hætt við hjónavígsluna, og varð 'engri leiðrjettingu við það komið, enda þótt brúðurin fullyrti, að lienni hefði misheyrst hvað presturinn sagði, og hjer væri um hinn mestaa misskilning að ræða, frá hennar hendi. Daginn eftir var hjónavígslan tekin upp aftur og gekk alt slysalaust. Brúð- urin sagði já, á rjettum tíma. Nicolajsen í Göttrup heitir mað- ur einn, sem nýlega varð 75 ára, segir „Thisted Amts Tidende“. Hann er maður þjettur á velli og þjettur í lund. Hann liefir haft það að atvinnu að grafa brunna. Eitt sinn var hann á ferð með- fram Limafirði. Hafði fjörðurinn bólgnað upp og var komið skarð í sjávargarð einn. En hefði garð- urinn brotnað hefði stórtjón hlot- ist af. Nicolajsen gerði sjer hægt um hönd. Hann settist í skarðið og stíflaði vatnsrenslið með sjálfum sjer uns hættan var liðin hjá. Niðurlag. I>á bendir greinarhöfundur á það, að núverandi forstj. Skipa- útgerðarinnar, Pálmi Loftsson, láti sjer nægja þrisvar sinnum lægri laun en starfsbróðir hans hjá Eimskipafjelaginu. En þó það hafi tekist í þetta sinn að fá ágæt- an mann fyrir ekki meiri laun, er ekki víst, að Skipaútgerðin hafi, þegar hann fellur frá, betri að- stöðu en einkafyrirtækið, Eim- skipafjelagið, til að fá ódýran mann, sem sje fyllilega hæfur til starfans. Annars gæti það verið nokkuð hættulegt að gera fvrst og fremst þá kröfu, þegar ráðinn er forstjóri að svo umfangsmiklu fyrirtæki sem ríkisútgerðin mundi verða, með miljóna veltu árlega, að hann sje ódýr. Til þess á fyr- irtækið alt of mikið undir því, að forstjórinn sje sínum vanda vax- inn, og verður góðum manni seint oflaunað, en ljelegum manni altaf, þó hann sje ódýr. Ekki heldur í þessu atriði eru því finnanleg nein rök fyrir því, að þjóðnýting á Eimskipaíjelag- inu undir rekstri Skipaútgerðar ríkisins mundi tryggja neina lækkun á heildarkostnaðinum við strandsiglingarnar. Þessi atriði, sem hjer hafa ver- ið rakin, og greinárhöfmu'ar not- ar til stuðnings tillögu sinni, eru því hreinustu aukaatriði, sem ekki koma nærri kjarna málsins. En þá kemur að öðru atriði í grein hans, sem ekki er jafn meinlaust, en það er samanburðurinn á kostn aði Eimskipafjelagsins og ríkis- ins af strandferðunum. Er sá sam anburður sumpart rangur og sum part villandi. Hann segir, að það hafi komið í Ijós við athugun málsins á Alþingi og við saman- burð á kostnaði ríkisins af strand- ferðum með sínum eigin skipum, að ef skýrsla nefndarinnar væri á rökum bygð, kostuðu strandferð ir Eimskipafjelagsins 4—5 sinn- um meira heldur en ríkisskip- anna. Sje þetta miðað við það, að á undanförnum árum hafi hver viðkoma ríkisskipanna á höfn að meðaltali kostað frá 250—300 kr. reksturshalla, en eftir skýrslunni virðist sami reksturshalli hjá skip um Eimskipafjelagsins hafa num- ið frá 1350—1650 kr. Segir hann síðan, að Alþingi hafi ekki talið það geta komið til mála, að styrkja Eimskipafjelagið til strandferða á þessum grundvelli, en samt hafi þetta orðið til þess, vegna hinnar erfiðu fjárhagsaf- komu f jelagsins, að styrkurinn til þess hafi verið hækkaður úr 145 þús. kr. upp í 250 þús. kr. Það virðist svo, sem greinarhöfundur tali hjer að kunnugleik, en þó er það næsta ótrúlegt og sorglegt til að vita, ef satt er, að Alþingi skuli hafa gert sig sekt í þeirri hroð- virkni, að byggja á svo grunn- færnislegum og auk þess röngum samanburði’, sem hann teíur. Eins

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.