Morgunblaðið - 19.01.1933, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.01.1933, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Hcekkun bcejargjalöanna. „Póló-hestar“. Eignarnám. Húseigendur hjer í bænum hafa nýlega sjeð, og fara að þreifa á nýársgjöfinni sem fasteignaniats- nefndirnar hafa rjett að þeim. Gjöfin er: Stórfeld hækkun á öll- urn gjöklum. Það hefði nú að vísu mátt una við í flestum tilfellum, þá hækkun á matinu sem undir- nefndin gerði, hún mun ekki hafa verið nema nál. 6% að meðaltali, en hækkun landsnefndarinnar (í henni áttu sæti 3 Framsóknar- menn, Guðm. í Ási, Páll Zóphónías son og Páll E. Ólason) um 10%. í viðbót er svo mikil fjarstæða sem hugsastj getur. Og þessi hækkun er gerð þegjandi og öllum óaf- vitandi inni 4 skrifstofu nefnd- arinnar, og síðan leggur ríkis- stjórnin blessun sína yfir! Þessi sífelda hækkun á gjöldum til hins opinbera verður (og er þegar orðin) eignarán og ekkert annað. .Teg gæti hugsað, að þeir yrðu margir hxiseigendm'nir hjer í bæn- um, sem ættu erfitt nú á þessum erfiðir tímum, að bæta á sig stór- hækkuðum gjöldum. Húsaleiga hefir mikið fallið, og tapast í sumum tilfellum. ifargir verða að sæta mjög óhagstæðum lánskjörum, þegar ekki fæst einu sintii peningalán út á 1. veðrjett, lieíclur brjef sem seljast ekki nema með miklum afföllum; alt at- vinnulíf er stórlamað, en samt hækka skattar og gjöld að mikl- um mun. Bá er þetta ritar á eign sem var nýbygð metin til fasteigna- mats fyrir fám árum á rúmar 30 þús. kr. Nú er nýja matið á henni nærri 40 þús kr. 1 ár (1933) er mjer gert að greiða af henni til bæjarins tals- vert á fimta hundrað krónur, og er það rúmum 100 krónum meira en jeg greiddi af henni í sömu gjöld 1931. Nýársgjafirnar, hækk- un á vatnsskattinum í fyrra um fjórða hluta, og fasteignamatið nú um fimta hluta, eru orsök hækkunarinnar, sjerstaklega þó matið, yfir 70 krónur. Það er *• • ekki einskis virði að fá slíkar nýársgjafir árlega! Fasteignagjaldaseðlarnir nýju. Jeg veitti því eftirtekt þegar jeg fór að iMÍiiiga gjaldaseðilinn sem jeg fekk frá bænum nýlega, að nú ætlar bærinn að fara að taka skatt af girðingum, sem eru kringum lóðir r sama skatt og af lóðunum sjálfum. Mig undrar þetta, því þetta er ólöglegt, enda virðist manni að bærinn ætti að gc-rai sig ánægðan nteð þá hækk- iin. sem hann fær lögum sam- kv 't. fvrir hækkað mat, og nor.'rr stórfje. í lögum nr. 36, frá 4. júní 1924 j um bæjargjöld í Reykjavík. 2. gr. ; h lið (sem enn eru óbreytt) ej#; hænum heimiiað að taka 60 aura j íif hverjum 100 krónum af fast- : eignamati lóðanna. En lóð og girð- ing í ki'ingum hana er sitt hvað, onda fyrirskipað í lögtfm um fast- eignamat frá 1915. og árjettað í lögum frá 1922, að þetta hvort vm sig, skuli metið sjerstaklega. Þetta hefir hka undirmatsnefndin gert. En svo er að sjá af bók þeirri um „Fasteignamat Reykjavíkur“ sem ritari landsnefndarinnar hef- ir gefið út, að landsnefndin hafi trassað að skilgreina þetta, og slengt saman verði lóða og mann- virkja (girðinga). Og svo virðist scm bærinn ætli að nota sjer þetta, og taka skatt af matsverði girðinganna. Vera má að skrif- stofa borgarstjóra -liafi gert þetta í aðgæslu leysi, og hvort svo er eða ekki, verður hún væntanlega fús á" að léiðrjetta þetta. því húrt hlýtur að sjá að þetta er ekki lögum samkvæmt, þégar hún gæt- ir betur að. Hjer er að vísu ekki um stórar upphæðir árlega að ra>ða; í mörgum tilfelTum þó, frá 10—25 krónur. en safnast þegar saman ltemur, og á þeim 10 árum sem matið á að gilda verður þessi skattur af girðingum, í fjölcla til- fellum frá 100—250 krónur. Það sem mestu máli skiftir hjer er það, að hjer á áð fara að taka skatt sem enga stoð á í lögum, Því ættu allir girðingaeigendur að ver hjer vel á verði, og neita að greiða þennan skatt. Þögn og þolinmæði. Alveg er hún furðuleg þögnin Sem ríkir um hið stórhækkaða fasteignamat, á þessum erfiðleika tímum. Aðeins einn maður (Vig- fús Guðmundsson frá Engey) hef- i> gert það að umtalsefni, og gert því makleg skil. Allir aðrir þegja- Hjer er þó til í bænum fjelag sem heitir: „Fjelag fasteignaeigenda“. Það þegir líka — eða rjettara sagt stjórn þess — þó með matinu sje hafin herferð gegn fasteignaeig- endum bæjarins. Þessi fjelagsskap- ur virðist nú upp á síðkastið hugsa um það eitt, að safna sjóði, fyrir árgjöld meðlimanna! Og hinir þrautpíndu gjaldendur þegja j Hka. Þeir taka öllum nýjum álög-1 uiii með þögn og þolinmæði — eins og húðarklárinn við illri með ferð og drápsklyfjum. En hvað lengi ætla þeir að þegja? Húseigandi. J árnbr autarverkf all yfirvofandi í Englandi. Jeg hefi rekið mig á allmarga bændúr og bændaefni, sem búnir eru að fá þá „flugu í höfuðið“, að íslensku hestarnir, sjeu kjörnir ti! pólóiðkana. Betur að svo væri. Eins og þeir nú eru, held jeg naumast, að um slíkt sje að ræða. Til þess þeir geti orðið það, verða þeir að taka stakkaskiftum frá því, sem þeir nií eru, því nú, sem stendur hafa þeir því miður fá.tt af þeim skilyrðum, sem kraf- ist er að „pólóhestar“ hafi, en hinsvegar tel jeg víst, að með auk irmi ræktun á þeim, samhliða betri temslu, og síðast en ekki síst bættri meðferð megi takast að gera úr þeim nothæfa „póló- hesta.“ — Jafnhliða ræktuninni verða hestarnir að stækka frá því sem þeir nú eru. Það er talinn fullstór ,,póióhestur“, sem er a.ð slangarmáli 147 cm. Til þess að þeir, sem þetta lesa, haldi ekki að jeg fari hjer með staðlausa stafi, set jeg hjer laus- lega þýdda lýsingu af hvernig ,,pólóhestar“ eiga að vera. Þeir eiga að vera næst því, sem hjer segir: þolnir, fljótir, tápmiklir, liðugir sem kettir og stæltir sem stálfjaðrir, en þó verða þeir að vera afar taumliðugir, og hlýðnir fótaþrýstingu knapans, því í póló leik verður hesturinn- engu síður að hlýða fótaþrýsting en taum, enda hefir knapinn aðeins aðra hendi á taum, en hina á knatttrje. Þá er einnig lögð áhersla á að „pólóhestar“ sjeu fríðir á velli. Á þessari stuttu lýsingu fá. menn sjeð, að kröfur til „póló- hesta“ eru mildar, og fáviska er að ala í brjóstum sjer þær grillur að íslensku hestarnir, eins og þeir nú yfirleitt eru. sjeu fullfærir til ..pólóiðkana1 ‘. En tækist íslend- h.o'um að ala upp sanna ,.póló- hesta“, er fullvíst um arð í aðra hönd. Dan. Daníelsson. Ke'sgráfárdnn á afmæli býska ríkisins. London 18. jan. United Press. FB. Deilur járnhrautarmanna og irnbrautarfjelaganna eru nú imnar á ]iað stig. að horfurnar u mjög f slæmar um að sættir lrist. Jámbrautarf jelögin hafa ihylst tillögur um lækkun á nrni starfsmannanna. Hinsvegar er talið víst. að fje- g j.árnbrautarverkamanna muni f) pf f) f öllum kröftum gegn malækkuninni. Mest.ar líkur eru .J til. að útsjeð sje um sættir bili, og alvarlegt verkfall skelli fvr en varir. Flwgkonan horfna. London, 18. janúar. 5nn haia engar frjettir borist brec1' '* flugkonunni. T.ady' ley, frá þvi hún lagði af stað Oran í Algier á stmnudags- ildið. áleiðis til Híöfðaborgar. Sgert er að senda flugmann Englandi til bess að leita að mi. í fyrramálið, ef þá liefir cert spurst til hennar. (FTJ.). Berlin, 18. janúar. Á fundi prússneska landþingsins í dag mint-ist Kerl forseti þingsins 62. árs afmæli þýska ríkisins, sera stofnáð var í spegilsalnum í Yer- sailles 18. janúar 1871. — Skýrði hann frá því, að hann hefði ákveð- ið að flagga í dag með gamla keisaraflagginu. — Jafnaðarmað- tirinn Júrgensen stóð upp og mót- mælti eindregið þessari ráðstöfnn og bar fram, tillögu um það, að fle-gið yrði tekið niður og forseti látinu hera allan kostnað af flögg uninni. — Með þessari tillögu greiddu atkvæði jafnaðarmeun, kommúnistar, ríkisflökkurinn og miðflokkurinn, ,en sökum þess að nokkrir úr þessum flokkum voru fjarverandi, var tillagan feld. — Nazistar gerðu allmikinn hávaða á meðan á umræðtim stóð um þet.t.a mál. (FÚ.). Mammút á Wrangeleyju. Rússneskur íshafsleiðangur hef- i>- nýlega fundið ýmsar mammút- leifar á Wrangelevnni, eða alls 52 styk.ki úr mammút og vegur liið þyngsta um 50 kg. Eldspýturnar „Lelitnr11 ern komnar aftnr. Sími: Einn - tveir - þrír - fjórir. Kvenskðr. Nokkrar fallegar tegandir nýkomuar. HvannbergsbræðHr. Vakningarvika. Eins og sjá má af lítilli aug- lýsingu í blöðunum undanfarna daga, stendur yfir svokölluð vakn- ingarvika hjá Heimatrúboði leik- manna, Yatnsstíg 3. Þetta er fvrsta vakningarviltan, sem kunn er í þessum hæ í vetur og því sjerstaklega þýðingarmikið að veita henni athygli. Vakningarvikur eru fremur sjaldgæfar hjer á landi og fjöld- inn skilur lítið gildi þeirra, enda er vakningarstarf svipað því sem er í öðrum löndum, lítið þekt með þjóð vorri. Heimatrviboð leikmanna mun vera eina kristilega starfið hjer á landi, að undanskildum Hjálpræð- ishernum, sem kallast, getur vakn- ingarstarf, enda hefir það haft sjerstaka vakningarviku á liverj- um vetri, síðan það byrjaði starf- semi sína, í litla kjallaraherherg- inu á Njálsgötu 1, nú fyrir ‘rúm- um fjórum árum. í fyrravetur var sameiginlegur; áhugi fyrir vakningarstarfi hjer í hænnm Má í því sambandi minn- ast þess að haldnar voru þrjár vakningarýikur í röð, ein í Hjálp- ræðishernum, önnur í Bethaníu og þriðja á Njálsgötu 1, sem var þá aðsetursstaður Heimatrúboðs léik- manna. Allar samkomurnar voru vel sótta-r og andlegir ávextir sýnilegir. í vetur ríður Heimatrúhoð leik- manna á vaðið með vakningarviku þá, er nú stendur yfir og hefjast samkomur hvert kvöld kl. 8 aÖa þessa viku. Allir sem áhuga lulfa 'i lifandi kristindómi eru hvattir til að sækja samkomurnar, ásamt hinum sem koma til að spyrja. í vakningarviku er oft óveniu- lega gott tækifæri til að verða mannssál að liði, það sannar marg þætt reynsla frá þeim löndum. sem vakningarvikur eru t.íð'ar og trúarvakningar algengar. Þess vegna ætti enginn að sitja heima, sem að heiman get.nr komist og vill verða ódauðlegri mannssál ti! hjálpar. Sig. Guðmundsson. Ungbarnavernd Liknar, Báru- oörii 2. Opin hvern fimtndag og fcstudag kl. 3—4. IM hangikiif iþorrablátið. Kjötbnðin, Týsgötn I. Símt 4685. Fjárlög Frakka. París 17. jan. United Press. FB. Cheron fjármálaráðherra hefir lagt fjárlagafrumvarpið fyrir full tríiadeild þingsins. Tilkynt hefir A'erið að ríkistekjurnar nemi 41 miljarð og 497 miljónum franka, en útgjþldin 52 miljörðum 38 milj- únum. Utgjöld umfram tekjur 10 miljarðar 541 miljón. franka. Gheron leggur til að dregiS verði mjög mikið úr útgjöldum á ýmsum sviðum. Meðal annars lcggur., hann tii, að laun starfs- manna ríkisins lækki að miklum mun, en stig af stigi; ennfremur að eftirlaun starfsmanna ríkisins og hermaúna lækki, en styrkveit- ingar til ekkna, sem mistu menn sína í styrjöldinni, falli niður. Starfsmenn ríkisins eiga að fií rjett til þess að skipuleggja árlegt happdrætti, en meiri hluti ágóðans sem af því verður á a.ð ganga, til ríkisins. Cheron leggur til, að nýjir skattar verði á Jagðir, og geri'r sjer vonir um, að fá í rtkis- sióð með því móti 5 miljarða 454 miljónir frankp,, en draga úr rík- isútgjöldum svo nemi 5 miljörðum -og 325 miljónum franka. Samtals 10 milja.rðar 779 miljónir franka og verði þá afgangur sem nemi 539 miljónum franka. Trotsky ákærir Stalin. Prag 18. jan. United Press. FB. Trotskv hefir skrifað fram- kvæmdarstjóra, Kommúnistaflokks Rússlands og ásakað Stalin um ofsókn gagnvart sjer og fjölskvldu sinni. Telur hann ofsóknir Stalins hafa leitt til sjálfsmorðs dóttur (sinnar) ■ Sinai Yolkoff, í Berlín nýlega.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.