Morgunblaðið - 27.01.1933, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.01.1933, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ öóð bók. ííýverið, þegar jeg kom beim, þá lá á borðinu mínn þykt brjef. Þegar jeg opnaði það var innihald þeés bók, og falleg mynd af móður og barni var á framsíðu bókarinn- ar, enda er nafn hennar Móðir og baitn. Þetta hvort tveggja hvatti mig til að líta sem fyrst á bók- ina, sá jeg þá að hún er upphaf- legá skrifuð af sænskri móður og að frú fíuðrún Lárusdóttir, sú á- gætis kona* hafði endursamið hana. fyrir íslenskar mæður. Þá vissi jeg um leið að bókin mundi frambera göfugar hugsahír, stefna að því besta. Þegar jeg fór svo að lesa bók- ina fann jeg að jeg varð helst að setja mig í spor móður, helst ungrar, til að geta haft rjett not sf lestrinum. Þegar móðirin finnur fyrsta lífs- vott hjá ástarblómi sínu — verð- ur hún innilega glöð, og þá er liennar fyrsta ósk að þetta blóm hennar mætti verða eilífðarblóm í drottins akri, og þögul bæn stígur upp frá brjósti hennar, til barna- vinarins besta, um að hann hjálpi henni að annast hið unga líf henn- ar, og hún finnur af fögnuði bæn- ar sinrrar að hún er bænheyrð. Þegar hún svo síðar hefir „ný- fæðinginn“ sinn víð brjóst sjef, og blessuð fögru augun líta upp til hennar í fyrsta sinn, er henni fyllilega Ijóst, að mikil ábyrgð fylgir því, að vera sönn móðir, en þess óskar hún af hjgrta að geta orðið barni sínu, og i þéssári hók fær hún þar um góðar leið- beiningar og styfk, bæði í andleg- um og líkamiegum efnum, við upp eldi barnsins síns. Þar er talað tii hénnar af Teyndri konu og með móðurlegri nærgætni. *Teg tek h jer næst nokkur orð úr bókinni til að sýna í hverjum anda hún er skrifuð. „Hefir þú hugleitt, að hin veik- bnrða vera, sem þú kallar barnið þitt, er erfingi eilífðarríkisins ? Veist þú, að á þjer hvíla nú ótal augu. ósýnilegra, himneskra borg- ara, sem vaka yfir þjer og gefa þjer þvi nákvæmar gætur, með eftirvæntingu kærleikans, hvernig þjer ferst, meðferð og uppeldi dýr mætu verunnar, sem þjer er trúað fyrir ¥ ‘ Á öðrum stað segir: Guð blessi þig og styrki „unga móðir“, og gefi þjer náð til þess, að geta sagt þegar lokið er uppeldisstarfi þínu, og þú hefir náð höfn á landi lif- enda: „Sjá hjer er jeg og börnin sem Guð gaf mjer“.“ Einnig segir. „Bros barnsins er eitt hið fyrsta, sem gefur til kynna sjálfstæða meðvitund Jjess og það er ógleym- anleg gleðistund sjerhverri móður, er barn hennar brosir við henni í fyrsta sinn. Hjð bjarta bros barnsins bregð- ur engilljóma á andlit þess, og þ!að varpar gleðigeislum inn í sjerhverja móðursál". Já, bók þessi talar alt til móður- innar, því oftast er það hún, og þar næst faðirinn er hafa mest áhrif á börnin. En svo er það líka alt það fólk •eldra en þau, sem umgengst þau, og ríður því fólki á að muna að alt er það að kenna þeim yngri. Því eínhver álirif getur hver mað- ur hafa haft á hina viðkvæmu barnssál Og lánsmenn eru þeir, sem aðeins hafa sáð hollu fræi í hinn hreina og viðkvæma reit barnshugans. Bókina „Móðir og barn“ er öll- um hollusta og ánægja að lesa. þó göfugri og góðri móður sje það mest yndið. Bókin er 194 bls. í Almanaks broti og inniheldur lýsingu á barnf6.st.ri frá fæðingu til ferm- ingaraldurs. Þetta ber ekki að skoða sem ritdóm um nefnda bók, heldur eru þetta bara mínar eigin hugsanir, sem vakna upp við lestur þessarar góðu bókar. Þó get jeg ekki látið undir höf- uð leggjast að minnast á villu, sem í bókinni er, þar sem minst er á bland fyrir pelabörn; þar er gert ráð fyrir of lítilli mjólk, því minna en % má mjólkin ekki vera. Jeg enda svo þessar línur með einu erindí úr Vögguljóðum Vikt- oríu En gl an dsdrotn ingar: „Drottinn æðsti í duftið hneigir drotning síg nú ei fyrir þjer, heldur kona, heldur móðir, hjartans andvarp fram er ber. Engla þína ofan sendu, æðstum himinsölum frá. Engil, minn að annast. kæra, um haitn verndarhring að slá“. Þ. Á. Björnsdóttir. Esperanto-breyfingln. Það eru máske margir ennþá meðal íslendinga, sem lítt þekkja til esperantohreyfingarinnar. En þar eð hún nú breiðist mjög ört út og virðist vera að ná meiri ítökum með degi hverjum, þykir hlíða að gefa dálítið yfirlit yfir sögu hennar. , Sá, sem bjó t.il esperanto, var Dr. L. Zamenhof og var af pólsk- um ættum. Hann fæddist í smábæ einum, sem hjet Bjalistoko og var i hinum rússneska hluta Póllands, 15. des. 1859. í þessum bæ bjuggu Pólverjar, Rússar, Þjóðverjar og Gyðingar. Stöðugar óeirðir voru milli þessara þjóðflokka á þeim tíma. Öll mál voru útkljáð með handafli, því að annað var ekki fyrir hendi. Hver talaði sína. tungu og enginn skildi annan. Hjá Zam- enhof skapaði þetta umhverfi hug- sjón, sem síðar varð af esperanto. Hann sá þegar á- unga aldri, að það, sem olli þessu böli meðal mannanna, voru erfiðleikarnir við að láta skilja sig og skilja aðra. Þess vegna setti hann sjer það mark og mið í lífinu,* að vinna að því, að bæta úr þessu með því að búa til mál, auðvelt og við allra hæfi. Hann sá strax, að það varð að vera þjóðernislaust. Engin þjóðtunga gat komið til greina vegna þjóðernismetnaðar. Þegar Zamenhof hafði aldur til fór hann til Varsjá og settist þar í mentaskóla. Og með náminu vann hann stöðugt fyrir hugsjón sína. Eftir mikið erfiði og vinnu tókst honum að búa til málakerfi. Með frábærum dugnaði og elju gat hann gert málið, sem var ófullköm ið í fyrstu, svo fullkomið, að hvers konar bækur, um hvaða efni sm var, mátti þýða 4 það. Árið 1887 gaf hann út fyrstu kenslubókina í þessu máli, aðeins Dr. Zamenhof. lítið kver, sem þó innilijelt alla esperantomálfræðina, auk ýmsra smágreina. Esperantohreyfingin byrjaði með þessit. Pjöldi manna fór að læra esperanto og kom til liðs við Zamenhof. í fvrstu vildu sumir gera smávægilegar breyting- ar á málinu, on þær raddir hurfu skjótt, er menn fengu nánari kynni af því. Zamenhof, sem orðinn var augn- læknir, notaði hverja stund til þess, að þýða bækur á esperanto til þess að reyna nothæfni þess. — Iíann komst brátt að raun um það, að á esperanto mátti þýða hverskonar bækur án minstu erfið leika. ITann gat þýtt hverja hugs- un á esperanto, sem önnur mál gátu náð yfir. Með þessu var sannað, að esperanto var fullkom- lega nótliæft til þess að verða al- þjóðlegt' hjálparmál. Næsta skrefið var að útbreiða esperanto. Það gekk betur en við má.tti búast. í Þýskalandi, Frakk- landi, Svíþjóð og Ríisslandi fjekk esperanto mikið fylgi og duglega brautryðjendur, og innan fárra1 ára hafði það náð til allri Evrópu- landanna, austur t.il Asíu og til Ameríku. Árið 1905 kom fyrsta alþjóða- þing esperantista saman í Bou- logne-sur-mer. Þar voru mættir fulltrúar frá 20 löndum. Esperantohreyfingin tók hröð- um framförum eftir þetta fyrsta þing, hraðari en nokkru sinni áð- ur. — Forseti þessa þings var Zamenhof sjálfur- Þar sá hann rætast bernskuhugsjón sína. Hann sá menn frá ýmsum löndum koma. saman í friði og sameiningu, en áður þekti hann aðeins ófrið og sundrung milli þjóðflokkanna. Þar var talað eitt mál, sem enginn átti erfitt með að skilja. Þar ríkti full- kominn friður og eining. Næstu ár var alþjóðaþingið haldið í Genéve og þar mættir fulltrúar frá 80 löndum og síðan var þingið háð árh til 1914.Þ4 var það haldið í París og þar mættir fulltrúar frá 50 löndum. Þannig: óx esperanto stöðugt fylgi. t skól- um var víða farið að kenna það sem aukanámsgrein. En þá braust út heimsófriðurinn sem kom hart niður á esperanto eins og öllum öðrum alþjöðahreyfingum. En þó var haldið alþjóðaþing í Ameríku á meðan á st.ríðinu stóð. Árið 1920 var fyrst haldið alþjóðaþing í Evrópu eftr stríðið. Viðskifti þjóðanna höfðu aldrei orðið eins mikil og eftir stríðið. Menn sáu þá fljótt, að viðskifta- kerfi þjóðanna þarfnaðist hjálpar- máls. Af hinum ýmsu tungum stöfuðu erfiðleikar og jafnvel tafði fyrir viðskiftum. Einn stórkaup- maður í London sagði nýlega, að þegar hann fengi pantanir á ensku og frönsku frá útlöndum, þá væri hann oft í vafa með að skilja til lilítar það, sem í þeím stæði, en pantanir á esperanto væri hann aldrei í vafa með að skilja. Eitt af stærstu verslunarfyrir- tækjum í París reyndi nothæfni esperantos, um 1930, í verslun milli landa og eftir þá reynslu mælti það eindregið með því. að þjóðirnar tækju það upp. sem al- þjóða verslunarmál. t Leipzig og Frankfurt voru jafnvel st.ofnaðar ■esperantoskrifstofur af kaupstefn- um. Þannig óx sífelt áhugi fyrir esperanto á verslunarsviðinu. Einn ig var þá byrjað að útvarpa á esperanto frá ýmsum stöðvum. — Ýmsir' vísindamenn tóku það líka í þjónustu sína. Esperantonámskeið fara nú fram í liinum ýmsu löndum og víða er það tekið upp sem aukanáms- grein í skólum t. d. má nefna fjóra af helstu verslunarskólunum í París óg 1930—1931 var það kent í 20 barnaskólum í Berlín og við háskólann í Liverpool, Genéve og einnig við nokkrá háskóla í Bandaríkjunum o. fl. o. fl. Þetta eru aðeins örfá dæmi. Með mestum hraða breiðist esp- eranto nií út í Svíþjóð, Hollandi, Japan, Tjekkóslóvakíu og Rúss- landi. Það, sem mest hefir hjálpað út-^ breiðslu esperanto á síðustu árum, er liin fræga kensluaðferð, sem kend er við Andreo Ce, sem fann hana upp. Þar fer kensla fram sem samtal milli kennara og nemenda; engar bækur notaðar. Þannig lærist miá.lið til fullnustu með lítilli fyrirhöfn. Aðalbraut.ryðjendur esperanto- hreyfingarinnar hjer á landi eru Þorsteinn Þorsteinsson liagstofu- stjóri, sem gaf út kenslubók í esperanto 1909. Þórbergur Þórð- arson, sem hefir árleg esperanto- námskeið, þar sem hann kennir eftir hinni frægu Ce-Aðferð, hjer í Reykjavík. Ólafur Þ. Kristjáns- son, sem kennir esperanto og hefir meðal annars ritað mjög fróðlega bók um fsland á því máli. og Jón LI. Guðmundsson, sem nti er ritari esperantofjelagsins í Reykjavík. Jóhannes Helgason frá Vík. Starf mæðrastyrks- nefndarinnar — Mæðrastyrksnefndin þakkar hjartanlega öllum þeim, sem sendu henni gjafir um jólin, til styrktar einstæðum mæðrum. Samskotin urðu alls 970 krónur auk fata sendinga, og var þeim skift milli 32 kvenna. Þó mæðrastyrksnefndin hafi ekki það hlutverk að starfa að góðgerðum, heldur, að vinna að því, að undirbúa löggjöf um mæðrastyrki, ,sem sjeu viðurkenn- ing 4 starfi móðurinnar fyrir þjóðfjelagið, þá hefir hún í þessu undirbúningsstarfi sínu haft svo mikil kynni af bágindum ein- stæðra mæðra, að ráðist var í að leita samskota til þess að geta. glatt nokkrar þeirra um jólin -— og látið þær finna að þeim væri ekki alveg gleymt, þó sjálfar um- bæturnar, sem keppt var að hafi orðið að bíða eftir skilningi vald- liafanna. Hafa samskot farið fram um þrenn jól. Konurnar hafa beðið okkur að flytja gefendunum innilegar þakk- ir sínar, einmitt fyrir það að ein- hver myndi eftir þeim, eins og ein þeirra sagði. f þessum hóp eru ýmsar konur, sem hafa sig lítt frammi þar sem um góðgerðir er að ræða og eiga bágt. mel að biðja. Suma.r taka jafnvel hálf- liikandi á móti gjöfum, ef einhver kynni að vera, sem enhþá ætti erfiðai’a en þær, og benda. þá stundum á aðrar, sem væru hjáíp- ar þurfi líka. 1 fyrra kom það fyrir, að konan, sem átti að fá stærstu jólagjöfina, 75 kr„ bað okkur um að taka 25 kr. af því handa annari fátækri konu. Þektum við þó vel ástæð- ur þessarar konu, en hún vissi að margar voru mæðurnar sem þurftu hjálpar. Síðan útlilutuninni var lokið liöfum við fengið vitneskju um ýmsar bágstaddar konur, en höf- um nú engu fje að miðla. Skrif- stofa nefndarinnar verður fram- vegis opin á mánudags- og fimtu- dagskvöldum kl. 10-—8 á Vinnu- miðstöð kvenna, Þingholtsstr. 18. Eru þar veittar leiðbeiningar kon- um, sem leita þurfa rjettar sms (svo sem ógiftum mæðrum og frá- skildum konum) svo og teknar skýrslur um hagi ekkna. og ann- ara einstæðra mæðra. Teljum við víst að þangað muni leita konur sem eru hjáiparþurfa og verðpm við því enn á ný að treysta á góðvild bæjarbúa svo við þurfum ekki að láta konurnar synjandi frá okkur fara. Gjöfum verður veitt móttaka á skrifstofu Morgunbláðsins og í Vinnustöð lcvenna. L. V. Frá Nareqi. Osló, 26. jan. NRP. FB ' Vinnudeilu afstýrt. Á fundi hjá sáttasemjara ríkis- ins í gær varð það að samkomu- lagi milli Fjelags atvinnurekenda og landssambands verkalýðsfjelag anna, að framlengja skyldi um árs bil núgildandi launakjör. Ekkert skíðafæri. Horten skíðaklúbburinn hefir orðið að fresta skíðamótum þeim, sem frarn áttu að fara, handsmóti og minningarmóti í fjelaginu, vegna þess hve skíðafæri er slæmt.. Góður afli í Hvítahafi. Útlendir botnvörpungar að veið- iim í Hvítahafi og Norður-fshafi að undanförnu, hafa veitt vel. Viðskifti Frakka og- Breta. London 26. jan. Samkvæmt nýútkomnum hag- skýrslum hafa viðskifti Breta og Frakka verið helmingi minni á sl. ári, 1932. en þau voru 1931. Bæði innflutningur og útflutning- ur til Bretlands minkaði stórum. En verslunarjöfnuðurinn er Bret- landi í hag, en var Frakklandi í hag 1931.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.