Morgunblaðið - 09.02.1933, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 09.02.1933, Blaðsíða 3
M O K G U N B l A Ð - » I JPWgtmHafctö ðteef.: H.f. Árvakur, Beykjavlk. Bttatjórar: Jön Kjartanason. Valtýr Stefánason. Bltatjörn og afgreiBala: Austurstrætl 8. — Slmi 1800. Auglýsingastjórl: E. Hafber*. áUKlýaingaskriístöfa: Austurstræti 17. — Slml S700 Helmastmar: Jón Kjartansson nr. 8742. Valtýr Stefánsson nr. 4220. E. Hafberg nr. 8770. Áakriftaglald: Innanlands kr. 2.00 á mánuBl. Utanlands kr. 2.50 á aaánuBL f lauaaaölu 10 aura elntaklB. 20 aura meB Hesbók. lóhanna lóhannsdóttlr Útserðarkostnaður. # Kj-istján Bergsson, Fiskifje- lagsforseti minnist á hagsýni þá, sem á síðastliðinu ári kom fram í rekstri smáútgerðar hjer við: Faxaflóa. Hann segir m. a.: 1 mörg ár undanfarin, hefir; smáutgei'ðin ekki verið rekin með -eins mikilli hagsýni og á þessu: ári (1932). Lóðanotkun og lóðatap flestra! báta var hverfandi lítið, borið j saman við undanfarandi ár, enda 1 var hagur margra þannig, að þeim | hefði verið illmögulegt að útvega | sjer lóðir að nýju, hefðu þeir mist mikið af veiðarfærum sínum. Formennirnir sáu sjer því hag 'í því, að leggja ekld lóðir í verra veðri en svo, að þeir teldu sig nokkurn vegin vissa um að ná þeim aftur. Með þessu móti urðu róðrardagarnir að vjsu nokkuru færri hjá sumum, en annars hefði orðið,: en hagur útgerðarinna.r aft- :ur mikið betri. Bnn fremur segir Kr. B. í sama greinarkafla, að sjómenn hafi vanið sig a að skera beitusíldina smærra, en þeir liafi áður gert, og hafi þessi sparnaðarráðstöfun •engin áhrif haft á aflamagn bát- anna. Telur greinarhöfundur að miklar upphæðir hafi útgerðinni sparast á þenna hátt. Það er altaf gleðilegt, þegar uin það frjettist, að framleiðendur finna ráð til ]iess að spara útgjöld <og minka framleiðslukostnað, sjer <i hag og engum í óhag. Odýr framleiðsla er kjörorð nú- verandi krepputíma. Væri ákaf- lega fróðlegt ef hægt væri að fá birta rekstrarreikninga útgerðar- fyrjrtækja eins og bau eru rekin nú, og mætti'þá um leið geta þess, að hve miklu leyti menn liafa lært að spara sjer útgjöld hin síðustu :ár. Stórgagn yrði það og leiðbein- íng fyrir útgerðarmenn alment, ef þeir gætu fengið hagkvæmar ,leið- beiningar frá rekstri þeirra fyr- irtækja, sem rekin eru með mestri hagsýni. Hjn hliðin er það, að fá tiltölu- lega gott verð fyrir framleiðslu sína. Fyrir menn, sem standa ut- an við hóþ þéirra, sem kunnug- astir eru útgerð vorri, er það undrunarefni t. d. live misjafnlega togaraaflinn selst erlendis. Þegar t. d. að méðálverð togai'aafla í ferð er lijá flestum lakleg 1000 sterlingspund, þá skuli meðal afla- sala eins togarans, sem farið liefir fimm veiðiferðir á árinu, vera * 1860 sterlingspund í ferð. er allir Reykvíkingar kannast nú við, vegna hins skemtileg'a leiks hennar í „Æfintýri á gönguför“, ætlar að halda söngskemtun í Iðnó á morgun. Allir, sem yndi haía á söng ættu að hlusta á hana; þeir mega vera vissir um, að fá sólskinsstund; því það, sem mest ber á í söng hennar er sól- skjnið og lífsgleðin, segir eitt blaðið eftir söngskemtun, er hún hjelt. Annars má benda á það, sem Sigfús Einarsson sagði um hana í Morgunblaðinu: Ungfrú Jóhanna er gædd sönghæfileikum í besta lagi. Vera má, að á röddinni sje ekki sjerlega óalgengur blær, en hún er hrein og björt- Og í með- ferð ólíkra viðfangsefna gat hún lagt til margt fr,á eigin brjósti, er bar ljósan vott um nærpa tónlistarvitund og fram- sagnargáfu, og allur bar söng- ur hennar vitni um mikla vand- vitni og frábæra kostgæfni á undanförnum námsárum. N. ósamkomulag innan franska j af naðar mannaf lokksins. Berlin, 8. ferhúar. Osamlyndi er nú milli þing- manna jafnaðarmanna og stjórn- ar jafnaðarmannaflokksins í Frakklandi. — Vilja þingmennirn- ir greiða fjárlagafrumvarpi Dala- dier atkvæði, en stjórn flokksins léggur bann fyrir. — Þingmenn- irnir hafa lýst því yfir, að þeir muni skírskota til aðalfundar flokksins sem kemur saman í vor. tSvo sem kunnugt er verður fjár- lagafrumvarp Daladier ekki sam- þykt nema jafnaðarmenn greiði því atkvæði. (FÚ..). Járnbrautarverkfallið í írlandi. Belfast 8. febr. United Press. FB. Búist er við, að járnbrautar- mannaverkfallið muni fara út um þúfur. Allmargir starfsmenn fje- laganna eru farnir að hverfa til vinnu sinnar, reiðnbúnir til þess að ganga að sltilyrðum fjelaganna. Blöðin og slysavarnirnar. A íslandi eru slysavarnir mjög mikið nauðsynjamál. Vjer erum í þessu, sem mörgu öðru seinni á ferð en aðrar þjóðir. Brestur skiln ing, atorku og fje til þess að geta gert þar eins fljótt, vel og full- komið sem margmennari og ríkari þjóðir. En þar sem hættan er hjer meiri en viðast annars staðar, og aðstaða öll erfið, liggur í augum uppi, að síst má skilning bresta á þessu verkefni. Enda er fyrir fáa og smáa, öruggasta leiðin að syndá í áttina með þau verkefni sem leysa þarf. Fátæklingarnir geta aldrei gert alt í einu, heldur smátt ög smátt. í þessu er því mest á- ríðandi að öðlast skilning á ríkri þörf, og standa svo allir saman um að leysa þrautina. Þær slysavarnir sem hjer hafa enn verið framkvæmdar sýna< hvort tveggja í senn, ríka þörf, og að til mikils er að vinna, þar sem svo mikið hefir áunnist, sem raun ber vitni um. * Mjer finst það mikill ijóður á ráði íslenskra blaða, hvað þau hafa lítið gert þessu máli til stuðnings. Þau rífast dag út og dag inn, um menn og málefni, en skeyta oft minna um það, sem meira er um vert, og þjóðinni meiri framavon að. Myndu þau ekki verða hrein, þó þau 4—5 sinnum á ári helguðu slíku máli einn dállc í blaði sínu? Það er af svo miklu að taka. En það væri spor í rjetta átt, og myndi ef til vill vísa veginn út úr ósómanum smátt og smátt. Ættu þau við og við að flytja smágrein- ar um slysavarnir og nauðsyn þeirra og hvatningn til þjóðarinn- ar um að standa saman í slíku vel- ferðarmáli. Það væri svo mikils- vert ef blöðin vildu beita batn- andi áhrifum á þjóðina alla, þing og stjórn í slíku máli. Mýndi vegur þeirra vaxa af slíkri málsvörn, og von um að öfgarnar og óheiðarleikinn mink- aði að sama skapi. Og væri þá hættur skaðinn. Akranesi, 4. febrúar 1933. Ól. B. Björnsson. Það er rjett athugað hjá grein- arhöf., að slySavarnamálið sje eitt hið mesta nauðsynjamál fyrir okk- ut íslendinga og því sjálfsagt, að öll þjóðin sameinist um það. Hitt, virðist óþarft, að vera, að kasta hnútum til blaðanna sjerstaklega í sambandi við þetta mál. Þau hafa frá byrjun styrkt málið kapp samlega og gera væntanlega fram- vegis. Ritstj. Uppþot í hollenskri nýlendu. Maður myrðir konu sína. Oslo 8. fef»r. FÚ í þorpinu Stenstrup á Fjóni skaut símritari nokkur konuna sína í gær úti á götu og Ijest hún þegar. Hann ætlaði síðan að fyr- irfara sjer og skaut sig í lijarta- stað, særðist hann mjög hættulega og var fluttur á spítala og er honum varla liugað líf. Leikhósið Kflntír! ð gOngulflr verður leikið í dag kl. 8. Aðgöngumiðar verða seldir í dag eftir kl. 1. Brynjólfur Jóhannesson leikur Krans. Hinir margeftirspurðu L n x o r “ skrúfblýantar, lindarpennar og ritsett eru komin aftur. Nýjar gerðir og nýir litir. Penninii. Pappírs- og ritfangaverslun Ingólfshvoli. Lloyö öeorge vill ekki verða ráðherra aftur. Eltingaleikurinn við hollenska skipið. Hinn 17. janúar átti Lloyd George sjötugsafmæli. í tilefni af því birtu ýms blöð frjáls- lynda flokksins samtal við hann. — Svkyldi svo fara segir hann/ London 8. febr. Hollenska lierskipið, sem upp- reisnarmenn náðu á vald sitt er enn á siglingu undan Sumatra, og er því enn þá veitt eftirför. Landstjórinn yfir hollensku Aust- ur-Indíum hjelt ráðstefnu með yf- irstjórn eyjanna í dag og lýsti yfir því, að uppreisnarmönnum mvndi engin vægð verða. sýnd. Morð í Berlin. Berlin, 8. febrúar. Skýrsla er nýkomin út um ghepi í Berlin á síðastliðnu ári. Á árinu voru framin 16 morð og ein morð- tilraun í Berlin og eru þrjii morð- in óupplýst ennþá. (FÚ.). Berlin, 8. febrúar. í hollenska hluta Suður-Ame- ríkunýlendunnar Guayana, sem kallaður er 'Surinam, varð upp- reisn í bæ á stærð við Reykjavík, sem heitir Paramaribo, og voru það aðallega innbornir menn, sem til hennar stofnuðu. Var tilefnið það, að nýskeð hafði verið tekinn fastur æsingamaður nokkur, og vildi mannfjöldinn ná honum tir fangelsinu- Ekki tókst lögreglu- liðinu að dreyfa mannliópnum, sem að, fangelsinu rjeðist, með öðru en því að skjóta á liann, og særðist þá fjöldi manna, en allmárgir fjellu. (FÚ.). Lloyd George. að mjer verði boðið sæti í stjórn aftur, mun jeg hafna því. Jeg treysti mjer til þess að eiga sæti á þingi enn um nokkur ár, en ráðherra verð jeg ekki framar. Eitt blaðið spurði að því hvern- ig honum segði hugur um fram- tíð frjálslynda, flokksins, sem klofnaði fullkomlega árið 1931. Ljet hann þá svo um mælt: — Jeg fæ ekki sjeð að flokkur minn eigi framar neina framtíð fyrir höndum; Heimurinn stefnir nú beint í voða, og frjálslyndir menn eru þar aðeins áhorfendur, sem ekki geta haft nein áhrif á það hvernig fer. de Valera vill fá Ulster undir irska fríríkið. Berlin, 8. febrúar. de Valera forseti írska fririkis- ins mun, að því er Daily Telegraph segir frá, fara til Ulster um miðja næstu viku og telur blaðið, að þessi för hans standi í sambandi við tilraunir til þess að leggja Ulster undir írska fríríkið. Blaðið • Times telur einnig, að hann mnni • í stefnu sinni í framtíðinni leggja ! aðaláhersluna á, að ná Ulster und-' 1 , an völdum Englands. (FU.). Kona Gandhis dæmd í fansrelsi. írska þingið kemur saman. De Valera fær traustsyfirlýsingu. London 8. febr. Nýja Frírkisþingið írska kom saman í dag. Þingstörf fóru ekki fram önnur en þau, að þingfor- seti var endurkosinn, og de Val- era hlaut traustsyfirlýsingu þings ins sem stjórnarforseti með 82 atkvæðum gegn 54. FÚ London 8. febniar. ! ! Frá Bombay kemur sú frjett | í dag að kona Gandhis hafi verið | dæmd í 6 mánaða fangelsi og i 500 rupee sekt (um 750 kr.) fyrir j mótþróa gegn yfirvöldunum og vanrækslu á skattgreiðslu. Frúin hafnaði þeir rjetti sínum að hafa verjanda í málinu. FU Galsworthy minst. Kl. 11 (ísl. tími) árdegis í dag, verður John Galsworthy minst með guðsþjón- utsu í Westminster Abbey í Lund- únum. FÚ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.