Morgunblaðið - 11.03.1933, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 11.03.1933, Qupperneq 3
8 3HorgttnWaf>i$ i H.Í. ÁrvRkur, RirUtTtk, % Sltatjörar: Jön KJartanaaon. Valtýr Stef&naaon. í Rltatjðrn og afsrelSala: Auaturatrcetl 8. — Slml 1(00. : AnKlýalngaatjört: H. Hafbers. AuKlJ’atnKaakrlfatofa: Auaturatrœtl J7. — Slaal 8700 Helaaaalmar: Jön Kjartanaaon nr. 8742. Valtjr Stef&naaon nr. 4280. H. Hafberg nr. 8770. ð Áakrlf taglald: Innanlanda kr. 2.00 4, aa&nuSL Utanlanda kr. 2.B0 & aa&nuBl, | 1 lauaaaðlu 10 aura elntaklB. f, 20 aara meO Leabök. Horski samningurion. # Almeimingi er nú lrnnnugt frumvarp það að viðskiftasamn- ingi milli íslendinga og Norð- inanna, er gert var í sumar. Frum- varp þetta mun vera lagt þannig fyrir Alþing, að ekki sje um nema tvent að gera, að samþykkja, eins og það er, eða hafna. Yafalaust -er ekki um neina möguleika til þreytinga að ræða. Blaðinu er ekki kunnugt um hvaða fylgi samningur þessi hefir innan þingsins. Bn eigi mun of mikið sagt, að síðan samnings- frumvarpið var birt, mælist það misjafnlega fyrir. Orsök þessa samnings, er, sem kunnugt er, uppsögn Norðmanna á tollaívilnuninni á íslensku salt- kjöti. Fná. íslendinga liendi er gengið til samninga þessara í því skyni, að fá ívilnanir að nýju fyrir ís- le'nska kjötframleiðendur, íslensk- an landbúnað. Þegar tollaívilnanirnar fengust i Noregi um árið fyrir ísienska ■saltkjötið, var innflutningur á því ■engum takmörkum bundinn. En samkvæmt samningsfrumvarpi því er nú liggur fyrir, leyfa Norð- menn að flytja til Noregs alt í alt næstu 6 árin 56 þús. tunnur af ísl. kindakjöti. f haust sem leið, mátti flytja. l>angað 13 þús. tunnur. En blaðið Tiefir ástæðu til að lialda, að 'þangað hafi að þessu sinni aðeins farið 7000 tn. Svo sex ára inn- flutningsleyfi Norðmanna nær því •ekhi nema til 50 þúsund tunna. Að sex árum liðnum ætla Norð- menn að leyfa innflutning á. ísl. kjöti með tollívilnun, er nemi 6000 tunnum á ári. En 18000 tunnur hafa Norðmenn keypt af okkur undanfarin ár. Þar sem svo gífurlega eru mink- aðir möguleikar íslenskra bænda fil þess að koma kjöti sínu í verð, skyldu menn ætla, að ,við íslend- ingar hefðum fengið eitthvað í ■staðinn, fyrír þessa miklu mark- mðsrýrnun. En hinn aðalkafli samningsims fjallar nm ,,fiskveiðahagsmuni iNorðmanna við fsland." Er það útgerðarmannanna að dæma um 'hvort þeir geti ekki hugsað sjer að láta bændunum í tje þau hlunn indi sem samsvöruðu tollaivilnun- -um Norðmanna. og losna með því -við alla samningagerð um norska 'hagsmun'i við síldveiðarnar. Happdrætti Ferðafjelagsins. — Misgáningur var það, að happ- <drættlsmiðinn væri nr. 1742 — átti að vera 1472. MORGPNBLAV 19 Reykjahlíðarmálið. Hrifluliðið hallast á sueif með sósíalistum. Fundur var haldinn í samein- uðu þingi í gær. Þar var fyrsta mál á dagskrá þingsál.till. þeirra~sósíalista, um riftun kaupa á Reykjahlíð í Mos- fellssveit. Að vísu er mál þetta úr sögunni, en sósíalistar notuðu málið til þess að bera fram van- traust á dómsmálaráðh. og skrif- stofustjórans(!) í atvinnumála- ráðuneytinu. En á það hefir áður verið bent hjer í blaðinu, að það er blátt áfram hlægilegt að vera að koma með vantraust í þessu máli og ó- þinglegt í allan máta. Því hvað hefir hjer gerst? Það eitt, að ráð- herra hefir, að gefnu tilefni frá Alþ., gefið þinginu kost á umráða rjetti á eign, til notkunar í á- kveðnu augnamiði (rekstur fávita- hælis). Ráðh. eru umboðsmenn og trúnaðarmenn Alþingis. Það getur því alls ekki verið nein sök hjá ráðh., að spyrja Alþ. hvort það vilji fallast á þetta eða hitt, sem ráðh. telur hagkvæmt. Ráðherra bindur ekki á neinn hátt Alþ. með slílcum ráðstöfunum; þingið hefir það á valdi sinu að játa eða hafna boði ráðherra. En hitt gæti vit- anlega verið næg ástæða til van- trausts á ráðh., ef hann skuld- bindi Alþ., án þess að spyrja það ráða. En þótt mál þetta sje svona ein falt og ljóst, þá virðist það þó vera á góðum vegi með að flækj- ast svo fyrir þinginu, að í óefni stefni. Frá umræðunum í gær. Sveinn Ólafsson varð fyrstur til að kveðja sjer hljóðs. Hann gat þess í upphafi, að flutningsmaður þál.till. (H. Vald.) hefði brotið skip sitt í lendingu. Hann hefði á síðustu stundu fundið, að tilefni þál.till. væri eigi fyrir hendi. Væri það því furðulegt, að hann skyldi srnia sök á dómsmálaráðh. fyrir skipbrot sitt, með því að flvtja íi hann vantraust. Ef um það væri að ræ;ða, að bera fram vantraust á þenna ráðherra, þá ætti að finna veigameiri sök og rökstyðja í van traustinu. Bjnsvegar kvaðst S. Ó. ekki vilja láta neyða sig til þess að greiða atkv. á móti vantrausti og þar með lýsa trausti á dómsmála- ráðh. En þar sem ásökunarefnið væri sjálffallið, teldi hann rjett að víkja vantraustinu til hliðar. Þá kvaðst S. Ó. einnig hafa það að athuga við vantraustsdagskrá sósíalista, að hún beindi einnig á- sökunum á hendur opinberum starfsmanni. Þetta væri i allá staði óþinglegt. Starfsmaðurinn ætti vitanlega að sæta opinberri ákæru, ef hann væri brotlegur. Að lokum bar S. Ó. þá svohlj. brtt. við hina rökstuddu dagskrá sósíalista: „Með þvi að mál það, sem þings ályktunartillagan tekur til er út- kljáð, án þess að koma þnrfi til aðgerða Alþingis eða ríkisstjórn- ar, þykir ekki þörf að gera sjer- staka ályktun um það og tekur þingið þess vegna fyrir næsta mál á dagskrá". Jón Þorláksson tók nú til máls. Hann benti á, að S. Ó. hefði a. m. k. tvívegis í forsendum fyrir brtt. sinni komist þannig að orði, að hann vildi ekki — hvorki beint nje óbeint — láta það koma fram, að hann greiddi dómsmálaráðh. traust. Ef líta bæri á ummæli þessi, sem þau væri töluð f. h. Framsóknarfl., en hjer ætti Llut að máli ráðh. sá, er Sjálfstæðisfl. h.efði lagt til í samsteypustjórn- ina, þá kvaðst J. Þ. verða að fara fram á það við forseta, að hann gæfi stutt fundarhlje, svo Sjálf- stæðisfl. gæti tekið sínar ákvarð- anir. Hrifluliðið kemur fram. Nú fór Hrifluliðið að sýna sig. Sveinbjöm Högnason kvað ó- mögulegt að afgreiða þetta mál, án þess að vita gerðir ráðherra, svo að til viðvörunar yrði. Þó kvaðst hann geta greitt dagskrár- till. S. Ó. atkv. ef bætt yrði inn í hana þessum orðum: Á milli orðanna „ríkisstjórn' “ - „þykir ekki þörf“ komi: og í því trausti að slíkar stjórnerat- hafnir komi ekki fyrir framvegis“ Að svo búnu kom Jónas Jóns- son frá Hriflu, fram á sjónar- sviðið. Hann talaði lengi og hjelt sjer að vanda lítið við efnið. Hann lauk mláli sínu með þeirri yfir- lýsingu, að hann mundi nú og hve nær sem væri greiða atkv. með vantrausti á dómstnálaráðherra. Álitsffjörð Jónasar á Reykjahlíð. Magnús Guðmundsson. — Hann kvaðst undrast framkomu sumra þm. í þessu máli. Hjjer hefði það eitt gerst, að stjórnin hefði farið eftir vilja Alþ. Híin hefði reynt að undirbúa stofnun fávitahælis, að vilja síðasta þings. Hún hefði þó á engan hátt bundið þingið, heldur ákveðið að leita álits þess aftur. Þess vegna væri það hlægi- legt, að Sv. H. skyldi vera að víta það, að stjórnin færi að vilja Alþ. Um Jónas fdá Hriflu sagði M. G., að það tiðkaðist í sumum leik- ritum, að þar væri höfð fífl. Hjer væri það J. J. sem Ijeki fíflið. Það sýndi best yfirlýsing sú, sem hann hefði gefið Vigfvísi Einarssyni við- víkjandi jörð hans. Yfirlýsingin væri svohljóðandi: „Jeg vil að gefnu tilefni taka það fram, að jeg hefi skoðað jarð- eign Vigfúsar Einarssonar skrif- stofustjóra, Reykjahlíð í Mosfells- sveit og virðist mjer jörðin hin prýðilegasta, jarðhitinn mikill og góður og byggingar, sem eiru miklar, vel og traustlega gerðar og tel jeg, að jörðin mundi vel fallin til einhverra opinbeilra nota svo sem fyrir gamalmennahæli eða eitthvað slíkt hæli, ef til kæmi. Reykjavik 21. júlí 1932. Jónas Jónsson frá Hriflu.“ Hlátur varð um allan þingsal- inn, þegar M. ‘G. kom að því í vottorðinu, að jörðin væri vel fall- in til þess að hafa þar gamal- mennahæli. Þetta vottorð hefði J. J. gefið í júlí í fyrra, sagði M. G. En nú í vetur hefði J. J. heimtað af skrifstofustj. að fá vottorðið til baka og hótað honum missi em- bættis og æru, ef hann ekki hlýðn aðist. Svona væri drengskapur J. J.! Þá sagði M. G. að J. J. vildi halda því fram, að Reykjahlíð væri of dýrt keypt fyrir 90 þús. kr., sem væri þrefalt fasteigna- mat. Sjálfur hefði hann þó í sinni stjórnartíð keypt Reykjatorfuna og % jörðina Laugarvatn fyrir meira en þrefalt fasteignamat. Þeir sósíalistar og J. J. viklu lialda því fram, sagði M. G. að lokum, að það væri tilbúið eftir á, að bera hefði átt kauptilboðið um Reykjahlíð- undir fjárveitinga- nefndir þingsins. Til þess að hnekkja þessum rógi, kvaðst M. G. ætla að lesa 7. grein samn- ingsins. Hún væri iá þessa leið: „Kaupsamning þenna skal bera undir fjárveitinganefndir beggja deilda Alþingis og öðlast hann fjnrst gildi, er þær báðar hafa mælt með því að kaupin fari fram samkvæmt honum.‘ * Hver þm., sem þess óskaði gæti sjeð plöggin viðvíkjandi þessu máli í stjórnarráðinu og gætu þeir því gengið úr skugga um það, hvort hjer væri ekki rjett með farið. Enn urðu langar umr. um málið, sem eigi er unt að rekja. Rjett þykir þó að geta þess, að Sveinn Ólafsson lýsti yfir því, að hann hefði ekki talað í umboði Framsóknarfl., heldur frá eigin brjósti. Ásgeir Ásgeirsson tók að síð- ustu til máls. Hann kvaðst vilja minna á það, sem gerðist í þing- lokin í fyrra, þegar sósíalistar báru fram vantraust á samsteypu stjórnina. Þá hefði komið í ljós, að stjórnin naut ýmist stuðnings eða hlutleysi flestra þm. í Sjálf- stæðisfl. og Framsóknarfl. Svo mundi enn vera. Stjómin mundi því ekki fara frá, nema hún fengi samþ. vantraust, og sjerhver sú afgreiðsla, er vísaði vantrausti á bug, þýddi sama og traust til stjórnarinnar. Þegar hjer var komið, var svo áliðið fundartímans, að forseti frestaði umr. og tók málið út af dagskrá. Bruni uiö Pórsgötu. Sjónarvottur segir frá. Laust eftir hádegi í gær kom upp eldur í stóru húsi, Þórsgötu 3. Hús þetta er bygt úr steini að veggjum, en öll loft, gólf, stigar og húsaskipun efst gerð úr timbri, herbergi í húaiinu þiljuð með timbri, eldfimt veggfóður á öll- um veggjum og göngum. Maður, sem býr rjett hjá bruna staðntim, segir svo frá: Jeg var að enda við að borða miðdegismatinn, og var þá kl. rúml. 121/2. Kemur þá sú fregn, að kviknað sje í húsi skamt frá. Þórsgötu 3. Mjer varð litið út um glugga og sá þá þykkan reykjar- \ mökk leggja út um glugga á smá ! kvisti vestur við gafl á snðurhlið Óhemja gullfalleg: ástarsag:a. Nýútkomin. Fæst hjá bóksölum. þaksins á húsinu, og líka kom nokkur reykur upp þar sem þak- ið mætti gaflinum og eins undan upsinni. Jeg hljóp þegar út og var þá slökkviliðið ekki komið á’ vett- vang, og mjög fiáir menn. Fólk úr húsinu hafði þá þegar gert slökkviliðinu aðvart um eldinn, og var nú að reyna að bjarga út úr húsinu, og þeir fáu, sem komnir voru, hjálpuðu til. Rjett á eftir kom Pjetur Ingi- mundarson slökkviliðsstjóri hlaup andi þarna að, og á hæla hans komu tveir slökkviliðsvagnar. En þá var eldurinn þegar orðinn svó magnaður uppi á loftinu, að reyk lagði alls staðar út undan ups- inni. Kolsvartur reykmökkur stóð út um gluggattn á litla kvistin- um, sem áður er nefndur, en stór eldblossi út um glugga -á öðrum samskonar kvisti gegnt honum að norðanverðu á þakinu. Slökkvi- liðið reisti stiga upp við suður- hliðina og dældi vatni inn um kvistgluggann, en annar hópur fór með vatnslöngu inn um aðal- dyr hússins, sem eru á suðurgaflí og upp á loft. Var eldurinn þá svo magnaður, að ílestir ætluðu að húsið mundi alt brenna, þar sem veggir þess og loft og gólfi eru ilr timbri. Sást þó von bráðar að slökkvitilraunimar fóru að bera árangur. Blossinn minkaði óg reykurinn varð ekki jafn svartur og þykkur og áður hafði verið, var hann nú hvítleitur af gufu. En vegna þess að ilt var að kom- ast að eldinum, ljek hann fram. og aftur um loftið. Gusu logar lít um þakglugga á hanabjálkaloftl og eins náði eldurinn sjer niðrí í aðalkvisti á stlðurhlið hússins óg lagði þar loga út. En eftir tveggjai tíma starf hafði slökkviliðinu tek ist að vinna bug á eldinum. Það var lán í óláni að brunal þenna bar að um miðjan dag, að veður var framúrskarandi gott og vatn bráðlega nóg. Hefði brun- ann borið að um nótt í grimdar- gaddi, stormi og vatnsleysu, er ekki að vita hvernig hefði farið, því að illt var aðstöðu fyrir slökkviliðið að komast. að húsinu. Um upptök eldsins var ekki kunnúgt í gærkvöldi. Helst var haldið að eldurinn hefði komið upp á gangi á efstu hæð, eða í kvistherbf»r<ri að norðanverðu. Brunnu þar eftir loftin að gjör- völlu, e-n clökkviliðinu tókst að forða b^' að eldurinn kæmist nið- Ur stiffana. f húsírm voru margar íbúðir einstakb'vvp og fjöldskylda. Lík- lega hafo bar át.t heima 18—20 manns. T ítln var bjargað, og fiátt var vátnv«r* of innanstokksmun- unum. Bu'-kr- '"'.,in:T1gaskip, sem hjer befir v<" 'ð ð nndanfðmu, fór í grfrr ii V' saltfarm til Akra- npss

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.