Morgunblaðið - 14.03.1933, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 14.03.1933, Blaðsíða 2
2 MOEGUNBLABTi jJ| - Reykjahlíðarmálið. Uantraustinu á ðómsmálaráð- herra uísað frá. ÞingsáJyktunai'tillaga þeirra sósí alista, um riftun kaupa á Reykja- hlíð í Mosfellssveit, var enn til umræðu í sameinuðu þingi í gær og tók nál. allan fundartímann. Var í rauninni ekki annað eftir af þessu máJi en það, að taka á- kvarðanir um dagskrártillögu sósí alista, sem lýsti vantrausti á dóms málaáðherranum. Á fundinum á föstudag hafði 'P.veinn Ólafsson flutt nýja dag- skrártillögu, sem brtt. við dagskrá sósíalista. Fór till. Sv. Ól. fram á, að vísa vantraustinu frá. En við þessa till. Sv. Ól. flutti svo Svein- björn Högnason brtt., sem fól í sjer víti til dómsmálaráðherra. Verður nu sagt frá því helsta sem fram kom við umræður 1 gær. Enga títuprjóna. Tryggvi Þórhatlsson kvaðst vera á móti aðferð þeirri, sem hjer væri beitt, að bera fram vantraust í sambandi við önnur mál. Van- traust ætti að bera fram í sjer- ■stakri tiUögu. En þar sem for- dæmi væri fyrir þessari aðferð, kvaðst Tr Þ. ekki sem forseti Sþ. treysta sjer til að vísa till. frá. — Þá kvaðst Tr. Þ. vilja fara nokkr- um orðum um efnishlið málsins. Tveir aðalflokkar þingsins hefðu á síðasta þingi stofnað til samstarfa nm stjórnarmyndun, til þess að leysa vandamálin. Vitanlega kæmi ■ekki til mála, að stofna til klofn- íngs á slíku smámáli, sem hjer væri ura að ræða. Þar ættu aðeins stóru málin að koma til greina; þau ættu að skera úr. Ræðum. kvaðst því greiða atkv. með till. Sveins Ól., sem færi fram á að vísa vantraustinu á bug, og hann vildi ekki að neinir títuprjónar fylgdu þeirri afgreiðslu. Hún yrði að vera hrein. Jón Baldvinsson áleit rangt að bera fram brtt. við dagskrártil- lögu, og beindi þeirri eindregnu ósk til forseta, að bera upp dag- skrártill. þeirra sósíalista. Lárus Helgason kvað illa varið þingtímanum með þófi um þenna hjegóma. Hjelt að þingið hefði annað þarfara að gera. Ekkert árásarefni til. Jón Þorláksson: Hann kvaðst hafa hlýtt á umr. í þessu máli — á árásirnar á hendur dómsmála- ráðh., varnir hans og árásir á móti 1— og ekki geta sjeð, að nokkuð árásarefni væri óhrakið a.f dómsmálaráðh. Hjer hefðu verið ráðgerð kaup á jörð í sveit fyrir Minningarsjóð -Tóh. Jóhannessonar. Ómögulegt væri að gera þetta, út af fyrir sig, að árásarefni, því að í skipulags- skrá sjóðsins væri beinlínis fyrir- skipað, að kaupa jörð í sveit. En þá mætti e. t. v. deila um það, hvort þetta væri hentug jörð til þeirrar notkunar, sem sjóðurinn mælti fyrir, eða þá um hitt, hvort jörðin hefði ekki verið of dýrt keypt samkv. samningstilboðinu. Nú væri engin deila um það, að jörðin væri á hentugum stað til notkunar fyrir gamalmennahæli. Jafnvel Jónas Jónsson, sem, þó liefði gert sig að íífli í þessu máli, þyrfti ekki að blygðast sín fyrir vottorð sitt. Staðurinn væri hinn ákjósanlegasti. Engin frambærileg rök væri heldur fram borin fyrir því, að jarðeign þessi hefði verið of dýru verði keypt samkv samningstil- boðinu. 'Menn væru að miða við fasteignamat. En því svarað og það rjettilega, að þetta væri eins- konar nýbýli, sem nál. allar að- gerðir liefði fengið eftir að fast- eignamatið fór fram. Og það er víst, enda ekki mótmælt, að eig- andi jarðarinnar hefði verið bú- inn að leggja í nýbýiið töluvert meira fje en kaupverðinu nam. Þess bæri einnig að gæta, að þetta væri jarðhitabýli; en jarðhitinn notaðist því betur því meira sem starfrækt væri á jörðinni. Það væri því ekkert framkomið, sem sýndi að kaupverðið hefði verið of iváttt,. — Kaupsamningurinn hefði verið gerður í því skyni, að gera fjár- veitinganefndum þingsins mögu- legt að koma upp fávitahæli, án þess að þurfa fyrst um sinn að leggja fram fje í stofnkostnaðinn. Ekkert gæti verið við það að at- huga, að nota sjóð til þessa, ef sú notkun færi ei i bng við skipulags skrá sjóðsins og hann ekki með því væri rýrður. Það hefði mátt gera þetta að árásarefni, ef gengið hefði verið alveg fram hjá þing- inu. En svo var ekki. Og þar sem enginn hefði treyst sjer til að bera það !á( M. O., að honum hefði geng- ið neitt óheiðarlegt til í þessu máli, engir eiginhagsmunir þar að baki, og ekkert brot framið á skipulagsskrá sjóðsins, þá kvaðst J Þorl. ekki sjá hvaða tilefni væri til árása. En einmitt vegna þessarar her- ferðar á hendur M. G. kvaðst ræðum. hræddur um, að fjárv.- nefndir hefðu ekki gefið þessu raáili eins gaum og skyldi. Og ekki kæmi mjer á óvart, sagði J. Þorl., að forráðamenn Minningarsjóðs Jóh. Jóh. sæu einhvern tíma eftir ]iví, að sjóðurinn ætti ekki þessa jörð. Hitt kæmi mjer heldur ekki á óvart, að þeir sem bera fávita- liælið fyrir brjósti sjái eftir því, að slept var þessu tækifæri til þess að hrinda í framkvæmd þessu aðkall- andi nauðsynjamáli. Jeg tel því illa farið, að þannig var af stað farið, en sökina eiga upphafsmenn irnir og þá fyrst og fremst Hjeð- inn Valdimarsson. Þá sneri -T. Þorl. sjer að afgr. inálsins. Hann kvaðst fyrir sitt leyti helst óska þess-, að greidd yrði atkv. um s.jálfa vantrgusts- dagskrána. Það væri hreinlegast. Pn vitanl. væri það M. G. að segja. til um það. hverrar afgr. hann ósk- aði eða gengi að. S'' msteypustj órnin off verk- efni hennar. Að gefnu tilefni frá J. Bald. ræddi nú J. Þorl. nokkuð um sam- steypustjórnina og verkefni henn- ar: — Það væri rjett hjá J. Bald., að Sjálfstæðisflokkurinn hefði gengið Skó-útsalan heldur áfram hjá okkur næstu daga Enn eru til Kvenskór, á 4 - 6 - 7 - 9 kr. par», Barnaskér, Innlskór, Gfimmístfgvjel, Karlmannaskór. Alt með gjafveröi þessa dagana. Netið nn tækifærið. Þúrður Pjetursson $ Co. inn í samsteypust.jórnina vegna kjördæmamálsins. Ekkert annað en kjördæmamálið hefði gert það að verkum, að Sjálfstæðisflokkur- j inn gekk inn á að leggja mann í 1 samsteypustjórnina En hitt kvaðst. J. Þorl. jafnframt vilja minna á, I að það var einnig annað, sem | gerði það að verkum, að tekin var upp samvinna við Framsóknarfl. eða hluta hans. Eins og skiftingu kjósendanna í landinu væri hátt- að, hefði ekki verið unt fyrir Framsókn að mynda þingræðis- stjórn án samvinnu annað livort við Sjálfstæðismenn eða sósíalista. Ásg. Ásg. og þeir innan Fram- sóknar er honnm fylg.du hefðu óskað samvinnu við Sjálfstæðis- menn, en Jónas Jónsson og lians áhangendur hefðu viljað vinná með sósíalistum. Hit.t varð svo of- aná, að samvinna hófst milli Sjálf- stæðisfl. og niív. forsæt.isráðherra. Samvinnan. Nii hefir þessi samvinna, sagði! J. Þorl. að lokum, staðið síðan á síðasta þingi. Hvernig hefir hún verið ? Hún hefir að sumu — eða | a. m. k. einu — leyti verið með undarlegum hætti. Blöð Framsókn ar'flokksins liafa stöðugt allan tím- ann skrifað og túlkað málin þann ig fyrir þjóðinni, eins og þau væru ; fylstu andstöðu við Sjálfstæðis- flokkinn. En aðalblöð Sjálfstæðis- flokksins hafa sýnt samsteypu- stjórninni velvild, eins og vera her. En þetta er engin t.ilviljun, sagði J. Þorl. Öflin hafa verið að togast á innan Framsókuarfl., með og móti samsteypustjórninni. En andstæðingar sa.msteypustj. virð- ast hafa blaðakost Framsóknarfl. í' sínu valdi. Sjálfstæðisfl. hefir nú fengið fyrsta ávöxtinn . af samvinnunni, þ. e. stjórnarskrárfrumvarpið, og er það eftir atvikum ekki óálitleg- ur ávöxtur, þótt æði mikið vanti á að fullgert sje óskum flokksins. Enginn ágreiningur er um það inn an Sjálfstæðisfl., að vjer ósk- um þess eindregið, að samvinnan baldi áfram til þess að leysa þetta höfuðmál á þessu þingi og önnur vandamál. Umr. þær. sem hjer hafa farið fram, eru því ekkert annað en ný átök um það, hvort samsteypustj. eigi að starfa áfram eða ekki. Mál efnisins vegna er ekkert árásar- Framh. á bls. 3. ' Nýir ávextir: Appelsínur, 300 stk- Epli „Winesaps“. Sími: Einn—tveir—þrír—fjórir. Aðgöngumiðar seldir fná, kl. Verð: 2,00, 2, verður leikinn í K. R. liúsinu 13. og 14. sinn, þriðjudaginn 14. og miðvikudaginn 15. þ. m. kl. 8. stundvíslega. 1—7 daglega, Sími 2130. 50 og stæði kr. 1,50. Barnauagnar og Barnakerrur nýkomnar, sömuleiðis Stólkerrur, stórkost- leg verðlækkun frá því sem áður var, Lítið inn í dag og gerið góð kaup meðan nógu er úr að velja Húsgagnaversl. Kristjáns Siggeirssonar. Laugaveg 13. Ársfnndiu* Dansk-íslenska fjelagsins (íslandsdeildar) verður haldinn föstudaginn 17. mars kl. 8y2 síðd. í Hótel ísland. FUNDAREFNI: 1. Dagskrá samkvæmt fjelagslögum. 2. Docent Albert Olsen frá Árósum flytur erindi: „Dan- mark i Krisens Tegn“. 3. Kristján Kristjánsson söngvari syngur nokkur íslensk og dönsk lög. 4. Emil Thoroddsen: Píanósóló. 5. DANS til kl. 2. Heimilt er fjelagsmönnum að taka með sjer gesti á fund'inn. STJÓRNIN. Matreiðslnkensla. 1 mánaðar matreiðslunámskeið hefst þ. 1. apríl n.k. — Stendur kenslan yfir frá kl. 3—7 hvern virkan dag. Kristín Thoroddsen. Fríkirkjuveg 3. Sími 3227.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.