Morgunblaðið - 12.04.1933, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 12.04.1933, Blaðsíða 3
MORGUNB L A I * i }■ 1 l' b % íi $ * i JpflorgtttsHaMft Útg»t.: H.Í. Árvakur, S«Tk]>Tlk, Rltatjðrar: Jön Kjartanason. Valtýr StafAnaaoa. Rltatjörn og afarrelBala: Auaturatrœtl 8. — Slatl 1800. Aual^alnraatjörl: B. Hafbars. Aualýalngaakrlfatofa: Auaturatretl J 7. — Slml 8700 ■almaalmar: Jön KJartanaaon nr. 8748. Valtýr Stefánaaon nr. 4880. B. Hafberg nr. 8770. Áakrif taglald: Innanlanda kr. 8.00 4 aaAnnBl. Utanlanda kr. 8.50 á atánuBl, f lauaaaölu 10 aura alntaklB. 80 aura maS Laabök. A strönöinni. * Þegar stormarnir byljaáhúsa- ;|)ökunum í útgerðarbænum Reykja- vík, hvarfla liugár manna til þeirra mörgu, sem á sjónum eru, sem þola verða vosbúð, og erfiði, og í baráttunni fyrir lífi sínu og sinna, horfast oft í augu við dauð- ann. A síðustu 8 árum hafa 10 ís- 'lenskir togarar farist, skipin, sem öruggust eiga að vera og best, og talin hafa verið fær í flestan sjó. Þó hugir Reykvíkinga og ann- ara íbiia A7ið sjávarsíðuna sífelt fylgi þeim er sjóinn sækja, verð- nr jafnan meiri alvara í þeim hugrenningum, þegar sjóslysin 'ber að höndum. — Þá er hugsað til framtaks, um að bæta öryggið á sjónum. Eitthvert liroðalegasta sjóslys 'hjer á síðari árum, var ,,-Jóns forseta-slysið“. Togarinn strand- aði á Stafnesi að nóttu til. Skips- Ttöfnin taldi enga iífshættu á ferð- 'iim, beið dögunar í sliipinu. —: Áður en varði kom ófærubrim, bátar brotnuðu við skipslilið, en mennirnir tíndust síðan smátt og •smátt niður í öldurótið, fyrir aug- um þeirra, er á ströndinni voru, ■og druknuðu fjórtán. Einn fraus fastin' í reiðanum. Af 15 sjóreknum líkum á Staf- nesi reis Slysavarnafjejag’ið. Ein •deild þess í Grindavík, með einni Tínuskeytabyssu, hefir nú bjarg- •að 62 mannslífum. Hjer er árangur af starfi þeirra •sem í landi eru, Slysavarnir frá landi ná aldrei nema stutt út fyrir landsteina. Hin íslenska sjómannastjett er TÓmuð fyrir dugnað, karlmensku og kapp við veiðiskapinn. Hjer er eigi staður til að ýfa nein sár, nje æðrast um orðna Tduti. En er varfærnin í rjettu hlut- Talli við kappiðf Spurning sú ryður sjer braut. Á gætin farmenska nægilegan liefðarsess við hliðina á kappinu í sjósóknúm Islendinga f Eða fær •gætnin og varfærnin ekki sín fullu laun f Hvað verður enn lært af sjó- ■slysunum ? Þannig spyrja þeir, sem á strönd- nnni eru. Frá „5kúla fógeta“» Hánari fregnir um stranöið I býti í gærmorgun för Jón Sigurðsson framkvæmdastj. í Alli- ance suður í Grindavík til að sækja skipbrotsmennina. Færð var slæm, komust skipbrotsmennirnir ekki til bæjarins fvr en í gær- kvöldi. Þeir komu allir. Allmargir þeirra voru þó talsvert máttfarnir eftir volkið, eins og nærri má geta. Auk meiðsla þeirra sem getið var um í blaðinu í gær hafði Kristján Magnússon meiðst á fæti. I gærkvöldi liitti blaðið Stefán Benediktsson stýrimann að máli til þess að fá nánari fregnir af strandinu. Hjann sagði m. a. um viðbúnað manna eftir að skipið var strand- að: Svo stutt stund leið frá því skipið strandaði og þar til það seig niður af skerinu að vart liefði unnist tími til þess að losa björg- unarbátana, þó menn liefðu snúið sjer að því strax. En ekki var um það hugsað, enda ekki til neins sakir brimsins. Allir liöfðu skipverjar fengið ráðrúm til að klæðast sjófötum, er skipið seig niður. Svo vel stóð á, að flestallir voru á fótum í skip- inu, er strandið bar að, þAÚ þeir sem nýkomnir voru af vakt, voru ekki háttaðir. Eins og fyr segir vorum við Jón 'Magnússon og jeg staddir á afturþiljum er skipið rann út af skerinu. Yið vorum þar að slá botna úr lýsistunnum. Stóðum við undir bátadekkinu, svo sjórinn mæddi ekki eins mikið á okkur. En lýsið ætluðum við að losa til að lægja sjóganginn yfir þiljurnar, vo miSnum þeim, sem í brúnni voru gengi betur að komast fram á hvalbakinn. Er við fundum hverju fram fór, og dýpka tók á skipinu, ltlifum AÚð upp reiðann. Á leiðinni upp skár- um A'ið kaðal úr blökk og höfðum með okkur, fórum síðan og stóðum á ,.sallingnum“, en bundum okkur fasta í sigluna, því hald var lítið bar uppi. Skipið seig nú á fám mínútum um eina 3 metra. En í þeim svifum fóru þeir þrír af brúarvængnum, sem þaðan björguðu sjer, fram á hvalbakinn. ísleifur Ólafsson og Guðm. Sig- urðsson fóru með ljósastaginu, en Árni Þorsteinsson eftir borðstokkn um bakborðsmegin því hann aussí upp- Sögusagnir um, að einn skip- verja hafi bjargað sjer á sundi, eru, eftir því sem St. Ben. stýri- maður segir, ekki rjettar. Hann lítur svo á, að engum syndum manni hafi verið fært að bjarga sjer þarna inn á skipið, úr því út- sogið frá skipinu á annað borð Allir voru þeir sjóklæddir, sem fyr segir, með sjóhatta, eða sjó- hettur. Sjóhetturnar hlífðu þeim mikið, vörnuðu því, að sjór rynni niður um hálsmálið, er ólögin gengu yfír þá. En áður en þeir björguðust hafði sjórinn rifið hetturnar af einum 12 eða 14 er þarna voru. í dögun, um það leyti sem björg- unarlið Grindavíkur kom á strand stað, var háflóð. 1 5 klukkustundir höfðu mennirnir staðið þarna á hvalbaknum. Mestan tímann höfðu ólög gengið yfir hvalbakinn. En með flóðinu fóru þeir alveg í kaf í ólögunum, svo þeir tveir sem í siglunni voru sáu ekkert á þá er öldurnar skullu yfir. Milli ólaga gátu mennirnir hreyft sig ofurlítið, stappað og 'barið sjer, og hjálpaði það nokkuð. Alls er talið að 25 hafi komist fram á hvalbakinn. En eigi kemur skipbrotsmönnum alveg saman um það- En hafi sa'o verið, hefir þrem skolað þaðan. Einum skolaði út við það að keðja sú slitnaði sem lá fram úr borðstokksgrindunum og frarn í stefnið. Hann hafði haldið sjer í keðju þessa. En um háflóðið, þegar björgun- arlið Grindvíkinganna kom á vett- vang voru nokkrir skipverja, er komust lífs af, orðnir máttvana, og urðu fjelagar þeirra, er þrótt- meiri voru, að styðja þá, er öld- urnar skullu yfir. Er sást til björgunarmanna óx lífsvon og þróttur að nýju. Það heldur stýrimaður, að engin t-iltok hefði verið að koma fram björgun fyrri en varð, meðan myrkur hamlaði athöfnum. Björgunarkaðalinn úr landi varð að festa efst í framsigluna. Það gerði Kristinn Stefánsson 2. stýrimaður- Yar það mjög erfitt að komast þangað. En er það var gert tók björgunin litla stund. Þeir tveir sem biðu á hvalbakn- um í 1 klst. uns þeir sem í aft- urreiðanum voru, komust fram á livalbak voru Sigursveinn Sveins- son og Guðjón Marteinsson. Þeir Stefán og Jón komust fyrst eftir „kassanum“ og fram á brúar vænginn. Þar biðu þeir af sjer eitt ólag, en komust fyrir næstu öldu fram á hvalbak. Þá var mikið far- ið að falla út. Lík það sem kom á land um leið og björgun fór fram, er lík Sig- þórs heitins Jóhannssonar. Onnur lík voru ekki rekin í gær. er skip- brotsmenn fórii úr Grindavík. Togaraflakið hafði færst nær landi. Siglur heilar og stjórnpall- ur að sjá. Hlið sú, sem niður vissi, sennilega mölbrotin, og fiskhrann- ir úr lestum reknar um fjörurnar. Afvopnunarmálin. Samkvæmt fregnum frá Genf í lok's.l. má.nað- ar liafa þessi ríki fallist á afvopn- unartillögur MacDonalds, sum að vísu með fyrirvara, sem grundvöll ■að frekari umræðum: ftalía, Gana- da, Grikkland, Austurríki. Eist- land, Finnland, Búlgaría, Argen- ilna, Lettland og Svíþjóð. FB. hefði náð til hans. Þeir Stefán stýrimaður og Jón Magnússon sáu nokkurnveginn til beirra sem á bi'úarvængnura voru, og eins til þeirrg á hvalbaknum. Sökum hríðar og náttmyrkurs gat Stefán þó aldrei greint með vissu hve margir það voru, sem á hval- baknum voru. Þeir stóðu þar svo þjett. Gyðingar í Bandaríkjunum liafa haldið fjölda. mótmælafunda út af Gyðingaofsóknunum i Þýskalandi. Beita Gyðingar í Bandaríkjunum, sem eru mjög f jölmennir, sjer mjög fyrir því að menn hætti að kaupa og selja þýskar vörur. Árlegur innflutningur á þýskum vörum til | Bandaríkjanna nemur á annað ' hundrað miljónum dollara. FB. 3 Mál bresku verkræðínganna Þá átti að kúga til játningar. London, 11. apríl. United Press. FB Utanríkismálaráðuneytið hefir efið út skýrslu sem vakið hefir feikna eftirtekt, því að í henni eru birt gögn til sönnunar því að yfirvöldin í Rússlandi hafi gert tilraunir til þess að kúga starfs- menn Metrovickers til þess að játa á sig afbrot þau, sem þeir eru ásakaðir fyrir. Hátollastefnan fordæmd í Bandaríkjunum. Washington, 11. apríl. United Press. FB. Roper verslunarmálaráðherra liefir haldið ræðu og gagnrýnt tollastefnu þá, sem fylgt hefir verið í Bandaríkjunum undanfar- in ár. Kvað hann svo að orði, að ef auðið ætti að vera að koma til leiðar auknum viðskiftum og góðri viðskiftasamvinnu vfirleitt þjóða milli, yrði að lækka tollamiirana. Bandaríldn verða að kunngera lieiminum, að þau vilji nú einlæg- lega beita sjer fyrir sanngjarnari og rjettlátari stefnu í þessum mál- um. Framtíð alþjóðasamvinnu í viðskiftamálum er undir því kom- in, að þessi stefna verði ofan á hvarvetna í heiminum. Piskiiegg, mikið úrval. tátið í Sýningarskáta- Rluggann, Austur- stræti 20. Gullsöfnun Breta. London, 11. apríl. United Press. FB. Orðrómur um að Bretland ætli i hverfa að gullinnlausn aftur, liefir stöðugt aukist að undan- förnu, en í dag lýsti Chamberlain því yfir í neðri málstofunni, að gullsöfnun Englandsbanka að und- anförnu stæði í engu sambandi við stefnu ríkisstjórnarinnar í gjald- eyrismálunum. Stjórnarskrá Portúgals. Lissabon, 11. apríl. United Press FB. A ráðstefnunni í dag var undir- skrifuð tilskipun um að nýja stjórnarskráin gengi í gildi. Því næst bar Salazar forsætisráðherra fram lausnarbeiðni fyrir sig og ráðuneyti sitt. Carmona tók lausn- arbeiðnina til greina, en fól Sala- zar að mynda nýja stjórn Er búist, við að Salazar hafi lokið myndun hinnar nýju stjórnar í dag. Heimsmet í hraðflugi. Rómaborg, 11. apríl. United Press. FB. Agello flugmaður hefir sett heimsmet í hraðflugi. Flaug hann í beinni línu yfir Garðavatn og var hraði hans 682.4 kílómetrar á klst. Ríkisstjórnin í Bandaríkjunum veitti 5 miljónir dollara til þess að bæta úr því tjóni, sem varð af landskjálftunum í Kaliforníu í s.l mánuði. FB. Gull á hafsbotni. Árið 1799 sökk skip vi<5 Hollandsströnd er hafði innanborðs gullforða er nam 25 miljónum króna. Er nú í ráði að reyna að ná upp gulli þessu. Nýkomið s Sumarkápur í fallegu úrvali. Franska alklæðið margeftir- spurða. Telpukjólar frá kr. 7.75. Regnhlífar, sjerstaklega' fal- legt og ódýrt úrval. Kasmírsjöl frá kr. 35.00. Silkisokkar, kvenna og barna í afarfjölbreyttu úrvali. Regnfrakkar kvenna o. m. fl. Versl. Gnðbj. Berfiþðrsdðttnr Laugaveg 11, Sími 4199. L A X Frosinn smálax góður og ódýr. Hiöthúðin Borg. Sími 1834 og 2834. Laugaveg 78. llýkomlð: Jalfa-glóalöin Epli: Delicious UUinesaps 5úkkat. fHönðlur. Magnús Hjaran, Slmi 4648. Lillu hðkunardropw reynast með afbrigð- nm bragðgóðir, því vinsælir hjá hús- mæðrum og hrauð- gerðarhiísum um land alt. Hin mikla sala sann- ar þetta. rnagerd eyljaiíiiur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.