Morgunblaðið - 23.04.1933, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ
7
I Stefán Guðmundsson
óðalsbóndi á Fitjum.
Hann andaðist á lieimili sínu,
Fitjum í Skorradal, 2. mars s.l-
Banamein hans var lungnabólga.
Hann var fæddur 28. maí 1864 á
Gröf í Skilmannahreppi. Þar
tojuggu þá foreldrar hans hjónin
Humundur Ólafsson Stefánssonar
'bónda á Setbergi og kona hans
Vigdís Magnúsdóttir Jónssonar í
Stóru-Vogum. Móðir Vigdísar,
kona Magnúsar, var Guðrún Bgg
-ertsdóttir prófasts í Reykholti,
Guðmundssonar. Vorið 1867 flutt-
ist Stefán með foreldrum sínum
að Fitjum og ól þar síðan allan
sinn aldur.
Guðmundur á Fitjum var um
eitt skeið' þingmaður Borgfirðinga.
Hann var talinn mikill gáfumað-
ur og fjölfróður. Dvaldi hann í
'Ðanmörku við jarðræktarnám 1847
til 1851. Var hann fyrsti bóndi
lijer i efrihluta Borgarfjarðar,
sern beitti hestum fyrir jarðyrkju-
verkfærum. Avanst honum því
meira við túnasljettun heldur en
öðrnm bændum sinnar samtíðar.
Fitjar eru ein af allra fegurstu
jörðum þessa hjeraðs og þótt víð-
ar væri leitað. Bærinn stendur í
fagurri skógarhlíð við austurend-
ann á Skorradalsvatni.Túnið stórt,
•sljett í líðandi halla, frá því liggja
víðáttumiklar og greiðfærar engj-
ar meðfram silfurtærri iá alt út
undir vatnsósinn. í þessum fagra
og skógiklædda dal er verulega
unaðslegt um bjarta sumarmorgna,
þegar svanasöngurinn frá vatninu
blandast við þrastakliðinn í skóg-
arhlíðnnum. Slíkt umhverfi á sinn
góða þátt í því að glæða viðkvæm-
ar og háleitar hugsanir í brjóstum
mngra manna sem þar mega una
á bernsku og æskudögum. Stefán
liafði þegið 'í vöggugjöf næmann
fegurðarsmekk, skarpan skilning
og rósama íhugun. Allir þessir
góðu kostir hans þroskuðust vel
við hina kyrlátu og hugljúfu nátt-
úrufegurð.
Það eru nú liðin nær því 50 ár
síðan jeg komst í náin kynni við
Stefán á Fitjum. Hann var þá
sjómaður í Landakoti á Vatns-
leysuströnd hjá hinum glæsilega
bónda Guðmundi Guðmundssyni,
Brandssonar. Þar í Landakoti
voru frístundir sjómanna vel not-
aðar til söngnáms og fleiri fræða-
iðkana. Gaf hinn vel mentaði hús-
bóndi þar oft góðar bendingar í
ýmsu, en einkum því sem laut að
söng og söngfræði. Þótti því ung-
um og fróðleiksþyrstum mönnum
eftirsóknarvert að vera lái því
góða heimili. Vakti það hina mestu
unun, að hlýða á söngflokk þann
sem GuðmundUr stjórnaði, því
þar voru ýmsir ungir og efnilegir
söngmenn bæði iir Borgarfirði og
\
af Austurlandi. í þeim flokki stóð
enginn framar Stefáni að næmi og
skilningi í öllu því sem að söng-
fræði laut, þótt aðrir væri þar
meiri raddmenn. Tíðrætt varð
mönnum þá um þennan afdala-
pilt, sem aldrei hafði fyr að heim-
an farið en las þó, sjer til fullra
nota, bækur á öllum Norðurlanda-
málum. Hann var þá fámáll, dulur
og ljet lítið yfir sjer. Skemtinn
gat hann þó verið í hópi fárra
vina, en gætti jafnan stillingar og
siðgæðis. Jeg minnist þess hvað
hinn fluggáfaði prestur, síra Guð-
mundur Helgason í Reykholti, dáð
ist að vitsmunum Stefáns og hans
fjölhæfa lærdómi í öllu því sem
laut að bókum. Taldi hann það
með fádæmum, að sveitabóndi, sem
aldrei hefði á skóla komið og
aldrei farið út fyrir landsteinana,
nema til þess eins að róa til fiskj-
ar, gæti ekki einungis lesið þýsku,
heldur líka hugsað og ort á því
máli, en það sagði hann að Stefán
gæti. Um það var mjer kunnugt,
að Stefán var skáldmæltur vel,
þótt lítið hafi komið frá honum
af því fyrir augu almennings. —
Ritfær var hann í besta lagi en
hjelt sjer lítið fram í því sem
öðru. Stöku sinnum birtust þó eft-
ir hann blaðagreinar, einkum
minningar látinna merkismanna. í
sögu íslands, að fornu og nýju,
var hann þaullesinn og fróður um
landsins lög. Gaf hann ætíð skýr-
ar og ábyggilegar upplýsingar í
þeim fræðum, ef t.il hans var leit-
að. Sjiálfstæðar skoðanir hafði
hann í landsmálum, en ekki vildi
hann láta stjórnast af blindu
flokksfylgi. Það vakti jafnan
mikla eftirtekt, á fundum þegar
Stefán á Fitjum tók til máls. Hann
1 jet aldrei til sín heyra fyr en
hann hafði skynsamlegar og gjör-
hugsaðar röksemdir fram að færa.
Blandaðist þá engum hugur um
það, sem á hlýddu, að þar talaði
vitur maður og rjettsýnn, grand-
var og friðsamur.
Guðmundur Ólafsson, faðir Stef
áns, andaðist 1889. Tók Stefán þá
við bíistjórn á óðali föður síns.
Var hugur hans þá mjög tvískift-
ur milli bókanna og bústjórnarinn-
ar. Urðu því átökin hjá honum
minni í búnaðarframförum, held-
ur en hinum einbeittustu umbota-
mönnum hjeraðsins. Hallaðist hann
meira að háttum eldritíðar manna,
þeirra sem hyggnir voru og hóf-
samir. Taldi hann hið forna spak-
mæli enn í góðu gildi, að best
væri að sníða sjer stakk eftir
vexti. Fylgdi hann þeirri reglu,
að varast skuldir og miða umbæt-
ur við þær tekjur sem búið gaf
umfram reksturskostnað. Fyrir
hagsýni og hyggni varð hann vel
efnum búinn, enda ein af styrkustu
stoðum sveitar sinnar* bæði fyrir
fjárhagslega getu og góðar tillög-
ur, er úr vöndu var að ráða. Voru
honum því falin ýms trúnaðar-
störf, m. a. var hann hreppstjóri
um eitt skeið, en ljet af þeim
störfum eftir nokkur ár vegna
heilsubilunar. Sýslunefndarmaður
var hann í samfleytt 40 ár.
Árið 1908 kvongaðist Stefán
Karólínu Hallgrímsdóttur, ættaðri
úr Þingeyjarsýslu, vel látinni
myndarkonu. Lifir hún mann sinn
ásamt fjórum börnum þeirra, einni
dóttur, Vigdísi að nafni, sem nú
er gift kona í Hafnarfirði og
þrem sonum, sem allir eru heima
í föðurgarði. Öll eru þau vel
gefin og vænta menn að synirnir
haldi trygð við hið fagra óðal
feðra sinna og erfi meðal annars
átthagaástina af hinum fastheldna
föður. •
Stefán var stór og þrekinn,
karlmenni að burðum, verksjeður
og hagur vel. Hægiur maður í fasi,
athugull vel og æðrulaus.
Minning Stefáns á Fitjum mun
jafnan í heiðri höfð af öllum
þeim er af honum höfðu kynni.
Kr. Þ.
HjðkrunarfjelajiS „líka'
Starfsemi þess í Reykjavík 1932.
Hjúkrunarfjelagið „Líkn“ helt
aðalfund sinn 22. mars. s.l. Stjórn
fjelagsins var endurkosin.
Árið 1931 störfuðu við fjelagið
4 hjúkrunarkonur, eins og undan-
farin ár. Hjúkrunarkonurnar fóru
alls 8060 sjúkavitjanir á árinu.
Þær vöktu 87 nætur og höfðu dag
hjúkrun 5 heila daga.
Hjálparstöð „Líknar" fyrir
berklaveika. Þangað komu 233
nýir sjúklingar, sem allir voru
skoðaðir og eftirlit var haft með
þeim sem þurftu þess með. Stöðv-
arhjúkrunarkonan fór 2035 vitj-
anir á heimilin, þar af voru 648
sjúkravitjanir. Auk þess vakti
stöðvarhjúkrunarkonan í 5 nætur
og fór 400 sjúkravitjanir fyrir
bæjarhjúkrun „Líknar“ Allar þess
ar sjúkavitjanir eru taldar með
sjúkravitjunum bæjarhjúkrunar-
innar sem að ofan eru taldar. 25
sjúklingum var útveguð heilsu-
hælis- og spítalavist, 63 sjúklingar
voru röntgenmyndaðir og 34 sjúk-
lingar fengu ljóslækningar. AIls
voru gerðar 1472 læknishlustanir,
en stöðin tók á móti 3507 heim-
sóknum alls- Aulr þess var sjeð
um sótthreinsun frá stöðinni á 6
heimilum.
Gefnir voru 1000 lít.rar af
þorskalýsi, 38791/2 líter af mjólk,
150 kg. af haframjöli, 100 kg. af
strausvkri. 40 kg. af nýju kjöti og
2 skpd. af saltfiski, auk annara
matgjafa af ýmsri tegund. Enn-
fremur var útbýtt gömlum og
nýjum fötum, og fyrir jólin barst
stöðinni allmikið af mat og sæl-
gæt.i, sem öllu var útbýtt. Stöðin
hefir einnig veitt húsaleigustyrk
og lánað mikið út af rúmfötum,
og hjúkrunargögnum.
Alls voru 337 heimili undir eft-
irliti stöðvarinnar á árinn, og var
öll hjálp þaðan ókeypis. Læknir
tekur, á móti sjúklingum þrisvar í
viku á stöðinni, mánnd. miðvikud.
og föstud.
Ungbarnavernd ,Líknar‘. Hjúkr
unarkonan við Ungbarnavernd
„Líknar“ fór 1846 vitjanir á heim
ilin, en auk þess fór hún 1065
sjúkravitjanir við bæjarhjúkrun
,,Líknar“ og vakti 26 nætur. Þess
ar sjúkravitjanir eru taldar með
ofangreindum sjúkfavitjunum bæi
arhjúkrunarinnar.
Á barnaverndarstöðina komu
302 ný.jar heimsóknir af börnum
og 1151 endurtekin heimsókn, en
308 mæður leituðu ráða til stöðv-
arinnar. Eru þetta 1761 heimsókn
alls. Einnig hafa 36 barnshafandi
konur leitað til stöðvarinnar.
Frá barnaverndarstöðinni voru
gefnir 1712 lítrar af mjólk, axik
Namskeið
í erlendum tungumálum (þýsku, ensku, frönsku, spænsku,
ítölsku). Byrjendur læra að tala og skrifa málið ásamt
hraðritun og vjelritun á 4 mán., en á 3 mánuðum, ef menn
eru áður nokkuð kunandi.
7—8 kenslustundir á dag. Húsnæði og fæði fæst ef
óskað er. íslendingur á heimilinu. Skriflegar upplýsingar
ókeypis frá
Dr. phil. E. Nagel’s Seminar fiir fremde Spraehen,
Leipzig C. 1. Harkortstrasse 6,
Þýskalandi.
Frekari upplýsingar á Bókhlöðustíg 2 (sími 2566).
Bethania. í dag kl. 8y2 sam-
koma. Sumri fagnað. Mikill söng-
ur, gítarsamspil, ræða : stud. theol.
Sigurbj. Einarsson. Samskot tekin
til styrktar starfsemi kristniboðs-
fjelaganna. Vinir fjölmennið!
lýsis, matgjafa fyrir ca. kr. 50.00
og fatagjafa. Ennfremur voru lán
uð barnarúm, barnasængur og
barnafatnaður. Læknir tekur á
móti sjúklingum tvisvar í viku á
stöðinni, fimtud. og föstud., en
stöðin er opin fyrir barnshafandi
konur 1. þriðjudag hvers mán-
aðar.
Læknar stöðvanna og hjúkrun-
arkonurnar sem starfa við „Líkn“
eiga miklar þakkir skilið fyrir al-
úð þeirra við starfið í þágn „Líkn-
ar“. Það er ábyrgðarmikið að
gæta sjúkra, en ekki er síður
vandasamt starf þeirra hjúkrun-
arkvenna, er aðstoða læknana við
stöðvarnar. Sri sjergrein hjúkrun-
arstarfans, sem þar fer fram.
krefst mikillar lipurðar og nær-
gætni, þar sem meiri hluti þeirra
sem þangað koma, ern ekki s.júk-
lingar í eiginlegum skilningi. Hlut-
verk stöðvarhjúkrunarkvennanna
er því meira í því fólgið að leið-
beina en að hjúkra og má geta
nærri, að það er ekki vandalaust
að koma í þeim tilgangi inn á
heimilin, og fá heimsóknirnar til
þess að bera tilætlaðan árangur.
Aðsókn til stöðvanna fer árlega
vaxandi, svo að jafnvel horfir Sil
vandræða fyrir fjelagið að halda
starfinu uppi eins og verið hefir
Hjúkrunarfjelagið „Líkn“ horfir
fram á mikla fjárhagslega örðug-
leika, ef aðsóknin vex ár frá ári
en fjárstyrkir þeir sem fjelagið
hefir notið standa í stað, eða jafn-
vel minka eins og nú horfir til.
Jeg vona að þeir sem annars gefa
þessum málum gaum, skilji hve
mikið fje ,,Líkn“ sparar ríkinu
árlega, einungis með því að taka
að sjer eftirlit með heilsulitlu
fólki, sem annars lægi fTrrir lengri
eða skemri vist í heilsuhælum rík-
isins. Og þó er þessi sparnaður
smávægilegur h.já hinu þýðingar-
mikla atriði, sem tilgangur stöðv-
anna er ðygður á, að kenna hinum
heilbrigðu að fara vel með heilsu
sína og forðast sjííkdóma, og
mæðrum að veita börnum sínnm
holla aðbúð og mataræði.
Þeim mörgu sem með rausnar-
legum g.jöfum liafa styrkt fjelag-!
ið síðastliðið ár, færi jeg innileg-
ustu þakkir.
Reykjavík í apríl 1933.
Sigríður Eiríksdóttir.
formaður Hjúkrunarfjel. „Líkn“.
Verðlækkun.
Kaffistell 12 manns 22.00
Kaffistell 6 manna 14.00
Matardiskar, gúmmí 50 au.
Smádiskar, gúmmí 30 au.
Matarstell — Mjólkurkönnur ■—*
Kökudiskar 10% afsláttur. —
Nagla-, Bursta-, Saumasett. —*
Dömutöskur og Veski og öll —
Búsáhöld með 10—20% afslætti.
I
IR
Bankastræti 11.
oooooooooooooooooo
Veitið því athygli hve fæg-
ingin er björt og endingar-
góð úr
Fjallkonufægileginum.
Samanburður æskilegur um
þetta-
K.f. Efnagerð Reykjavíkur.
x>oooooooooooooooo<
TsliðíeSiIr.
íslenskt smjör á 1.50 pr. % kg.
Smjörlíki 80 aura % kg. Hvítkál á,.
20 aura % kg.
Minnist þess ávalt, að kaffi, —
sykur og aðrar nauðsynjar eru
ódýrastar hjá
Jóhansesi Jóhannssyni,
Grundarstíg 2. Sími 4131.
Mffisti digs
^efum við 30% afslátt af öll-
um pergamentskermum.
Skermabúðin, Laug-aveff 15.