Morgunblaðið - 23.04.1933, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 23.04.1933, Qupperneq 8
8 MORGUNBLAÐIÐ 5annfoering, Góður og rjettur mál- staður, eða flokksfylgi og kjósendahræðsla. Fyrir 67 áruxn, þegar elsti nú- lifandi þingmaður (Sv. ól.) var aðeins tveggja ára drengur, og fíestir hinna ófæddir, voru við- *jár miklar á Alþingi. Á því þingi (1865) skiftust þingmenn í tvo flokka um fjárhagsmálið svokall- aða, sem í raun og veru var skift- ing um rjettan málstað og sann- færingu annars vegar, en um auð- sveipni og geðþægni við stjórnina (dönsku) hinsvegar. Sem vænta mátti var forsetinn mikli Jón Sigurðsson, oddviti fyrir hinum rjetta málstað, þá eins og endranær, og fylgdi fast fram sinni sannfæringu, enda þó hún hryti á hág við skoðanir sumra flokksmanna hans, og hann ætti að etja kapp við þaulvana mælsku menn og áhrifaríka, eins og t. d. sjera Arnljót Ólafsson, Berg Thor- berg, Benedikt Sveinsson, Jón Guð mundsson (ritstj.), Svein Skúla- son, Pjetur biskup, Jón á Gaut- löndum o. fl. En ekkert gat bugað forsetann. Sannfæring hans, sam- víska og vissan um rjettan mál- stað var honum öllu ofar. Og „drottinn gladdi frömuð frelsis" í þetta skifti eins og í mörg önn- ur, og hann gekk sigrandi af hólmi þó mótfylkingin væri ekki árenni- leg. Út af þessu kólnaði allmikið vináttan milli forsetans og sumra gamalla fylgismanna hans t. d. Jóns ritstj. Guðmundssonar. Gekk svo um nokkurt skeið, að fátt var milli þeirra nafnanna. Loks skrifaði Jón Sigurðsson nafna sínum skorinort brjef í ársbyrjun 1867 og gerði upp í milli þeirra. Sýndi fram á það, að Kann hefði gert alt til þess, „að revna að halda samheldi í okkar Sokki. og þó að sundrung hafi orðið í sumum greinum, þá hefi e.g ætið reynt til að jafna hana sem best-“ „Jeg hefi reynt til að útlista málstað minn svo ljóslega se,m mjer var kostur á, en þegar því var ekki gengt og farið í aðra króka, þá neyðist jeg til, þegar svo stendur, að fara minna ferða, og er það eðlilegt, að jeg reyni þá að fylgja þeim sem eru mjer sam- úóma, hvort sem þeir þykja meiri eða minni.“ (Letr.br. hjer. Æfi- saga Jóns Sigurðssonar, eftir dr. Pál E. ólason. 4 bindi, bls. 362). Hjer talar mikilmennið, hinn konungborni fulltrúi rjettlætisins 'og sannleikans. Míkilmennið sem vittnur það eigi fyrir vinskap og fýlgi vina sinna og flokksbræðra, að víkja af götu þess sem hann áíítur satt og rjett, og þjóð sinni fýrir bestn. Góð og göfug er hún fyrirmynd- ih, sem núverandi þingmenn hafa, þegar þeir eiga að fara að vinna að rjettlætismálunum, og öðrum þeim málum er alþjóð skiftir miklu á" ókomnum tímum. Sá er þetta ritar telur að Jón í Síóradal (og tveir menn aðrir úr Kans flokki) hafi dyggilega fetað í'spor nafna síns í fyrra, er fimt- ardómsfrv. var á ferðinni, þegar hann (og þeir) neyddist t.il að j fara sinna ferða, til að bjarga ein- j um af hornsteinnm þjóðfjelagsins frá glötun. Og með frv. um „æðsta dóm“, sem Jón í Stóradal hefir nú flutt á Alþingi, er bersýnilegt, að lion- um er fjarir skapi að kvika hárs- breidd frá rjettum málstað, við- víkjandi æðsta dómstól þjóðar- innar. En þess er nú einnig að vænta, að Jón í Stóradal, og margir gætnari mennirnir af flokksmönn- um hans, verði einnig rjettu meg- in í kjördæmamálinu og fari þar sinna ferða ef á reynir. Það er öllum vitanlegt, að það mál verð- ur að leysast á þessu þingi. Jón forseti sá og benti sköru- Iega á 1865, hvað framundan væri ef rjettum og góðum málstað væri ekki fylgt. Nú þarf heldur ekki að fara í neinar grafgötur um það hvað framundan er, verði ekki sam- lcomulag um þetta rjettlætismál. Þvi þarf ekki að lýsa, því það liljóta allir að sjá, og aðleifing- arnar eru óútreiknanlegar. Stjórnin hefir nú lagt fram frumvarp sem virðist vera góður grundvöllur til samkomulags í þessu máli. Jsú þurfa hin betri öfl í þinginu, að vinna að lausn málsins á þessum grundvelli, af fulltri alúð. Alþingismenn! Þegar þið lítið út um glugga þinghússins úr deild arsölunum, blasir við augum ykk- ar líkneski forsetans mikla, sem fekk þennan vitnisburð á 100 ára afmælinu hjá skáldinu og stjórn- málamanninum, Hannesi Hafstein: „Alt hið stærsta, alt hið smæsta, alt hið fjærsta og hendi næsta, alt var honum eins hið kærsta, ef hann fann þar lands síns gagn.‘ Farið að dæmi Jóns Sigurðs- sonar. Farið ykkar ferða eins og hann, þegar nota á krókaleiðir, eða annað lakara, til að hindra framgang góðra mála og rjettlátra er miðar til gagns og sæmdar allri þjóðinni í nútíð og framtíð- - Alþýðumaður. InnflutnínshSftin og gialðey isnefndin. Þegar Iandsstjórnin grípur til þeirra örþrifaráða, að takmarka sölu erlends gjaldeyris og skipa einvalda innflutnings- og gjald- eyrisnefnd, þá á slík nefnd að gæta þess, að gjaldeyrisleyfin sjeu veitt alveg hlutdrægnislaust og með það fyrir augum, að þau komi þjóðinni að sem bestum not- um og eiga landsmenn heimting á, að til slíkra trúnaðarstarfa sjeu valdir rjettsýnir menn, saúngjarn- ir og velviljaðir, er hlusta kurteis- lega á mál manna og taka til greina rjettmætar umkvartanir. Jafnvel þeir, sem ekki eiga því láni að fagna að sitja í feitum stöðum, eiga samt þá sanngirnis- kröfu, að málaleitunum þeirra sje svarað kurteislega. Einn virtur borgari þessa bæj- arfjelags rjetti hlut sinn, að því er honum fanst, með því að rjetta einum meðlimi innflutningsnefnd- arinnar vel útilátið kjaftshögg um daginn. IJm rjettmæti þess skal jeg ekki dæma, en ekki er því að neita, að allkarlmannlega þótti mjer það gert- — •Tpg kýs samt aðra leið, sem sje bá, að leggia málefni mitt undir dóm almennings og láta hann skera úr því, hvort hr. Kaaber bankastjóri eða jeg hafi betri málstað. — Fer hjer á eftir alt þessu máli viðvíkjandi og síð- ar samtal það, er jeg átti við hr. Kaaber bankastjóra hinn 18. f. m. og liygg jeg, að honum muni veitast erfitt að hrekja nokkuð af því, sem jeg segi um það, enda munu menn,er talað hafa við hann í bankaerindum, kannast við fram- komuna. Hinn 2. febrúar sendi jeg geng- isnefnd beiðni um gjaldeyrisleyfi fyrir £150 til jarðolíukaupa (gas- oil). Hinn 13. febrúar kemur gjald- eyrisleyfi nefndarinnar mjer í hendur. Olíunni átti að skipa út x e.s- „Brúarfoss“ í Leith liinn 6. febrú- ax-, en vegna þess hve lengi stóð á svarinu frá néfndinni, varð hún af þeirri ferð. Hjnn 7. mars sæki jeg um fram- lenging á leyfinu, og hinn 9. mars sendi jeg seljanda olíunnar svo- hljóðandi skeyti: „Ship without fail Selfoss tomorrow hundred barrels gasoil casli against docu- ments Landsbanki íslands cc*i- firm“. Samdægurs fæ jeg svo- hljóðandi svar: „Hispatching fob Aberdeen hundred drums Selfoss Friday' *. Hinn 13. mars fæ jeg í hendur brjef frá gengisnefndinni, dags. 11. mars, er hljóðar svo: „Hjer með tilkynnist yður, að umsókn yðar, dags. 7. þ. m., um framleng- ing á valutaleyfi hefir verið synj- að“. Hinn 13. mars sendi jeg enn á ný umsókn um framlenging leyf- isins með svohljóðandi greinar- gerð: „Með því að olía þessi var komin af stað þegar neitun yðar um framlenging leyfisins kom mjer í hendur, er mjer gerð ófær leið, sem þjer verðið að greiða úr. Jeg sótti um levfið 6. febr. og var veitt það seinni part sama mánað- ar- Þá varð eúgin ferð fyr en með Selfossi í mars, sem nú kemur með olíuna' ‘. Við umsókn þessari fekk jeg svohljóðandi svar, dags. 16. mars: „Beiðni þessa sjáum vjer oss ekki fært að taka til greina að svo stöddxx11. Laugardaginn 18. mars fór jeg kl. 10 um morguninn inn í Lands- bankann, til þess að hafa tal af hr. Kaaber bankastjóra- Tjáði jeg honum tafarlaust erindi mitt og segir hann fautalega, að þessu sje ekki sint hjer, heldur úti á gömlu landssímastöðinni. Skýri jeg hon- um þá frá, að Einvarður Hall- varðsson, fulltrúi, hafi sagt mjer, að jeg yrði að finna. hann hjer, því að viðtal veittu þeir engum þar. „Já, en Einvarður á að gera. þetta“, segir hr. Kaaber. „Hann hefir rnx einmitt gert það eftir skipun ykkar, að neita mjer tvisv- ar um framlengingu leyfisins, en með því að olían var farin af stað til íslands þegar synjað var um framlengingu leyfisins, eruð þjer rjetti aðilinn“. „Það er nóg til af olíu í landinu“, svarar hr- Kaaber með þjósti. „Má vera“, segi jeg. „Það breytir ekki þessu máli. Þessi olía er seld 6 krón- um ódýrara fatið en sú olía, sem hjer fæst og á þeim 50.000 fötum, sem flutt eru inn iá ári, nemur sá mismunur 300.000 krónum, sem spara má fyrir útgerðina, og það er það, sem fyrir mjer vakir“, segi jeg. „Nóg til af olíu“, tautar hr. Kaaber ennþá, náfölur. „Á hvers kostnað á þá olían að liggja hjer“, segi jeg. „Brunavörð verð- ur auðvitað að hafa yfir henni, ef jeg fæ ekki að afhenda hana“. „Kemur mjer ekki við, þessu verð ur ekki breytt“, hreytir hr. Kaaber út úr sjer, um leið og jeg fór út úr dyrunum. Jeg fór beint út í Útvegsbank- ann og náði tali af hr. Jóni Bald- vinssyni bankastjóra. — Bað hann mig um enn á ný að sækja um leyfið. — Tók jeg þá upp úr vasa mínum skýringarnar, sem jeg hafði tekið afrit af, og spurði hann til hvers jeg ætti að vera að slíku, því að mjer findist óðs manns æði að senda þessa umsókn hvað eftir annað, til þess eins, að fá jafnoft neitun nefnd- arinnar. Kvaðst lxann skyldi minn ast þess, en hann ráðlegði mjer samt að gera þetta, og með það skildi jeg við liann. Þegar tekið er tillit til þess, að mjer bar,st gjaldeyrisleyfið ekki í hendur fyr en hinn 13. febrúar og að eftir þann tíma fell engin ferð frá Aberdeen þar sem olían lá, fvr en með ,Selfoss‘ hinn 10. mars, þá var mjer þetta gjaldeyrisleyfi einskis virði, nema jeg fengi fram lenging á því og datt mjer auð- vitað ekki í hug, að mjer yrði synjað um það. Jeg hafði sem sje orðið af fyrri ferðinni, af þvi að svar nefndarinnar kom of seint. Synjun þessi liefði gert mig að svikara, bæði við seljendurna erl. og kaupendurna hjer innan lands, auk þess hefði hlaðist meiri kostnaður á þessa vöru en aðrar, ef hún hefði : orðið að liggja hjer óseld, vegna bruna- gæslu, og jeg að sjálfsögðu að bera allan kostnað af því og að öðru leyti svara til saka, bæði kaupendum og seljendum vörxinn- ar. Þar við hefði bæst það atriðið, er mestu varðaði og snerti almenn- ingsheill, er hjer hefði verið brotin á bak aftur mikilsverð tilraun til samkepni við hiix voldugu stein- olmfjelög hjer á staðnum, sem sannarlega mættu lækka verðið á þessari nauðsynjavöru útgerðar landsmanna. Reylcjavík 21, mars 1933. S. Ámann. Vegna dráttar þess, er orðið hefir á ixtkomu greinar þessarar, skal jeg með mestu ánægju upp- lýsa háttvirta lesendur blaðsins um, að nefndin mun ekki hafa sjeð sjer fært annað en veita mjer gjaldeyririnn samdægurs og Sel- foss kom í höfn hjer þ.e. 23. mars. Má draga af því ályktun, að hún sje sjálfri sjer ekki samkvæm eða alls ekki starfi sínu vaxin, eins og bent er á í upphafi greinar þess- arar. S. Ármann. — Hvernig gengur verslunin? — Hræðilega! Jeg tapa stórfje ‘á hverjum degi- — Góði vinur, væri þá ekki betra fyrir þig að loka búðinni sem fyrst? • — En það heilræði! Á hverju ætti jeg þá að lifa? Hin aukna sala á Rósól-tannkremi sannar að það eru fleiri og fleirx sem læra að meta gæði þess- H.f. Efnagerð Reykjavíkur, kemisk-teknisk verksmiðja. Alifnglaræktxn þarf að ankast. Út af tillögu frá Magnúsi Finn- bogasyni er hann bar fram á Bún- aðarþingi um hænsnarækt, sam- þykti þingið eftirfarandi tillögu: „Búnaðarþingið Teggur til að stjórn Búnaðarfjelags Íslands láti rannsaka skilyrði fyrir alifugla- rækt í landinu, meðal annars með hliðsjón af ræktun innlendra fóð- urefna og kynbóta, og leggi fyrir næsta Búnaðarþing tillögur um það livað nauðsynlegt sje" að gera til stuðnings þessari atvinnu- grein1 ‘. Segir svo í greinargerð: Hjer á landi hefir alifuglarækt ekki mikill gaumur verið gefinix alment, alt að þessum tíma og lítið notað af eggjum. Þó hefir innflutningur á eggj- um numið að meðaltali á árunum 1921-—1929 rúmlega 127 þús. kr„ cða samtals á þessum árum rúm- lcga 1 miljón og 144 þiis. kr. Sennilega mætti á fáum árum losna við þennan háa útgjaldalið og auka þá notkun eggja í landinu að mun, með aukinni fuglátölu og- kynbótum. En til þess að draga úr kostnaði leiðir af erlendum fóðurkaupum vegna alifuglarækt-- arinnar, mætti sennilega koma á innlendri kornrækt og hagnýtingu- ar.nara mnlendra fóðurtegunda, handa fuglunum. Til þess að alifuglarækt geti orð- ið arðsöm atvinnugrein, verður að sjiá fyrir því að almenningur eigi kost á handhægum leiðbeiningum í því efni, þar sem dregin sje sam- an reynsla þeirra manna, er skar- að hafa fram úr á þessu sviði. Fyrir nefndinni hafa legið 2 er- indi, annað frá Birni Gestssynr í Reykjavík, en hitt frá E- Töns- berg í Grindavík, sem er brjef til Sig. Sigurðssonar búnaðarmálastj. Tillögur þessara manna fara í þá átt, að komið verði á verkleg- um námskeiðum þar sem kend yrði fóðrun og hirðing fuglanna og meðferð klakáhalda Ennfremur að með löggjöf verði stuðlað að þvír að geymsla og sala eggjanna geti orðið sem tryggust og markaðs- verð sem jafnast yfir árið. En þar sem þetta mál hefir llt— inn undirbúning fengið vill bú- f járræktarnefndin ekki, að svo- komnu, leggja fyrir Búnaðarþing ákveðnar tillögur til verklegra framkvæmda, en lítur hins vegar svo á, að Búnaðarfjelagi Island*- berí að taka þetta mál til athug- unar og leiðbeininga.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.