Morgunblaðið - 04.05.1933, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 04.05.1933, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ 3 |Rorpttbyi( Útcaf.: H.f. Áry&kur, K«yk3»r!k, SUtatJör&r: Jön KJ&rt&nuon. Valtýr StefAnraon. Kltatjörn og afcrelBelu: Aueturatrœtl 8. — Slml 1806. AuclÝalncaatjörl: H. H&fberc. Aucl?alnc&«krlf«tol&: Auaturatrœtl 17. — Slatl 1700 ■elm&alat&r: Jön KJartanaaon nr. 8741. — Valtýr Stefánaaon nr. 4880. H. Hafberg nr. 8770. Ankrlftagrl&ld: Inn&nl&nda kr. 8.00 A mAnuBl. Ut&nl&nda kr. 8.S0 A aeAnnBl, I lauaaaölu 10 &nr& elnt&klV. 10 &ura meV Heabök. Tuo öaga í uiku. * „Nú er svo komið“, sagði Sig- turjón Ólafsson á Ansturvelli 1. anaí, „að reykvískir verkamenn fá ekki vinnu nema tvo daga í viku Æð meðaltali allan ársins liring“. Og liann barði handleggjunum út í loftið, og utan í sjálfan sig, i;il áherslu, um leið og liann sagði þessi orð. Já, nú er svo komið. Sigurjón ''Olafsson, að af öllum þeim verka- mönnum sem hjer eru, getur ekki nema nokkur hluti fengið atvinnu. ,,Er nú nokkurt vit í því að ætla sjer“, sagði Sigurjón ennfremur, „að lækka kaup mannanna þessa 'tvo daga, sem þeir liafa vinnuna?“ Það mun óhætt að fullyrða að verkamönnum veit.i ekki af háu ’kaupi þann stutta tíma sem at,- vinna er fvrir hendi. En það er óneitanlega dálítið vinkennilegt að sjá Sigurjón Ólafs son herjast um í ræðustól út af því, að atymna er stopul hjer í hænum. Því er hjer ekkj stöðug atvinna? Hvernig stendur á því, að verka- menn eru atvinnulausir 4 daga vikunnar? Hverjum er um að ’kenna ? Hváð veldur ? Yinnan sem í hoði er, er svo 'dýr, að 4 daga vikunnar er ekki ’hægt að korna henni í það verð. sem fyrir liana er heimtað. Þess vegna sitja menn auðum höndnrn. Þess vegna er atvinnu- leysi. eymd og vandræði. Kaupið er ekki miðað við sann- virði vinnunnar. Oegn þeirri tilhögun herjast sósíalistar, gegn aukinni atvinnu, ’hagsæld og velmegun verkamanna. Á þetta minti Sigurjón Ólafsson áheyréndur sina á Austurvelli. Við göngum atvinnulausir 4 •daga vikunnar, gátu verkamenn sagt. en hætt þv.í við: ög ]iað er 'þjer að kenna, Sigurjón. tfty 4>Jrar .AfvopnunarráSstefnan. Genf 3. maí. United Press. FB. Eden kapteinn. fulltrúi Bret- iaruls, hefir tilkynt aðalnefnd af- vopnunarráðstefnunnar, að sam- ’komulag hafi náðst við Þjóðverja um deiluatriði þau, sem hætt var við að myndi leiða til upplausnar a f vopnun arr á ð st efnunnar. K vað Eden Þjóðverja hafa fallist á, að daka aftur allar viðaukatillögur, sem fóru í þá átt að telja ekki þann hluta lögregluliðs Þjóðverja, sem vopnaður væri sem herlið, með herafla þeirra, svo fremi, að afvopnunarráðstefnan fjellist á, að 'Þjóðverjum væri heimilt að vopn búa nokkurn hluta lögregluliðs síns sem herlið. Á þetta hafa full- trúar hinna veldanna fallist. Fjármál. Inngangserindi Magnúsar Jónssonar á Lands- fundi Sjálfstæðisflokksins 24. apríl 1933. Niðurl. 1922 og 23 eru erfið ár. Síðan hatnar árferði til 1925, enda vex innflutningurinn frá 1923—25 um rjett að segja 20 miljónir (50.7- 70.2). Síðan versnar í ári til ’27 og innflutningur minkar um 17 miljónir (70.2—53.2). Og svona gengur á sveiflum án allra ráð- stafana. Það sem hefir komið af stað inn- flutningshöftum til gjaldeyris- sparnaðar og síðan lialdið þeim við, er sá rótgróni misskilningur, að sje mönnum hannað að kaupa cití og annað frá útlöndum, þá verði þeir peningar kyrrir í land- inu. Þessir menn draga upp skrár og skýrslur er sýna, að hannaður hafi verið innflutningur á óþarfa- vörum er nemi t. d. 2 miljónum jkróna, og stökkva, svo beina leið i yfii’ í þá ályktun, að þessar tvær | miljónir hafi verið sparaðar. En j þetta er því miður bara misskiln- jingur. Sjeu peningarnir, kaupget- 1 an fyrir hendi, og kaupviljinn, þá fara peningarnir. Þeir skifta að eins um farveg, eins og stíflaður lækur. Sjerstaklega kemur þetta fram, þegar innflutningshöft hafa staðið um nokkura hríð. Fyrst í stað geta þau dregið úr innflutn- ingi þannig, að kaupmenn ganga á vöruhirgðir sínar. En þær ganga fljótt til þurðar, og úr því hindr- ar ekkert peningana í því, að leita til annara landa, ef þeir eru t.il. Menn tala stundum um það með lítilli hugsun, að „halda pen- ingunum í landinu“. En sann- leikurinn er sá. að mestur hlútinn leitar út. Kaupmaðurinn selur út hirgðir sínar. Hann fær þá inn fje. Sumt, fer í það, að horga erlendum lánardrottnum. Það fer náttúrlega heint út úr landinu. En sumt legg ur hann inn í hanka eða sparisjóð til geymslu. Þaðan er það svo lán- að út. En það er marg reynt, að mestur hluti hvers láns, breytist óðara í kröfu á erlendan gjald- eyri. þ. e. það fer í erlendar greiðslur. Jeg tek sem dæmi að jeg fái 1000 krónur greiddar fyr- ir tímaritið Stefni. Menn lialda ugglaust að þetta fje, sem greitt er fyrir þetta ágæta, alíslenska tímarit, verði kyrt í landinu. En því er ekki að heilsa, Jeg borga með því t. d. prentsmiðju- Hún horgar pappír frá útlöndum. Eða þá hún horgar verkalaun, og þeir scm þau fá, borga skuldir í húðum. Kaupmennirnir horga svo erlenda vöru með þessu. Nei, eftir að vöruhirgðir liafa dregist saman af völdum innflutn- ingshafta, varna þau alls ekki peningum að fara út úr landinu. Þau gera ekkert gagn sem gjald- eyrisráðstöfun. — En þau valda ríkissjóði stór haga. Það er þeirra eina verkun. Þau geta sem sje beint kaupunum frá hátolluðum vörum til lágtollaðra. Og þetta er sjerstaklega óheppilegt þegar saman fer erfiður hagur ríkis- sjóðs, < g gja'deyrisskortur. í skýrslu fjármálaráðherra eru tölur, sem sýna vel, hvernig inn- flutningshöftin hafa fai'ið með rík- issjóðinn. Þeir liðirnir, sem brugð- ist hafa, eru einmitt þeir, sem höftin og aðrar mannasetningar hafa eyðilagt. Yerðtollurinn var: 1930 kr. 2.300.000. 1931 kr. 1.400.000 og 1932 kr. 750.000 Það er náttúrlega kreppan, sem á isinn mesta þátt í þessu hruni, en höftin hafa þar gert það, sem á vantaði. Jeg tel engan vafa á, að hann hefði annars náð 1 miljón. Annað aðflutningsgjald, þ. e. tollar af konfekt, brjóstsykri, súkkulaði o. fl. fer úr ltr. 223.000 niður í 91.000, langmest vegna liaftanna. Eitthvað kemur þetta líka niður á vörutollinum. (Af því að jeg sagði að innflutningsliöft og aðrar mannasetningar hefðu hjer unnið sitt skemdarverk á ríkissjóðnum, get jeg- nefnt það, þó að það komi ekki þessu máli við, að tóbakstollurinn fer á árinu niður um 500,000 krónur vegna einkasölunnar). En þá er enn ótalin sú geysi- lega rýrnun á tekjum ríkis og hæjarfjelaga, sem höftin hafa or- sabað óheinlínis, með því að lama og sumpart alveg drepa hóp öfl- ugra skattgreiðanda. Hvern þátt þau eiga í rýrnun tekjuskattsins, sem lækkaði um 60,000 krónur þrátt fyrir 25% viðauka, eða raunverulega 330,000 kr„ er erfitt að segja, en sinn þátt eiga þau í þessu. Fjöldi versluúarfyrirtækja hefir stöðvast að mestu og önnur rýrnað mjög. — Eimskipafjelagið liefir einnig Jómdið til þe.ssa. Og það er ekki aðeins skattar þessara fyrirtækja, sem til greina koma um lækkun, heldur alls þess fjölda starfsfólks, sem við þetta liafa mist atvinnu, ýmist alveg eða að einhverju leyti. Stórvirki innflutningshaftanna hafa því komið niður á þrautpínd- um ríkissjóði fyrst og fremst. Og nú, þegar verið er að leita ráða til þess að rjetta við hans hag, og afla auk þess fjár til kreppu- ráðstafana, er sjálfagðasta hyrj- unarskrefið, að afnema liöftin. Hvað að öðru leyti á að gera til þess að afla fjár, verður senni lega ekki rætt hjer til lilýtar í þessu sambandi. En það hygg jeg, að nóg fje mætti fá. án þess að leggja á verulega nýja skatta. Það þyrfti ekki annað en taka með nýrri löggjöf úr ýmsar stíflur. er nú standa fyrir, leggja niður rík- isstofnanir og ríkisverslanir og af- nema bannlagaslitrin. Við afnám tóbakseinkasölunnar mætti fá 600 —700 þús. í aukinn toll á árinu. Hunclruð þiisunda, sem nú fara í vasa innlendra og aðallega út- lcndra vínsmvglara væri hetur komið til heilbrigðra. kreppuráð- stafana, og með eignum stofnan- anna mætti horga lausar skuldir ríkissjóðsins.Auk þess kæmu gjöld frá þeim skattþegnum. sem atvinn una fengju, þegar ríkið slepti henni. En þessu mun nú ekki vera að heilsa. Og þá hygg jeg að ekkert ráð sje annað. en að dreifa þess- um sköttum sem mest. T árferði eins og því, sem nú er, er ekki til nokkurs hlutar að ætla sjer að grípa stórar fjárhæðir á einum stað. Dreifingin er fyrsta skilyrð- ið. Margir máttfamir menn geta lyft því taki, sem hver einstakur gengur algerlega frá. Sleppa inn- flutningshöftunum og setja all- háan toll á óþörfustu vörurnar. Það er hentugasti gjaldstofninn er samrýma þarf mikla fjárþörf ríkissjóðs og erfiðan greiðslujöfn- uð út á við,, því að innkaupsverð þeirra vara er fremur lágt í sam- anburði við iitsöluverð og toll. En ná svo hinu með sem allrai almennastri en lítilli hækkun á öðrum sköttum. Allar tolltekjur ríkisins voru síðastliðið ár rúm- lega 9 miljónir króna- Jeg geri ráð fyrir, að afnám haftanna og tollasetning í sambandi við það myndi gefa um 300.000 krónur. Og 5—10% hækkun á öðrum vör- um myndi gefa um 700.000 kr. Þar er komin ein miljón. Nýir skattar, svo sem veitingaskattur, gæti trygt það, að þessar auknu tekjur dygðu. Auðvitað veldur árferði miklu um alla afkomu ríkisins framveg- is. Og árferðið, að því er fram- leiðslu vörumagns snertir, hefir verið gott, og er ekki útlit fyrir annað, að því er sjeð verður enn á þessu ári. Fiskafli er einhver sá mesti, sem þekst hefir. Og ýmsar þær ráðstafanir, sem þjóð- irnar eru að gera, miða til þess að vöruverð fari hækkancli, ekki síst á landhimaðarafurðum. Það er því engan veginn örvænt um það, að með viturlegum ráðstöf- unum komist fjárhagur rílcisins í lag á eklci mjög löngum t.íma- Jeg vil enda þetta mál mitt með því að óska þess, að ef nú tekst að rjetta við fjárhaginn, þá komi ekki aftur fyrir sama ógæfan eins og 1927, að öllu sje kastað í hendur óvita, heldur verði for- ustan áfram og trúlega falin þeim mönnum, sem hafa sýnt með við- reisnarstarfinu, að þeir kunna með málin að fara. Því að það sann- ast á þjóðinni eins og einstak- lingnum, að það er ekki minni vandi að geyma fengins fjár, en að afla þess. Byggingarflelagli gialdþrota Út af erindi frá Byggingarfje- lagi Reykjavíkur, voru á fundi hæjarráðs 21. apríl samþyktar eft- irfarandi tillögur frá horgarstjóra : 1. að fjelagið framselji hú sitt til skiftameðferðar. 2. Að skuldheimtumennirnir skipi 3 manna skilanefnd til þess að fara með eigur húsins, og reki þessi nefncl húseignirnar áfram fyrst um sinn fh. Byggingarfjelags Reykjavíkur, samvinnufjelags í líkvidation. 3. Bæjarsjóður er aðalskuld- heimtumaður, og skipi bæjarráðið alla skilanefndina. tír hæjarsjóði verði fyrirtækinu veitt lán, að upphæð alt að 20 þús. kr. til við- gerðar á húsum, og nauðsynleg- asta rekstrarfje. 4. Borgarstjóri og skilanefnd leiti samninga við hankana um hagkvæmari lán en þau. er nú hvíla á fyrirtækinu. Uirkjun Sogsins. Snemma á þinginu fluttu þeir Jón Þorláksson og Jakoh Möller frumvarp um virkjun Efra- Sogsins. Fjárhagsnefnd Ed. fekk frv. þetta til athugunar, en gat ékki orðið sammála um afgreiðslu þess. Meiri hlutinn (Ingvar P. og Jón- as Jónsson) vildu afgreiða frumv. með þeirri hreytingu, að ríkis- áhyrgðin yrði aðeins veitt fy. i" 3y2 milj., til virkjunar á nokte- urum hluta Sogsins hjá Efri-Brú. Þetta er fjáraflaplan Sigurðar Jónassonar. Minni hluti fjlm. (-Tón Þorlákh- son) vill samþ. frv. með 'þeim breytingum, sem Jón Baldvins- son liafði borið f-ram við það, en þær fela það eitt í sjer, að líþa það óbundið hvert fallvatnanna í Soginu verður valið til virkj- unar, enda hefir bæjarstjórn Reykjavíkur nú alveg pýverið falið erlendum sjerfræðingum að rannsaka þetta sjerstaklega. Sogsvirkjunin hefir hingað til verið hugsuð þannig, að frá hénni yrði hægt að veita rafmagni nra fjarlægar sveitir. En ef tillögur meiri hluta fjárhagsnefndar Ed. næði fram að ganga, þá yrðti. sveitirnar útilokaðar frá rafmagni frá þessari virkjun. Virkjunin yrði svo smá og ófullkomin, að hiin mundi aðeins nægja til þesn að veita. dálitlu af raforku tri Revkjavíkur. en öU hin fjarlægu hjeruð á Suðurlandi yrðu úti- lokuð frá notkun þessarar raforku. Sogsvirkjunin, eins og fram- sýnir athafnamenn hafa hugsað sjer hana, er eitthvert st.æi*sta. framfara og menningarmál, sem komið hefir á dagslcrá hjá þjóð vorri. Hún á ekki aðeins að leysa rafmagnsmál Reykjavíkur til fram búðar, heldur er með henni skap- aðir möguleikar til þess að véita rafmagni yfir alt Suðvesturland, eða svæðið frá Vestmannaeyjum og vestur á Snæfellsnes. Þessa möguleika vill Hrifluliðið drepa, með því að einskorða virkjunína; þannig. að sveitirnar yrðu útilok- aðar frá notkun orkuveitunnar. Þetta mál var til 2. umræðu^í Efri deild í gær, en umræðum ekki lokið: er á dagskrá aftur í dag. Hlþlngi, menning og mannúð. Alþingi virðist ætla að verða. ríflegra við ekkju Guðm. Bárðar- sonar en í fyrstu áhorfðist og er það vel farið. Próf. Guðmundur var svo mikilsverður náttúrufræð- ingur að það er óhætt að nefna, hann méð mönnum eins og dr. Bjarna Sæmundssyni og Þorketi Þorkelssyni, ef því er haldið fram — eins og gert hefir verið — að íslendingar liafi ekki hæfileika til að stunda náttúrufræði. En nú þegar horfur eru á því að faríð verði að reynast ekkjum merkis- manna betur en áður, kemur mjer í hug önnur ekkja. sem ástæða er til að sýna drengskap, og ekki síður, þó að hað hafj dregist nokk- uð lengi. Það er frú Guðrún, ekkja Þorsteins Erlingssonar, sem jeg á við. Þorsteinn Erlingsson var 'einn af mestu snillingum sem á íslandi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.