Morgunblaðið - 06.05.1933, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 06.05.1933, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ 3 JHorgmtHaMd H.f. Arvakur, JltrkJtTlk. Sltatjör&r: Jön KJart&naaon. i Valtýr StofAnaaon. SUtatJörn og afgrelBala: Auaturntrætl 8. — Slial 1(00. Augl^alnKaatJörl: H. Hafbar*. i-.urlfalnaaakrlfatofa: Auaturatrætl J7. — Slaal 1700 Halmaalmar: Jön KJartanaaon nr. (741. { Valtýr Stefánaaon nr. 4(10. B Hafber* nr. (770. < JLakriftaglald: Innanlanda kr. 1.00 á mánnbl. Dtanlanda kr. 1.B0 á aaánnOL i lauaaaðlu 10 anra elntaklS. 10 aura meO Lcabök. Uppgjöfin. Loksins — eftir 80 daga að- rgerða- og úrræðaleysi — fekk <efri deild Alþingis að taka ákvörð- un í einu störmáli sem framtíð þjóðarinnar véltur sennilega meira á, en flestra eða allra annara mála, sem fyrir þinginu liggja. Þetta mál er ríkisiögreglan. Allir þekkja tildrög þéss, að stjórnin bar fram. nú á Alþingi frumvarp um ríkislögreglu. Þeir ratburðir böfðu gerst hjer í höfuð- staðnum, að óáldarflokkur kom- múnista og» nokkrir æsingaseggir í liði sósíalista gerðu uppreisn gegn bæjarstjórn Reykjavíkur, limlestu lögregluþjóna bæjarins •eða börðu til óbóta — alt í þeirti tilgangi að kúga meirihluta bæj- :arstjórnar til þess að taka ákvarð anir gegn sannfæringu sinni. Þessir atburðir knúðu rikis- ■stjórnina til þess að setja h.jer á fót öfluga ríkislögreglu, enda hefir síðari verið friðsamt hjer í bænum. En til þess að ríkislögreglan fengí að starfa áfram þurfti Al- þingi að samþykkja hana og tryggja henni stöðu í þjóðfjelag- inu. Að þessu miðaði frumvarp stjórnarinnar. Og.nú kom til kasta þingmanna ■að gera sína skvldu. Um þingmenn sósíalista var ekki að ræða; svo höfðu þeir heimsk- að sig á þessu máli. Báðir aðalflokkar þingsins, Sjálfstæðismenn og Framsóknar- menn voru sammála um nauðsyn þess að efla lögregluna, svo að haldið yrð; uppi lögnm og friði í landinu. En Fratnsóknarflokkurinn skip- fir meirihluta á Alþingi, og á 'honum velta ]iví úrslit mála þar. Þegar þessi stærst.i flokkur þings- ips — flokkurinn sem mesta á- 'byrgðina ber á afgreiðslu þing- mála — er um það spurður, hvort ríkið skuldi halda uppi lögum og friði í þessu þjóðfjelagi, svarar hann: Það skal lagt á vald bæj- arstjórna að ákveða hvort þetta skuli gert eða ekki. Þetta var þá ákvörðunin sem 'Framsóknarmenn á Alþingi þorðu að taka í því máli, sem mest allra mála varðar frelsi einstaklinga og þjóðar. Og sjálfur forsætisráð- 'lierrann ljet sjer þetta vel líka — hann sat þegjandi hjá,- Þessi afgreiðlsa á slíku stór- máli er hrein uppgjöf af hálfu Alþingis. Borgurum þessa þjóðfjelags er hjermeð tjáð, að því aðeins geti þeir vænst þess að haldið verði uppi lögum og friði í landinu, að bæjarstjórnir samþvkkj það, hver fyrir sinn kaupstað. Uppgjöf Rlþingi5. Það er lagt á vald bæjarstjórna að ákveða hvort haldið skuli uppi lögum og friði i landinu. Frumvarp stjórnarinnar um lög- reglu ríkisins var til 2. umr. í Ed- í gær. Fjárhagsnefnd vár ekki sam- mála um afgreiðslu málsins og klofnaði því nefndin í tvent. Framsóknarmennirnir tveir, þeir Ingvar Pálmason og Jónas Jónsson vildu efla lögregluna á þann hátt, að heimila ríkisstjórn- inni að fyrirskipa bæjum, sem liafa 1000 íbúa eða fleiri, að hafa. alt að tveimur starfandi lögreglu- þjónum á hverja þúsund íbúa, og skal ríkissjóður þá greiða Ve kostn aðar ,,þó eigi fyr en að minsta kosti einn lögregluþjónn kemur á hverja 700 íbúa“. Eftir að slík ráðstöfun hefir verið gerð hjer í Rvík skal Vc lögregluliðsins í bæn um vera sjerstök deild og starfa sem „löggæslumenn ríkisins“. Tillögur þeirra T. P. og J. J. viðvíltjandi enn frekari aukning á lögreglunni voru á þessa leið: „Þegar sjerstaklega stendur á og bæjarfjelag telur nauðsynlegt fyrir öryggi í bænum, að lögreglu- lið bæjarins sje aukið meira en segir í 1. gr., getur bæjarfjelagið bætt við varalögreglumönnum, og er þá ríkisstjórninni heimilt að greiða alt að helmingi þess kostn- aðar, sem leiðir af aukningunni, en þó eigi hærri fjárhæð en sem nemur Vi kostnaðar af hinu reglu- lega lögregluliði“. Svo sem sjá má. af þessum á- kvæðum er það algerlega lagt á vald bæjarstjórnar á hverjum stað að ákveða, hvort bætt skuli við varalögreglumönnum. Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í f járhagsnefnd, Jón Þorláksson, lagði til að frv- stjórnarinnar yrði samþ. með þeim viðaukum, að rík- islögreglan geti einnig neytt sín utan Reykjavíkur. Fluttí hann brtt. hjeraðlútandi. Einnig flutti liann svohljóðandi viðaukatillögu: „Skipshafnir varðskipanna telj- ast til ríkislögreglunnar. Heimilt er ráðherra að ákveða, að toll- verðir skuli teljast til ríldslög- regíu og inna ðf hendi störf í hennar þarfir“. Frá umræðunum á Alþingi, Allmiklar umr. urðu um þetta má.l við 2. umr. í Ed„ en þær fóru friðsamlega og róléga fram. Verð- ur hjer sagt. frá því helsta sem fram kom við umræðurnar. Ingvar Pálmason frsm. meiri hl. fjárhn. Hann kvaðst. játa nauðsýn þess, að lögreglan í landinu yrði efld. En þegar breyttir tímar krefðust þess, að slíkar ráðstafanir yrði gerðar, þá yrði það að gerast með gætni. Fyrsta krafan yrði að vera svi, að heimta af sveita- og bæjarfjelögum að þau gerðu sína skyldu, og æskilegast væri að þetta vald yrði í höndum sveita- og bæ.j- arstjórna. Að þessu miðuðu brtt. meiri hl. fjhn. Ef þessi skýlda yrði lögð á herðar ríkis, þá líktist það meira hervaldi!! Jón Þorláksson kvað engan á- greining innan fjárhagsnefndar um nauðsyn þess, að auka lögregl- una. Ekki væri heldur neinn á- greiningur um það fyrirkomulags- atriði, að hið fasta lögreglulið væri á hverjum tíma nægilega fjölment, en að baki þess varalið, þegar sjer- stakar ástæður krefðust. — Þetta hVort tveggja fælist í frv. stjórn- arinnar og till. meiri hl. fjhn. En ágreiningurinn innan fjhn. væri um það, hver ætti að bera. ábyrgðina á því, að á hverjum stað og tíma yrði haldið uppi lög- um og friði í landinu. Samkv. frv. stjórnarinnar væri þessi ábyrgð lögð á herðar rík- isstjórninni, enda væri þetta fyrst og fremst hennar hlutverk. En meirihl. fjhn. vildi leggja ákvörð- unarvald um þetta í hendur bæj- arstjórna í kaupstöðunum. Að vísu væri ríkisstj. fengið vald til þess að setja reglur um fjöl- menni lögreglunnar. En þegar til þess kæmi, að hið fasta lið ekki nægði, þá væri það einnig lagt á vald meirihl. bæjarstjórnar að ákveða um þetta. Þetta væri röng hugsun. Það ætti vitanlega að vera skylda ríkis stjórnarinnar að gera þær ráð- stafanir, sem með þyrfti til þess að halda uppi lögum og friði í landinu. Ef þessi leið verður farin, sagði J Þ., að leggja þetta vald í hend-. ur bæjarstjórna, er með því stofn að til þess, að þetta ríki verði sjálfu sjer sundurþykt. Vel getur svo farið, að eitt bæjarfjelag vilji halda uppi lögum og friði. annað getur neitað þessu; afleiðingin yrði sú, að borgararnir í ]iví bæjarfjelagi yrði rjettlausir þorg- arar í þjóðfjelaginu- Þetta minti á goðorðin fornu, en gæti haft hinar alvarlegustu afleiðingar. Þessi stefna værj í fullkomnu ósamræmi við r j ettá.rmeðvitun d nútímans, sem heimtaði það af ríkisvaldinu að það hjeldi uppi lögum og friði í landinu. Þá kvaðst ræðum. ekki skilja þann ótta sem menn hefðu af því að nefna ríkislögregln. Hún væri þó til í öllum menningar- og rjet.t- arríkjum. En svo væri hræðslan við þetta mikil hjer, að jafnvel meirihl. fjhn. notaði í till. sínum orðin „löggæslumenn ríkisins", í stað ríkislögreglu, sem þó þýðdi nákvæmlega hið sama, aðeins far- ið í kringum þetta orð ..ríkislög- regla-“ Þá fór J. Þ. nokkrum orðum jim kostnaðarhlið málsins. Heildar- kostnaðurinn vrði sennilega engu minni eftir tiíl. meirihl. fjhn. en stjórnarinnar. Munurinn aðeins sá að meirihl. fjhn. revndi að velta sem mestu af kostnaðinum yfir á bæjar- og sveitarfjelögin. Þetta, væri óeðlilegt. þar sem hjer væri um að ræða frumskyldu ríkisins — að halda uppi lögum og friði í landinn. Jón Baldvinsson þuldi nú upp hinn gamla margþvælda són só- sialista og kommúnista um ríkis- logreglu, en ekki verður sú ræða rakin hjer. En á ræðu hans kom það skýrt fram, að hann væri á móti hvorttveggja — frv. stjórn- arinnar og till. meirihl. fjhn. En þetta át hann rækilega ofan í sig við atkvgr. Enn töluðu dómsmálaráðh. og lngvar Pálmason. Atkvæðagreiðslan fór þannig, að fyrsta brtt. meirihl. fjhn. um að heimila ríkisstjórninni að fyrirskipa bæjum að hafa á- kveðna tölu lögregluþjóna var samþ. með 8:6. Á mótj voru allir Sjálfstæðismenn, en J. Bald. greiddi atkv. með þessari till. — Hann greiddi einnig atkv. með öðrum bi-tt. meirihl. fjlm. þ.á-m. því ákvæði að Vo hluti lögreglunn- ar í Rvík skuli vera ríkislögregla með nafninu: löggæslumenn ríkis- ins! Svo fór um sjóferð þá. Aðal- foringi sósíalista varð þá til þess, að samþykkja ríkislögreglu á Islandi! Allar aðrár brtt. frá meirihl. fjhn. voru samþ. og einnig við- aukatill. J. Þorl., um varðskipin og tollgæslumennina. Loks var frv. samþ. til 3. umr. með 9:5 atkv. Með frv. voru Framsóknarfl.menn 7 og Jak. M. og J. Þorh; kváðust greiða því atkv. til 3. umr. í þeirri von, að þá yrði hægt að lagfæra það. Takmarka Bretar innflutning á fiski? London 5. maí. United Press. FB. Samkvæmt góðum heimildum er talið víst að breska stjórnin hafi ákveðið að takmarka magn inn- flutts fiskjar, sem veiddur er af erlendum fiskiskipum. Tilgangur- inn með þessu áformi er að verða breskum fiskimönnum að liði. — Búist er við, að innflutningur fiskjar verði takmarkaður þannig að takmörkunin nemi 10% af með- alinnflutningi undanfarinna 3 ára. ...» ^ — «••• „1úpíteru bilar. Er dreginn til Hafnar- fjarðar og þaðan til Reykjavíkur. Á þriðjudaginn var togarinn Júpíter nýkominn á veiðar vestur í Jökuldjúp og var að toga þar. Vildi þá svo til, að botnvörpu- hlerinn slóst í skrúfuna og braut hana, og var skipið þá ósjálf- bjarga. Togarinn „Venus“ var þarna nærstaddur og kom ákipinu til hjálpar, tók það í eftirdrag og kom með það inn til Hafnarf jarðar um hádegi í fyrradag. í gærmorgun var hafnarbátur- inn Magni sendur suður i Hafnar- fjörð að sækja togarann og kom með hann hingað í eftirdragi fyrir hádegi- Var togar- inn síðan settur upp á nýju skipa- brautina. Er hann stærstur þeirra skipa, sem enn hafa verið tekin þar á land. Anna og Poul Renmert fara nú víðsvegar um Danmörk og sýna „För Solnedgang". t Óðinsvje og Árósum var þeim , tekið stórkost- lega ’ vel (Sendiherrafrjett.) Reykjauík og skógrcektin. Samtal við Hákon Bjarnason skó«- fræðing. Hákon Bjaimason skógfræðing- ur er nýkominn hingað til bæjar- ins. Hann hefir verið í Höfn í vetur, og starfað þar við jarðvegs- rannsóknir á vinnustofu Fr. Wéis prófessors. Hann verður hjer í bænum i sumar, og starfar m- a. á vegum Skógræktarfjelags íslands, en það fjelag hefir, sem kunnugt er feng- ið land í Fossvogi til skógræktar- stöðvar. Er landið nú girt. Fhv gróðursetning bvrjar þar fyrij al- vöru í sumar. Hákon hefir fengið allmikift af ýmsu trjáfræj á stoðina. og eina fær liann trjáplöntur víðs vegar- að. Tók hann með sjer frá út.lönd- um allmikið af trjáplöntnm, er hann hefir til sölu við vægu verði. Nýjungar sem hann hefir ertt þessar helstar: Gráösp; en sú trjá- tegund virðist vaxa hjer fljótt og vel. Er þetta bastarður blæaspar og silfuraspar; en blæösp ei til í gróðurríki íslands, sem kunnugti er. — Þá hefir Hálron og Lerkitrje, frá Korea, og Sitkagreni frá Al- aska, auk annara almennra trjá- tegunda. Nýjung er það og, er Hákon hefir meðferðis: meðal til að út- rýma ýmsum jurtasjúkdómum, hvort heldur þeir orsakást af' sveppum, gerlum eða skorkvikind- um. Er það duft og heitir Dana- plöntuduft. Er því dreift með handdælum, ódýrum og einföldum. Duft þetta getur m. a. úírýmt kartöflusýki. í vor flyst mun meira af trjá- plöntum hingað til hæjarins en nokkru sinnj fyr. Er gleðilegt, að áhugi bæjarbúa fvrir trjágróðri og annari utanhússprýði fer vax- andi. Fram til þessa tíma hefir sú trú legið hjer í landi, að hjer væri öllum trjágróðri ólíft að kalla. :—• Nokkrir garðar hjer í hænum ættu þó fyrir löngn að hafa af- sannað þetta mál. Þegar menn gróðursetja í garða sína eiga þeir m. a. að hafa þet.ta hugfast: Velja t.rjágróðrinum sem hest skjól, hafa jarðveginn sem best undirbúinn, hafa losað hann vel og stungið djúpt, 2—3 spaða- stungur, og blandað moldina með miklum áburði — helst ekki nýum. Að sækjast ekki eftir því að gróðursetja stórar plöntur, ’mddur hafa þær litlar en margar, að gróðursetja þær svo þjett í upp- hafi, að grisja þurfi er fram í sækir, en plönturnar hafi skjöl hver af annari í uppvextinum — keppi hver við aðra, að teygja úr sjer. Af öllum þeim lcostnaði, sem fer í það, að koma upp görðum, er sá kostnaður liverfandi. er fer í að kaupa plöntur. En sjeu marg- ar settar niður í upphafi, er hægt að grisja, og velja úr þær, sem þroskamestar og lífvænlegastar eru. ....——»<g>»

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.