Morgunblaðið - 31.05.1933, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 31.05.1933, Blaðsíða 4
4 M O fc ijt G NBLa : ** j Smá-auglýsingar| Blómastöðin ,,Blágresi“, Njáls- götu 8C. Til útplöntunar: Margs konar sumarblóma og matjurta- plöntur. Enn fremur fjölærur — selt frá 1—4 daglega._ ____ íslenskir leirmunir til hátíðar- gjafa fást í afar fjölbreyttu úr- vali hjá Á. B. Björnssyni og í Listvinahúsinu. Eingöngu hand- unnin „Original keramik“ nýung- ar í liparit — leirlitum, möttum og hálfgljáandi. Blómkáls og blómaplöntur til sölu í Miðstræti 6, Sími 3851. „Freia“ „Delicious“ síld er ó- missandi á kvöldborðið. Simi 4059. „Freia“, Laugaveg 22 B. Sími 4059. „Freiu“ heimabökuðu kök- ur eru viðurkendar þær bestu og spara húsmæðrum ómak. _______ „Freia“ fiskmeti og kjötmeti mælir með sjer sjálft. Hafið þjer reynt það? Sími 4059. Morgunblaðið fæst keypt í Uafe Svanur við Barónsstíg. Stjúpmóður- og Bellisplöntur, til útplöntunar, tii sölu í Suður- götu 18. Sími 3520. Blóm & Ávextir, Hafnarstræti 5. Daglega seldar plöntur til útplönt- unar: Levkoj, blómkál o. fl. Að yefnn tllefni tiikynnist lijer með, að maðurinn, sem gengur um með rit eftir Spurgeon (gefið út að tilhlutun Óláfíu sál. -Tóhannsdóttur), ,Norð- urljósið1 og önnur rit nú á næst- unni, er ekki S. D. Aðventisti, heldur útsölumaður minn. Arthur Gook. Munið næst er þjer bakið. Spyrjið ekki aðeins um gerduft, en nefnið ákveðið Lillu-gerduft. Þá eruð þjgr viss um að fá það tryggasta gerduft í baksturinn, hvórt heldur er í kökur eða hveiti- brauð. H.f. Efnagerð Reykjavíkur. lelðhiðl seljast gegn afborgunum. Notuð hjól tekin í skiftum. „OrniiiB*". Sími 4661. Sími 4161. Laugaveg 8. Laugaveg 20.1 Vesturgötu 5. Dagbók. VeðriS í gær: Alldjúp lægð að nálgast sunnan úr hafi. Vindur er all-hvass A á SV-landi, en ann- ars er hæg A-átt. Þoka á NA- landi. Hiti víðast 8—10 st. Útlit er fvrir að herði talsvert á A-átt- inni og norðvestan lands mun kólna í veðri með NA-átt. Veðurútlit í Rvík í dag. Stinn- ingskaldi á A. Skýjað loft og rigning öðru livoru. Háflæði er í dag kl. 9.45. Hengilför. Um 50 manns var í för Ferðafjelags íslands upp á Hengil á sunnudaginn. Þoka var á: fjallinu þegar komið var upp á tindinn, en eftir nokkra stund ljetti henni og var útsýnið hið fegursta. Síðan var farið af fjall- inu um hverina hjá Nesjavöllum og svo að Nesjum, þaðan um Hest- vík og .Tórukleif að Heiðarbæ. Þeir bæjarbúar sem gaman liafa íi.f gönguferðum, ætt.u að fara leið bessa, því að óvíða er fallegra hjer sunnanlands en við ÞingValla- vatn sunnanvert. Ljósmyndir. Stjórn F. í. biður þá sem myndir tóku i Hþngilför- inni að fá að sjá þær. Myndun- um má koma á afgreiðslu Morg- unblaðsins og Fálkans. Um lokunartíma sölubúða. — Verslunarmannafjel. Merkúr hjelt fund í fyrrakvöld til þess að ræða um ákvæði um lokunartíma sölu- öúða um sumarmánuðina. Kosin vár nefnd á fundinum til þess að semja um þetta við kaupmenn og ejarstjórn. Þessir hlutu kosningu Jón Gunnarsson form. fjel., Helgi S. Jónsson og Konráð Gíslason. Kommúnistar ljetu á sjer bæra í gær í sölum Alþingis, Höfðu nokkrir þeirra safnast saman uppi á áheyrendapöllum Nd. er ríkis- lögreglan var á dagskrá. Er leið á fundinn fóru nokkrir þeirra að gerast háværir. Tveir lögreglu- þjónar voru þarna á pöllunum og bentu þessu ærslafólki á, að há- vaði þarna væri ekki leyfilegur; þeim yrði varpað út, sem eigi hjeldi fundarfriði. En er ólætin ieldu áfram var nokkrum kom- múnistum fleygt út af pöllunum, b.á.m. Stefáni Pjeturssyni. Hann flumbraðist ögn á höfði, og var leiddur inn í Hlaðbúð. Var honum bar boðið að kallað yrði á lækni. Það gerði hann sjálfur. Meiðslin reyndust smávægileg. Harmaði hann frekar, að hann hefði mist gleraugu sín. En brátt kom það í ljós, að gleraugun voru vís og heil. Hafði lögreglumaðurinn, er varpaði Stefáni út, tekið af honum gleraugun áður, svo þau meiddu hann eklti. Brynjólfur Bjarnason hafði sig og í frammi með ólæti á pöllunum. Lögreglán ætlaði að láta hann sömu leið og Stefán. En Brynjólfur fanst ekki í svip- inn. Konur nokkrar iir flokki kom múnista voru meðal áheyrendanna. Kom Brynjólfur nokkru síðar í ljós undan bekkjunum, þar sem þær sátu. Áheyrendur voru kyr- látir eftir að lögreglan hafði grip- ið þarna lítilsháttar í taumana. Höskuldur horfinn. Höskuldur Ey.jólfsson í Saurbæ hefir um hríð legið veikur í Landakotsspítala, en var orðinn all-frískur. Á laug- ardag hvarf hann þaðan. Sást hann seinna um daginn í bíl hjer í bænum, en síðan hefir ekkert til hans spurst. Morgunblaðið átti í gær tal við Arnljót Jónsson settan sýslumann Árnesinga og spurði hvort hann hefði orðið var við Höskuld, en hann kvað það "kki vera. Kvaðst hann fyrst hafa fengið að frietta um hvarfið í ffær, og þá símað að Olfusárbru en þar hefði ekki orðið vart við Höskuld. Símaði hann þá til hreppstjórans, Guðmundar í Sand- vík og bað hann grenslast eftir hvort Höskuldur hefði komið^heim, en svar hreppstjóraris var ókomið. Útvarpið í dag: 10,00 Veður- fregnir. 12.10 Hádegisútvarp. —- Þingfrjettir. 16,00 Veðurfregnir. 19,15 Grammófóntónleikar. 19,30 Veðurfregnir. 19,40 Tilkynningar. Tónleikar. 20,00 Klukkusláttur. Frjettir. 20,30 Tónleikar. (Hljóm- sveit Reykjavíkur). 21.15 Upp- lestur. (Þórnnn Magnúsdóttri). Grammófón. Mozart: Eine kleine Naehtmusik. Slysið á' Sandi. Stúlkan, er hrap- aði hjet Jóhanna Margrjet Jóns- dóttir (ekki Magnúsdóttir eins og sagt var í gær og stafaði af mis- heyrn í sima), Dánarfregn. Á sunnudaginn and aðist Gunnar Stefánsson, faðir Stefáns kaupmanns Gunnarssonar. Hann var 86 ára að aldri. Jarðar- för hans fer fram frá fríkirkjunni á fastudagsmorguh kl. 10%. 81 árs er í dag Kristófer Bárð- arson, Skólavörðustíg 43. Skipsbruninn nyrðra. Skipverj- ar af franska skipinu hafa gefið konsúl Frakka skýrslu um slysið en lítið mun á henni að græða fram yfir það sem áður hefir frjest. 1 dag kl. 2 verður haldinn úirjettur í málinu og mætir þar Eggert Claessen hrm. fvrir hönd skipstjórans. B.jarni Björnsson ætlar að end- urtaka skemtun sína, eftirhermur, söngva o. fl. á morgun kl. 9 í Tðnó. Skýrsla B-ændaskólans á Hvann- eyri skólaárin 1930—1932. Fyrra árið voru n.emendur þar 38 og seinna árið 26 í báðum deildum. Ymsar greinar eru í skýrslunni og myndir af sundlaug skólans, ný- ræktinni og Hvanneyrarfjósinu. — Þar má og hefna grein með línu- ritum um föðrunartilraunir sem gerðar hafa verið á mjólkurbúum að Lágafelli, Vífilsstöðum og Hvanneyri. Ársæll Jónasson kafari er ný- kominn heim eftir dvöl í Frakk- landi og sest nú hjer að. Tekur hann að sjer að þjetta skip, og ennfremur allskonar kafarastörf. Hann er þessu starfi þaulkunn- ‘ugur- því að hann hefir í 15 ár unnið sem kafari hjá björgunar- fjelagi Switzfers, bæði hjer á landi fyrst í 5 ár, síðan í Tyrklandi, Noregi, Danmörku, Spáni, Frakk- landi og víðar. Hann liefir fengið sjer nýjustu áhöld til köfunar- starfa. Heimili hans er á Vestur- götu 33. Síldin nyrðra. Einn bátur frá Siglufirði hefir gert tilraun að veiða í reknet og fekk hann nokk- urar síldar í þau. Fiskafli er sæmi- legur í Siglufirði, en nú er orðið beitulaust þar. Fyrir hönd Fríkirkjusafnaðar- ins í Reykjavík vottum vjer hjer með hinar bestu þakkir öllum þeim, er aðstoðuðu við samkomu þá, sem haldin var i Fríkirkjunni sl. sunnudag. Safnaðarst j órnin. Námskostnaður í sveitárskólum. Skýrsla Laugarvatnsskóla, skóla- árið 1929—30 telur námskostnað- inn þar í 6 mánuði hafa Verið um 470 kr. fyrir pilta. Sama skólaár var námskostnaður á Hvanneyri í 6% mánuð um 360 kr. ITefir því skóladvölin á Laugarvatni Aærið 40% hærri á mánuði heldur en á Hvanneyri. (Eftir skýrslu Hvann eyrarskóla.) Bethania. Saumafundurinn verð- ur fimttidag 1. júní kl. 4 síðd. á Úðinsgötu 12. Utanfjelagskonur °"U líka velkomnar. Umsjónarmaður kirkjugarðanna óskar þess getið að þeim sje lok- að kl. 10 á kvöldin, og að þess sje vænst að fólk hegði sjer eftir því. Fólk athugi auglýsingu hjer í blaðinu í dag um viðtalstíma umsjónarmanns í báðum görðum sjer til hægðarauka, því erfitt getur verið að fá erindi afgreidd á öðrum tímum görðunum við- komandi, og því æskilegt að fólk muni eftir tilsettum viðtalstímum með erindi sín. Eftir því sem um- sjónarmaður skýrir frá er enn þá ábótavant um umgengni í garð- inum, sjerstaklega hefir borið á því að blóm hafi horfið af leið- um. Það væri því vel gert af fólki sem vart kynni að verða við slíkt að gera umsjónarmanni aðvai’t. Allir sem í garðana koma, ættu að telja. sjer skylt að styðja að góðri umgengni og reglu í þeim. Hafnarbrygg'jan í Siglufirði. — Byrjað er nú á malbikun hennar og vinna við hana 15 menn. Laxveiði í Elliðaánum. Bæjar- ráð hefir samþykt með 4 gegn 1 atkvæði að gefa Stangaveiðafje- laginu kost- á samningi um lax- veiði í Elliðaánum á þessu sumri, fyrir hæsta tilboðsverð kr. 4780P9. Leiguland í Rauðhólum. Bæjar- ráð hefir samþykt að leigja full- trúaráði verklýðsfjelaganna ca. 8 ha. land vestan til í Rauðhólum, til 20 ára gegn 200 kr. ársleigu, að áskyldu samþykki ábúanda Ell- iðavatns, og að áskyldum rjetti bæjarins til þess að leggja veg um landið. Heiðavegirnir norður. Morgunbl. átti í gær tal við vegamálastjóra um það hvernig heiðavegirnir norður myndi vera. Sagðist lion- um svo frá: í gær og dag hefir verið unnið að því að mqka sein- ustu skaflana á Holtavörðuheiði og má búast við því að hún verði fær eftir daginn á morgun. Yfir ámtnsskarð Iiafa bílar farið liindr- unarlaust undanfarna daga. Á Öxnadalsheiði hafa verið nokkr- ar torfærur, en nú hefir verið unnið að því að bæta veginn og verður liann fær eftir morgun- daginn. Vaðlaheiði liefir verið góð yfirferða” fð undanförnu. Má því búast við að á fimtudag verði bílfært hjeðan alla leið norður á Húsavík. Skipafrjettir. Gullfoss fer hjeð- an í kvöld til Hafnar. Goðafoss fór vestur og norður í gærkvöldi kl. 10. Brúarfoss fór frá Höfn í gær- morgun áleiðis til Leith. Lagar- foss er á leið til Austfjarða frá Leith. Dettifoss fór frá Hull í fyrrakv., áleiðis til Hamborgar. Selfoss er í Rvík. Á Blómvallagötu 10, selja Jón Símonarson og Jónsson brauð, kökur, mjólk, skyr o.fl. framvegis. Togararnir. Baldur og Ver eru famir á saltfiskveiðar, en Otur er að búa sig 4 ísfiskveiðar. Snorri goði, Gulltoppur, og Arinbjörn hersir eru hæltir veiðum. Fimleikamótinu var slitið í fyrrakvöld með samsæti, sem í. S. í. hjelt fimleikafólkinu í Iðnó. — ísafjarðarflokkarnir fóru heimleið- is í gærkvöldi með Goðafossi. Jóhannes Sigurðsson. formaður Sjómannastofunnar fór norður til Siglufjarðar í gær með Goðafossi. Helgi Sigurðsson trjesmiður, Barónsstíg 61, hefir fengið viður- kenning byggingarnefndar, til þess að mega standa fyrir húsa- smíði hjer í bænum. Múrsmiðir. Þessir múrsmiðir hafa fengið viðurkenning bygg- ingarnefndar: Gísli Þorleifsson, Hverfisgötu 82, Ársæll Jónsson, Lindargötu 43, Guðjón Sigurðsson Barónsstíg 63,, Diðrik Helgason. Marargötu 7. Hinn margeftirspurði Kven-Siikinærfatnaður er kominn aftur. Tíl Borgarlfarðsr og Boroarness alla mánudaga og fimtuda£a„ Kýja BifreiðastöðÍD Símar 1216 ftvær línur). Garglnustangir ov Snagabretti. Fjölbreytfc úrval. Ludvig Storr, Sími 3333. Hvalnr. Soðinn og súr hvalur, sporður ogr rengi, er nú sem fyr, bestur í. undirritaðri verslun. Ennfremur- gulrófur nýteknar úr jörðu, jafn- góðar og á haustdegi. Bjðruinn. Bergstaðastræti 35. Sími 4091.. Tonatpure f dðsum 045 fæst í Aðalfundur Sláturfjelags Suður- lands hófst hjer í hænum í gærr og stendnr ytir nokkra daga, Alþjóðafundur í verslunarmálum. Vínarborg, 29. maí.'. United Press. PB. Alþjóðafundur fulltrúa verslun- arráða hófst. hjer í dag og voru: margar ræður fluttar af kunnum1 kanpsýslúmönnum. Virtist sú skoð un yfirgnæfandi, að það væri alger lega nndir úrslitum á alþjóða við- skiftamálaráðstefnunni komið,. hvort unt yrði að ráða niðurlög- um kreppunnar. Barn Lindbergs flugkappa, er- rænt var og myrt, að sögn, er enn í hugum manna vestra. Og nú er- gosinn upp sá kvittur, að barniU Iifi enn í dag suður í Mexíkó.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.