Morgunblaðið - 07.06.1933, Blaðsíða 3
MORGl’ NBLAÐIÐ
I
35lorgtajWaMA
: H.Í. Armkur, KarUtrUi
Xltatjðrar: Jðn KJartaaaaoB.
ValtjT Btafáaaaom.
Kltstjðrn o* afsralQala:
Auaturatrœtl S. — Blaol llot.
▲uslýalnsaatjðrl: BL Hafbars.
Anrlfalncaakrlfatofa:
▲uaturatrstl 17. — UaU S700
■alauslauir:
Jðn KJartanaaon nr. S741.
Valtýr Stefánaaon nr. 4110.
H. Hafbers nr. 1770.
Aakrlftaalald'
Innanlanda kr. 1.00 A aaánaOL
Utanlands kr. 1.10 á aUiitli
1 lauaaaðlu 10 aura alntaklS.
10 aura maB JiasMk.
Nýjar kosningar fara
fram sunnudaginn 16.
júlí næstkomandi.
Samkvæmt upplýsingnm sem
lilaðið hefir fengið frá stjórnar-
’ráðinu hefir Alþing nú verið rof-
ið og fai’a nýjar kosningar fram
sunnudaginn 16. júlí næstkomandi.
Framboð verða að vera komin
i hendur kjörstjórna 4 vikum fyr-
ir kjördag -— eða fyrir kl. 12 á
hádegi þann 18. þ. m.
Hnattflug matterns
Oslo, 6. jimí.
Ameríski flUgmaðurinn Jimmy
Mattern lenti á Jómfrúarlandi á
hvítasunnudag. Var 23 klst. á leið-
inni frá New York. Flugmaðurinn
lenti í f jörunni, en í henni er mikið
af blágrýtishnullungum, og er
mesta furða hve lendingin tókst
vel, því að flugvjelin skemdist
■ekkert. Flugmaðurinn hjelt áfram
og lenti við Kjeller, nálægt Oslo,
og hjelt áfram ferð sinni til
Moskwa, eftir stutta hvíld. Þaðan
lieldur hann áfram flugi sínu aust
ur yfir Síberíu. Takmark Matterns
er að setja nýtt met og gera betur
en þeir Post og Gatty, sem flugu
kringum hnöttinn á hálfum níunda
degi. Á flugi sínu yfir Atlantshaf
varð Mattern hvað eftir annað að
breyta um stefnu veðurs vegna.
Mattern er eini flugmaðurinn, sem
flogið hefir frá Vesturálfu beint
til Noregs. NRP. — FB.
Moskwa, 6 júní.
United Press. PB.
Mattern lenti í Omsk kl. 1.35
(Omsk-tími). Samkvæmt sumum
'heimildum er búist við, að Matt-
ern haldi kyrru fyrir í Omsk til
morguns (miðvikudags), en sam-
Jrvæmt öðrum heimildum mun
hann aðeins hvíla sig þar um
stund og halda því næst, áfram
ferðinni. Mattern skýrði frjetta-
ritara United Press í Moskwa frá
"þyí, að hann hefði tekið vjelina
"til gagngerðrar skoðunar þar og
fundið bilun, sem hefi orsakað að
flugvjelin hefði ekki látið eins vel
•og stjórn og æskilegt hefði verið,
einkum á leiðinni yfir Atlantshaf.
Þessi bilun hefði vafalaust getað
Iiaft alvarlegar afleiðingar, ef liún
hefði ekki komið í Ijós við skoðun
ina. í Síberíu yrði heldur eigi unt
að láta viðgerð fara fraiti.
Seinustu fregnir: Mattern held-
xir kyrru fyrir í Omsk í nótt og
lieldur áfram ferð sinni á morgun.
Viiskiinaiurim a miinsi.
Huað hefir ó unnist?
Og huað er ógert?
Sleggjudómar.
Það er orðinn fastur siður —
eða rjettara sagt ósiður — margra
manna hjer á landi, að kasta
hnútum til Alþingis í hvert sinn
er það hefir lokið störfúm.
Þetta er það alversta þing, sem
við höfum nokkurn tíma haft!
Hvað höfum við að gera með Al-
þingi, sem situr þrjá mánuði á
ári hverju, þegar það gerir ekk-
ert annað en eyða fje? Þessar og
þvílíkar raddir eru algengar í
garð Alþingis, er það hefir lokið
störfum.
Það er sameiginlegt um flesta
þá menn, sem þannig senda Al-
þingi „tóninn“, að þeir hafa ekk-
ert kynt sjer störf þingsins, og
eru því dómar þéirra hreinir
sleggjudómar.
En engu að síður er þetta
aðkast í garð Alþingis liáskalegt.
Það getur auðveldlega haft þau
áhrif, að þjóðin missi smám saman
virðingu fyrir þeirri stofnun, sem
henni á að vera helgust allra
stofnana.
Slíkir sleggjudómar geta einn-
ig baft þær verkanir, að almenn-
ingur hætti að gagnrýna gerðir
þingsins. Og þegar svo er komið,
er hætt við að kosningar bæti
lítið úr því, sem aflaga kynni að
fara á Alþingi. Því að það er
undir kjósendunum komið hvort
Alþingi er vel eða illa skipað.
Kreppumál landbúnaÓarins
off fleira.
Alþingi afgreiddi að þessu sinni
ýms lög, sem miða að því, að
Ijetta nokkuð ú bændum nú í
kreppunni. Fullkomið samkomu-
lag var um lausn þessara mála
í þinginu.
Veigamesta ráðstöfunin í þessa
átt eru lögin um Kreppulána-
sjóð. Þau miða að því, að reyna
að Ijetta nokkuð skuldabyrðina
a bændum.
Það er sjerstakt ánægjuefni
fyrir þetta blað, að þessi ráðstöf-
un skyldi vera gerð á Alþingi.
Það hreyfði því fvrst allra blaða,
að nauðsynlegt væri að safna
skýrslum um skuldir bænda og
gerði þá kröfu til stjórnarinnar,
að hún skipaði nefnd í þessu
skyni. Þessari uppástungu var illa
tekið af ,,bændablaðinn“ Tíman-
um, en bændur tóku uppástung-
unni vel. Eftir ítrekaðar áskor-
anir Ijet stjórnin tilleiðast. og
skipaði bændanefndina, sem síð-
an safnaði skýrslum og gerði þær
tillögur, sem í kreppulöggjöfinni
felast. Og það er trú þessa blaðs,
að Kreppulánasjóður verði fyrsti
vísirinn til þess, að losa bændur
af skuldaklafanum. Rætist hiin,
þá er vel af stað farið.
Ánægjulegt er það fyrir S.jálf-
stæðisflokkinn, að andstaðan gegn
virkjun Sogsins skuli brotin á bak
aftur. Sjálfstæðisflokkurinn trúir
því, að með lausn þessa máls verði
eigi langt að bíða þess, að hugsjón
flokksins— rafmagn inn á hin
dreifðu býli — komist í veruleika.
Sogsvirkjunin á að geta fullnægt
rafmagnsþörf íbúanna á Suðvest-
urlandi — alla leið frá Vest-
mannaeyjum og vestur á Snæ-
fellsnes.
Það er eins um þetta mál
og skuldamál bænda, að „bænda-
blaðið“ Tíminn hefir barist gegn
því og tafið framgang þess.
Stjórnarskráin. —
Ríkislögreglan.
Þótt margt megi — og það með
rjettu — misjafnt segja um gerðir
síðasta þings, eru það þó tvö mál,
sem halda munu minningu þess á
loft um ókominn tíma. Þessi mál
eru stjórnarskráin og ríkislögregl-
an. —
Bæði þessi mál hefir Sjálfstæð-
isflokkurinn sett á oddinn undan-
farið. Og bæði eiga þau það sam-
merkt, að með þeim er lagður
grundvöllurinn að sönnu lýðræði
í landinu.
Stjórnarskráin nýja miðar að
því, að tryggja borgurum landsins
jafnari kosningarriett en verið
hefir; en með því er þeim trygð
jafnari áhrif á skipan Alþingis.
Ennþá vantar að vísu mikið á
það að borgarar landsins fái full-
komið jafnrjetti í þessu efni, en
það hefir verið, er og mun verða
krafa Sjálfstæðisflokksins, að
kosningarrjettur manna verði jafn.
Stjórnarskráin nýja er stórt spor
í rjettlætisáttina, og þess vegna
taldi Sjálfstæðisflokkurinn sjálf-
sagt, að þetta spor yrði stigið, því
að með því verður styttra að hinu
endanlega marki.
En stjórnarskráin nýja færir
ekki aðeins kjósendunum meiri
jöfnuð til áhrifa á skipan Alþing-
is. Hún færir einnig æskulýð
landsins kosningarrjett, þar sem
kosningarrjettar aldurinn er færð-
ur niður í 21 ár.
Með samþykt stjórnarskrárinnar
er vitanlega stigið mikilvægt spor
til eflingar lýðræðinu í landinu.
Misrjetti og rangsleitni í mann-
rjettindamálum er einkarvel fallið
til þess að skapa einræðis- og of-
beldisstefnum byr. En það eru
þessar stefnur, sem eru háskgleg-
astar lýðræðinu.
Stjórnarskráin nýja á að vera
lykillinn að sönnu lýðræði hjer á
landi.
En það er ekki nóg, að hafa
lýðræði í orði — það verður einnig
að vera á borði. Og einmitt þess
vegna er með lögfesting ríkislög-
reglu einnig stigið mikilvægt spor
til eflingar lýðræðinu, því að hlut-
verk ríkislögreglunnar er að halda
uppi lögum og friði í landinu.
Það má því óefað fullvrða að
Sjálfstæðisflokkurinn bafi unnið
stóra sigra með lausn stjórnar-
skrármálsins og samþykt ríkislög-
reglunnar.
Fjármálin.
En —- því miður — hvíla einnig
dökkir skuggar yfir síðasta Al-
þingi. Og svartastir eru þeir yfir
fjármálunum.
Sennilega hafa fá þing farið gá-
lauslegar að í fjárm'álum en síð-
asta Alþing.
Fjárlögin fvrir árið 1934 voru
afgreidd þannig, að þau sýna %
milj. kr. tekjuhalla. En þetta er
ekki hinn raunverulegi tekjulialli.
Stórfeld útgjöld eru falin í 22. gr.
fjárlaganna, sem hvergi koma
fram í samlagningu þeirra. Þessi
útgjöld eru í heimildarformi, en
vitað er, að maijgar heimildirnar
verða notaðar og því er það að-
eins blekking, að setja þær á þessa
grein f járlaganna. Heimildir þess-
ai nema um 500—600 þús. króna
og er því raunverulegur tekju-
halli fjárlaganna yfir miljón
króna.
Þar við bætist svo það, að Al-
þingi samþykti mörg lög, sem
baka ríkissjóði aukin útgjöld og
sum stórfeld. Þau útgjöld koma
hvergi fram í samlagningu fjár-
laga. Er því bersýnilegt, að á ár-
iriu 1034 verður enn stórfeldur'
halli á ríkisbúskapnum, og verður
það þá sjötta tekjuhallaárið í röð.
Ríkisskuldirnar liafa farið hrað-
vasandi undanfarið, og síðasta
þing heimilaði að auka skuld-
irnar um nál. 12 milj. króna. Og
þegar svo er kornið, að beinlínis
er farið fram á nýja lántöku til
þess að geta staðið í skilum með
greiðslu afborgana og vaxta eldri
lána, eins og átti sjer- stað á síð-
asta þingi, þá er vissulega tími
til kominn fyrir þjóðina að grípa
í taumana.
Hið bágborna fjárhagsástand
ríkisins á rót sína að rekja til
óhófsára Hrifluvaldsins. En aðeins
ein leið er til út úr ógöngunum.
Hún er sú, að valdhafarnir, Al-
þingi og ríkisstjórn kunni að
sníða ríkissjóði stakk eftir vexti.
Utgjöld ríkissjóðs verða að mið-
ast við gjaldgetu þjóðarinnar.
Útgjöld ríkissjóðs eru nú svo
mikil, að skattþegnarnir fá ekki
undir risið.
Lækningin á þessu meini er
ekki sú, sem síðasta þing valdi,
að auka útgjöldin enn meir og
leggja nýjar álögur á þrautpínda
og sligaða, skattgreiðendur, held-
ur sú, að fá útgjöldin lækkuð svo,
að þau verði viðráðanleg.
En þessi lækning fæst ekki fvr
en Sjálfstæðisflokkurinn hefir náð
meiri hluta á Alþingi. því að
hann er eini stjórnmálaflokkurinn
í landinu sem sýnt hefir í verki,
að hann kann með fjármál að fara.
Þetta verða kjósendur að muna.
Járnbrautarslys í Frakklandi
Oslo, 6. júní.
Hraðlest hljóp af teinunum við
Vantes í Frakklandi á hvítasunnu
dag. Fjórtán menn biðu bana, en
menn meiddust í hundraðatali.
NRP. FB.
Einn á báti yfir Norðursjó.
Oslo, 6. júní.
Bjarne Oisteinsson fiskimaður
frá Menger er kominn til Aber-
deen. Fór hann einn í 22 feta
bát yfir Norðursjó. NRP. FB.
Launalækkun í Noregi.
Oslo, 6. júní.
Meirihluti starfsmanna ríkisins
hefir fallist á málamiðlunartillög-
ur um ný launakjör, sem að fulln-
aðarsamþykt Stórþingsins þarf til,
að þau gangi í gildi. Áætlaður
sparnaður ríkissjóðs af samkomu-
laginu 6—7 milj. króna. NRP. FB.
Kappreiðarnar
á annan í Hvítasunnu.
Á annan í Hvítasunnu fóru írana
fyrstu kappreiðar llestamannafje-
lagsins Fáks á þessu ári, á skeið-
vellinum hjá Elliðaánum. — Voru.
þar fyrst reyndir 7 skeiðhestar af
8, sem voru á flokkaskrá; einn
kom ekki til leiks. Hestarnir voru
reyndir í 2 flokkum og tókst
skeiðið því miður mjög illa. Nú
eru komnar þær reglur, að fyrir
skeið eru veitt 50 og 30 kr. flokka-
verðlaun. Hlutu þau þessir hestar í
fyrra flokki: Fluga Þorgeirs Jóns-
sonar 50 krónur, Hringur Bjarna
Eggertssonar 30 krónur. Enginn
hestur hlaut flokksverðlaun í öðr-
um flokki. En í úrvalsspretti skeið-
hesta hlaut Gluggi Jóns B. Jóns-
sonar 2. verðlaun, kr. 70.00.
Stökk 300 metra.
í því hlaupi keptu 16 hestar í
þremur flokkum. í fyrsta flokki
hlutu flokksverðlaun Blesi Sigur-
jóns Jónssonar 30 kr. og Kátur
Guðmundar Magnússonar 20 kr. f
öðrum flokki Sóði Stefáns Steph-
ensen 30 kr„ en önnur verðlaun
skiftust milli Sörla Jóns Vilhjálms
sonar og Storms Þorgeirs Jónq-
sonar, 10 kr. handa hvorum. — t
þriðja flokki Bnínn Þorsteins
Jónssonar 30 kr. og Börkur Júlí-
usar Jónssonar 20 kr.
I úrvalssprett komu 7 hestar og
varð fyrstur Stormur á 25.5 sek.
og fekk önnur aðalverðlaun kr.
40. — Fleiri hestar fengu ekki
verðlaun í þessum úrvalsspretti.
Stökk 350 metra.
í því ldaupi voru 17 af 18, sem
voru á flokkaskrá. Var fyrst kept
í þremur flokkum og urðu úrslit
þessi: í fyrsta flokki Blesa Jóns
Gíslasonar frá Haugi 50 kr. verð-
laun, og Hvellur Friðþjófs John-
sons 30 krónur. í öðrum flokki
Logi Sigfúss Bergmanns 50 kr. og
Ljettfeti Lúðvígs Bjarnasonar 30
kr. f þriðja flokki Reykur Ólafs
Þórarinssonar kr. 50 og Háleggur
Höskuldar Eyjólfssonar 30 kr.
f úrvalssprett, voru valdir 7
hestar og varð fyrstur Neisti
Björns Vigfússonar á 27.7 sek. og
fekk fyrstu aðalverðlaun, 150 kr.
Næstur Háleggur á 27.9 sek. og
fekk önnur aðalverðlaun 70 kr.
Nú hefir verið gerð sú breyting
á frá því sem áður var, að tvenn
verðlaun eru veitt í öllum hlaup-
um og vegna þess hyað flokksverð-
laun eru há, hefir fjelagið ekki
sjeð sjer fært að hafa fyrstu aðal-
verðlaun hærri en kr. 150.00.
Vindur var allhvass af suðaustri
og rigning er á leið og tafði það
hlauptíma hestanna. En fjöldi
fólks var þama innfrá til að
liorfa á hlaupin, og voru veðm'ál
allfjörug og má þar t. d. nefna
að Brúnn Þorsteins Jónssonar gaf
riimlega ellefufalda upphæð af Rví,
Sem veðjað var á hanu, eða 113
krónur fyrir hverjar 10 krónur.
Nokkuð bar á því að knapar
berði fótastokkinn, og má það álls;
ekki líðast, enda mun einn þeirra
hafa fengið áminningu. Ætti knap
ar að telja það sóma sinn, að gefa
ekki tilefni til annars eins, því að
það er þeim sjálfmn til vansa og
vekur gremju áhorfenda.
Þeirrar lofsverðu nýbreytni m'á
geta, að nú er ekki hlaupmerki
gefið með byssuskoti, heldur meS