Morgunblaðið - 11.06.1933, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 11.06.1933, Blaðsíða 3
MORGFNBLAÐIÐ I Launagreiðslur ríkisins og starfsamgnnahalð. : H.f. Arvakur, AnUavIk, EiUtJórar- Jön KJartanaaon. Valtjr Stsfánwon. Sltatjörn og afvralöala: ▲uaturatrœtl S. — Slml ltot. a.ufilj'ainfaatjörl: H. Hafbarfi. ^ufilýalnfiaakrlfatofa: Auaturatrœti J7. — Slml »70« Kalmaalaaar: Jön KJartanaaon nr. 1741. Valtýr Stefánaaon nr. 4110. B. Hafberfi nr. 1770. Áakrlftafijald: Innanlanda kr. 1.00 á aaknutl. ntanlanda kr. 1.50 á rnknuBl, I lauaaaölu 10 aura aJntaklB. 10 aura m«B LNMk Unga kynslóðin. * Framgjarnir æskumenn hljóta ;að miða flokksfylgi sitt við það hvaða stjómmálaflokkur það er, sem best býr í haginn fyrir fram- tíð þjóðarinnar. Meðan starfsemi sósíalista í Alþýðu- og Framsóknarflokknum var aðallega í því fólgin að gefa loforð, aðhyltust allmargir æsku- menn hina sðsíalistisku stefnu. Síðan staðreyndirnar hafa plokk að loforðafjaðrirnar af sósíalistum ■og Hriflungum, svo foringjar þeirra standa naktir eftir eins og reittar rjúpur, hafa æskumenn landsins, þeir, sem bera í brjósti dómgreind og sjálfsvirðing, snuið baki við þessum fuglum. Fyrir upprennandi menn þjóð- arinnar erú þetta aðalatriðin: Heilbrigt atvinnulíf, svo hin upp vaxandi kynslóð fái greiðan að- gang að lífvænlegri atvinnu. Gætileg fjármálastjórn, svo þeir sem taka við þjóðarbúinu verði •ekki að greiða vexti og afborgan- ir af eyðsluskuldum fyrirrennar- anna. Og síðast en ekki síst: Þjóðin verndi sjálfstæði sitt; hið efna- lega sjálfstæði, svo niðjarnir taki við frjáisri þjóð í frjálsu landi, og sjálfstæð menning þjóðarinnar, er verið hefir hennar öflugasta varnarvígi, fái dafnað svo vel sem manndómur og fjárþróttur fram- ast leyfir. Gegn öllum þessum velferðar- málum vinna sósíalistar og komm- Anistar. Þeir stofna til eyðingar at- vinnuvega, atvinnuleysis og ör- birgðar. Þeir efna t.il fjársóunar og skuldasöfnunar, sem komandi kyn- slóð fengi eigi undir risið. Þeir neyta hverskonar bragða til þess að fótumtroða og forsmá efnalegt sem andlegt sjálfstæði þjóðarinn- ■ar, deyfa þjóðernishugsjónir, sví- virða það sem helgast er og göfug- ast í augum þjóðrækinna manna. Framtíð sú, sem þessir menn bjóða ungu kynslóðinni, er fram- tíð örbirgðar, framtíð dáðleysis, framtíð sundrungar og haturs, framtíð þeirra eyðingarafl a er tor- tíma vilja efnalegu og andlegu sjálfstæði íslendinga. Þetta er hin íslenska æska farin að sjá og skilja. IJndir merki Sjálfstæðisstefnunnar í landinu ætlar hin uppvaxandi kynslóð að vinna sína sigra, og efla farsæld ■sína, farsæld þjóðarinnar. Silfurbrúðkaup eiga á þriðju- ■daginn kepiur Margrjet Guð- mundsdóttir og Kristján Sveins- son, Bragagötu 31. Yanrækslan. Oft og mörgum sinnum hefir hjer í blaðinu verið bent á mis- 'rjetti það og ranglæti sem á sjer stað í launagreiðslum hjá ríkinu. í fyrrasumar birti blaðið skýrslu yfir starfsmannahald og launa- greiðslur við ríkisstofnanirnar nýju, eins og stjórn Framsóknar- flokksins hafði gengið frá þessu. Sú skýrsla vakti feikna athygli um land alt, enda sannaði hún alveg ótvírætt, að þarna átti sjer stað gegndarlaus bruðlun á opin- beru fje. Skýrslan sannaði einnig, að óhæfilegt misrjetti ríkti í launagreiðslum til starfsmanna ríkisins. Bitstjórn þessa blaðs gerði þeg- ar í upphafi þá kröfu til ríkis- stjómarinnar, að hún Ijeti fram fara gagngerða endurskoðun á öllu launamálinu og starfsmanna- haldi ríkisins. Undir þá kröfu tók þjóðin svo að segja einróma. En stjórnin treysti sjer ekki út í það mál og er það því óleyst enn þá. — Á þingi í fyrra var fyrir til- stilli Sjálfstæð.ismanna samþykt þingsályktunartillaga, þar sem stjórninni var falið að láta jafn- an fylgja hverju fjárlagafrum- varpi frv. til laga um tölu starfs- rnanna við sjerhverja grein ríkis- starfsrækslunnar. Með slíkum lög- um yrði auðveldara fyrir þingið að hafa eftirlit með starfsmanna- haldinu og koma í veg fyrir ó- hæfilega fjölgun starfsmanna. Þegar síðasta þing kom saman fylgdi ekkert slíkt frumvarp fjár- lagafrumvarpinu. En fjármálaráð- herra gat þess, að hann hefði falið Hagstofunni að senda fj'ár- veitinganefnd skýslu um launa- greiðslur og starfsmannahald ríkis og ríkisstofnana. Þingsályktun f j árveitinganef ndar. Það var ekki fyr en komið var langt fram á þing, að fjárveit- ingan. neðri deildar bárust. þess- ar skýrslur, og þar sem skýrslurn- ar voru á ýmsan hátt ófullnægj- andi, hafði nefndin engin tök á því, að bera fram sjálfstæðar til- lögur í málinu. Hún tók því það ráð, að bera fram svohjóða.ndi þingsályktunartillögu: „Neðri deild Alþingis ályktar að skora á ríkisstjórnina: 1. Að taka til athugunar launa- kjör embættis- og starfsmanna ríkis og ríkisstofnana með það fyrir augum, að komið verði á meira samræmi og rjettlæti en nú er um launin og þau sniðin eftir fjárhagsgetu ríkisins og afkomu almennings í landinu, og að fækkað verði starfsmönn- um svo sem frekast er unt, enda leggi stjórnin tillögur sínar um þessi mál fyrir næsta Alþingi. 2. Að taka fyrir þá venju, sem víða er á komin í opinberum rekstri, að starfsmenn fái auka- borgun umfram föst laun fyrir vinnu, sem ætti að vera þáttur i embættisstarfi þeirra eða sýslunnar.‘.‘ Þingsályktunartillagan kom til umræðu í Neðri deild í þinglokin og var þar samþykt í einu hljóði. Pjetur Ottesen hafði framsögu í þessu máli af hálfu fjárveit- inganefndar. Ræða hans staðfesti í einu og öllu það, sem þetta blað hafði haldið fram í þessum málum. P. O. upplýsti, að nefndin liefði við athugun á launamálinu kom- ist að raun um, að geypilegt ó- samræmi ríkti í launagreiðslum ríkisins. Laun við ýmsar stofnanir ríkis- ins, sem ákveðin hefði verið með sjerstökum lögum eða eftir á- kvörðun ríkisstjórnar, væru yfir- leitt miklu hærri en launin eins og þau væru ákveðin í launa- lögum, þó dýrtíðaruppbót væri ''■ð talin. • Samanburður á launutn. P. O. nefndi nokbur dæjrri, sem sýna ósamræmið í launagreiðslum. Dæmin eru þessi: Allir forstjórar ríkisstofnananna í Reykjavík hafa hærri laun en dómarar í Hæstarjetti. Dómarar í Hæstarjetti mega engan auka- starfa hafa og eru sviftir ýmsum pólitískum rjettindum (kjörgengij Þeir hafa 8780 krónur í laun, en forstjóri Skipaútgerðar ríkisins hefir 12065 krónur, eða yfir 3000 kr. hærri laun en dómararnir. Prófessorar við Háskólann hafa í laun frá 5190—6690 kr. hæst, eri forstjóri Landssmiðjunnar 9000 krónur, eða 3—4000 kr. hærri laun en prófessorar. Forjstjóri ‘Tóba.kseinkasölunnar hefir um 6000 krónum hærri laun en prófessorar, sem í hæsta launa- flokki eru. Yfirkennarar við Mentaskólann fá 5690 krónur, en skrifstofu- manni hjiá útvarpinu eru greidd- ar 7200 kr. Kennurum við -Mentaskólann greiðir ríkið 3921 kr., en skrif- stofumaður hjá Skipaútgerð rík- isins fær 6000 kr., eða liðlega 2000 kr. hærri laun en Menta- skólakennarar. Póstfulltrúanum í Reykjavík eru greiddar 4690 kr., en fulltrúi Landssmiðjunnar fær 7200 kr., eða rúmlega 2500 kr. meira en póstfulltrúinn. Margar ríkisstofnanir greiðá starfsmönnum sínum yfir 6000 kr. föst árslaun, en laun presta á landinu eru frá 2500—4600 kr. hæst — eftir brauði og þjónustu- tíma. Verkstjóri hjá Áfengisverslun- inni fær sömu laun og elsti sýslu- maður landsins, sýslumaðurinn í Rangárvallasýslu. Fjórir verkstjórar hjá Lands- smiðjunni hafa hver um sig 5400 kr. föst laun, og auk þess kr. 3.50 um hvern klukkutíma fyrir aukavinnu og munu árslaun þeirra hafa numið alt að 8000 kr., en bókaverðir Landsbókasafnsins fá frá 3565—4693 kr. Forstjórar ríkisstofnananna hafa 10000 kr. og þar yfir, en Lands- 1 bókavörður 6690 krónur. Hliðstæðir starfsmenn. Þessu næst bar P. O. saman hliðstætt starfsfólk hjá ýmsum ríkisstofnunum og var útkoman þar þessi: Beittustu Þynnstu BESTU BLÖÐIN. Fást allsstaðar. HEILDSÖLUBIRGÐIR. H. Úlafsson & Bernhöft liýkomið í Vefnaðarvörudeildina: Silkiklæði Kjólaefni, nýjar gerðir Náttföt Náttkjólar Silkikápur og Kjusur á börn Hvítir borðdúkar Serviettur Dúkar og Serviettur samstætt. Dúkadregill afar ódýr Kaffidúkar m. m. fl. EDIHBORG. Húsmæður í glervörndeildina. Tepottar 1.50 Ödýr vatnsglös Hnífapör 0.90 Matarstell, nýjar gerðir Bollapör 0.45 Kaffistell ljómaudi fallegj ,Navy‘-steintauið 30 st. á 12.00. Krystall feikna úrval Taukörfur, Ferðakistur og töskur Edinborgar-búsáhöldin á hverju heimili. EDIHBORG. Annar bókari hjá Áfengisversl- uninni (eru þrír) hefir í árslaun 5857 kr., en gjaldkeri og bókari hjá lögreglustjóra í Rvík, hefir í laan 4620 kr., eða 1200 krónum minna. Verkstjóri hjá Áfengisverslun- inni hefir líka 5857 kr., en verk- fetjóri hjá Landssímanum 4382 kr., oða 1500 kr. minna. Annar verk- stjóri hjá Landssímanum, sem verið hefir þar lengi hefir aðeins 3690 kr. í laun. Afgreiðslumaður hjá. Áfengis- versluninni hefir 5325 kr., en starfsmaður í Hagstofunni 2700 kr„ eða um helmingi lægri laun en afgreiðslumaður Áfengisversl- unarinnar. Bílstjóri hjá Áfengisversluninni hefir 4080 kr. í laun, en bílstjór- inn hjá Landssímanum 3060 kr., eða rúmum 1000 kr. lægra. Birgðavörðúr Tóhakseinkasöl- unnar hefir 4920 kr„ en tollvörður í Reykjavík fær 3885 kr. og munar þar rúmum 1000 kr. Vjelritunarstúlku greiðir Tó- bakseinkasalan 2760 kr„ en Vita- málaskrifstofan greiðir sinni vjel- ritunarstúlkn 1200 kr. og er þó jafnlangur vinnutími hjá báðum. Embættislaun off launuð aukastörf. Þá benti P. O. einnig á ahnað ósamræmi, sem á sjer stað í launagreiðslum til hinna ýmsu starfsmanna ríkisins, ósamræmi sem leiðir af horgun frá því opin- bera fyrir aukastörf eða auka- AÓnnu. P. O. henti á, að fjölda mörg af þeim störfum, sem greitt væri sjerstaklega fyrir, væru störf sem beinlínis heyrðu undir verksvið þeirrar stofnunar, sem þessir menn ynnu við, væri hluti af því starfi, sem gert væri ráð fyrir að þeir intu af hendi fyrir sín föstu laun. í sumum tilfellum væri þessari aðferð beitt beinlmis til þess að koma fram launahækkun. P. O. nefndi nokkur dæmi um aukatekjur emhættismanna, m. a. þessi: Aðalendurskoðandi ríkisins, sem hefir sömu föst laun og gkrifstofu- stjórar, fær sjerstaka greiðslu fyr- ir endurskoðun hjá Tóbakseinka- sölunni, 500 kr„ sem er ekkert annað en hluti af hans skyldu- starfi. Skrifstofustjóri einn í Stjórn- arráðinu hefir 6690 kr. föst lann, en 10 þús. fyrir aukastörf í stjórnarráðinu. Annar skrifstofustjóri í. Stjórn- arráðinu hefir 6290 kr. í föst laun. og 3900 kr. fyrir aukastörf. Aðstoðarmaður einn í stjórnar- ráðinu hefir 3500 kr. í laun og 5180 kr. fyrir aukastörf. Annar aðstoðarmaður hefir 3500 kr. laun og 5000 kr. fvrir aukastörf. Lögreglustjórinn í Reykjavík hefir 8990 kr. laun og aukatekj- pr frá því opinbera 3600 kr. Landssímastjórinn í Reykjavík hefir 9590 kr. laun og 3600 í aukatekjur frá því opinþera. Stöðvarstjórinn í Reykjavík hefir föst laun 4552 kr. en auka- tekjur hans og hlunnindi frá því opinbera nema um 7000 kr. Fulltrúi á skattstofunni í Rvík hefir föst laun 5610 kr., en fyrir aukavinnu , þar á skrifstofunni fær liann 6072 kr. Fangavörðurinn í Reykjavík hefir föst laun, auk húsnæðis, ljóss og hita 2265 kr„ en auk þess fær hann 2040 kr. fyrir eftirlit með

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.