Morgunblaðið - 17.06.1933, Side 3

Morgunblaðið - 17.06.1933, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ » < Jflor&unWaMfc ©tar«f.: H.Í. Arrakur, ■•rWtTlki Sltatjðrar: Jðn Kjartanaaon. ValtJ-r Btafánaaon. JUtatJörn ok atsralBaln: ▲uaturatrœtl 8. — Blrnl 1801. ▲ualýalncaatjörl: S. Hafbars. ▲uKlýalnraakrlfatofa: ▲uaturatrœtl J7. — Sfatl 1708 Malataafaaar: Jön KJartanaaon nr. 8741. Valtjr Stefánaaon nr. 4110. B. Hafberg nr. 1770. AakrlftaaJald: Innanlanda kr. 1.00 A aaánuBl, Utanlanda kr. 1.80 4 ainitl, f lauaaaðlu 10 aura alntaklV. 10 aura maV Haakðk. fnenningartcEki. '* Fyrir fám dögnm vildi það til, að fjögur mannslíf voru liætt ikomin hjerna rjett innan við bæ- inn, á hinum breiða végi inn með Sogamýri. Vegurinn um Sogin inn að Ell- iðaám, er, sem kuiinugt er, etn- hver albesti þjóðvegarspottinn á 'landinu. Sá sem þetta ritar hefir ekki tölu á því, hve mörg hifreiðaslys hafa orðið á þessum 2—3 kíló- metrum. En þar munu éíns margir, •ef ekki fleiri, menn hafa farist vaf hifreiðaslysum, eins og sarnan- "lagt á öllum öðrum vegum lands- ins. — • Þó hafa, sem hetur fer, örfáir dáið af þeim fjölda manna, sem þar hafa meiðst meira og minna, <og komist í alvarlega lífshættu. Nýlega gafst sorglegt tilefni til þess, að telja sanian, live margir íslenskir. togarar hefðu farist á undanförnum fám áruffi. Menn hafa fest augu á þeirri staðreynd. Bestu veiðiskipin — úthúin til þess að vera fær í flestan eða all- •an sjó, farast hvert af öðru. Lesendum kann í fljótu hragði -að finnast, að hin islensku tog- araslvs komi ha.rla lítið við ak- veginum breiða og sljetta hjerna inn Sogin. En tengir maður ekki alveg ó- sjálfrátt, þessar tvær staðreyndir •saman? Bestu skjpin farast. A besta veginum verða slvsin. Á -ekki hvort tveggja að einhverju leyti rót sína að rekja t-il þess, að enn sje okkur íslendingum hætt við að meta of mikils,' treysta of mjög á, tæknikunnáttu. þegar ■fengin eru þau hestu skilyrði. sem fáanleg eru á sjó og landi. Hættir okkur fslendingum ekki til að gleyma því, að eftir því, sern tækin eru fullkomnari og hlýðnari við mannshöndina. eftir því er áhvrgðin meiri í höndum þeirra er tækjunum stýra. filþjóðaskákþingið í Folkstone. Einkaskeyti til Morgunblaðsins. Polkestone, 16. júní. Einar vann hiðskákina við Mic- hell. • Þráinn vann Tgel, Ásmundur ■gerði jafntefli við Grúnféld, hið- -skák varð milii Einars og Múllers, æn Eggert. tapaði fyrir Glass. Næst, tefla íslendingar við Dani. Auglýsingum í Morgunblaðið er -eftir kl. 12 í dag veitt móttaka á afgreiðslu biaðsins i Austur- sstræti 8. Vatnsveitan og aukning hennar. Á síðasta bæjarstjórnarfundi skýrði horgarstjóri frá því hvaða. athuganir gerðar liafa verið á því, hvernig hægt væri að bæta úr þeim tilfinnanlega vatnsskorti sem bæjarbúar í ýmsum bæjarhverfum eiga við að búa, einkum á þeim tíma árs, er fiskþvotturinn stend- ur yfir. Borgarstjóri sagði m. a. að at- huguð hefði verið vatnsþörf fisk- stöðvanna, hve mikil hún væri, og' að þar væri vart hægt að komast, af með minna vatn, en notað er. Þá hefði verið athugað livort tiltækilegt væri að- gera sjerstaka sjóveitu fyrir fiskstöðvarnar, og taka sjó í hana úr Rauðarárvík- inni. Gerð hefir verið kotsnaðar- áætlun um slika veitu Er húist við að hún kosti um 140 þús. kr. Ennfremur hefir sjórinn í Rauð- arárvíkinni verið rannsakaður og rannsókn leitt í ljós. að í lionum væru gerlar sem kynnu að geta valdið roðaskemdum á fiskinum. Þá, hefir það verið athugað, hvort hægt væri að iniðla íbtium SkólavÖrðuhoítsins nokkru af vatni því sem afgangs er nú úr Laugaveitunni. En menn hafa komist að þeirri niðurstöðu, að ekki væri óhætt að setja hið heitá laugavatn í vatnsleiðslupípurnar, vegna þess að vera má, að hið heita vatn kunni að leysa upp nokkuð af asfalti því, sem er í inn- anverðum vatnsleiðslupípunum. Sjóveitan er 'talin ógerleg, sum- part vegna þess hve kostnaðar- söm hún yrði, en ekki síður vegna hættunnar á gerlunum, er skemt geta fisltinn. Og ekki er hægt. af ofangreindnm ástæðum að nota Laugavatnið. Hið eina tiltækilega er að auka vatnsveituna: Er ráðgert að leggja í haust æð frá hænum upp að Efri Yeiðimannahúsum við Elliðaár og blanda Gvendarhrunnavatnið með Elliðaárvatni þar, uns hægt, verð- ur að framlengja æðina upp að G vendarhrunnum. Kostnaður áætlaður 400 þús. kr. Pæst með vatnsskattsaukanum. — Ætlað að hyrja á verkinu í haust. Skuldheimta Bandaríkja. Ófriðarskuldirnar greiðast illa. Washington 15. júní. United Press. FB. RooseArelt liefir tilkynt, að Bret- land hafi gert ráðstafanir til þess að greiða nokkurn hluta ófriðar- skuldagreiðslunnar, sem fellur í djaíddaga, í dag. Upphæð sú, sem Bretar greiða, nemur 9 milj. doll- ara. Búist er við, að Pólland, Prakkland, Belgia og Rúmenía greiði ekki afborganirnar, sem falla í gjalddaga í dag, frekara en Ii5. dés. sl. ítalía og< Tjekkó- slóvakía ætla að greiða 10% af þeim upphæðum, sem falla í gjald daga í dag, og greiða í silfri. -— Finnland, eina landið, sem mun standa algerlega við skuldhind- ingar sínar. London: Chamherlain hefir til- kynt í neðri málstofunni. að rík- isstjórnin liafi int ófriðarsknlda- greiðsluna af hendi í silfri, sem Bretastjórn fekk frá ríkisstjórn- inni í Indlandi. Bðlstofa ( Reykjavfk. Á síðasta hæjarstjórparfundi skýrði borgarstjóri, Jón Þorláks- son, ffá því hvemig bálstofumál- inu væri komið. Hafði Ág. Jósefs- son bæjarfulltrúi gert um það fyrirspurn til borgarstjóra. Borgarstjóri sagði m, a.: Fyrir síðastl. áramót hafði bál- stofunefnd samið um það við einn af húsameisturum hæjarins að hann gerði uppdrátt af bálstofu og kostnaðaráætlun. Átti hálstof- an að vera í sambandi við greftr- unarkapellu og standa vestast í kirkjugarðinum gamla, íuð Ljós- vallagötu. Samkv. áætlun þeirri er fyrir lá, átti byggingin að kosta 200—300 þúsund krónur. Allur var undirhúningur máls- ins þannig, að horgarstjóri taldi, að fitja þyrfti upp á málinu að nýju, til þess að fengin yrði lattsn, sem menn alment gætu unað við. Kynti hann sjer síðan það nýj- asta sem gert hefir verið á því sviði í nágrannalöndunum, og komst að raun um, að hentug myndi sú gérð bálstofu, sem not- uð hefir Arerið á nýrri bálstofu í Slagelse á Sjálandi. Hentug lóð fyrir slíka hyggingu myndi Arera í þríhj-rnunni sem myndast milli Skothúsvegar og Hringhrautar, sunnan við kirkjugarðinn. Til þess að koma hálstofu upp hjhr, hefir Arerið gert ráð fyrir, að leita fyrir sjer með hyggingarlán h.já. Líkhrenslufjelaginu í Dan- mörku. Hefir borgarstjóri spurst fyrir um það hjá formanni fje- lagsins, hvort fjelagið myndi sjá sjer fært að verða Arið þeirri ósk bæjarstjómar, að Areita fje til þessa. Vildi horgarstjóri ekki að bæjarstjóm sendi um það beiðni, fvrri en hann vissi um, hvaða málalok sú umsögn fengi. Hann hefir síðan fengið þau orð frá formanni Líkhrenlsufjelagsins, að nægilegur meiri hluti í fjelags- stjórninni hefði eklti fengist fyrir lánveitingu. ---- Doktorspróf Einars Ól. Sveinssonar. t gær sæmdi Heimspekisdeild Iláskólans Einar Ólaf Sveinsson mag. art. doktorsnafnhót fyrir rit það um Njálu, sem getið Arar hjer í hlaðinu í gær. Áthöfnin fór fram í Neðrideildarsal Alþingis að viðstöddum fjölda manna og hófst kl. 1.30 síðd. Ágfist H. Bjarnason prófessor, stýrði athöfninni, en prófessor- arnir Sigurður Nordal og Árni Pálsson voru andmælendur af hálfu liáskólans. Pyrst hjelt doktorsefni ræðu og lýsti tildrögum þess, að hann hóf samningu ritsins. Þá, tók fyrri andmælándi próf. Sig. Nbrdal til máls; hjelt hann langt, erindi og gerði nokkrar athugasemdir við ritið, en fór yfirleitt mjög vin- samlegum orðum um það. Að síðustu mælti hann nokkrum vin- samíegum orðum til doktorsefnis- ins persónulega. Að ]>ví húnu tók doktorsefnið til máls. svaraði at- lmgasemdum andmælanda og þakkaði honum lofsamlegan dóm um ritið. Síðari andmælandi, prófessor Árni Pálsson, tók þArí næst til máls og gerði nokkrar athuga- semdir við ritið, en lauk á það lofsorði eins og fyrri andmæl- andi. Þá svaraði doktorsefni at- hugasemdum síðara andmælanda nokkurum orðum. Að lokum hjelt hinn nýi doktor skörulega ræðu, þakkaði andmæl- öndum lofsam*legan dóm um ritið Og jafnframt góðfýsi þá og full- tingi í ýmsum greinum, sem hann hefði hlotið af þeim, meðan stóð á samningu og útkomu þess. Að endingu sleit prófessor Ág. H. Bjarnason athöfninni með nokkurum hlýjum orðum í garð hins nýja doktors, og háfði hún þá staðið alt að þA’í þrjár og hálfa klukkustund og farið fram með hinum mestu ágætum. Dagbók. Veðrið í dag: Djúp lægð við Færeyjar á lireyfingu austur eft- ir. N-átt hefir nii náð sjer um alt Vestur- og Norðurland, en suðaustan lands er enn þá hæg SA-átt. — Á Vestfjörðum er NA- hvassviðri og hiti um 1—2 stig. ITefir snjóað niður í bygð á Hest- eyri. Yfirleitt er kaleaAreður (4— 5 st„. hiti) á Norðurlandi, en vindur ekki livass enn þá. Útlit er fyrir að N-áttin hald- ist næstu dægur, en fari lygn- andi á Vesturlaaidi á morgun. Veðurútlit í Reykjavík í dag: Stinningskaldi á N, en lygnir með kvöldinu. Bjartviðri, en fremur kalt. Hláflóð er í dag kl. 13.00. . Messur á morgun: I Dómkirkjunni kl. 10 síra Bj. Jónsson. Kl. 8y2 síðd. Erindi flutt í kirkjunni á ársþingi Kristni- boðsfjelaganna. (Cand. theol. S. Á. Gíslason). . f Fríkirkjunni i Reykjavík kl. 10 árd. síra Árni Sigurðsson. f fríkirkjunni í Hafnarfirði kl. 2. síra Jón Auðúns. Síldveiðar Svía. Pjelag sænskra síldarstórkaupmanna hefir krafist ]mss af sænskn stjórninni að alt verði gert til þess að sjá um að síldin, sem Svíar veiða hjer við land í sumar og flytja heim, Arerði svo vönduð Arara, að hún sje sam- kepnisfær hvarvetna. Þeir krefj- ast þess því. að sænsku skipin I bvrji ekki veiðar fvr en eftir 25. iúli. þegar síldin er orðin feit, og ennfremur að ákveðin bámarks tala af síld sje í hverri tunnu. Enn fremur krefjast þeir þess, að hannað verði að flytja til Sví- þjóðar fslandssíld. sem Areidd er fvrir 25. júlí. Skemtun heldur kvenfjelagið Gefn í Garði í dag og hefst hún kl. 4 í samkomuhúsinu í Gerðum. Þióðkirkjusöfnuðurinn í Hafnar- firði heldur aðalfund sinn á morg- un kl. 5 í kirkjurini. Verða þar rædd fjármál kirkjunnar og kos- inn einn maður í sóknarnefnd. Botnia fer hjeðan í kvöld til Leith. Gagnrýni harnakAÚkmynda. Á fundi sem stjettarfjelag barna- kennara í Revkjavík hjelt þ. 9. júní, var samþykt eftirfarandi til- laga: — Vegna þess að )ög m Aíþingi mæla svo fyrir, að einn maður skuli Arera gagnrýnandi barnakvikmynda, skorar fundur- inn á, stjórn Samhands íslenskra harnakennara að géra þá kröfu, að kennari verði skipaður aðal- ' gagnrýnandi barnakvikmynda. Erlend blðð og tímarit. Einnig tískublöð nýkomin. BókUiú&at* Lækjargötu 2. Slmi 3736. Tll Plngvalla daglep frá Stelndðri. Sfmt 1580. Þakkarorð. Hr. Einar Einarsson, skipa- smiður, Reykjavík. Litla stúlkan í Vestmannaeyjum, sem verið hefir veik í tv<> ár, sendir yóur Jkæra kveðju meö innilegu þakklæti óvænta sumargjöf. tí. V. UJVÍ.P. Keflavíkur heldur skemt- un í húsi sínu í dag og hefst fftrn kl. 2. Um kvöldið verður sý^iðúr sjónleikur í 3 þáttum, „SaklaiM svallarinn." s

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.