Morgunblaðið - 12.07.1933, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 12.07.1933, Blaðsíða 4
4 MOIGUNI! A * * m | Smá-auglýsingar| Jarpur hestun, töltari og vekr- ingur, mark: blaðstýft og biti fr. v., tapaðist í vor frá Hofi á Kjalarnesi. Sá, sem yrði var við hest þennan gjöri svo vel og gjöri aðvart að Hofi eða í síma 3186 í Reykjavík. ____________ 3 herbergja íbúð með öllum þeegindum, óskast frá 1. sept. eða 1. október næstkomandi helst í nýju húsi. Tilboð með öllum upp- lýsingum sendist til A. S. I., merkt „Öll þægindi". Kjötfars og fiskfars heimatilbú- ið, fæst daglega á Príkirkjuvegi 3. Sími 3227. Sent heim. Morgunblaðið fæst á Laugaveg 12. Morgunblaðið fæst keypt í L'afÓ ~**annr við Barónsstíg. Ferðalög. Smurt brauð í nestið ár Café Svanur er máske ekki ódýrasta smurða brauðið í bænum, eu áreiðanlega eins gott og mögu- Iegt er fyrir það verð. Miðdagsmatur (2 heitir rjettir) fæst daglega heimsendur. Kristín Thcroddsen, Príkirkjuveg 3. — Sími 3227. Notið Lillu-búðinga. Vanillu-, Citron-, Súkkulaði- og Bóm-búðingsduft er framleitt í H.f. Efnagerð Reykjavfkur, kemisk-teknisk verksmiðja. Smábarnafdt. Bllkifl úrvaL GfoN verö. Vðruhúsið. imnii: nArnacc ilatbranfl. Pk. 0.60. Dagbók. Veðrið í gær: Lægðin milli ís- lands og Sltotlands er orðin nærri kyrstæð. Yfir NA-Grænlandi er önnur grunn lægð á hreyfingu A-eftir. Loks mun sú þriðja vera að nálgast S-Grænland úr SV-átt. Veður er kyrt um alt land, víð- ast hæg N- eða NA-átt. Vestan- lands er þurt og víða bjart veður en sums staðar þoka og dálítil rigning á N- og A-Iandi. Hiti er aðeins 8—9 stig á NA-landi en alt að 18—20 stigum sunnan- lands. Á morgun mun veður hald- ast kyrt um land alt, en hætt er við skiiramyndunum suðvestan lands. Veðurútlit í Reykjavík í dag: Hægviðri. Skúrir síðdegis. Háflóð í Reykjavík kl. 8,45 og ld. 21.05. Sjálfstæðisflokkurinn hefir skrif stofu í Varðarhúsinu við Kalk- ofnsveg og er hún opin alla daga. Þar liggur kjörskrá frammi og þar eru gefnar allar upplýsingar er kosningarnar varða. Sími skrif- stofunnar er 2339.r<V/' Kjósendur SjáJfstæðisflokksins. sem fara burt úr bænum fyrir kjördag (16. júlí) og búast við að -Vera fjarverandi á kjördegi, eru ámintir um að kjósa hjá lögmanni áður en þeir fara. — Kosninga- skrifstofa lögmanns er í barna- skólanum við Fríkirkjuveg (geng- ið inn um portið) og er opin alla virka daga frá kl. 10—12 árd. og 1—5 síðd. Listi Sjálfstæðisflokks- ins er C-listi. Sjálfstæðiskjósendur utan af landi, sem dvelja í bænum og eiga kosningarrjett í öðrum kjördæm- um, og búast ekki við að verða komnir heim fyTÍr kjördag, eru ámintir um að kjósa hjer hjá lög= manni og senda atkvæðin til við- ’ omandi kjörstjóma tímanlega. Geta þeir snúið sjer til skrifstofu Sjálfstæðismanna í Varðarhúsinu um upplýsingar þessu viðvíkjandi. Útvarpið í dag: 10,00 Veður- fregnir. 12.15 Hádegisútvarp. 16.00 Veðurfregnir. 19,30 Veðurfregnir. 19,40 Tilkynningar. Tónleikar. 20,00 Klukkusláttur. Tónleikar: Erindi: Frá útlöndum. (Vilhj. Þ. Gíslason). 20,30 Frjettir. 21.00 Stjómmálaumræður. Aflinn 1. júlí. Samkvæmt skýrslu Fiskifjelagsins nam allur aflinn á landinu 1. júlí 63.771 þur smál.; á sama tíma í fyrra var afl- inn 50.562 þur smál. Til Hallgrímskirkju í Saurbæ, frá ónefndri konu í Hafnarfirði 10 krónur. 8. júlí ’33. ól. B. Björns- son. Síra Halldór Kolbeins prjedik- aði í kirkjunni í Vestmaunaeyj- um á sunnudag fyrir húsfylli og þótti mikið til ræðu hans koma, símar frjettaritari Mbl. í Eyjum. Pjetur Sigurðsson regluboði flutt-í fyrirlestur í Vestmanna- eyjum fyrir foreldrum barna á sunnudag fyrir húsfylli. (Símfr.). Gunnar Ámason kaupmaður í Keflavík verður sextugur í dag. Til Hallgrímskirkjun í Saurbæ frá Sveini Guðmundssyni og konu hans 50 kr. 10. júlí 1933. ÓI. B. Björnsson. Morgunblaðið er 6 síður í dag. Noregsför Norræna fjelagsins. Fyrir nokkm var getið um það hjer í blaðinu að Norræna fje- lagið ætlaði að efna til skemti- legrar og ódýrrar ferðar til Nor- egs. Ákveðið er að fara hjeðan með Lyra 20. þ. m. ef nægileg þátttaka fæst. Ferð þessi verður al 40 ARA REYNSLA er lögð í hverja einustu „KODAK“, myndavjelina, sem er fræg heimskautanna á milli. Af þessari gerð er til vjei, sem hentar hverju augnamiði og sðmuleiðis pyngju yðar Hans Petersen. Bankastræti 4. Reykjavík. veg sjerstaklega ódýr, ferðirnar fram og til baka með 17 daga dvöl í Noregi og ferðum til margra fegurstu staða í Noregi, með gistingum og mat, á aðeins 350 kr. norskar. Þeir, sem ætla sjer að taka þátt í ferð þessari eru beðnir að skrifa sig á lista, sem liggur frammi í versl. L. H. MúIIer í Austurstræti fyrir 15. þ. m. og verður því aðeins af ferðinni að minst 20 manns hafi þá ákveðið að fara. Oregla. Leiðinleg vanræksla er það, sem á sjer stað hjer í bænurn að engin nöfn skuli sjást á götu- hornum víðast og ekki númer á húsum. Áður hefir og verið vakið máls á því, að nauðsynlegt sje að setja fastar reglur um hvað hæðir í húsum skuli kallaðar. Þetta er vitanlega eins nauðsynlegt eins og að gefa götum ákveðin nöfn og húsum númer. Bæjarráðið verður að taka þetta til meðferðar hið fyrsta og beinlínis fyrirskipa hvaða reglu skuli fylgt. — Eðli- legast virðist að fylgja sömu reglu og erlendis er tíðust, að láta tvær neðstu hæðirnar, kjall- ara og stofuhæð ekki hafa nirmer en telja Ioftin með tölunum 1, 2, 3 o. s. frv. Við þá tilhögun virð- ast húseigendur una betur en ef byrjað er að tölusetja neðar, enda ætti þá að rjettu lagi að byrja á kjallaranum, því að hann er raun- ’■ verulega fyrsta hæðin. — Það ættij ekki að þurfa sjerstakrar skýriug- \ ar við, að allskonar tölukerfi, alt ^r snertir \dðskifti og þar með auðvifað utanáskriftir, á að vera alþjóðlegt og fylgja sömu reglu í öllum löndum. X. Silfurbrúðkaup eiga í dag frú Ragna og -Eyjólfur Jónsson, rakari. Magnús Jónsson, sonur Jóns Magnússonar, Njálsgötu 13 B, hjer í bæ, lauk nýlega kennara- prófi í frakknesku og spönsku við Sorbonne-háskólann í París. Hann dvaldi síðastliðinn vetur í ítalíu til þess að nema ítölsku, sem hann hefir stundað sem auka námsgrein. Hann er væntanlegur hingað með næstu skipum. Lúðrasveit Reykjavíkur spilar í kvöld kl. 8Y2 á Austurvelli. Ef veður levfir. Síldarverksmiðja ríkisins er nú búin að taka á móti um 10 þús. málum af síld. Es. ,ólafur Bjarna- son‘ hafði komið með 1000 mál. Es. Pjetursey úr Hafnarfirði og flestir ísfirsku bátarnir með full- fermi. f gær var vinsla á sfld eun þá ekki byrjuð í verksmiðj- unni vegna þess hve allur undir- búningur undir móttöku sfldar- innar hafði tafist sökum vinnu- deilunnar er lauk fyrst um miðja síðustu viku. Búist var við, að vinsla á sfldinni myndi byrja í gærkvöldi eða í dag. Síldarafli Fyrirliggjandi: Handfs • Hartöflur. - Flórsykur. • Laukur. Eggert Kristjánsson & Ge. Sími 1400 (3 línur). hefir verið fremur tregur það af er. Síra Pálmi Þóroddsson frá Hofsósi og frú, eru stödd hjer í bænum. Átti sjera Pálmi 50 ára stúdentsafmæli nú. Hann býr á Túngötu 16. Fánaliðið. Æfing í Fánaliði Sjálfstæðismanna verður í kvöld kl. 8% á venjulegum stað. Sjálfboðaliðar. Menn og konur, ungir sem gamlir, sem fús eru að vinna að sigri Sjálfstæðisflokks- ins við kosningarnar, gefi sig fram á skrifstofu flokksins í Yarð arhiísinu í dag og næstu daga. Meðal farþega með Dettifossi í gær til Vestur- og Norðurlands: Pjetur Eggerz. Guðm. Hannesson og frú. Marta Kalmann. Arndís Björnsdóttir. Erna Eggerz. Mag- nea Ingimundardóttir. Sig. Egg- erz og frú. Dr. Björn J. Björns- son og frú. Valur Gíslason. Bryn- jólfur Jóhannesson. Indriði Waage og frú. Alfred Gíslason. Fríða Brynjólfsdóttir. Helgi Guðmunds- son. Guðrún Helgadóttir o. m. fl. Skipafrjettir. Gullfoss fór frá Kaupmannahöfn í gær. — Goða- foss er væntanlegur til Hamborg- ar í dag. — Brúarfoss kom að vestan kl. 3y2 síðd. í gær. — Dettifoss fór vestur og norður í gærkvöldi. — Lagarfoss er á leið til Austfjarða fra Leith. — Selfoss fór frá Antverpen í gær. Síðari hluti Sundmeistaramóts f. S. í. verður háður í Örfirisey kl. 8 í kvöld, eins og sjá má af auglýsingu í blaðinu í dag. Verður þar óefað um góða skemt- un að ræða. Hjónaefni. Nýlega hafa opin- berað trúlofun sína ungfrú Elísa- bet Kristinsdóttir frá Húsavík og Eristinn Pálsson frá Eyrarbakka. Nýja Bíó sýnir í síðasta sinn í kvöld hina afburða góðu þýsku söngvakvikmynd, „1 nótt — eða aldrei“. Fáar kvikmyndir hafa hlatið hjer eins almenna hylli sem þessi kvikmynd, enda. er mynd- in bráðskemtileg og söngur pólska söngsuillxngsins Jan Kiepura, verður ógleymanlegnr öllum þeim er á hann hlusta. Stjórnmálafund halda lands- málafjelögin Vörður og Heimdall- ur í Varðarhiisinu í kvöld kl. 8%. Frambjóðendur Sjálfstæðisflokks- ins í Reykjavík hefja umræður. Þrátt lyrír innUntRingshöftiii og engar undanþágur, getum vi?B boðið ýmsar niðursuðuvörur, semi eru litt fáanlegar í bænum unu þessar mundir, ennfremur glænýtt: bændasmjör á 1-65 kg. o. m. fl-- Björniim Bergstaðastræti 35. Sími 4091. Bllferðlr til Borgarfjarðar Frá Reykjavík alla fimtudaga, em til Reykjavíkur alla miðvikudaga. Viðkomustaðir: Hreðavatn, Arn- bjargarlækur, Norðtunga, Reyk- holt o. fl. Ódýr fargjöld. Upplýs- ingar á afgr. hjá Ferðaskrifstofa Islands Ineólfshvoli-----Slmi 2939. Higkona óskar eftir stöðu við verslun. Vill gjarnan gerast meðeigandi. Peningar til. Tilboð ásamt upplýsingum og- meðmælum, óskast send tíl A.S.Í- fyrir 15. þ. mán. merktr ,,Aðeins vönduð/* Rakarastofan Aðalstræti 6, verður Iokuð allan daginn í dagr~ Eyjólfur Jónsson, frá Herru. Meðal farþega með Brúarfossí að vestan í gær: Ólafur Sigurðs- son og frú. Helgi Briem. Pjetur Maack og frú. Ketill Guðmunds- son. Jón Eyfírðingur. Matthías Kristjánsson o. fl. AIls um 40 manns. Betania. Saumafundurinn verð- ui' á morgun, fimtudag 13. júlí kl. 4. Konur eru velkomuar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.