Morgunblaðið - 19.07.1933, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 19.07.1933, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ 1 ^HorgtmblaM^ H.Í. ÁTTakor, *«Jkl»TLif. 4::íU(irir J6n KJ»rt»n»K>a. Valt$r Btsfknaaoa. >Ut»t]örn og af#r«lB«l*: ku«turatræti t. — Slml 1ÍC*. *.u#lýain#aatJ6rl: H. Hatbar#. Aa#l}alngaakrlt»toía.' ▲uaturatrætl 17. — Biml 170* K«laia«la>ar: Jön Kjart&naaon nr. 1741. Valtýr Stetánaaon nr. 4111. H. Hafbera nr. 1770. r iakrlftaalald' Innanlanda kr. 1.00 * atknaC' Utanlanda kr. 1.10 á nillll, i lauaaaðlu 10 anra aintaklC. 80 aura mað LmMIl Hosningaúrslit. Dalasýsla. Þar var kosinn Þorsteinn Þor- steinsson sýslumaður (S) með 382 atkv. Þorsteinn Briem atvinnu- málaráðherra (P) feJtk 308 atkv. 1931 fekk Jónas Þorbergsson '385 atkvæði, en Sigurður Eggerz '310 atkv. Árnessýsla. Þar var nú fjórskift kosniug •og tveir frambjóðendur frá hverj- um flokki. Kosningu hlutu Jör- undur Brynjólfsson (P) með 756 íitkv. og Eiríkur Einarsson (S) með 752 atkv. Lúðvík Nordal (S) fekk 650 átkv. Magnús Torfa- «on (P) 616. Ingimar Jónsson (J) 180, Magnús Magnússon (K), 157. Einar Magnússon (J) 141 og Haukur Björnsson (K) 46 atkv. 1931 fekk Jörundur Brynjólfs- ■son 974 atkv., Magnús Torfason '904, Eiríkur Einarsson 642, Lúð- vík Nordal 546, Einar Magnússon '211 og Felix Guðmundsson 137. Atkvæðaseðlar voru nú álíka margir og þá. Vestur-ísaf j arðar sýsla. Þar hlaut kosningu Ásgeir Ás- geirsson forsætisráðherra með 441 atkv. Gunnar Benediktsson (S) fekk 155 atkv. og Gunnar M. Magniis (J) 62. 1931 fekk Ásgeir Ásgeirsson 541 ;atkv. Thor Thors'(S) 233 og Sig- nrður Einarsson (J) 35. Vestur-Húnavatnssýsla. Þar hlaut kosningu Hannes Jónsson (P) með 286 atkv. Þór- -arinn Jónsson (S) fekk 237 atkv. •og Ingólfur Gunnlaugsson (K) •32 atkv. 1931 fekk Hannes Jónsson 345 atkv., Pjetur Magnússon lirm. (S) 275 atkv. ,og Sigurður Grímsson (J) 21 atkv. Skemtiferð er fyrirhuguð hjá ■Ferðafjelagi íslands um næstkom andi helgi austur undir Eyjafjöll, inn í Þórsmöi’k og í Fljótshlíð. Verður farið á laugardag í tveim- ur flokkum, sem báðir fara sömu leiðina, en í mótsettri röð. Gistir annar flokkurinn fyrri nóttina í Tnnhlíðinni, en hinn sömu nóttina á Seljalandi. en á sunnudags- morgun hittast flokkarnir í "Langanesi, og verða samferða inn á Þórsmörk, og þaðan aftur í Langanes, en skilja þar, og fer þá flokkurinn sem úr Fljótshlíð- inni kom niður undir Eyjafjöll, en hinn upp í Fljótshlíð. Komið verður til Reykjavíkur á mánu- •dag. Farmiðar verða seldir á af- •greiðslu Fáíbans til kl. 12 á hád. á föstudag og fást þar nánari upp lýsingar um ferðina. Hýiar ðldiHengdir útvarpsstððva frð byrjun næsta ðrs. Gunnlaugur Briem símaverkfræðing- ur segir frá ráðstefnunni í Lucerne. Dagana 15. júní til 19. júní var lialdin alþjóðaráðstefna suður í Lucerne í Sviss, og fór þar fram jthlutun á nýjum öldulengdum fyrir íítvarpsstöðvar. Gunnlaugur Briem símaverk- fræðingur sat þessa ráðstefnu sem fulltrúi íslands. Hann er fyrir skömmu kominn lieim og hefir blaðið átt tal við hanu og fengið h.já honum eftirfarandi upplýsing- ar: — Á Lucerneráðstéfnunni sátu 153 fulltrúar frá öllum ÍÖndum Ev- rópu, nerna Albaníu og Búlgaríu. Auk þess mættu þar fulltrúar frá Palestínu, Egyptalandi, Sýrlandi, Marokko og Tunis Ráðstefnan í Madrid 1932. Á ráðstefnunni í Madrid haust- ið 1932 hafði verið ákveðið hvaða öldusvið útvarpið ætti að nota og öldusvið fyrir aðrar starfsgrein- ar svo sem loftslceytastöðvar, ra- diovitar o. s. frv. TJthlutun á, öld,ulengdum út- varpsstöðva er orðið eitt af við- kvæmustu málum þjóðanna, því að öldulengdirnar eru svo mis- munandi að gæðum. Með einni hentugri öldulengd má fá meira langdrægi, heldur e nmeð tífalt dýi'ari stöð, sem notar óhentuga, ölduíengd. — Öll lönd keppa að sjálfsögðu að því, að fá sem best- ar öldulengdir, en tala þeirra er svo takmörkuð, að flest verða út- undan eða verða að sætta sig við að aðrar fjarlægar stöðvar noti sömu öldulengd, sem geta vald- ið truflunum. Skifting öldulengda. Sem stendur uota útvarpsstöðv- ar langar öldulengdir, alt frá 630 metrum og upp í 1935 metra. — Margar af þessum stöðvum trufla verulega starfrækslu annara starfsgreina, loftskeytastöðva o. s. frv. Þess vegna hafði Madrid- ráðstefnan sett strangari ákvæði eða takmarkanir á öldulengdum útvarpsstöðvanna, þannig að þær eru teknar burt úr ýmsum sviðum milli 630 og 1935 metrum. Lucei'ne-ráðstefnan varð því að þrengja sviðið verulega, og verður nú engin útvarpsstöð yfir 1875 m. og ekki milli 845— 1107 m., 765—824 m. og 578— 696 m. Þessi takmörkun minkaði mjög mikið rúmið fyrir útvarps- stöðvarnar á löngu öldulengdun- um. Fyrir Lucerne-ráðstefnunni lá því fyrst og frernst það erfiða eða rjettara sagt ómögulega verk- efni, að koma miklu fleiri og afl- meiri stöðvum inn á þrengra öldu svið. En eins og kunnugt er mega öldulengdir útvarpsstöðva ekki liggja mjög nærri hver annari ef komast. á hjá miklum truflunum. Árongur Lucerne-ráðstef nunnar. Oft var t.vísýnt um hvort Lu- cerne-ráðstefnan bæri nokkum ár- angur. En að lokum var þó sam- þykt ný ölduskifting, þó ekki einróma, því að sjö ríki voru á móti, en 27 með. Samkvæmt hinni nýju öldu- skifting á Reykjavíkurstöðin að nota 1639 metra öldulengd (í stað 1200 m. nú). Sömu öldulengd eiga að hafa Tyrkland, Spánn og Lit- hauen. Þessi breyting á öldrdengd okkar stöðvar gerir það að verk- um, að útvarpdð verður talsvert sterkara á Austfjörðum en nú og styrkleikabrtytingar minka mikið. Svo að segja allar útvarpsstöðy- ar í álfunni verða að breyta öldu- lengd sinni, og flestar verða að sætta sig við að aðrar stöðvar noti einnig sömu öldulengd. — Þannig á t. d. Kalungborg að hafa sömu öldulengd og Portúgal. TTm stöðvar þær, sem eiga að hafa sömu öldulengd og Rvík, er það að segja, að Tyrklandsstöðin í Angora, sem hefir 7 k\v. afl, mun vart trufla hjer svo neinu nemi. Lithauen-stöðin liefir sania afl og Tyrklandsstöðin og heyrist lijer mjög dauft og mun því lítið trufla — enda er vafasamt hvort hún getur notað þessa öldulengd vegna nálægðar við Moskvastöðina. — Spánska stöðin í Madrid, sem á að hafa sömu öldulengd og okk- ar stöð, verður ekki bygð fyr en eftir tvö ár, en þá á að endur- skoða Lucerne-samþyktina, svo hún kemur varla til að trufla hjer á þessu tímabili, sem sam- þyktin gildir. Luxemburg-stöðin. Það var stöðin í Luxenburg sem gerði mestar truflanir hjer s.I. vetur. Hún hefir notað í ó- leyfi 1192 m. öldulengd, en á nú að nota 240 m. öldvdengd. Að vísu var Luxemburg eitt þeii'ra landa, sem ekki skrifuðu uudir Lucerne-samþyktina, en þó má telja víst, að hún fyr eða síðar verði að breyta til. En truflanir hjer frá Luxemburgstöðinni hljóta undir öllum kringumstæðum að hætta þegar breytt verður um öldulengd okkar, sem verður 15. janúar næsta ár, því þá á Lucerne samþyktin að ganga í gildi. Þau sjö lönd sem neituðu að skrifa undir Lucerne-samþyktina voru: Finnland, Pólland, Svíþjóð, Holland, Lithauen, Grikkland og Ungverjaland, en Luxemburg var fjarverandj Við atkvæðagreiðsl- una. — Stöðvar þessara landa geta því truflað framkvæmd Lu- cerne-samþyktarinnar, ef þau ekki breyta öldulengdum sínum í sam- ræmi við hana. Reynt verður að fá þau til þess að fylgja hinni nýju samþykt í meginatriðum. Reynslutímabil. Þær upplýsingar, sem lágu fyr- ir Lucerne-ráðstefnunni, þegar hin nýja skifting öldulengda vár gerð voru eigi nægilegar til þess að hægt sje að segja fyrir um með vissu, hve miklar truflanir verða milli stöðva þeirra, sem nota eiga sömu öldrdengd. Verður því næsta ár einskonar reynslu- og mælinga tímabil. T haust verður haldinn fundur í Alþjóðasamb. útvarpsrekenda í Amsterdam, og verður þar m. a. reynt að ná samkomulagi við þau ingur leiki altaf best er hann á sjö lönd, sem ekki vildu skrifa|VÍð erlenda knattspyrnuflokka, eins og t. d. Skotana, er hjer undir Lucerne-samþyktina. Ef nauðsynlegt þykir, verða þar einnig gerðar nauðsynlegar, minni háttar breytingar, en þær verða því aðeiná gerðar, að allir fulltrú- ar Lucern-samþyktarinnar sam- þykki breytinguna. Hnatfflug Post. Hann er kominn til Irkutsk. Moskva 17. júlí. United Press. FB. Wiley Post lenti í Novosibirsk kl. 6.19 (Moskvatími). London 18. júlí. United Press. FB. Fregn frá Novosibirsk hermir, að Wiley Post hafi haldið áfram flug'i sínu kl. 8.55 (Moskvatími). Moskva 18. júlí. United Press. PB. Wiley Post lenti við Irkutsk kl. 3.35 (Moskvat.) og gerir ráð fyrir að halda áfram hnattfluginu kl. 11 síðd. Knattspyrnarl uið Dani. 1 fyrra kvöld kl. 8t/2 liófst fyrsti kappleikurinn sem dönsku knattspyrnumennirnir heyja hjer við íslendinga. Var það Víking- ur sem fyrstur lagði á hólminn gegn þeim. Veður var kalt og talsverð gola. að sunnan og skall á með rigningu nokkru eftir leik byrjun, sem þó stytti upp er á leik inn leið. Víkingar áttu undan vindi að sækja fyrri hálfleik og gerðu þeir þegar nokkur upphlaup, sem þó var ætíð hrundið af hinum prýði- legu bakvörðum Dananna, og end- uðu flest áhlaup þeirra með gagn sókn af Dananna hálfu. Er tutt- ugu mínútar voru af leik gerði vinstri úth. Robert Hansen snöggt og hratt upphlaup og lagði knöttinn fram fyrir miðherja Ejler Schmidt sem þegar skaut honum í mark. 13. mínútum síð- ar tókst Dönunum að skora annað mark með því að Aage Nielsen gaf R Hansen h. fith. knöttinn inn fyrir bakverði Víkings, eii hann ldjóp fram og skaut honum inn- anvert í stöngina vinstra megin og inn í niark. Endaði fyrri hálf- leikur þanuig með 2:0. Seinni hálfleikur byrjaði með uppldaupi frá Vílcing en endaði eins og svo mörg önnur með stóru sparki frá dönsku bakvörðunum. Eftir skarpa skothríð á mark Vík- ings, sem Þórir markv. Víkings stóðst prýðilega, tókst þeim að skora 3. markið .Voru þá 9 mín. af hálfleik. 4 markið var fallegt skot frá miðherja E. Schmidt. 15 mín. síðar, en 5. og 6. mörkin komu á síðustu 10 mínútunum. Leikurinn endaði þannig með ó- sigri Víkings 6:0. Leikurinn var yfirleitt fjörug- ur og skemtilegur, þrátt fyrir þennan markafjölda. Víkingar Ijeku vel en vantaði alveg að skjóta á markið. Bar helst á Tóm- asi Pjeturssyni, Gunnari. Haimes- syni, og Þóri Kjartanssyni í flokki þeirra. Er að sjá sem Vík- voru síðast, en gegn þeim stóðu peir sig best af öllum fjelögum hjer. Samleikur þeirra var góður. Leikur Dananna var ágætur; samleikur mjög góður og leikni hinna einstöku manna mikil, einkum hjá Chr. Clir., A. Nielsen og R. Hansen. í vörn þeirra bar mest á Niels Weiss v. bakv., Aage Boe v. framv. og Carl Witten h. bakv. Áhorfendur tóku þó mest eftir útherjunum báðum R. Han- sen og Chr. Chr. og hinum skot- fima miðherja Ejler Schmidt, er flest mörkin gerði. Tvent var það sem ruglaði gesti vora nokkuð. Annað var völlur- inn; harður viðkomu og hætt við skeinum ef einhver dytti, bolt- inn hoppar meira og sneggra upp en af grasvelli og ýmislegt fleira. Hitt var hinn mikli hraði Islend- inganna. Áttu þeir bágt með að átta sig á þessu í f.vrstu, einkum hinir yngri leikmenn þeirra. En úessu venjast þeir fljótlega. í kvöld kl. 8i/2 keppa þeir við Fram og verður það óefað afar fjörugur leikur. Ó. Straumhuörf. Þó það sje ókleift að vita með fullri vissu urn notkun áfengis í Bandaríkjunum eftir að bannið gekk í gildi, þá hafa menn reynt á ýmsan hátt að gera áætlanir um hana og má gera ráð fyrir, að áætlun Dr. Warbm'tons, háskóla- lrennara við Columbia háskólann, fari nærri lagi. Honum telst syo til, að áfengisneysla á mann hafi verið árlega að meðaltali: Fyrir bann Eftir bann (1911—’14). (1927—’30). ÖI 77.7 lítr. 23.7 lítr. Vín 2.2 — 3.9 — Sterk vín 5.6 — 6.13 — Öldrykkja hefir þá minkað stór- um við bannið, og svo fer í öllum bannlöndum, en víndrykkja og brennivín hefir aukist talsvert. Sje mi gert ráð fyrir því, &ð flest. kurl hafi komið hjer til grafar, þá er helsta breytingin við bannið sú, að öl þverrar, en sterkari drykkir vaxa. Nú er ölið tvímælalaust meinlausasta áfeng- ið, og breytingin hefir því verið síst til bóta. Það gekk hrifningaralda yfir Bandaríkin þegar bannið var lög- leitt. Kirkjufjelögin studdu það, læknar og flestir mentamenn, yfir- leitt bestu menn þjóðarinnar. — Menn gerðu sjer glæsivonir um stórgróða, er alt það mikla fje sparaðist, sem gengið hafði til áfengiskaupa og bjuggust við stór- feldri siðabót, er áfengið hætti að freista manna, spilla heimilislíf- inu og valda margskonar slysum. En þessar vonir hafa, því miður, brugðist herfilega. — Það hefir reynst allsendis ómögulegt að út- rýma áfenginu, ekki einu sinni að minka það svo um munaði, og þó var ógrynni fjár varið til þess að framfylgja bannlögunum Ekki var heldur neinn Spánarsamningur til þess að spilla þeim, Eigi að síður höfðu bannlögin mikil áhrif, og þau liverfa ekkí

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.