Morgunblaðið - 06.08.1933, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 06.08.1933, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ 3 j j '®«i.: H.f. Arraknr, K*rkj«Tfk. ;,í*tjðr»r: J6n KJ*.rt»n«*o», V«.ltýr Bttífnuoi. ■rtjörn os *.firrelS»l»: A.u»tur*trí»tl S. — Hlmí 1*Í9. j * <l tclTi«a«tjörl ■ ». Hjlít«rr. Tlt*in*»»krlf»tof»: Au»tur»tr«etl 17. — ffilw! Í70Í raulmar: •I KJ»rt«n»»on nr. 1741. st«f.4.n»aon nr. tlli. nr. 1770. •t> r 1.00 4 Híailt »II«* I' t.10 & málllt »or« »lnt»k!>. «0 »nr* tn»l> l«»k«k. „5innulausir uerkamenn!" * Þannig kemst Alþýðublaðið að orði í forystugírein í gær. — Blaðið bregður reykvískum verka- rnönnum um sinnuleysi um eigin hag. Verkamenn bæjarins kunna að *Pyrja: Hvar er umhyggja sósíal- istabroddanna og Alþýðusambands hurgeisanna fyrir hag verkalýðs- ins? Alþýðublaðið segir að 244 menn hafi mætt við atvinnuleysisskrán- inguna um síðustu mánaðamót. — Blaðið er úrilt yfir því bve at- vinnuleysingjar eru fáir hjer í bænum. Alþýðublaðið óskar eftir l>ví að þeir hefðu mætt fleiri. í Alþýðublaðinu er sagt frá því, hvers vegna þessir herrar óska «ftir, að atvinnuleysi sje sem mest, að sem flestir komi til at- vinnuleysisskráningar. Það er til þess, segir blaðið, að Alþýðuflokksbroddamir eigi auð- veldara með að befa fram kröfur sínar — til „hagsbóta fyrir verka- ]ýðinn“. Þó fjöldi manna hafi ekkert að vinna, enga atvinnu, það gerir ekki svo mikið, í augum Alþýðu- flokksbrodda. Fjöldi atvinnuleys- ingjanna á að hjálpa „broddun- um“ til að krefja, til að heimta, til að reka sína pólitík. Banka- stjórar, forstjórar og bitlingamenn missa ekkert þó verkamenn gangi atvinnulausir. Og Alþýðuflokksbroddarnir hafa sannarlega ekki látið sitja við orð- in tóm. Þeir hafa unnið að því með allmikilli einurð og festu, að skapa atvinnuleysi í þessum bæ. Ifjer um daginn var boðin á- kvæðisvinna við Sogsveginn. Al- þýðuflokksbroddarnir ætluðu, af göflum að ganga. Þeir bönnuðu „stjettvísum" verkamönnum að vinna við veginn. Menn hafa feng- ið þar gott kaup. Banni „brodd- anna“ var ekki sint. Hefði enginn farið hjeðan í Sogsveginn, hefði atvinnuleysingjar verið hjer á 2. hundrað fleiri en eru. Alþýðuflokksbroddarnir mistu mennina frá sjer — og í vinnuna. Alþýðublaðið er sárreitt. Nú bregður það verkamönnum um sinnuleysi. Blaðið telur það vafalaust Al- þýðuflokknum, þ. e. „broddum" hans hentugra, að enginn hefði farið hjeðan t. d. í Sogsveginn, eða annað til að bjarga sjer og sínum. Það hefði heldur kosið, að menn hefðu verið kyrrir í bænum, til að „punta.upp á atvinnuleysið“. En verkamenn hjer í bænum og víðar um land, eru fæstir „sinnu- lausir“ um sinn hag — sem betur fer. — Ofbeldið á Siglufirði. — Þau tíðindi bárust norðan frá Siglufirði, sem vekja munu undrun um land alt. Maður noltkur, Ármann Sveins- son að nafni, hafði starfað í vara- lögreglu ríkisins s. 1. vetur. Hann Ijet af því starfi í vor, og fór þá skömmu síðar norður á Siglu- fjörð, en þar á hann heimili. — Þegar síldveiðar byrjuðu, fjekk bann atvinnu á söltunarstöð Ing- vars Guðjónssonar. Fimtudaginn 3. þ. m. stöðvaði Verkamannafjelag Siglufjarðar alla vinnu á söltunarstöð Ingvars og var ofbeldi beitt til þess að koma vinnustöðvuninni í fram- kvæmd. Verkamannafjelagið færði fram þá ástæðu fyrir vinnustöðvuninni, að á stöðinni ynni maður, fyr- nefndur Ármann Sveinsson, sem hefði verið í lögreglu ríkisins. Og það bar fyrir sig samþykt síð- asta Alþýðusambands íslands, þar sem lagt var vinnubann 4 varalög- reglumennina. Vinnuveitendafjelag Siglufjarð- ar tók miál þetta í sínar hendur. Það leit svo á, að Ármann Sveins- son hefði ekkert það til saka unnið, sem rjettlætt gæti slíkt framferði gagnvart honum. Og það svaraði ofbeldisverkum forsprakka Verkamannafjelagsins méð því, að stöðva alla síldarsöltun og aðra vinnu á öllum stöðvum fjelags- manna. Tók vinnustöðvunin til 20CX) landverkafólks og sjómanna á 60—70 veiðiskipum. Atvinnurekendur, sjómenn og veikamenn báðu ríkisvaldið um vernd. Þeir væntu þess, að ríkis- valdið Ijeti það ekki viðgangast, að framið yrði slíkt níðingsverk á alsaklausum manni, sem ekki hafði annað til saka(!) unnið en að vera í þjónustu ríkisvaldsins sem lög- gæslumaður. Bíðasta Alþingi samþykti lög um lögreglumenn. Þau lög hafa nú öðlast gildi. I 7. gr. þessara laga segir, að varalög: eglumenn sjeu sýslunarmenn ríkisins, og er bann- að að tálma því, að maður gegni varalögreglustörfum, að viðlagðri 100—1000 kr. sektum — „nema þyngri rófsing liggi við að lögum.“ Þess verður að krefjast af ríkis- stjórninni, að luin sjái um, að ekki endurtaki sig atburður sá, sem of- beldismenn á Siglufirði frömdu á dögunum. Einnig verður hún taf- arlaust að koma fram ábyrgð á hendur þeim mönnum sem með of- beldi vildu kúga ríkisvaldið til þess að afnema ríkislögreglu, svo að þeir óáreittir gætu framið of- beldisverk sín og lögleysur. lamboree-förin Gödöllö 5. ágúst. FB. Islensltu skátarnir komu hingað á fimtudag og sýndu íslenska glímu í gær fyrir 10.000 ájiorf- endum. í dag sýna þeir glímu á svæði því, þar sem skátar hafa búðir sínar. Alls eru 22.000 skátar staddir hjer. Tvö bifreiðarslys urðu hjer í gær. Annað slysið varð á Hafnar- fjarðarveginum, rjett sunn- an við nýja kirkjugarðinn. Laust eftir hádegi í gær var vörubifreiðin „RE 541“, bílstjóri Guðmundur Ragnar Jónatansson, til heimilis á Grettisgötu 44, á leið frá Reykjavík suður Hafnar- fjarðarveginn. Tveir menn voru \ bílnum með lionum, Júlíus Gísla- son á Hverfisgötu 98, og sat hann fram í hjá Guðmundi. Hinn mað- urinn lieitir Ólafnr Friðriksson og á heima inni hjá Þvottalaugum. Sat hann á palli bifreiðarinnar aftan við stýrishúsið. Þegar þeir voru komnir rjett suður fyrir nýja kirkjugarðinn í Fossvogi, hvolfdi bifreiðinni og sltrikaði hún alllanga leið eftir veginum, braut af sjer alla yfirbyggingu og stýr- islijólið, og er það dásamleg guðs- mildi að allir mennirnir þrír, sem á henni voru, skyldi sleppa svo að segja ómeiddir. Bifreiðin lá þarna á hvolfi á veginum fram eftir deginum, en bifreiðarstjórinn gaf lögreglunni skýrslu um slysið. Segir hanu. or- sökina til þess hafa verið þá, að kind hljóp upp á veginn rjett fyr- ir framan bílinn. Kveðst hann þá liafa snarhemlað, en eitthvert ólag hafi verið á hemlunum, svo að eklci dugðu nema þær, sem voru vinstra megin. Við það lyftist bif- reiðin upp að aftan, kastaðist til vinstri og hvolfdi. Vegurinn er þarna breiður og góður. Hitt bifreiðarslysið varð á vegámótuin Grófarinnar og Vesturgötu. Annað bifreiðarslys varð neðst á Vesturgötunni rjett eftir hádegi í gær. Bifreiðin „ÁR 6“, bílstjóri Berg ur Vigfússon frá Geirlandi á Síðu var að fara vestur í bæinn og ætl- aði að beygja niður í Grófina, rjett hjá verslun V. B. K. Kveðst hann þá hafa ekið með 15 km. liraða. Kom ]>á unglingspiltur á móti honum vestan Vesturgötuna og lenti á vinstra aurbretti bif- reiðarinnar og framhjóli rjett á gatnabeygjunni. Varð áreksturinn svo mikill að lljólið mölbrotnaði, en pilturinn kastaðist af því lang- ar leiðir og fótbrotnaði svo hast- arlega, að beinbrotin gengu út úr fætinum. Pilturinn, sem heitir Har aldur Guðmundsson, fóstursonur Gudbergs hjólhestaverksmiðjueig- anda, og er aðeins 17 ára að aldri, var þegar fluttur inn í bensínaf- greiðslu Shell, sem er þar rjett hjá. Var síðan náð í Óskar Þórð- arson lækni, og gerði hann að beinbrotinu og sendi svo sjúkling- inn til Landakotsspítala. Hungursneyð og drepsóttir í Rússlandi. Eftirfarandi frjettir frá Moskva birtust í norska blaðinu „Aften- posten“ hinn 25. júlí. Upp á síðkastið liafa blöðin ver- ið fáorðari en að undanförnu um horfur iðnaðarins og fimm ára áætlunina. Nú tala þau aðallega um matvælahorfufnar i sveitunum. í fyrra átti sowjetstjórnin aðeins um tvent að velja: Annað hvort að hætta við sameignarbúin, eða þá að ganga enn harðara að hinum einstöku bændum heldur en áður. Seinni kosturinn var tekinn. Og vegna þess er nú ívo komið að þar í landi er svo mögnuð hung ursneyð að hún minnir á mannfell- irinn mikla árið 1920. Munurinn er aðeins sá, að árið 1920 var hung- ursneyðin mest í borgunum, en nú er hún mest út um sveitirnar. Þó liefir hungursneyð í borgunum verið svo tilfinnanleg, að yfirvöld- in hafa orðið að taka matvæli frá hemum og útbýta þeim meðal al- mennings, af ótta við það að hinn hungraði lýður mundi grípa til örvæntingarráða. Víða um landið hafa drepsóttir komið upp. Taugaveiki er afar skæð víða og í Ural-hjeruðunum geisar svartidauði og leggur fjölda fólks í gröfina. Grierson lagður á stað í Atlantshafs- flugið. í gærmorgun barst Geir Zoega kaupmanni í Hafnarfirði skeyti um það, að enski flugmaðurinn Grierson hefði lagt á stað frá Hull í Atlantshafsflug kl. 7.40 eftir Greenwich tíma. Var sagt í skeyt- inu að hann ætlaði fyrst að fljúga til Scapa Flow og þaðan beint til Reykjavíkur. í gærkvöldi kom skeyti frá Scapa Flow um það að Grierson mundi ekki halda lengra áfram í gær, en býst við að fljúga í dag til Reykjavíkur. Hann hefir ekki loftskeytasenditæki, aðeins mót- tökutæki, og má því búast við að fátt frjettist um ferðalag hans fyr en hann kemur að íslandsströnd- um. Ókyrð í Bandaríkjunum. New York, 5. ágúst. Forsetinn og ráðunautar hans hafa nú til athugunar hvernig koinið verði í veg fyrir ókyrð þá, sem víða kefir komið í Ijós, í sam- bandi við viðreisnaráformin. — Roosevelt hefir krafist þess, að öll verkbönn og verlcföll verði aft- urkölluð. Verkamannaleiðtogar og vinnuveitendur liafa heitið ríkis- stjórninni stuðningi sínum. Viðsjár í Dublin. Dublin, 5. ág'úst. United Press. FB. Vopnuð lögregla hefir slegið bring kringum ríkisstjórnarbygg- ingarnar í Dublin m. a. þinghúsið, af ótta við blóðuga byltingu um helgina. Þinghúsið er líkast því, sem um setuliðskastala væri að ræða. Vopnað herlið hefir verið þar vikum saman. Ástandið, sem er talið ískyggilegt, orsakast af deilu ríkisstjórnarinnar við „bláa liðið“ svokallaða (það notar bláar einkennisskyrtur) en foringi þess er O’Duffy hershöfðingi, fyrver- andi lögreglustjóri í Dublin. Rík- isstjórnin hefir ákveðið að kalla 300 menn úr írska lýðveldishern- um til aðstoðar lögreglunni. Togari dreginn út af Meðallandsfjörum. Þann 19. febrúar siðastliðinn strandaði þýskur togari „Gustav Mayer“ á Meðallandsfjöru. Óðinn hafði tekið togarann í landhelgi við Ingólfshöfða, en á leiðinni vestur með ströndinni strandaði togarinn. Ekki þótti tiltök að ná togaran- um út, eins og ástatt var þarna eftir strandið, og var því úrskurð- að, að hjer væri um fullkomið strand að ræða. — V átryggingarf jelag skipsins auglýsti því næst skipið til sölu, þarna á söndunum, og gerðu boð í það nokkrir menn eystra og var Bjami Runólfsson í Hólmi þeirra fyrirliði. Þeir fengu skipið keypt fyrir sáralítið verð (5—600 kr.). Þegar leið á veturinn, fór skip- ið að sitja betur í sandinum, en það upphaflega gerði, og mun Bjarna í Hólmi og öðrum mönnum eystra þá hafa hugkvæmst, að reynandi væri að ná skipinu út. 1 vor kom Bjarni hingað til Reykjavíkur og fjekk Einar Ein- arsson fyrrum skipherra til þess að koma austur til þess að líta á skipið og staðhætti á strandstaðn- um. Einar fór austur og hefir verið þar við og við síðan. Hann fjekk vjelstjóra austur og tókst honum að hreinsa vjelina og koma henni í gang. Skipið stóð á rjettum kili og lá vel við. Yar nú róið með akkeri og festar út og akkerið sett í sjóinn utan til á legunni. Biðu björgunarmenn nú eftir að sjó brimaði, til þess að fá lyft- ingu undir skipið, en hugsuðú sjer þá að draga skipið út á festun- um og nota til þess vjelaafl skips- ins. Þetta heppnaðist prýðilega. — í gær var komið brim við sandana, og var þá vjelin sett í gang og skipið komst á flot kl. 6 síðd. í gær. Bjóst Einar skipherra við að sigla skipinu hingað til Reykja- víkur. Tíkkert skip var til að- stoðar við björgunina. Merkur femleifafunður. Stærsta hústóft, sem enn hefir fundist á Norður- löndum. Fyrir 5 eða 6 árum fór dr. Jan Petersen þjóðminjavörður í Stav- anger að grafa upp forna húsa- tóft hjá bænum Sælandi í Time. En þá vanst, honum þó ekki timi til þess að rannsaka fornleifar þessar til fullnustu. Nú í sumar hóf hann rannsókn- irnar aftur og voru með honum stúdentar, sem leggja fyrir sig fcrnfræði. Kom nú í ljós, að hús- tóft þessi var merkilegri heldur en menn höfðu haldið, því a§ það er hin stærsta hústóft sem til þessa liefir fundist á Norðurlöndum, enn stærri heldur en hin mikla hús- tóft á Gótlandi. Fjölda margir fornmunir hafa fundist þarna í rústunum, 1700— 1800 gripir- úr brendum leiri og ýmis önnur búsgögn. Rjett hjá þessari stóru hústóft hefir fundist önnur tóft sem er um 3Ö metra á lengd.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.