Morgunblaðið - 19.08.1933, Blaðsíða 2
2
M ORGUNBLAÐIÐ
Borgarfiarðar
dilkakjöt
Svínakjöt.
Lifur og Hjörtu.
Gulrófur ódýrar.
Sími er 1834—2834.
Alt sent heim.
S ÍMI 183 4
Verðlækkun
á dilkakjöti.
Svið.
Lifur og hjörtu.
Ný kæfa.
ú- HaHdúrsson s
Kalstað.
Sími 2828.
Nýtt
Nautakjöt og
Kindakjöt.
Miðdagspylsur.
Yínarpylsur.
Ný Kæfa og Rúllupylsa.
Með lægsta verði. —
Hiðf & Fiskur.
Símar 3828 og 4764.
jecr
niðursuðuglös eru best —
allar stærðir og varahlutir
fást í
Til
Borgarness
og Borgarfjarðar fara bif-
reiðar kl. 5 í kvöld.
Ferðaskrifstsfa Islands
Ingólfshvoli. Sími 2939.
Innflutningshöfiin.
Niðurl.
IV.
Það er ekkert að fást um þær
þvingunarráðstafátiir, sem gerðar
eru, ef alþjóðar nauðsyn krefur,
en þegar til þeirra er gripið af
pólitískum ástæðum, að .eiris vegna
rikisins í ríkinu, og valdhafarnir
að auki notfæra sjer gamla, mjög
vafasama, heimild, sem að eins
skapar þessu ríki í rikinu sjer-
stöðu til þess að koma við hlut-
drægni, sinni pólitísku samvinnu-
stefnu til framdráttar, sbr. að-
stöðumuninn, sem þeim er veittur
með frjálsri gjaldeyrisverslun og
auðvitað fríum aðgangi að þeirra
eigin bauka — Landsbankanum
— og ítökum í Útvegsbankanum,
þá geta slík sjerrjettindi vart
talist veitt með tilliti til þess hvað
þjóðarheildinni er fyrir bestu. —
En á sama tima er verslunarstjett-
in .svift öllum viskiftamöguleik-
um eftir því sem þessir herrar
þora, og jafnframt rænd arði og
eignum. Þannig lagaðar ráðstaf-
anir geta aldrei orðið til annars
en þjóðarbölvunar, sem hefnir sín
áður en varir, enda má segja það
um alla starfsemi hriflinga, að
hún hefir verið ein óslitin óliappa
og ógæfukeðja, og eru innflutn-
ingshöftin aðeins lílið lárviðarlauf
í þeim rógs- og lygakransi, er
þessi aumasta stjórn allra stjórna
hefir fljettað að höfði sjer, —
þessi stjórn, sem þjóðin hefir illu
héilli orðið að bua undir þetta
síðasta tímahil hinnar pólitísku
sögu sinnar. En sem betur fer
verður nú þó vart lítilsháttar upp
rofs. og er óskandi. að ekki líði á
löngu áður hægt verði að segja :
,.XÚ fer að morgna“. og að vor-
boði sá, er gerði vart við sig við
síðustu koseningar á liinum póli-
tíska himni þjóðarinnar, vérði að
virkileika.
Við síðustu kosningar vann
Sjálfstæðisflokkurinn stórfeldan
sigur, þó betur megi ef duga ska.1.
En eins og það er talinn vandi
að fara með fengið fje, eins er
vandi að fara með sigurinn. Því
verður flokkurinn að fvlgja eftir
þeim sigri, svo liann snúist ekki
í höndum lians í ósigur. Hjer
duga engin vetlingatök. Hann
verður með fullri einurð að krefj-
ast rjettar síns. Hann má ekki
sofna á málunum.
Kjósendur heimta vökumenn.sem
vaka yfir rjetti og riiálum þeirra
og þjóðarinnar, sem heimta, áð
hreinsað sje til í óþrifabæli hinna
íslensku A1 Capona. Þeir heimta
rannsókn á hinum mörgu málum,
sem fyrir liggja, fleirum en að
framan nefndum. Skai hjer gripið
á því, sem næst .hendi er og heðið
er eftir með óþrevju, Þórsmálinu,
svo eitthvað sje nefnt af lianda-
hófi. Það má jafnframt geta þess,
að nokknr orðasveimur gengur um
það, að ýmiskonar skjöl hafi á
duiarfullan hátt glatast í stjórnar-
i'áðinu. Sömuleiðis ýms önnur mál,
jafn merkileg og Þórsmálið. —
Úver þau eru, skal ekkert um
sagt. Mál, sem af einhverjum á-
stæðum ekki eru athuguð nje al-
menningi kynt. Mál, sem þó ekki'
kváðu vera utanríkismá] lieldur
innan. Sá hluti þjóðarinnar, sem
nokkra ábyrgðarkend hefir ennþá,
m það eru kjósendur Sjálfstæðis-
flokksins og nieiri hluti þjóðar-
innar, þolir ekki lengur það hlut-
'cysi og umburðarlyndi, sem sýnt
er niðurrifsstefnu liinna sam-
einuðu jafnaðarbolsa og' hrifl-
inga. Þeir, sem fylgja Sjálfstæðis-
flokknum að máli, þola ekki leng-
ur þá kúgun, sem þeir eru beittir
af minni hlutanum, sem segja má
um að orðinn sje riki í ríkinu
vegna sjerrjettinda þeirra, sem
hann frjálst og ófrjálst er búinn
að klófesta. Se'm betur fer þá hef-
ir hriflingum ekki tekist enn þá
að rugla svo dómgreind hinnar
uppvaxandi kynslóðar, að hún
geti ekki skilgreint, rjett frá
röngu. Það er hin unga kynslóð,
æskaii. sem á að taka við af
okkur, sem erum komnir að því
að hverfa. Hún heimtar rjett
,siim — kosti jiað hvað sem kosta
vilJ. Hún á kröfu til þess, að við
skiljum þannig við, áð henni sje
lífvænt í landinn, en til þess þarf
að afmá öll örtraðarspor hriflinga
af stjórnarfari og úr þjóðlífi voru.
lteykjavík, 8. ágúst 1933.
P. Stefánsson,
Aths.
Nafnorðið „hrifling“ (sjá orða-
hók Sigf. Blöndals), er orðið sjald-
notað, en rjett þykir eftir atvik-
um að taka upp orðið „hrifling-
ur“ og festa það í málinu um
þann. er framkvæmir verknaðinn,
er felst í fvrra orðinu.
Til lesenda Nýals.
Mest vert er ])að, sem til mestra
framfara miðar. En ekkert mál-
efni veit jeg eins stefna til fram-
fara og það. sem dr. Helgi Pjet-
iirss hefir borið fram og birt,
í bókum sínum, Nýal og Ennýah
Hlýt jeg því að telja það málefnið
mestverða, þó að meira hafi um
flest annað verið rætt og ritað.
Er það að vísu ekki ætlan mín
að rekja það mál lijer eða rök-
ræða. Hefir hofundurinn sjálfur
sett kenningar sínar svo Ijóst
fram og lifandi, að ekki væri auð-
gert að gera, svo, að fremur ork-
aði. En jeg veit. að fleiri eru en
jeg, sem hrifist hafa af boðskapn-
nm og' sannfærst með sjálfum sjer,
og til þeirra er það sem jeg tala.
Og er þá ineining mín sú, eða það,
sem íiijer kemur í hug að segja,
að orðið gæti til góðs, að þeir
vissn hverjir um aðra meira en
verið hefir. En til þess þyrfti j
eitthvað að gera, t,. d. í byi'jun
að stofna til brjefasambanda. —
Gæti það orðið, ekki til að stofna
klíku — en klíkur eru snmtök nm
að útiloka og ofsækja — heldur
til að auka hollan samhug og
traust hvers á eigin skilningi og
reynslu. Væri það vel, því að of
erfitt er það til lengdar flestum
óstuddnm að trúa jafnvel sjálfum
sjer, þegar um eitthvað stórt eða.
nýstárlegt er að ræða. Og þá væri
vel, ef slíkt, samband eða sam-
hugur milli góðra lesenda og skilj-
enda mætti verða til að gera að
einhverju leyti hægara fyrir hin-
um einstæða frömuði. Langar mig
til að treysta því, þó að kosið
Vikfing-haframjðl
í 1/1 og 1/2 pökkum.
Cerana-bygggrjón
í 1/1, 1/2 og 1/4 kg. pökkum, er hreinn, ódýr
og heilnæmur matur, ráðlagður af læknum. —
Sfimfi: í—2—3—4.
Nofaðnr gnfnketill
ca. 100 lítra, til sölu, með tækifærisverði,
ef samið er strax.
Ásmnndnr Jðnsson,
Hafnarfirði, sími 9063.
befðf jeg málshefjanda frægari
mjer, að einhverjir verði til að
sinna þessu. Og fagna mundi jeg
brjefum hvaðan sem værri nin
þetta efni, og að fá þannig að-
stöðu til að kynna saman skoðana-
skylda og kynnast þeim.
Farsæld varir ekki lengur en á
meðan er framför, Þá aðeins er
vor. en hryðjurnar verða af því
að kólnar. Vor verður að vetri, e.f
ekki köma æ nýir geislar, nýir
boðendur þess. En boðendur vors-
ins eru fyrst þeir,. sem ný sann-
iudi finna og f'lytja. Og svo að
ekki kólni eða verði liröp, þá er
hið næsta eða áframhald þess, að
ný sannindi sjeu fundin, að þau
sje heyi’ð og þegin. Væri gaman
að hjer, sem svo seint vorar löng-
um, væru gerð hin fyrstu samtök
um hin stærstu sanniiidi. Eða er
það ólijákvæmilegt íslendingum
að verða ekki fyrstir til að skilja
og trey.st.a á það. sem merkilegast
hefir verið hugsað meðal þeirra
og skrifað í
Þorsteinn Jónsson,
Ulfsstöðum.
Pr. Reykliolt, Bn.
I. R.
í. R.
Teonis
nfitln
hefjast Iaugardaginn
þann 26. ágúst. Vænt-
anlegir þátttakendur
tilkynni þátttöku sína
»
TENNISNEFND í. R.
Háskóli í Stambul.
I Iverðrrlett
Fyrsta flokks boddíbíll fer í
Þverárrjett kl. 7 n.k. sunnudag,
um Kaldadal. Sætið fram og til
baka kr. 12.00. Upplýsingar í síma
2248.
Stjórnin í Tyrklandi hefir lát-
ið 'reisa háskóla í Btambul og
verða þar skipaðir um 50 útlendir
prófessorar. Háskóli þessi var1
vígður hinn 1. ágúst. — Fjöldi
þýskra mentamanná, sem ' hafa
orðið að flýja land og nú eiga
iteima í Sviss, liafa sótt uni pró-
fessofsembættin.
Slæmt ástand í Calais.
Svið. Lifur og Hjörtu o. m.
fl., lang ódýrast í
Fílnnm,
Laugaveg 79. Sími 4551.
Bæjarstjórnin í Calais í Fraklt-
landi li.efir nýlega sagt af sjer,
og ennfremur dómarar í verslun-
arrjettinum og fulltfúar i versl-
unarráðinu. Astæðan til þessa er
sú, að vefnaðarverksmiðjunum þar
í borginni hefir verið íþvngt svo
með sköttum og tollum, að þeim
liggur við liruni. Ríkisstjórnin
héfir nú tekið málið í sínar hend-
ur og athugar hverra ráða skuli
leyta til þess að bjarga þessum
aðalatvinnuvegi borgarbúa.
Hitabylgja í U. S. A.
Um seinustu mánaðamót fói
ofsaleg hitabjdgja yfir austur
hluta og miðhluta Bandaríkjanna
011 á eftir komu miklir fellibyljir
Mitinn og sviftivindarnir urðu 4C
nianns að bana. þar af 10 • í New
Vork. Þar var hitinn 38 stig i
skugganum hinn 31. júlí. En um
sama leyti voru svo nriklir kuld-
ar i Montana. að fólk ldæddisl
vetrarfötum sínum.