Morgunblaðið - 10.10.1933, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 10.10.1933, Blaðsíða 3
2 MORGUNBLAÐIÐ 3 ^RorgtinMaM^ Ctffef.: H.t. Arvakur, Reykjavlk. Kltatjörar: Jðn KJartanaaon. Valtýr Stefknsaon. Rltstjðrn og- afgreiðsla: Austurstræti 8. — Slmi 1600. Auglýsingastjðri: E. Hafberg. AuslýsinKaskrlf stof a: Austurstræti 17. — Siml Í700. Helmaslmar: Jðn Kjartansson nr. 3742. Valtýr Stefánsson nr. 4220. Árni Óla nr. 3046. E. Hafberg nr. 3770. Áskriftagjald: Innanlands kr. 2.00 4 mÁnuðl. Utanlands kr. 2.60 & mánuði. I lausasölu 10 aura eintaklS. 20 aura með Lesbðk. Slæmur verslunarjöfnuður. Samkvæmt vitflutiiingsskýrslum fyrir september hefir útflutning- urinn fyrstu 9 mánuði ársins num- i? 32% milj- kr. í september var útflutningurinn 7% miljón kr. 1. •okt. í fyrra var útflutningurinn á ■árinu orðinn 29.6 milj. kr. Svo út- : fiutningurinn í ár er nokkru meiri -len í fyrra. Bn innflutningurinn hefir auk- ist mikið meira frá í fyrra. Inn- flutningsskýrslur fyrir september i ár eru ókomnar. En 1- sept. var : innflutningurinn orðinn 29 milj. kr. <eða 4 milj. kr. umfram iitflutning- inn þá. Innflutningurinn 8 fyrstu xnánuði ársins í fyrra var 22 milj. kr., þ. e. 7 milj. kr. minni en á þessu ári. Saltfisksúfflutningurinn var 1- •okt. í ár 44 þús. tonn, á. sama tíma. í fyrra 45 þús. tonn, en verðið sem fengist befir fyrir saltfiskinn i ár er 18.8 milj. kr., en í fyrra 17.3 milj. kr. Aflinn 1. október var 67 þús. tonn en á sama tíma í fyrra 54 þús. tonn. PiskbirgSir 1. okt. nú 30 þús. tonn, voru í fyrra 23 þús- 'tonn. Nýja stjórnin á Spáni. Madrid, 9. okt. tJnited Press. FB. Ný ríkisstjórn hefir verið mynd ’rtð og er bún þannig skipuð: Barrios, forsætisráðherra. Albornoz, utanríkismálaráðlierra. Bensi. . dómsmálaráðherra. Iranzo, bermálaiiáðherra. Romero, flotamálaráðherra. Lara, fjármálaráðherra. Abello, innanríkisriáðherra. Barnes, kenslumálai'áðherra, Guerro, atvinnumálaráðherra, Del Rio, vckamálaráðherra. Sunder, landbúnaðarráðherra, Cirilo Del Rio, verslunarmála- S'áðherra. Ordas, samg'óngumálaráðherra■ Barrios er einn a.f helstu mönn- 1111) róttæka flokksins. Madrid. 9. okt. United I'ress. FB. Alcala Zamora ríldsforseti liefir ■skrifað undir tilskipun nm, að þjóðþingið sknli rofið. Nýjar kosn ingar fara fram þ. 19- nóvember næstkomandi, en hið nýja þing kemur saman þ. 8. des. Banatilræði við Stahremberg VínaboVg. 9. okt, United Préss. FB. Þegar Stai'hemberg prins ’var á Veiðum í gær var skotið á hann, ■en tilræðismaðnrinn hæfði hann vkki. Ofviðri í Siglufirði. Siglufirði, mánudag. Prjettaritai'i M'orgunblaðsins sím ar á þessa leið: Aftakaveður af norðaustri gerði hjer seinni liluta sunnudags. Stóð það látlaust alla nóttina og' fram á dag, en er nú heldur farið að lægja- Bátar höfðu 'allir róið í gær- morgun, því að afli er góður, en i’lestir þeirra náðu landi áður en veðrið var upp á hið versta, Um háttatíma vantaði þó tvo báta, en þeir náðu landi heilu og liöldnu, annar um tólfleytið og hinn um eittleytið. Bátarnir höfðu veitt vel, st, hæsti liafði fengið 12000 pund, en sá lægsti 2000 pund. Tiltölulega litlar skemdir hafa orðið af veðrinu. Þó fauk þak af nýlegri trjesmíða.vinnustofu og ýmsar minni skemdir urðu, á hús- um. ■— Vjelbát sleit f-rá bryggju og rak bann inn á Leiru, en náðist ó- skemdur í dag. Uppmokstursskdpið ,,Tda“ slitn- aði upp og rak það inn á Leiru. Er það komið þar hátt npp og liggur á. hliðinni. Talið er að það muni óbrotið og takast muni að koma því aftur á flot. Dettifoss kom hingað í gær- kvöldi og varð að leggjast við festar úti í firði og komst ekki að bryggju fyr en í dag. Flutningaskipið Bro lá við hafn- arbryggjuna og sakaði ]iað ekki, en éinhverjar lítilshátt.ar skemdir mun það hafa gert á bryggjunni. Nokkuð af blautum stórfiski var sent lijeðan með Dronning Alex- andrine seinast til Kaupmanna- hafnar, og fengust 32 anrar fyrir hvert kíló- Nú fer mikið a.f sams- konai’ fiski til Kaupmannahafnar með fslandi, og er hann þegar seldur fyrir sama verð. Málverkasýning. Eggert Guðmundsson sýnir í G o o dt empl ar a húsinu olfumy n dir, va.tiisl.iti og teikningar. Eggert hef ii' sýnt, þrisvar eða fjórum sinnum áður hjer í Reykjavík. Hann breyt ir stöðugt um aðferð, liti og foirm, bver ný sýning sýnir mönnmn nýtt viðhorf. Hann leitar stöðugt, fyrir sjer, án ]iess þó að finna friðþæg- ingu. Listræni persónuleiki hans er merkilega óstyrkuir, opinn fyrir margskonar áhrifum, án þess þó að bafa afgerandi áhrif á þroska iistaúiannsins, en leiðir af sjer ægilega eftirlíkingu. Þó virðist -ern rofi til, því á þessari sýningu eru verk, sem eru heilsteyptari en láður, tilfinninga-ríkari í lit og' formi. Einkum gætir þessa í „Eld- g'ýgur“ og á „Fjallabaksvegi“. Litirnir ern oft, lians veikasta hlið, en báðar þessar myndir sýna að hann sjálfur veit af því og nú reynir með sjálfsaga að finna sína eig’in lita-samstillingu. — Annairs gætir þessara góðu eiginleika eink- um í forgrunnslitunum. . Mannamyndirnar eru flestar Ije- legri en Iandslagsmyndirnar, lítið sjeð við þær, og stóra myndin af Edith Block er mislukkuð. fegurð- in verður að tómleika, litamýktin að sætleika, Annars er það aðallega liand- bragðið, handlægnin, sem Eggei*t efir lagt stund á, sem líka er gott, sem hjálparmeðal til að búa til liandverk, en listaverk skapast aldrei, nema listamaðurinn sökkvi sjer niður í viðfangsefnið með auðmýkt og undirgefni. Oirri. Afnám bannlaganna. Þeii’ sem þessa dagana færabann- málið í tal við menn úr ýmsurn bygðarlögum, eða meiín kunnuga víðsvegar um land, fá alstaðar sömu frjettirnar: Að dagar banns- ins sjeu taklir. Ýmsir eru þess fullvissir að um 80% greiddra atkvæða verði á móti banninu, aðr- ii komast svo að orði að ekki geti talist að bannmenn _eigi framar neinu liði á að skipa í landinu ■— aðeins tiltöluléga fámennum hóp af þrákálfum, sem hafi engu gleymt og ekkert lært, Það er al- kunnugt, að ýmsir af ágætismönn- um Reglunnar hafa fyrir löngu mist trúna á blessun bannsins, og ru nú sömu.skoðunar og Indriði Einarsson. Það er og víst að bannmenn hjer 1 Reykjavík gera sjer .engar vonh um að fylgi bannsins reynist mikið fyrsta vetrardag —: en þeir gera, [Sjer sumir hverjir vonir um annað. Þeir gera sjer vonir nm að at- kvæðagreiðslan verði fásótt, að þúsundum manna, sem eru banninu andvígir, verði það á að sækja' ekki kjörfund, vegna þess að þeir sjeu fullvissir - um livernig fara muni. Og svo verði hægt að telja. úrslitin marklaus, eða nota þau til blekkinga. Það er fjarri oss að vilja gruna alia bannmenn mn slíkan hugsun- arhátt. En hann kemur greinilega fram í greinarstúf eftir þjóðmála- loddarann Tryggva Þórhallsson í síðasta tbl. Framsóknar. Tr. Þ. segir: „En annars ber að sjálf- sögðu að líta svo á, að þeir, sem ekki taka þátt í atkvæðagreiðsl- unni, æski engra breytinga á nú- verandi áfengislöggjöf“. Tr. Þ. liefir áður á. þessn ári tal- að margt um það bve sveitafóik ’igi örðugt með að sækja kjör- fund fyrsta vetrardag. En nú hlakkar liann yfir því að margur muni verða að sitja heima þennan dag. Og ætlar að t.aka að sjer að falsa skoðun og vilja ailra þeirra, sem af einhverjnm ástæðum ekki skila atkvæði fyrsta vetrardag. En þetta fölsunarmál, sem hann virð- ist vera að boða í grein sinni, er of ógeðslegt, og blygðunarlaust, til þess að vera líklegt til neinna áhrifa fyr nje síðar. Andbanningar um land ait verða að fjöimenna til atkvæðagreiðsl- unnar fyrsta vetrardag, til þess að binda nú enda á bannlaga-bölið, og forða þjóðinni frá frekari nið- urlæging og meiri smán af völdum þeirra laga, sem verst hafa reynst í landi voru. Flutningaskipið Edda fór frá Torrevieja á laugardagskvöld á leið til Keflavíl vur. Kemur við í Skotlandi og tekur þar kol. □agbók. ¥eðrio (mánudagskvöld kl. -5): Djúp lægð niiili Skótlánds og Fær- eyja, Vindur er hvass NA víða lijer á landi og slydda eða rigning nyrðra og eystra. Þegar líður á morgundaginn mnn veður f'ara að liatna lijer vestanlands. Veðurútlit í Rvík í dag: All- livass NA- Urkomulaust, Miðvikudag: Sennilega N-kaldi ög bjártvíðrí. Verslunarmannafjelag Reykja- víkur heldur fyrsta fund sinn á þessu liausti á fimtudaginn kemur. Athygli skal vakin á því. að þessi fundur verður haldinn í húsi Odd- fellowa, 2. hæð. Guðmundm* Jóns- son kaupmaður segir frá ferð is- lenskra verslunarmanna til Finn- lands í sumar. Happdrætti hlutaveltu H.f- Hall- veigarstaðir. í gærmorgun var dregið í happdrætt.inu á skrifstofu lögmanns og komu upp þessi núm- er: 6123 (100 kr.), 6825 (eldavjel). 7166 (lrolatonn), 6752 (málverk), 5972 (hægindastóll) og 6140 (kaffidúkur). Vinninganna má vitja til frú Ingibjargar C. Þor- láksson, Bankastræti 11. Pjetur Jónsson óperusöngvar endurtekur söng sli|n á morgun með breyttri söngskré- Emil Thor- oddsen aðstoðar. Hjónaband. Else Wittendorf og Árni PálsSon bílaviðgerðarmaður voru gefin saman af síra Bjarna Jónssyni síðastl. laugardagskvöld. Silfurbrúðkaup eiga í dag Björg Magnúsdóttir og Þorsteinn Tóm.as- son trjesmiður. Mjóstræti 4. Dánarfregn. í gærdag andaðist 5 Siglufirði, eftir lauga og þunga legu, frú Aðalb.jörg Jónsdóttir, ekkja Pjeturs Jóhannessonar- Næturvörður verður í nótt í Reykjavíkur Apóteki og Lyfjabúð- inni Iðunn. Meðal farþega, með Gullfossi á sunnudaginn voru: Baldvin Ein- arsson og frú, Hjeðinn Valdimars- son alþm, eand. pharm. Skoosbol, frú Sína Ásbjörnsdóttir. frú Ólöf Sigurjónsdóttir, frú Thora Skafta- son, Sigríður Einarsdóttir. Guð- rún Pálsdóttir kénslukona., María Helgadóttir, Sigríður Bríem. Jó- hanna Jóhannesdóttir söngkona, Bengta Anderson, Gunna.r Þor- steinsson, Jón Engilberts listmál- ari og frú, Lárus Ingólfsson o. fl. 25 ára hjúskaparafmæli eiga í dag Jóhanna Kr. Bjömsdóttir og’ Elías Jóhannsson, Bjargarstíg 3. Skipafrjettir. Gullfoss fei* vest- ui’ og norðnr í kvöld, aukahafnir Onundarfjörður og Hesteyri. Goða- foss er í Hull og fer þaðan í kvöld. Brúarfoss var á Hvammstanga í gærmorgun. Dettifoss var á Siglu- firði í gærmorgun. Lag’arfoss lá undir Hrísev í gær vegna veðurs. Selfoss fór frá Antwerpen 7. okt. áleiðis til Kaupmannaliafnar. Hjálparstöð ..Líknar1’ fyrir berklaveika, Bárugötu 2. Læltnir viðstaddur mánudaga og miðviku- daga. kl. 3—4 og föstudaga kl. 5—6. Uppboð verður haldið í dag í Aðalstræti 8 kl. 10 árdegis á bóka- safni Björns heitins Magnússonar simstjóra í ísafirði. Farfuglafundir. Undanfarna vet- ur hefir U. M. S. Kjalarnesþings haldið uppi fundum fvrir ung- mennafjelaga utan af landi, og liafa fúndir þeir verið einu sinni í mánuði, og er nú ákveðið að þeir verði 2. þriðjudag í hverjum mán- uði í vetur. Starfsemin er mjög marghreytileg. Rædd eru ýms á- hugamál ungmennafjelaga. haldn- ir fræðandi fyrírlestrar, þektir Celtex dömubindi er búið til úr dún- mjúku efni. Það er níi iihb ein- göngu notað. Eftir notkun má kasta því í vatnssalerni. Ti,akki með 6 stykkjum kostar 95 ura. Laugavegs Apótek. Hár Hefi altaf fyrirliggjandi hár við íslenskan búning. Verð við allra hæfi. Versl. Goflafoss. Laugaveg 5. Sími 34SÖ. Veitið athygli. Strausykur 25 aura % 4g., — Melsi 30 aura kg, Hveit-i 20 aura V-2 kg., Rúsínur 85 aura Vk, kg,. Sveskjur 75 aura Vst kg. — Kaffipakkinn 1 krónu. Islensk egg 12 aura. lúhannes iðhannsson. Grmidarstíg 2. Sími 4131. menn fengnir til að iesa upp, og ýmislegt annað til fróðleikH og skemtunar. Fyrsti farfugla.fundto■ á þe.ssum vetri verður í kríild. Látin er nýlega í Kaupmanna- höfn frú Gnðrún Nielsen, kona (’lir. Fr. Nielsen kaupnianns, og systir Hallgríms Benediktssonar stórkaupmanns.. Lyra var væntanleg hingað seint í gærkvöldi. Áiekstur varð milli liolreiða- manns og bifreiðar fyTjT utan Landsbankann um kl, 7 síðd. á Iflúgardaginn. Skemdist reiðhjQlið iöluvert. en engin hlutust meiðsli af. ATar hjólreiðamaðurmn í stn- mn fulla rjetti, en bifreiðin ók öfugu megin- Mun bifc’eiðarstjori Iiafa verið undir áhrifum á.fengi::.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.