Morgunblaðið - 10.11.1933, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 10.11.1933, Qupperneq 8
MORGUNBLAÐIÐ 8 Konungur Afghana, myrtur. Amanullah fil meil að taka wi@. Konungurinn er myrtur; var. London, 9. nóv. F.tJ. Nadir Shah, konungnr í Afghan istan, hefir verið myrtur, og herm- ir fregn, að stúdent hafi orðið honum að bana, en frá Peshawer kemur sú fregn, að þjónar hans hafi skotið á hann, er hann var að koma út úr kvennabúri sínu, og síðan vegið hann með rýtingum. Fregnin um morðið barst út eins og eldur í sinu. Reuters frjettajstofa hefir átt tal við Amanullah, fyrverandi kon- ung í Afghanistan, sem nú dvelur í útlegð, og Ijet hann svo um mælt, að ef Afghanska þjóðin óskaði aft urkomu han's, og þeirrar framfar- arviðleitni, sem hann hefði haft með höndum, þá mundi hann ekki færast undan að hverfa heim og taka við völdum á ný. Hann fór einnig þeim orðum um stjóm Nadir konungs, að hún hefði verið hin mesta harðstjórn, og að svo margir mentamenn af öllum stjettum hefðu verið teknir af lifi, að ósekju, að hann gæti ekki var- ist því, að gleðjast yfir því, að Nadir væri úr sögunni, þótt hon- mn liinsvegar hefði tekið sárt til hans, þar sem hann var Afghani. Hann hefði ekki einungis verið hættulegur sinni þjóð, heldur og nágrannaþjóðum Afghanistan. Amanullah og drotning hans. Götubardagar í Kentucky vegna atkvæðagreiðslu um bannið. London, 9. nóv. F.Ú. Sem dæmi þess, hvílíkum æsing- um kosningar um afnám bannlag- anna í Bandaríkjunum ollu í fyrra dag, er frá því skýrt, að í Louis- ville, Kentucky, hafi 15 manns ver ið drepnir, og margir særðir, í götubardögum, sem urðu á milli flokka, og loks, að 100 manns hafi verið teknir fastir. Úrslit kosning- anna í þessu ríki eru enn ókunn, en líkur þykja til að andbanning- ar verði í meirihluta. Dollargengið fellur enn. London, 9. nóv. F.TT. Geysiframboð var á Bandaríkjadoll urum á peningamarkaðinum í London í dag, og fjell hann úr $ 4.94% niður í $ 5.07.%. Franki fjell einnig úr 80.34 í 81.15, miðað við sterlingspund, og fjell því gull í verði sem því svarar. Bókmentaverðlaun Nobels. London, 9. okt. F.Ú. Bókmentaverðlaun Nobels fyrir árið 1933 hafa nú verið úthlutuð Rússum. Ivan Alexeyevich Bunin. Verðlaunin eru honum veitt fyrir bók, sem á ensku heitir „Well of Days‘ ‘ og út kom í enskri þýðingu þetta ár. Bunin er fæddur 1870. Minning Luthers. I í dag eru liðin 450 ár síð- an Marteinn Lúter fæddist í Eis- leben í Þýskalandi. Myndin hjer að ofan er af húsinu þar sem hann fæddist og þar sem hann dó, 63 ára að aldri. ------<.;«§£■>»--- Útvarpsnotendum fjölgar í Bretlandi. London, 9. nóv. FIr. Utvarpsnotendum fjölgar stöð- ugt í Bretlandi. Voru þeir 5.768.- 000 í októberlok þetta ár, en 5.010.000 í októberlok i fyrra. — jíafði þeim þannig fjölgað um 758 þúsundir á einu ári. Uiö fjöll og sce. Svo heitir Ijóðabók, sem ný- komin er á bókamarkaðinn eftir Margrjeti Jónsdóttur kennara. — Fyrir löngu hafa þeir vitað það, sem kunnugastir voru þessari konu, að hún átti mörg ágæt kvæði í fórum sinum, sem ekki höfðu verið birt. Hefir hún mjög lítið látið prenta, aðein.s stöku kvæði í tímaritum, en þau kvæði lofuðu góðu. Þó hafa mörg kvæði og sög- ur eftir Margrjeti komið í „Æsk- unni“ í þau sex ár, sem hún hefir haft á hendi ritstjórn blaðsins, en það hefir aðeins verið fyrir börn- in. Hefir hún á þessum árum eign- ast marga vini meðal æskulýðsins, fyrir sögur sínar og kvæði. Jeg niáði mjer strax í þessa ljóðabók og hún kom út og hefi nú lesið hana alla, mjer til mikill- ar ánægju. Kvæðin eru óvanalega „lyrisk“ og ljett, vel kveðin og á ágætu máli. Þá eru sum þeirra þróttmikil og djörf. Má þar til nefna kvæðið „Útþrá“, það byrj- ar svona: Jeg vil halda á höf, jeg vil hvergi eiga töf jeg sje hilla undir sólroðin lönd, þar sem dagurinn skín. Vorsins Ijósfagra lín leggur bjarma á ókunna strönd. Út við hafbrún jeg sá yfir Ægisdjúp blá bera eldskin hins heilaga báls, og hin logheita þrá ber mig ljósvængjum á, jeg vil lifa — jeg skal verða frjáls. Fallegt og maklegt er kvæðið ,.Hnitbjörg“ til Einars Jónssonar myndhöggvara. Er þar hvert er- iridið öðru snjallara: Gekk jeg í Hnitbjörg hel gidóminn, völundarhús völundarsmiðsins. Sá jeg í þeim salarkynnum íslendingsins æfisögu. Trúna, lífið, tápið, vitið, ættarmerkin Ingólfs, Snorra. Stóð þar letrað í steindráttum: „Es sá maðr íslendingur' ‘. Hver er sá kyngi kraftur er mótar stórmerki þau úr steinsins ríki: Lifandi þrá til ljóssins heima, lífsins fegursta fagnaðarboðskap ? í kvæðinu „Minning“ er þetta erindi. Mun naumast unt að velja vini sínum hlýrri kveðju: Vinátta þín var mjer vordögg þyrstu blómi, heimur fullur friðar, fegurð, sólarljómi. Hljóður helgilundur, heilög drottins kirkja, lind með lífsins vatni, laug — gð hreinsa og styrkja. Fljótur og auðveldur pvottur með Rinso Það er ljett verk að þvo þvott. Þegar Rinso er notað. Leggið þvottinn í Riaso-upplaustn nætur- iangt, og næsta morgun sjáið þjer, að öll óhreinindi eru laus úr honum yðar að fyrirhafnar- iausu. Þyotturinn þvær sig sjál- fur, á meðan þjer sofið. Rinso gerir hvítann þvott snjóhvítan, og mislitur þvottur verður sem suýr. Rinso verndar þvotlinn frá skiti og htndur frá skemdam, því alt nueid er óþarft. Reynið Riaso-aðíerðiaa þagar þjer þvoið máet og þ'er rsatið aldrei gamaldagsiiiö.arðij' aftar. VERNDAR HENDUR, HELDUR ÞVOTTIHUM ÓSKEMDUM M-R 79-33 IC R. S. HUDSON LIMITED, I IVERPOOL, ENGLAND í bókinni eru margar stökur og dl&r vel kveðnar. Þar á meðal eru bessar: Vildi jeg fegin vera hjá vininum besta, sem jeg á, meðan öldu-angun blá aftanroða kossinn fá. Þú varst horfinn, húmið svart huldi salarkynni. Aldrei framar alveg bjart er í stofu minni. Eitt kvæði langar mig að minn- ast á sjerstaklega. Það heitir „Vökukonan“. Við, sem höfum einhvern tíma legið rúmföst á sjúkrahúsi og sjeð vöknkonuna, hinn góða engil sjúklinganna, ganga á milli rúmanna, hlýja og hljóðláta, og reyna að bæta úr böli hvers eins af fremsta megni, okkur finst, við lestur þessa kvæð is, við aftur lifa eina slíka þján- inganótt. Gaman hefði verið að gefa lít- ið sýnishorn af fleiri kvæðum, en við þetta verðnr að sitja að sinni. Vil jeg þó benda á nokkur kvæði, sem mjer þykja góð og sum prýði- leg. „Óskalandið“, „Sumar“, „Hvert fórstu sveinn“, „Hólar í HjaltadaT ‘, „Við leiði”, „Ferða- maður“, „Kvöld í skógi“ o. fl. Allir, sem fögrum Ijóðum unna vera að eignast þessa bók. Hún er smekklega utgefin og pappír og frágangur allur hinn vandaðasti. Ljóðavinur. II m r Hefi altaf fyrirliggjandi hár við íslenskan búning. Verð við allra hæfi. Varsl. Goððfoss. Laugaveg 5. Sími 3436. Lfósmynda- stofa í fullum gangi með fullkomn- um tækjum og miklu plötu- safni, er til sölu. Væntanlegir kaupendur sendi nöfn sín í lokuðu um- slagi til A. S. í. fyrir 18. þ. m., merkt „Myndastofa“. Suðu og bökunar Atkvæðagreiðslan um bar.nið í U. S. A. London 9. nóv. FÚ. í Pennsylvaníu greiddu 4 af hverjum 5, atkvæðí með afnámi bannsins, og í Ohio 2 af hverj-'A. S. 1. merkt: „Atvinnustörf". nm þreinur. Maður, sem er þaulkunnugur i bænum og er vanur verslunar- og skrifstofustörfum, óskar eftir atvínnu við innheimtustörf. Með- mæli fyrirliggj&ndi. Brjef sendist

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.