Morgunblaðið - 10.01.1934, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ
Útgef.: H.f. Árvakur, Reykjavík.
Ritstjórar: J6n Kjartansson,
Valtýr Stefánsson.
Ritstjórn og afgrreiösla:
Austurstræti 8. — Sími 1600.
Auglýsingastjóri: E. Hafberg.
Auglýsingaskrifstofa:
Austurstrœti 17. — Sími 3700.
Heimasímar:
Jón Kjartansson nr. 3742.
Valtýr Stefánsson nr. 4220.
Árni óla nr. 3045.
E. Hafberg nr. 3770.
Áskriftagjald:
Innanlands kr. 2.00 á mánuði.
Utanlands kr. 2.50 á mánutSi.
í lausasölu 10 aura eintakiö.
20 aura meö Lesbók.
Ósvífni.
* Þegar Hriflungar og sósíalist-
ar birta langar greinar í kosninga-
blöðum sínum um gullin umbóta-
loforð handa Reykvíkingum, um
bætta atvinnu, bætt húsnæði, bætta
afkomu alls almennings, þá ganga
slík skrif öll ósvífni næst.
Því hvernig hafa verkin talað!
Samherjar þessir stjórnuðu land
inu í 4—5 ár. Áherslu lögðu þeir
a tvent. Að gera sveitum landsins
gagn, og hlaða ríkisfje í vasa
flokksforingja, undirforingja og á
alla þá kosningasmala og hlaupa-
rófur er til náðist.
Talað var um alhliða viðreisn
sveitanna. Þar átti að kippa sem
sagt ölllu í lag á ekki ýkja löng-
um tíma.
En hvernig hefir svo Hriflung-
um tekist með viðreisn sveitanna?
í stuttu máli. Bændur hafa unn-
vörpum lent í greiðsluvandræðum,
hafa ekki liðið aðrar eins efna-
legar hörmungar, eins og síðan
„viðreisn“ Hriflunga skall á, nema
hjer á öldum áður, í verstu eld-
gosahallærum. Þeir hafa orðið að
leita stórkostlegrar kreppuhjálpar.
Þeir hafa, hver af öðrum, hópum
Saman flúið undan „hinni alhliða
viðreisn“, sem varð alhliða hrun.
Þegar mennirnir, sem slík lof-
orð hafa gefið öðrum landshlutum
og slík svik hafa framið, koma
til Reykvíkinga með gullin kosn-
ingaloforð, prentuð á blöð sem
gefin eru út fyrir ýmislega stolið
ríkisfje, þá geta Reykvíkingar
ekki tekið því öðruvísi en sem
hinni örgustu ósvífni í sinn garð.
Því' hver er sá skynbær Reyk-
víkingur, sem trúa vill TímasósíaL-
istum og bitlingaskjátum þeirra í
A1 þýðuflokknum fyrir œálefnum
bæjarins, eftir stjórnarófarir
þeirra í málefnum landsmanna ár-
in 1927—1931.
1 „alhliða viðreisn“ sveitanna
var tekið fje aðallega með tvennu
móti. Með erlendum lánum, sem
Reykvíkingar eiga aðallega að end
urgreiða og með því að þrautpína
reykvíska atvinnuvegi með skött-
um og tollum. Síðast þegar eigi
þótti hægt að skrúfa dýrtíðina í
Reykjavík nægilega upp með
þessu móti, þá var innflutnings-
höftum skelt á, til að halda verðí-
lagi hjer í hámarki.
Svar Þjóðverja.
Mæsta kjðriímabil.
Hokkur bælarnðl leyklavlkor.
Efffir Jón Þorláksson.
Normandie 9. jan. FÚ.
Þjóðverjar munu svara Frökk-
um út af orðsendingu þeirra
vegna umræðanna um afvopnun-
armálin, næstkomandi föstudag.
Nú fara í hönd bæjarstjórn-
arkosningar til næstu 4 ára.
Nýkosna bæjarstjómin á svo 1
byrjun næsta mánaðar að kjósa
borgarstjóra fyrir þetta sama
tímabil. Það hefir talast svo
til milli bæjarfulltrúa Sjálf-
stæðisflokksins og mín, að jeg
gefi kost á mjer til borgar-
stjórastarfsins áfram, ef flokk-
uripn heldur meirihluta sínum
í bæjá'rsíjórninn i við kosning-
arnar. I því sambandi þykir
mjer rjett, að gjöra bæjarbúum
grein fyrir því, hvaða áform
vaka fyrir Sjálfstæðisflokknum
og mjer um stjóm og fram-
kvæmdir í nokkrum helstu bæj-
armálum næstu árin.
I. Fjárhagur og fram-
kvæmdir.
Hyggileg fjármálastjórn er
sú undirstaða, sem framkvæmda
líf og velgengni bæjarfjelags-
ins verður að byggjast á. Jeg
hefi áður gjört grein fyrir því,
að fjárhagur Reykjavíkurkaup-
staðar er í mjög góðu lagi, og
er það að þakka hyggni og
gætni Sjálfstæðisflokksins, sem
hjer hefir verið í meiri hluta
undanfarin ár.
Hinn trausti fjárhagur bæj-
arfjelagsins byggist einkum á
þrennu:
a. Bæjarfjelagið er eigandi að
nálega öllu landi umhverfis
bæinn, og hefir þar nieð að-
stöðu til þess að láta notk-
un landsins á hverjum tíma
fullnægja sem best þörfum
atvinnulífsins í bænum.
b. BæjarSjóður hefir varist
skuldasöfnun fremur öllum
Vonum. Vaxtabyrðin af
þeim skuldum, sem bæjar-
sjóðurinn sjálfur þarf að
standa straum af, tekur
ekki til sín nema um 5% af
árlegum tekjum bæjarsjóðs-
ins sjálfs; upp í þessa vaxta
byrði gefa arðberandi fast-
eignir bæjarsjóði árlega af
sjer % hluta, svo að af
skattgjöldum þeim, sem bæj
arbúar greiða í bæjarsjóð
(fasteignagjöldum og út-
svorum m. m.) ganga ekki
meira en 3 % til vaxta-
greiðslu. Jeg hygg að fáir
bæir áj Norðurlöndum á
reki við Reykjavík standist
samanburð við hana í þessu
efni.
Bæjarfjelagið á og rekur
fjögur stórfyrirtæki til al-
menningsþarfa, vatnsveituna
gasstöðina, höfnina og raf-
magnsveituna, sem öll eru
prýðilega stödd efnalega.
Árstekjur þessara fyrirtækja
samanlagðar eru nú að nálg-
ast 3 milj. kr., en árlegur
rekstrarkostnaður þeirra á-
samt vaxtagreiðslum af
skuldum þeirra er fullri milj.
kr lægri, og er sú upphæð
því árlega fyrir hendi til af-
borgana af skuldum þeirra,
aukninga og að einhverju
leyti til tekna fyrir bæjar-
sjóð ef bæjarstjórn ákveð-
ur svo. Þessi rekstur og sú
fjárhagslega stoð, sem bæj-
arfjel. hefir af honum, ereins
dæmi hjer á landi. Hvorki
ríkið, önnur bæjarfjelög nje
einstaklingar geta vísað á
neitt tilsvarandi hjá sjer.
Þessi fyrirtæki eru talandi.
vottar um framtakssemi og
hyggindi þeirra manna, sem
hjer hafa haft ráðin í bæj-
armálum síðustu 25 árin,
eða síðan elsta fyrii'tækið,
vatnsveitan, komst á stofn.
En öllu má spilla, sem gott
er, góðan fjárhag ekki síður
en öðru. Við ýmsa erfiðleika er
nú að stríða, suma ósjálfráða,
aðra á kjósendanna valdi. j
Ósjálfrátt tel jeg hið lága
verð á aðalframleiðsluvöru bæj-
arbúa, fiskinum, sem nú hefir
þrengt mjög að atvinnulífinu'
þrjú síðustu árin, ekki sist að
togaraútgerðinni hjer, sem að
öllu leyti hafði sniðið hag sinn
og háttu eftir hærra fiskverði,
sem áður var, og hefir átt af-
arerfitt með að samræma sig
hinu lækkaða verði svo sem
þurft hefði. Það er þó lán í
óláni, að í Fisksölusamlaginu
hafa bæjarbúar og aðrir lands-j
menn eignast þá forustu í fisk-j
versluninni, sem vona má að'
þoki oss út úr þessum erfið-
leikum, ef menn fylkja sjer
nægilega einhuga kringum það,
og að öðru leyti beita framtaks-
semi á sjerhverju sviðí afkomu
útgerðarinnar til viðrjettingar,
og þar með til aukningar á at-
vinnu við þá framleiðslu.
Af hættum þeim, sem kjós-
endurnir geta ráðið við, liggur
næst að nefna þá ógætni eða(
skilningsskort á þessu sviði, sem!
altaf ber sjerstaklega mikið á
hjá fulltrúum Alþýðuflokksins,
og ekki má vænta að verði
minni hjá Kommúnistum. Fró
þessum mönnum eru sífelt á
lofti tillögur, sem fela það þrent
í sjer, að ofbjóða gjaldþoli
borgaranna með auknum álög-
um, að stórþyngja skuldabyrði
bæjarsjóðs og að eyðileggja
fjárhag bæjarfyrirtækjanna.
Þeir vildu bæta hálfri miljón
króna ofan á útsvörin við samn-
ingu síðustu fjárhagsáætlunar.
Þeir vilja taka miljónalán til
þess að leggja í fyrirtæki, sem
sjáanlega gefa stórkostleg ár-
leg töp, svo að bæta yrði enn
ofan á útsvörin vöxtum og af-
borgunum af þessum nýju
skuldum og árlegu tapi þar að
auki. Og þeir vilja ólmir fara
að gefa sumum bæjarbúum af-
urðir bæjarfyrirtækjanna, svo
sem gas og rafmagn, sem auð-
vitað mundi eftir öllum jafn-
rjettisreglum nútímans leiða til
þess, að allir bæjarbúar þætt-
ust eiga heimtingu á hinu sama,
Jón Þorláksson.
innheimtan verða ómöguleg hjá
þessum fyrirtækjum og fjár-
hagur þeirra færast úr blóma
yfir í óreiðu. Þessari hættu geta
kjósendur Reykjavíkur afstýrt
með því að trúa Alþýðuflokkn-
um og Kommúnistum aldrei fyr-
ir meirihluta í bæjarstjóm.
Framsóknarbrotið í bæjar-
stjóminni hefir fylgst að nokkru
leyti, en ekki að öllu leyti, með
í þessum tilraunum Alþýðu-
flokksins til þess að eyðileggja
fjárhag bæjarf jelagsins. En
þar að auki ratar Framsókn
hvenær sem er sína sjerstöku
götu að sama óheillamarki. Hún
er sú, að ofkúga Reykvíkinga
með sjersköttum til ríkissjóðs.
Og þó að Framsóknarflokkur-
inn sje nú dottinn í smátt, þá
skulu kjósendur í bænum
varlega treysta þeim mönnum,
sem þar hafa staðið saman í
fylkingu áður.
Umbrot þau, sem leiddu til
sundrungar Framsóknarflokks-
ins, byrjuðu fyrir löngu. Seinast
var það Ásgeir Ásgeirsson, sem
fekk það erfiða verkefni að
halda saman þessum flokki, sem
var ekki sammála um neitt —
nema eitt. Þegar alt samkomu-
lag þar innan flokks ætlaði að
rifna á vetrarþinginu síðasta,
dró Ásgeir sameiningarfánann
að hún. Það var hið eftirminni-
lega frumvarp að hækka tekju
skattinn til ríkissjóðs um 100%,
og eignarskattinn um 150%.
Með þessu var reitt algert rot-
högg að fjárhag Reykjavíkur-
bæjar og íbúa hans. Það var
alveg óhugsandi að menn of-
an á þann tekju- og eignar-
skatt sem fyrir er, þessa tvö-
földun og meira á þeim skatti,
gætu greitt þau útsvör í bæj-
arsjóð, sem hann óhjákvæmi-
lega þarf að fá. En á þeim degi
urðu þeir Heródes og Pílatus
vinir. Með þessu rothöggi ó
Reykjavík greiddi hver einasti
Fram8Óknarmaður í þinginu at-
kveeði. Og þetta mál er altaf til
taks, handa hverjum þeim for-
ingja eða foringjaefni í Fram-
sókn, sem finst hann þurfa að
sameina alt liðið utan um sig.
Þess v< gna má enginn Reykvík-
ingur gefa Framsóknarmaflni
atkvæði við þessar eða aðrar
kosningar, og það má telja full-
komna furðu, að fundist skuli
hafa 30 menn búsettir í bænum,
sem hafa fengist til að lána
nöfn sín á lista þessara yfirlýstu
fjandmanna bæjarfjelagsins.
Nazlstar effna til
sprengingar
í Austurríki.
Stjórnin gerir öflugar var-
úðarr áðstaf anir.
Á ráðuneytisfundi í gær var
ákveðið að grípa til öflugra og
víðtækra ráðstafana til þess að
koma í veg fyrir hermdarverk af
hálfu nazista, en þeir hafa unnið
að því af kappi síðan um ára-
mótin að kofna á ógnaröld í Iand-
inu. M. a. er talið, að þeir sjen
valdir að ' 140 sprengingum, sem
tjón hefir orðið af, meira og
minna. Heimwehrliðið og varalög-
reglan gegna nú störfum að stað-
aldri með hinu fasta lögregluliði.
Viðskiffti
Finna og Þjóðverja.
Helsingfors 9. jan.
United Press. F.B.
Þýsk-finski verslunarsamning-
urinn hefir ekki verið endurnýj-
aður, og er nú genginn úr gildL
Afleiðingin af þessu verður sú,
að um það bil helmingur þess,
sem Finnar að undanförnu hafa
flutt inn frá Þýskalandi, verður
nú flutt inn frá öðrum löndum,
aðallega Bretlandi og Frakklandi.
Affvopmiiriínr-
ráðseffnunni
frestat).
París 91. ján.'
Únited Preas. F.B.
Samkvæmt upplýsingum, sem
U. P. hefir fengið frá áreiðanleg-
um heimildum, hafa stórveldin
komið sjer saman um að fresta af-
vopnunarfundinum, sem halda átti
22. þ. m. til mánaðamótanna. Ef
til vill verður fundurinn ekki hald
inn fyr en í febrúar, snemma. —
Hinsvegar gera menn sjer vonir
um, að bráðabirgðasamkomulag
náist um takmarkaða afvopnun og
að afgreiðsla þessi muni ganga
greiðlega.
Stavinsky dó
og Dalimer ffór.
Chamonix 9. jan.
United Press. F.B.
Stavinsky ljest kl. 3.50 árd.
París 9. jan.
United Press. F.B.
Daliiner nýlendumálaráðherra
hefir beðist lausnar.
Mjer dettur ekki í hug að
Reykvíkingar láti neinn þeirra
ná kosningu. Ekki láta þcir
heldur Alþýðuflokkinn og
Kommúnista fá meiri hluta. Og
þar með er góðum fjárhag bæj-
arins borgið. En upp af góðum
fjárhag spretta miklar fram-
kvæmdir til atvinnu fyrir marga
og til umbóta fyrir alla. Næsta
kjörtímabil á að verða tímabil
mikilla framkvæmda hjer í bæ,
og skal jeg í næstu greinum
minnast á nokkrar þeirra.