Morgunblaðið - 10.02.1934, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.02.1934, Blaðsíða 2
2 MORGUif BLAÐIÐ porðttttUa^ Útgef.: H.í. Árvakur, Reykjavlk. Rltstjórar: J6n KJartansson, Valtýr Stefánsson. Rltstjðrn og afgreiCsIa: Austurstrœti 8. — Slml 1600. Augljrsingastjöri: E. Hafberg. Auglýsingaskrlfstofa: Austurstræti 17. — Slmi 3700. Helmasimar: Jón Kjartansson nr. 8742. Valtýr Stefánsson nr. 4220. Árni Óla nr. 3046. E. Hafberg nr. 3770. Áskrif tagjald: Innanlands kr. 2.00 á. mánuCl. Utanlands kr. 2.50 á mánutM. í lausasöiu 10 aura elntakiö. 20 aura með Lesbðk. Bændavinátta. * Tveir flokkar, Framsóknar- og Bændaflokkurinn, berjast nú hver í kapp við annan, að auglýsa sig sem þá einu sönnu bændavini meðal þjóðarinnar. Báðir í sameiningu ætluðu þeir lijer á árunum, að fullkomna og gang'a frá því, sem þeir kölluðu „alhliða viðreisn sveitanna“. — Úr því varð skuldabasl, gjaldþrot, flótti, eyðijarðir, frá- bvarf sveitaæskunnar frá landbún «aði, og lokaþáttur „viðreisnar- starfsins“ var söfnun skulda- skýrsina, til þess að hægt yrði að gera sjer Ijóst hve djúpt sveit- irnar, með tilstyrk kaupfjelag- anna, hafa sokkið niður í skuldafenið — meðan á viðreisnar- starfinu stóð. Báðir þessir flokkar, sem einu sinni voru einn flokkur, og allur sameinaður, einskonar hjáleiga frá sósíaJistum, hafa sýnt, og sýna enn bændavináttu sína, og umhyggju fyrir sveitunum á þá lund, að teija sjer og bænduni trú um, að þeir inenn geri bændum mestan greiða, er lieimta þeim til handa mesta styrki frá öðrum þjóðfje- lagsstjettum. TJm hitt er minna talað, hvernig landbúnaður g'eti orðið sem sjálfstæður atvinnuveg- ur á landi hjer. Jafnframt halda þessir flokkar því biákalt fram. að „þungamiðja þjtiðKfsins sje í sveitunum“. Fög- ur orð. Þeim skal eigi mótmælt. En skyldu þeir. sem í sveitum i úa, og hafa þar sitt lífsuppeldi, ltalda, að lengi verði þungamiðja þjóðlífsins á þeim grösum. þar sem menn ekki eiga að geta bjarg- ast á eigin spýtur? „Bændavinirnir“, sem nú aug- lýsa hver í kapp við annan fölskvalausa umhyggju sína fyrir bœndastjett og landbúnaði. bya'gja umhyggju sína á því, að þeir framvegis sem hingað til geti sótt styrk til bænda frá sjávarútvegin- um. — Norðmenn, keppinautar vorir á hafinu, ljetta nú sköttum og toll- um af sjávarútvegi sínuiri, og Iiæta miljónum ríkisstyrkja ofan á. Bretar vernda sína sjávarútgerð með tollmúrum og innflutnirigs- liömlum, o. s. frv. Því skyldi ísiensk sjávarútgerð ekki eiga nóg með sig? Hvenær kemur að því, að ís- lenskir menn, er flagg'a hæst með bændavináttu sinni. komast að raun um, að best sýna þeir vin- áttu þá í verki, með því að vinna af albug og festu að því, að efla sjálfsbjörg hins íslenska landbún- aðar? Doumergue mynöar samsteypustjórn. lafnaðarmenn efna til mót- mcelauerkfalls, telja að Qoumergue-stjórnin stefni til einroeðis. Óspektir hcettar. Kalundborg 9. febr. FÚ. í París er nii alt með kyrrum kjörum í dag og annars staðar í Frakklandi spyrst nú ekki leng- ur til neinna óeirða. Doumergue lauk við í dag að mynda ráðu- neyti sitt, og' er þess helst getið um ráðherravalið, að Barthou er utanríkismálaráðherra, Sarraut innanríkisráðherra, þeir Tardieu og Herriot eru báðir meðstjórnar- ráðherrar, án þess að hafa yfir neinni stjórnardeild að segja. Mótmæla verkfall. Landssamband Yerkamannafje- laganna hefir skipað 24 klukku- stundaverkfall á mánudag, til mót mæia gegn fascistahættunni og tak mörkun einstaklingsfrelsisins sem það telur muni stafa af stjórnar- myndun Doumergues. Það er á- litið, að allir vinstriflokkarnir sje þessu hlyntir, og að verkfallið muni breiðast fit um alt Frakk- land. fDiljónatjón af ofuiðr- inu í Danmörku. Símaslit, sfcógar skemmast, sjduarflóð og brunar. Kalundborg 9. febr. FÚ. Ofviðrið, sem gerði í Danmörlcu í gær, og sem menn telja að sje eitt hið mesta er þar he.fir korn- ið árum saman, hefir valdið miklu meira tjóni en vitað var í gær. A stórum svæðum, bæði á S.já- landi og Jótlandi hafa símaþræðir og raftaugar slitnað, og síma- staurar jafnvel brotnað í ofsar.um. Á Sjálandi er talið, að um 1000 greni og bevkitrje hafi rifið upp með rótum í skógum. í Horsens og nágrenni er talið, að ofviðrið Jiafi valdið tjóni. sem nemur alt að 1 milj. kr. Á einum stað er getið um, að fitihús hrundu á bóndabæ, og drápust þar 30 naut- gripir. Á skóggræðslusvæðunum á lieið- nm -Jótlands er talið að eyðilagst hafi skógur, sem svarar til þess, sem höggið er á 3 árum. Meðan að veðurhæðin var.hvað mest, g'ekk sjór víða nokkuð á land upp, og var sjávarhæð t. d. miklu meiri í Höfn en venja er til um flóð. Var ýmsum bagi og tjón að þessum sjávargangi t. d. rann allmikið inn í hús, í nágrenni Kaupmannahafnar. Þá er auk þess getið um sex bóndabæi, sem í kviknaði, í fyrri- nótt, og brann meira og minna á öllum, og sumir til kaldra kola, en nokkuð fórst, af gripum á hverjum. Er bilunum þeim, sem leðrið olli á raftaugum kent um þessa bruna. Furöuflugvjelin. Er hún frá herskipi? Osló 9. febr. FB. Frá Sigerfjord hefir borist 'fregn um það, að ýmsir skilríkir menn hafi sjeð til flug'vjelar þeirr- ar, sem hefir víða s.jest til, og nú er svo mjög umrætt í blöðum landsins. Frá Vardö er símað, að vita- vörðurinn í Makkaur-vita hafi um liádegi s.l. þriðjudag sjeð skip á austurleið og hafi honum virst virst það vera stórt herskip. Lög- reglustjórinn í Vardö hefir skýrt frá því, að engar tilkynningar liafi borist um, að erlend herskip eða eftirlitsskip sjeu væntanleg til norskra hafna á þessum slóð- um. Getgátur háfa. komið fram um, að flugvjelin sje frá skipi því, sem vitavörðurinn sá. Hjörtur Líndal heiðraður. Hvammstanga 9. febr. FÚ Sveitungar Hjartar Líndal hrepp stjóra á Efra Núpi í Miðfirði, lijeldu honum í g'ær samsæti að lieimili hans, til þess að minnast 80 ára afmælis hans, er hann átti 26. f .m. Flestailir bændur úr Fremri-Torfustaðahreppi voru saman komnir á heimili hans og konur þeirra. Ræðumenn voru: Tlalldór Jóhannsson bóndi að Haug, Björn Jónsson bóndi að Núpdalstungu og Magnús Jóns- son bóndi á Torfustöðum. Hirti Líndal var afhentur að gjöf frá hreppsbúum vandaður göngustaf- ur með áletrun. Hjörtur Líndal hefir verið hreppstjóri í 54 ár og er það enn. Hann var og sýslu- nefndarmaður í 38 ár, en sagði því starfi lausu fyrir 8 árum. HcFstarjettarðómur í mjólkurmólinu. Því er slegið föstu, að óheimilt sje að selja ógerilsneydda mjólk í mjólkurbúð- um hjer í bænum. Þess hefir verið getið hjer í blaðinu, að þ. 23. des. s.l. hafi lögreglustjórinn kveðið upp dóm í mjólkurþrætunni, á þá leið, að hann sektaði mann, sem selt hafði ógerilsneydda mjólk í mjólkur- búð, eftir að Lögbirtingablaðið var komið út með auglýsingu at- vinnumálaráðuneytisins um !hin „viðurkendu" mjólkurbú. Mál þetta var höfðað gegn Jafet Sigurðssyni kaupm., ril heim ilis á Bræðraborgarstíg 29. Var það Mjólkurbandalag Suðurlands sem kærði hann fyrir að selja ógerilsneydda mjólk í búð sinni. Lögreglurjettardómurinn. Fyrir lögreglurjettinnm játaði Jafet, að hafa selt nokkuð af ógerilsneyddri mjóllc í búð sinni. Þessi mjólk var frá Bollagörðum á Seltjarnarnes Jafet kvaðst hafa sjeð Lögbirt- ingablaðið, sem borið var út 22. des.. þar sem t.iltekin mjólkurbú hiifðu verið viðurkend. Samt sá hann ekki ástæðu til, að hætta við sölu hinnar ógerilsneyddu mjólkur. TJndirrjettardómarinn leit svo á, að Jafet Sigurðsson hefði, með því ao selja ógerilsneydda mjólk, eftir útkomu Lögbirtingablaðsins með auglýsigunni um hin „viður- kendu“ bú, gerst brotlegur gegn ákvæðum Mjólkurlaganna nr. 97, frá 19. júní 1933. Dæmdi hann því Jafet til að greiða 15 kr. sekt í bæjarsjóð, auk málskostnaðar. Verkbann (Oanmðrku yflrvofandl, er nær til 60 þúsund manna. Kalundborg 9. febr. FÚ. — Atvinnuveitendasambandið danska hjelt stjórnarfund árdegis í dag og allsherjarfund síðdegis í dag í húsakynnum stúdentafje- lagsins. Forseti sambandsins gaf skýrslu um hvað liði samningtim við verkamannafjelögin. Fundur- jnn samþykti ályktun þar sem stjórninni var þakkað fyrir að- gerðir sínar, og því næst var samþykt að boða verkbann að nýju í allmörgum iðngreinum, svo að verkbönn þau, sem vofa yfir taka til alt að 60.000 manna. — I’yrstu samningarnir gan ga úr gildi 20. febr. Hrlstjtn konungur tekur þátt í kappsigfónguin í Cannes. Kalundborg 9. febr. FÚ. Kristján X. kom til Cannes í dag og hygst að dvelja þar fram eftir þessum mánuði.Er það ætlun konungs, að stýra sjálfur kapp- siglingasnekkju í kappsiglingum þeim, sem fram eiga að fara í Cannes síðari hluta mánaðarins. Hæstirjettur staðfestir dóminn. Jafet Sigurðsson óskaði þess, að þessum dómi lögreglurjettarins yrði skotið til Hæstarjettar. Málið var tekið fyrir í Hæsta- rjetti á mánudaginn var og dóm- m upp kveðinn í gær. Hæstirjettur staðfesti dóm und- irrjettar að öllu leyti. Hvað nú? Þetta mál Jafets Sigurðssonar mun liafa verið einskonar ,prufu‘- mál. Alveg er eins ásatt um marg- ar mjólkurbúðir hjer í bænum og búð Jafets. Þær hafa óg'erils- neydda mjólk á boðstólum. En rjett hefir þótt að bíða eftir úr- slmrði Hæstarjettar. En nú er dómur Hæstarjettar kominn. Hann slær því föstu, að ólieimilt sje að selja ógerilsneydda mjólk í búðum. En þó að úrskurður Hæstarjett- ar sje fenginn í þessari mjólkur- þrætu, verður að krefjast þess af valdhöfunum, að eigendum mjólk- urbúða verði sem minst tjón gert. Værí það t. d. óverjandi, ef nu ætti að ganga í skrokk á búðum þessum og loka fyrirvaralaust. Einnig verða stjórnarvöldin að sjá um, að þeir mjólkurframleið- endur, sem selt hafa mjólk liing- að, utan mjólkurbúanna, fái nú greiðan aðgang að mjólkurbúun- um til gerilsneyðingar á sinni mjólk. Aflabrögð f Norðfirði. Norðfirði 9. febr. FÚ Undanfarlð hefir verið hjer síld arlítið, en í nótt var nóg síld. Togarinn Schleswig fór hjeðan í fyrradag hlaðinn síld áleiðis til Þýskalands, og nú liggja lijer 3 þýskir togarar og kaupa síld. Vjelbáturinn Leo, skipstj. Þor- valdur Guðjónsson, kom hingað í gærkvöldi, til þess að sækja beitu- síld, og flytja til Vestmannaeyja, og var ráðgert, að hann sneri heimleiðis síðdegis í dag. Mikill fiskafli er á smábáta hjer nú um þessar mundir. Meiri kuldar 1 New York en áður hafa þekst. London 9. febr. FTJ Milclir kuldar liafa gengið und- anfarna sólarhringa í austurhluta Ameríku. Ontario vatn hefir lagt, í fyrsta skifti á 60 árum, og í dag var 25 stiga frost á Celcius í New York. en það er hinn mesti kuldi sem þar hefir nokkru sinni verið skráður. Enskur togari lcom hingað í gær morgun vegna ketilbilunar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.