Morgunblaðið - 22.02.1934, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 22.02.1934, Blaðsíða 3
B——— ■ Skákþingið á Akureyri. Akureyri 21. febr. PÚ. Níunda nmferð í Skákþingi ís- 'lendinga fór þannig: Jóel Hjálm- arsson gerði jafntefli við Pál 'Einarsson, Ásmundur Ásgeirsson gerði jafntefli við Þráinn Sigurðs- son, Jónas Jónsson vann Stefán :Sveinsson, Guðmundur Guðlaugs- son vann Eið Jónsson, Sigurður Lárusson vann Guðbjart Vigfús- íson og Sveinn Þorvaldsson vann Aðalstein Þorsteinsson. Tíunda umferð fór þannig: Páll Einarsson gerði jafntefli við Svein Þorvaldsson, Guðbjartur Vigfns- son vann Aðalstein Þorsteinsson, Eiður Jónsson gerði jafntefli við Sigurð Lárusson, Guðmundur Guð iaugsson g'erði jafntefli við Ste- fán Sveinsson, Þráinn Sigurðsson vann Jóna|, Jónsson, Ásmundur Ásgeirsson vann Jóel Hjálmars- -son. Úrslit annars flokks urðu þessi: Pvrstur varð Þórhallur Hallgríms- son með 6y2 vinning, 2. og 3. voru þeir Björn Axfjörð og Arnljótur Ólafsson hvor með 6 vinninga, og 4. var Þorsteinn Gíslason með 5% vinning. Afstaða Pólverja gegn ófriðarhættu í álfunni. Engin ástæða til að ótt- ast stríð milli Þýska- lands og Póllands. Berlín, 21. febr. PÚ. —Formaður utanríkisnefndar 0 pólska þingsins, Radzivill, hjelt ræðn í Krakov í gær um afstöðu Pólverja til annara þjóða. Hann kvað það oft vera erfiðleikum bundið fyrir Pólverja að halda sjer frá afskiftasemi gagnvart nær liggjandi þjóðum, sjer í lagi gagn vart Rússlandi, því þar byggju nú hálfönnur miljón Pólverja við mjög örðug kjör. Friðurinn við Þýskaland væri mi tryggður með þýsk-pólsku samningúnum, og hefði hann haft þær afleiðingar, aci ófriðarhættan sem stafaði af „pólska-rananum“ væri úr sög- unni fyrst um sinn. Nú væri það Dónárdalurinn og vandræði þeirra sem þar bxia, sem væri að hleypa öllu í bál og brand. Ástæðulaust væri því fyrir Frakka nú, að á- .saka Pólverja um starfsemi and- víga friðnum og Þjóðabandalag- :ínu. Blfreiöastiöraverkfallii í París. Berlín, 21. i'ebr. PÚ. Verkfalli leigubifreiðarstjóra cgegn bensínskattinum í París held- rur áfram, og hefir það nii staðið í 20 daga. í gærkvöldi hjeldu 5000 bifreiðarstjórar útifund, voru fundarmenn á eitt sáttir að halda verkfallinu áfram, Eftir fundinn urðu nokkrar óeirðir, rjeðust nokkrir fundarmenn á bifreiðar er verkfallsbrjóta]• stýrðu, veltu þeim og skemdu á annan hátt. Staviski-hneysklið. Yfirvöldin bera f sjer. Oslo 21. febr. PÚ. Pranski utanríkismálaráðherr- ann hefir birt opinbera tilkynn- ingu í sambandi við Staviski-mál- ið, þar sem hann lýsir yfir því, að hann hafi nú sjálfnr sett sig inn í öll gögn málsins, og' að það sje engan veginn rjettmætt að skella ábyi’gðinni af tjóni því, sem fjársvik Staviski hafa bakað al- menningi, á yfirvöldin, með því að hann sje þess fullviss, að það sje einmitt fyrirliyggju og ár- vekni yfirvaldanna að þakka, að sparifjáreigendum í Prakklandi var forðað frá tjóni, sem nema myndi mörg hundruð miljónum franka, ef Stafiski hefði komist lengra á braut sinni. Fannkyngi í Bandaríkunum. Kalundborg, Oslo 21. febr. FÚ Ovenjulegt illveður, með frosti og fannkomu, geysaði í Banda- ríkjunum í g'ærdag, og er þegar kunnugt um 25 manns, sem farist hafa í veðrinu. Pannkoman var víða með ódæmum mikil, svo að í Connectieut fjell sumstaðar 3 m. djúpur snjór, og eru samgöngur þar að miklu leyti teptar á stór- um svæðum. í New York eru verkamenn svo þúsundum skiftir í snjómokstri, því að al-ófært var um borgina á köflum, og er talið að það muni kosta borgina um 2^/j milj. dollara að hreinsa snjó- inn burtu. í Philadelphiu rnnnu 25 sporvagnar út af sporinu í gær- dag vegna fannkomunnar, .en ekki er getið um slys í því sambandi. Brnni í Danmörku. Kalundborg 21. febr. PÚ. í nágrenni við Tönder brunnu tveir búgarðar í nótt, en þeir voru svo nærri sambygðir. Kom eldur- inn upp í vestari bænum, og varð brátt svo magnaður, að við ekk- ert varð ráðið og var þá slökkvi- liðið frá Tönder komið á vettvang með tæki sín. Þarna brunnu inni 18 kýr og nokkuð af svínum. Mannbjörg varð, en fáu öðru varð bjargað. Togarinn kominn fram. Ósló 21. febr. PÚ. Enskur botnvörpungur, „Cape Matapan“, frá Hull, sem talið var að farist hefði við Bjamareyju, er kominn til Hull heilu og höldnu Þjóðbankastj órinn tekinn fastur. Berlín, 21. febr. PÚ. Aðalbankastjóri austurríska þjóðbankans var lmeptnr í varð- Iiald í Vín í gær. Hann er jafn- aðarmaður og hefir um langan aldnr verið ráðunautur jafnaðar- mannaflokksins í fjármálum. MQRGU N B L A ÐIÐ Misþarfir I I Sönn saga í öllum höfuðatriðum. Sjómenn tveir hafa verið í skip- um, yfirmenn um áratugi. Við skulum nefna þá Pjetur og Pál, og bara fjelag, útg'erðarf jelög þau, sem þeir hafa unnið hjá. Hátt liaup hafa þeir báðir haft, en Páll þó mikið liærra, af því að hann var í stöðu með liærri launum. Báðir eru giftir, en hafa þó frem- ur fátt skyldulið fram að færa. Hærra kaupið skapaði þannig betri skilyrði, til glæsilegri efnahags og þjóðhollari afnota. En meiri tekj- urnar gefa ekki altaf meiri auð, og því síður meiri gæfu. Þar um „veldur hver á heldur“. Páll hafði það lag frá byrjun - og þá eigi síður kona hans - að taka hvað sem þau listi út. á vænt- anlega ltaupið hjá fjelaginu. Hætt var smám saman að hugsa um það hversu lant hrykki fvrir úttekt inni, í fyrstu mánaðarkaupið, og' síðan árslcaupið. Hófleysið og stjórnleysið gekk nú svo langt, að skuldin við fjelagið nam tug- i'm þúsunda króna. Loks var þá sagt nei, og Páli vikið frá stöð- unni, þegar engin von var lengur um lækkun skuldar, eða greiðslu. Sknldarþungann og vaxtabyrgð- ina hafði fjelagið t.ekið á sig ár- um saman, og loks orðið að greiða hana að öllu leyti. Til hverskonar þjóðþrifa, g'af nú fjelagið þessum manni t.ugi ])ús. kr., fram yfir háa kaupið, sem hann vann fyrir ? Gefið var alt. það fje, fyrir óþarfan og skað- legan munað, vín og veislur, kaffi- gildi, Parísarkjóla, loðfeldi út- lendra apa, og þar fram eftir göt- nnum. Mætt.i nú vera, að dýrð þessi dofni nokkuð hjá Páli og konu hans, í atvinnuleysinu. Og lítill verður hann um leið skerfurinn. sem þau leggja. til ríkis og bæjar. öðrum til hjálpar. Hitt er líklegra, að J)au læri list og bjargráð allra rauðu flokkanna, að heimta bara gefins allar þarfir og þægindi af öðrum. Meiri þarfir. fleiri þæg- indi, en þeir verða að una við eða láta sjer nægja, sem alt er heimtað af. Þar á móti hefir Pjetur og kona hans farið óvenjulega — af fólki í þeirra st.öðu — sparlega og ráðdeildarlega með efni sín og aflafje, og eru því auðug orðin. Með lánum miltlum og gjöfum stórum, hafa þau næstum að segja, haldið uppi þremur eða fjórum sveitabúum stórum, svo að árum skiftir. Lánað þar að auki nokknð fje til húsnæðisbóta hjer í bæ, og bætt við ódýrasta starfs- f je Landsbankans. Háa skatta hafa þau greitt til ríkis og bæjar, og' útsvör mikil um áratugi. Eigi að síður hefir Pjetur iðulega átt, inni hjá fjelaginu, nokkuð af kaupi sínu, og með því móti lánað því rekstursf je, án vaxta. En þetta síðast. nefnda (ódæði?), varð nú sleggjan á Pjetnr sjálfan. Hann var sístarfandi á sjónum, forðaðist nautnir og annað, eins og eldinn, og gaf sig lítið að bók- legri reikningsfærslu, eða summu- talningu aura sinna. Yegna þess hafði safnast inni af kaupi hans, meira en hann bjóst við. Og' nú kom syndin sú, er síst verður fyr- irgefin. Honum varð það á, að telja eitthvað of lítið fram til skattgjalds. En þetta komst þegar upp, og varðar við lög, eins og allir vita. Og nú hlakkaði heldur en ekki görnin í skattstjóra og rauða liðinu, að ná sjer sleitulaust niðri á þessum svikara og óbóta- manna, þessum hættulega íhalds- manni, og skaðræðisgrip fyrir alla fátæklinga. Stefna rak stefnu. En Pjetur hefir hvorki lært að verja sig með lagakrókum. eða að auka aura sína og eyðslufje með vanskilum í viðskiftum, ellegar drætti á g'reiðslu ákveðinna skatta. Öðrum er það lægnara, en sönnum „íhalds mönnum“. Pjetur mun greiða það alt skilvíslega, sem á hann er lagt að lögum. En hversu lengi hann greiðir það í þessum bæ, það er annað mal. Vegna atvinnu sinn- ar, hefir hann mjög góð skilyrði til þess að flytja burt úr bænnm. eða burt af landinu. Hann mun og ráðinn í að gera, það, eftir þennan eltingarleik, og því frem- ur, sem selctardómurinn verður þyngri. Er og engin furða, þó að fleiri máttarstólpar bæjaiúns vilji flýja undan tortryggbis eltingarleik, rógi, nýði og skattaþvingun, sem hjer er haft í hávegum. Allir „Pjetrar“ hjer á landi. ern nú ofsóttir og veiklaðir af „rauð- um hundum“, en „Pálar“ vernd- aðir. Þeim er hlíft við rjettmætum gjöldum og í komnum skuldum. Það er því ekki nema að vonum, þó að flestir .Pjetrar' segi: „Við skulum fara“. „Sjáum til, hvemig ofsóknarliði voru tekst, að lifa á sínum ágætu „Pálum“. En jeg vil spvrja alla vitiboma menn og konur: Hvorir eru þjóð inni þarfari? Hvorir eiga að víkja? Hvorir eiga að ráða? V. G. Fjórir kommúnistar skotnir er þeir reyndu að flýja. Um seinustu mánaðamót var lög- reglan í Berlín að flytja fjóra kommúnista til Potsdam. Á leið- inni stukku þeir út úr bílnum og ætluðu að flýja, en vora allir skotnir á flóttanum. Kommúnistar þessir vora ákærð ir fyrir það að hafa myrt kom- múnista noklcurn Kattner að nafni, sem þeir voru hræddir um að mundi bera óþægilega vitni í landrá.ðamálinu, sem höfðað var gegn Thálmann, foringja kom- múnista. Kommúnistaf lokkurinn hafði hvað eftir annað aðvarað Kattner og ráðlagt honum að fara til Rvisslands, en þangað þorði hann ekki að fara, því að hann taidi víst. að hann yrði óðar drep- inn, ef hann kæmi til Rússlands. Þá afrjeðu kommúnistar að ryðja honum sjálfir lir vegi og var hann myrtur á götu um hábjartan dag. Heimatrúboð leikmanna, Vatns- stíg 3. Samkoma í kvöld kl. 8. Allir velkomnir. Kynspilling. „Kynspilling og varnir gegn henni“ I. heitir nýútkominn rit- lingur eftir cand. mag. Eið S. Kvaran. Hafði höf. ætlað að flytja útvarpserindi um þetta mál, en meiri hluti útvarpsráðs var því mótfallinn, hefir líklega haldið að hjer væri einliver hættuleg „pólit- ík“ á ferðum. Þar hefir því yfir- sjest. Hjer er ekki um aunað að ræða en fræðslu um þýðingarmik- ið mál, sem hverjum manni er skylt að vita deili á, en hefir verið stungið undir stól vegna vanrækslu minnar og annara. — Stingnr þetta mjög í stúf við frjálsyndi útvarpsins við köm- múnista, sem hafa hvað eftir ann- að haldið iitvarpsræður. Sagan sýnir að óáran hefir albr- jafna hlaupið í bæði einstak. •• ættir og heilar þjóðir svo þær haía ýmist dáið út eða úrættast, og það t, d. slík. afreksþjóð sem Porn- Grikkir. Það var iillum hulið hvernig á þessu stæði þangað til ættgengisvísindi vorra tíma rjeðn þessa gátu, að minsta kosti a) miklu leyti. Nú vita menn af hverju þessi ósköp stafa og einnig hvei'nig helst megi komast hjá slíku fiiri. Nú vita menn að fram- tíð og' gengi þjóða er að mesí'i leyti komin nndir því að kyn st.ofninn spillist ekki, að „óáran hlaupi ekki í mannfólkið". Alhn- hinar „framfarirnar“, vjelar c? vegir, símar og brýr era lítilsvirði í samanþurði við þetta mikla lífs- skilyrði. Alt þetta mikla, mál hefir verið rætt, og rannsakað í kyrþey af Vís- indamönnum en fæst um það hefir orðið almenningi kunnugt. Nú hafa, Þjóðverjar riðið á vaðio og vinna kappsamlega að alþýðu- fræðslu í þessnm efnum,’ reyna, jafnvel til að bæta, kynið. Páfróðir menn glápa á þessa tilraunir eins og naut á nývirki, en þær era bygðar á heilhrigðum grundvelli. Bæklingnr þessi fer mjög í sömn átt. og þýskn bæk urnar, fer auðvitað fljótt yfíi- sögu, gerir málið ef til vill ein- faldara en það er, en eigi að síðuv ætti hver maður að lesa hann. G. H. Lifshætta að sofa með falskar tennur. Pyrir nokkru gleypti danskur prentari í Esbjerg hinar fcilskn tennur sínar í svefni. allan efri- góminn, og stóðu tennurnar í bon- um. Það var þegar farið með hann til sjerfræðings í hálssjúkdómuln, e.n þá kom það upp úr kafimi að vælindað í prentaranum var 6© cm. langt, í stað þess að venju- legt vælinda er ekki nema 40—45 cm. Hafði læknirinn því ekki áhöld. til þess að ná g'ómnum og varð að fá áhöld frá Katrp- manuahöfn. Þegar þau komu loks- ins, var gómnum þrýst niður í maga, og síðan var prentarhm skorhm npp, en hann dó rjett á. eftrr. [

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.