Morgunblaðið - 08.03.1934, Qupperneq 2
2
MORGUNBLAÐIÐ
wm
w- •»:. í..: * >r -S*rfV
3HorQunblaí>UI>
Öt&ef.: H.f. Árvakur, Reykjavík.
R4tstJ6par: Jón KJartanason,
Valtýr Stefánsson.
Riestjórn og aféfreiösla:
Austurstrœti 8. — Sínai 1600.
Auglýsingastjóri: E. Hafbergr.
Aug-lýsinKaskrif stof a:
Austurstrœti 17. — Síml 8700.
Beimasímar:
Jón KJartansson nr. 8742.
Valtýr Stefánsson nr. 4220.
Árnl óla nr. 3045.
E. Hafberg nr. 3770.
Áskrif tagi&lQ:
Innanlands kr. 2.00 á mánutJi.
tJtaniands kT. 2.50 á mánuTSl.
í lausasölu 10 aura eintakið.
20 aura með Lesbók.
Afkoman
síðastliðið ár.
Þjóðin hefir nú fengið að kynn-
ast fjárhagsafkomu ríkissjóðs á
síðasta ári.
Þótt sennilega megi taka undir
þau ummæli fjármálaráðherra, að
afkoman hafi orðið ,,eftir öllum
vonum“, eru þó mörg' ihugunar-
efnin í sambandi við skýrslu ráð-
lierrans.
A rekstrafreikningi varð um
milj. króna tekjuafgangur, cn á
sjóðsyfirliti varð rúmlega 1 milj.
króna. greiðsluhalli. Þetta er að
vísu allmikið betri útkoma en á
sírinu 1932. En er það vegna hættr-
ar afkomu atvinnuvega lands-
manna, að útkoman hefir batnað,
eða eru aðrar ástæður, sem þessu
valda? Á þessu svari veltur í
Tauninni alt um heildarafkomuna.
Fjárn! álaráðherra gat þess, að
skattar og tollar hefðu árið sem
leið gefið um-2 milj. kiúna hærri.
tekjur en árið 1932.
Það kom ekki til fuils í l.jós af
skýrslu ráðherrans, hve mikið af
þessum auknu skatta- og tollatekj-
um stöfuðu frá breyttri lögg'jöf —
]). e. auknnm sköttum. En það má
vafalaust gang'a út frá, að helm-
ingur þeirra, og sennilega meira,
stafar frá skattaálögum þingsins
1933.
Þegar þessa er gætt, fer mestur
glansinn af afkomu ársins 1933.
Því að þótt tekist hafi að herja
eina miijón í auknum sköttnm út
úr þjóðinni árið sem leið, vita
það allir, sem til þekkja, að . at-
vinnnvegirnir gátu ekki borið
jiessa skattaaukningu. Þeir voru
yfirleitt jeknir )neð tapi, þótt
ekki væri það eins gífurlegt og ár-
ið 1932.
En sennilega -þarf ekki mikinn
speking' tij að skilja það, að engin
þjóð þolir til Jengdar sífelda
skattaaukning, e'f atvinnuvegir
hennar geta ekki borið sig. Síst
getnr fámenn og eignalaus þjóð,
sem vjer Islendingar, þolað slíkt.
Annað er og alvarlegt íhugunar-
•ofni í sambandi við yfirlitsskýrslu
fjármálaráðherra. Það er. hversu
gífurleg hin lögbundnu útgjöld
TÍkissjóðs eru orðin.
Vaxtabyrðin af skuldum ríkis-
sjóðs er þetta ár komin upp í 1
milj. 650 þús. kr.Þetta er arfurinn
frá Hrifluóstjórninni.
Stefnan í fjármálunum verður
að vera sú, að koma hinum glfur-
legu útgjöldnm ríkissjóðs niður.
svo hægt verði að lækka skatta-
bvrðina og koma atvinnuvegun-
nm á heilbrigðan grundvöll.
...---««. fg- ---
feland fór frá Leith kl. 5 síðd.
í gær.
Brottrestrarmál Lárusar
Jónssonar dæmt í Hæstarjetti.
Hæstirjettur telur, að sannast hafi svo
mikil óreglusemi á Lárus, að rjett-
mætt hafi verið að víkja honum fyr-
irvaralaust frá Nýja Kleppi og eigi
hann engan rjett til skaðabóta.
Þegar Ólafur Thors gegndi
dómsmálaráðh.störfum haustið ’32,
vjek hann, sem kimnugt er Lárusi
Jónssyni frá yfirlæknisstöðunni á
Nýja Kleppi og setti dr. med.
Helga Tómasson að spítalanum.
En Jónas Jónsson frá Hriflu
hafði, meðan hann var dómsmála-
ráðherra gert samning til marg'ra
ára við flesta sína vildarvini í
opinberum stöðum. Samningur
Lámsar á Kleppi gilti til 26. nóv.
1934. Sá samningnr mun vera al-
gert eindærai. Þar mun til dæmis
ver fram tekið. að þótt Lárus
Jónsson yrði rekinn frá starfi,
skyldi ríkið samt sem áður skuld-
bundið að greiða honurn full
laun!!
Lárus not-aði sjer þenna merki-
lega samning og höfðaði skaða-
bótainál gegn ríkinu .
í undirrjetti fekk L. J. til-
dæmdar skaðabætur: full laun
frá 1. janúar 1933 til 26. nóv.
1934, miðað við 5000 kr. árslaun,
og að auki 300 kr. á mánuði, sem
uppbót fyrir liúsnæði, ljós og hit.a.
Ríkisstjórnin áfrýjaði þessum
dómi til Hæstarjettar og var dóm-
ur upp kveðinn þar í gær.
Hæstirjettur ómerkti með öllu
dóm undirrjettar. Hann leit svo
á, að sannast hafi, að Lárus hafi
gerst sekur í svo megnri óreglu
við starfið, að rjettmætt hafi
verið að víkja honum frá starfi
fyrirváralaust og eigi hann því
cng : kiöfu til skaðabóta. Sýkuaði
því HaiSt.irjettur ríkissjóð af öll-
um kröfum Jjárusar og dæmdi
hann til ]>ess að greiða 500 kr. í
málskostnað fyrir undirrjetti og
Ilæstarjetti.
Gullsending hveríur
á dialarfullan hátf.
London 7. mars. FU.
Fyrir nokkru hjelt eimskipið
„Balmoral Castle“ frá Höfðaborg
áleiðis til Southampton og' hafði
meðferðis gnllscndingu frá Stand-
ard bank í Bulawayo í Rhodesiu.
Þegar sfeipið kom til Southamton
á mánudag var gullkassinn Jiegar
í stað fluttur til London með járn
brautarlest, og opnaður í Eng-
landsbanka. Kom það þá í ljós,
að í kassanum var aðeins sement
og naglar.
Ekkert benti til þess, að kassinn
hefði verið opnaður og hann vóg
með innihaldi nákvæmlega eins
og vera átti, er hann var sendúr
frá Bulawayo. Það er talið óhugs-
andi, að átt hafi verið við kassann
{■ leiðinni, því að lianji var alla
) tund í lokuðum klefa, og enn-
fremur er þess g'etið, að ítrustu
, varkárni hafi verið gætt, er gullið
var látið í hann í Bulawayo, og
nægir vottar þar að, og kassinn
síðan færður undir strangri gæslu
til skips.
ílnfa menn nú ]iað sjer til
dægrastvttingar í Englandi/ að
leiða getum að hvernig standa
muni á þessu dularful-la f'yrir-
brigði.
Hrakningar skipbrotsmanna
af rússneska ísbrjótnum.
London 7. mars. FÚ.
Raúnum Rússa þeirra úr Chelju-
sliin leiðangrinum. sem fastir eru
í ísi fyrir norðurströnd Síberíu,
virðist engan veginn vera lokið.
Ern enn allmargir menn á ísnum,
en flugvjel bjargaði í gær 12 kon-
um og börnum.
Síðastliðna nótt lentu skipbrots
mennirnir í einni hinni mestu raiin
sem þeir liafa ratað í. Spraklc þá
ísjaki sá, er þeir höfðust við á,
einmitt ]>ar sem kofi þeirra var,
og eyðilagðist liann algerlega. —
Skiphrotsmennirnir komust þó úr
kofanum, áðúr en það var um
seinan, og ísjakana bar nú •imi
50 fet hvorn frá öðrum. Þegar
jakarnir . námu staðar, hófu skip-
brotsmenn hið örðuga, starf að
bvggja kofann npp að ný.jn. Dr.
Sohmidt, foringi leiðangursins bef
ir látið svo um mælt, að engin
ástæða væri til ]iess að óttast um
! skipbrotsme^nina að svo stöddu,
| en að afarmiklum örðugleikum
i væri bundið að koma kofanum
.
i upp a ny.
fÍErlög 5Ett á Spáni.
Óeirðir yfirvoíandi.
Bresk-rússneski
samninffurinn.
,
London, 6. mars. FLT.
í lávarðadeild enska þingsins
\-a r í dag rætt um ensk rússnesku
verslunarsamningana. Einn ræðu-
inaður vildi enga samninga gera
; aði-ir vildn binda þá þeim skil-
iyrðum, að samið væri jafnframt
um skuldir Rússa við Breta, eða
að Rússar Ijetu lausa pólitíska
, fang'a. Lávarðarnir Ponsonby og
, Reading mældu með samningun-
u m.
Madrid 7. mars.
UnfLed Press. F.R
Búist er við, a‘ð tilskipun um
hernaðarlög skuli ganga í g'ildi,
verði gefin út þá og þegar, vegna
þess hve horfurnar um að innan-
landsfriðurinn Verði rofinn, eru
ískyggilegar. Einnig er búist við,
að víða verði lýst yfir verkföllum.
Síðari fregn: Opinberleg'a til-
kynt, að tilskipun hafi verið gef-
in út um víðtækar ráðstafanir til
þess að koma í veg fyrir óeirðir.
Ráðstafanirnar gilda fyrir alt
landið.
Forö og Rooseuelt
lenöir enn saman.
Kalundborg 7. mars. FÚ.
Tillögur þeirra Roosevelts og
Johnsons hershöfðingja um stytt-
ingu vinnutímans, og' 10% kaup-
hækkun er á skuli komið hið
hráðasta í amerískum iðnaði, sæta
nú hinum hörðustu mótmælum úr
ýmsum áttum. Er því m. a. haldið
fram til andmæla, að af þessari
ráðstöfun myndi leiða verðhækk-
ini á ýmsum neysluvörum, sem
hlyti að verða skaðsamleg viðskift
um.
Meðal þeirra, sem látið hafa í
Ijósi skoðun sína á þessu máli,
ei bifreiðakongurinn Henry Ford,
og- heldur Iiann því fram að hið
eina, sem lijeðan af komi að
lialdi. til ]iess að bæta út at-
vinnuleysinu. sje að finna nýja
markaði og sölnmöguleika fyrir
framleiðsluna. Hingað til hafi
menn um of reiknað með pening-
um einum í viðskiftalífinu, en
nú verði jafnframt að sjá nm, að
skipuleggja framleiðsluna svo, að
þær vörur s.jeu fyrst og fremst
fi'íu defddar. sem líkur eru til, að
seljanlegár sjeu.
Úr verstöðvunum
F. U. 7. mars.
í nótt var alment róið úr ver-
stöðvum' á Suðurnesjuhi. — Úr
Grindavík rjeru allir hátar, og
fengu góðan afla, 5—12 skpd.
á báta, sem komnir voru’ að um
miðaftan í dag.
í' Keflavík voru allir bátar á
sjó í dag'. Þeir bátar sem komnir
voru að landi um miðaftan í dag
höfðu aflað 14—16—18 skpd.
TJr Höfnun reru allir 'bátar í
nótt. Afli var fremur tregur.
Frá Sandgerði reru allir bátar
í nótt. Afli var góður •— um 15
skpd. á minstu hátana og alt upp
i 30 skpd. á stærstu báítana. Afli
á þá útileguháta í Sandgerði, er
ekki var vitað um, er skýrt var
frá afla í Sandgerði í gær, var
mjög góður. Vjelbáturinn Árni
Árnason frá Görðum fekk á 7.
hundrað lítra lifrar, eða um 25
skpd. fiskjar. Björn aflaði lítið
eitt*minna og fleiri bátar fiskuðu
mjög vel.
Frá Akranesi reru í fyrsta sinni á
vertíðinni al.lir bátarnir, 22 að tölu
og fiskuðu mjög vel'. Afli var
ágætur 14—15 þús. kg'. á bát.
Olafur Bjarnason liefir lagt, á
land á Akranesi afla úr einni ferð
30—40 smálestir.
Sprengikúlum
átti að varpa yfir fiinghúsið.
Kalnndborg 7. mars. FÚ
Meðan á óeirðunnm stóð í París
í s. I. mánuði, var banu lagt við
því, að nokkur flugvjel flygi yfir
París eða tæki sig upp af flug-
völlum þ;ir í borginni, án þess
að lögregluskoðun hefði farið
fram. Bann þetta. vakti á sínum
tíma nokkra eftirtekt og undrun
og varýmsum getum leitt að hvað
valda mundi. Nú liefir lögreglan
í París lýst vfir því, að henni hafi
borist brjef í hendnr, sem gaf til
kynna, að í ráði væri, að varpa
spréngikúlum úr lofti niður yfir
þinghúsið, og því hafi þessi var-
úðarráðstöfun verið gerð.
--♦ -------
Skattahækkun
í Danmörku.
Hegning fyrir guðlast.
Oslo 7. mars. FB.
Oðalsþingið samþykti í gær-
kvöldi með 54:52 atkvæða breyt-
ing'artillögu þá, sem ríkisstjórnin
bar fram á hegningarlögiinum,
um strangari hegningu við guð-
lasti. Þingmenn verkálýðsflokks-
ins og þingmaðurinn Mjöen
greiddu atkvæði á móti breyting-
unni.
Kalundborg 7. mars. FÚ.
•Fjármálaráðherra Dana lagði 2
frumv. fyrir þingið í dag, er ann-
að um auka tekjuskatt af ölþim
tekjum, er nema 10 þús. kr; og
þar yfir, en liitt er framlengíng
a viðbótartollum Jieiin og skött-
oni, er samþvktir voru á síðasta
þingi. Taldi fjármálaráðherra, að
lagafrumvörp þessi yrðu bæði sam
þykt, ef unt ætti að vera að
vinna upp greiðsluhallann, sem
annars væri yfirvofandi í ríkis-
búskapnum.
Samgöngumálaráðherrann lagði
einnig fyrir þingið frumvarp um
all-víðtækar breytingar á rekstri
dönsku ríkisjárnbrautanna.
Súðin fer hjeðan í kvöld til
Seyðisfjarðar.
Hungurgöngumenn
halda heimleiÖis.
i"
London 7 .mars. FTT.
1 tt ... • •
I Hungurgongumenmrmr, er ver-
jið liafa í Loudon nndanfarna 10
1 daga, hjeldu í dag heimleiðis.