Morgunblaðið - 29.06.1934, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 29.06.1934, Blaðsíða 2
2 MORGUNBL^ *) I F> liorgimHaMi Útgef.: H.f. Árvakur, Reykjavlk Rltatjörar: Jön Kjartanaaon, Valtyr Stefánaaon. Rltatjörn og afgrelBala: Auaturatrætl 8. — Wml 1800 Auglýalngaatjörl: K. Hafberg. Auglýalngaakrlfatofa: Auaturstrætl 17. — Slail 8700 Helmaalanar: Jön Kjartanaaon nr. 8742. Valtýr Stefánaaon nr. 4220. Árnl Óla nr. 2045. K. Hafberg nr. 2770. Áakrlftagjald: Innanlanda kr. 2.00 á atánuBl. Utanlanda kr. 2.60 á aaánuBl 1 lausaaölu 10 aura elntaklB. 20 aura ataB Laabök, Smíði samvinnubátanna. Bæjarsljórn samþykkir að láta smíða 4 báta hjer i sumar. Sósialfstar reyna að tefja málið. Stjórnmálahorfur 20 þingm. 3 — ' 10 — 15 — 1 — Kunn eru nú úrslitin í öllum kjördæmum landsins nema tveim — N.-lsafjarðarsýslu og S.-Þing- eyjarsýslu. Úrslitin í S.-Þing. eru kunn fyrirfram, og hver sem úr- slitin verða i N-ísafjarðars., eru ekki líkur til að það geti haft nein áhrif á endanlega skipan þingsins, því baráttan er þar milli Sjálfstæðisflokksins og Alþýðu- flokksins, sem einnig koma til að glíína um 11. uppbótarsætið. Sá flokkurinn, sem tapar N.-ísafj.s. mun því sennilega fá upphótar- sætið í staðinn. Þótt ekki verði til fulls sagt, á þessu stigi, hvernig uppbótar- sætin skiftist milli flokkanna, eru allar líkur tií að þingið nýja verði’ þannig skipað: Sjálfstæðisflokkur Bændaflokkur Alþýðuflokkur Framsóknarflokkur Utan flokka Verði þingið þannig skipað, hafa rauðu flokkarnir, Alþýðu- flokkurinn og Framsóknarflokkur- inn til samans 25 þing'menn og er það meirihluti þings. Nú er það alkunnugt, að foringj ar þessara flokka hafa að því kept, að mynda stjórn saman. Þeir gerðu tilraun til þessa á aukaþing inu síðastl. vetur og hafa ekki farið dult með það undanfarið, að þeir myndu vinna saman, ef þeir fengju sameiginlegan meiri- hluta í þinginu. Má því telja það nokkurnveg- inn víst, að forráðamenn þessara tveggja flokka muni nú íegg'ja kapp á, að fá stjórnina í sínar hendur. Og þeir geta það að sjálfsögðu, ef háðir þingflokk- arnir æskja þess. Verði það ofan á, sem allar líkur benda til, að Framsóknar- flokkurinn og Alþýðuflokkurinri myndi nú stjórn saman, getur það orðið með tvennum hætt: Að þingið verði þegar kvatt samaa og stjórnin mynduð á þinginu, ellegar, að þingmenn begg.ja þess- ara flokka verði kvaddir hingað á ráðstefnu og taki ákvörðun um stjórnarmyndun, eins og gert var 1927. Varla er hægt að. búast við stjórnarskiftum fyr en eftir miðj- an júlímánuð. Landskjörstjórn þarf að koma saman til þess að úthluta uppbótarsætum, en fyrst verður hún að fá kosningagögn í hendur úr kjördæmunum. Hún ætti að geta komið saman eftir viku eða svo og þá er endanlega sjeð, hvernig þingið verður skip- að og' þá taka flokkarnir sínar á- kvarðanir. Á bæjarstjórnarfundi á mið-1 Árangurinn er sá, að nú liggur vikud. var smíði samvinnubátanna ' fyrir tilboð frá h.f. Völund í Höfn, til umræðu, og gekk bæjarstjórn aags. 23. júní. frá því máli. Tilboð þetta er bygt á því, að Svohljóðandi tiilaga var sam- h.f. Völund selji vjelarnar í skip- þykt: 1 in, fyrir tiltekið verð f.ö.b. Höfn, „Bæjarstjórnin samþykkir að og' sje niðursetning vjelanna inni- ganga að tilboði h.f. Völund í falin í tilboðinu. Auk þess er í til- Kaupmannahöfn, dags. 23. þ. m., j boðinu innifalið alt efni til skip- um mótorvjelar og efni til tveggja anna, sem kaupa þarf erlendis. 50 smálesta og tveggja 22 smálesta Efni þetta útvegar firmað fyrir eikarvjelskipa. Jafnframt sam- tiltekið verð. þykkir bæjarstjórnin að ganga að í 50 tonna skipin liljóðar til- smíðatilboðum þeirra Daníels Þor- boðið upp á kr. 36,184, en í 22 steinssonar o. fl. á tveim 50 smál. tonna bátana á kr. 21,050. skipum og þeirra Einars Einars- j Hefir verið leitað tilboða hjer sonar o. fl. á tveim 22 sinálesta heima um smíði bátanna, og til- skipum. boð fengist í 50 tonna bátana, 15 Bæjarsgjórnin felur borgarstjóra þú.s. kr. og í 22 tonna 8 þús. kr. allar frekari framkvæmdir um Með þessu móti eiga 50 tonna smíði skipanna, og væntir þess að bátarnir alls að kosta 57 þús. kr., hafnarstjóri ög hafnarstjórn að- en 22 tonna bátarnir 33 þús. kr. stoði við það að greiða fyrir því Er þá ekki meðtalið flutn- eftir-því sem frekast er unt. ingsgjald frá Höfn á vinnustað- Bæjarstjórnin felur hafnarstjórn inn nje tollur. En frá sþjórnar- að semja við væntanlega kaupend- ráðinu hefir fengist yfirlýsing ur skipanna, og heimilar fyrir sitt um að aðflutningsgjöld fengjust leyti að fje það, sem ákveðið var endurgreidd. Er til þess laga- að veita sem lán af atvinnubóta- heimild. fje til þessarar framkvæmdar með j Er talið víst, að flutningsg'jöld ályktun 15. febrúar, megi veitast verði ekki meiri en kostnaður við sem óafturkræft framlag að því að sækja bátana heim, væru þeir leyti, sem þess þarf með til þess smíðaðir eríendis. að vinna upp aukakostnað af því að skipin verða smíðuð hjer‘ • Verð þetta er dálítið hærra, en lægstu tilboð í báta smíðaða er- Borgarstjóri gerði grein fyrir lendis. En það munar ekki miklu. undirbúningi málsins. Honum fór- ust m. a. orð á þessa leið: Útboðslýsingu ’ hefir Bárður Tómasson samið. Er hún nákvæm Þ. 15. febrúar í vetur var sam- og gerðar strangari kröfur en al- þykt í bæjarstjórn að veittar verði ment er gert við erl. skipasmíða- 50 þús'. kr. af atvinnubótaf je til ! stöðvar. samvinnufjelags sjómanna, og not- aðar verði 10 þús. kr. til láns út á hvert skip, er fjelagsmenn fengju, skipin verði 50 smál. að stærð og kosti um 50 þús. kr. Til- skilið var, að Reykvíking’ar gerðu út þessi skip. Þ. 23. s. m. samþykti bæjar- stjórn að fela borgarstjóra að út- vega hjá hæfum og reyndum mönnum uppdrætti og efnisskrá af 4—5 skipum og að innlendir skipasmiðir væru fengnir til að gera tilboð í þessi skip. Ákveðið var og að einskorða tilboðin ekki við 50 smélesta •skip, heldur og leita tilboða í 22 smál. skip. Skip ]>essi voru því næst boð- in út hjer innanlands. Æðimörg tilboð komu og frá er- lendum skipasmíðastöðvum. bæði í skip og vjelar. Var útboðsfrest- ur til 11. maí, en var fram- lengdur. Oft hefir það viljað brenna ið, að gera hefir þurft ýmsar umbæt- ur hjer í þeim bátum, sem keypt- ir hafa verið erlendis. En hjer er hægt að sjá um, að ekkert vanti á fullkominn útbúnað bátanna. Sú vinna, sem í það hefir verið lögð, að koma smíði bátanna inn í landið, en fá þá þó mun ódýrari en innlendar stöðvar þorðu að bjóða, á að geta skapað grund- völl að því, að smíði slíkra báta flytjist í landið aftur, eins og hjer var áður. Verðlagssveiflurnar á árunum eftir ófriðinn, breyttu þessu, svo bátasmíðin minkaði hjer heima. Gert er ráð fyrir, ef málið fær greiða afg'reiðslu, að kilir og stefni bátanna fáist með Gullfossi hing- 'að 14. júlí og byrjað verði á smíðinni í júlí. Verkið á að vinna á uppfylling- unni vestur undir Bakkastíg, þar sem á að vera bátauppsátur smíða Því næst skýrði borgarstjóri frá, og viðgerðastöð. Hefir hafnar- að hann hefði átt viðtal við ýms- ar erlendar skipasmíðastöðvar í utanför sinni. En það varð m. 'a. til þe.ss að .forstjóri danskrar skipasmíðastöðvár kom hingað til Reykjavíkur, til að athuga í sam- ráði við borgarstjóra, hvernig hægt væri að koma því fyrir, að bátarnir yrðu smíðaðir hjer. stjóra verið falið að láta gera skúr þar fyrir vinnuvjelar og áhöld og lokaða girðingu fyrir efni og þessh. Jón A. Pjetursson vildi eklti að þessu tilboði frá h.f. Völund væri tekið, því betri væru dieselvjelar í báta þessa. Karoline Björnson látin. Osló, 28. júní. F. B. Karoline Björnson, ekkja Björn- stjerne Björnson, andaðist síðari hluta dags í g'ær að Aulestad. Hún hafði legið þungt haldin í tæpan mánuð. Hún var fædd 1. desem- ber 1835 í Bergen. Þann 11. sept. 1858 giftist hún Björnson, sem þá var leikliússtjóri í Bergen. Merkileg þýsk heimsókn. Með „Dronning Alexandrine" í gærkveldi kom hingað sendi- nefnd frá landbúnaðarráðuneyt- inu þýska í opinbera heimsókn. Mun sendinefndin dvelja hjer til 3. júlí. f henni eru ýmsir kunnir fræðimenn í landbúnað- arvísindum, þeir Rechenbach, df. Wolff, dr. Gauch og herra Metzner, og ætla þeir að halda hjer 4 opinbera fyrirtestra um ýmislegt, sem að þýskum þún- aðarháttum lýtur og um fiski- veiðar. Er sendinefnd þessi hjer á vegum Búnaðarfjelagsins. Fyrirlestrar þessir, og koma sendinefndarinnar, mun að ein- hverju leyti vera í sambandi við samkomulag það, sem tek- ist hefir um útflutning á hross- um, hjeðan til Þýskalands, og verður sendinefndinni þvi vafa- laust tekið vel af bæjarbúum og landsmönnum, Líklegt er að koma þessarar sendinefndar hingað gæti leitt til aukinna viðskifta ÍSlands við Þýskaland, bæði með landbún- aðayafurðir og annað, enda er það vafalaust, að af Þjóðverj- um getum vjer lært margt í verklegum vísindum. Fyrirlestrarnir verða fluttir í Kaupþingssalnum, nema hinn fyrsti. Hann verður í kvöld í Nýja Bíó, kl. 5. Þá á undan flyt- ur Metzner Reichs-kommissar kveðjuorð til íslensku þjóðar- innar. Síðan flytur dr. Gerh. Wolff erindi með skuggamynd- um um búnað og fiskveiðar Þjóðverja. Kl. 8.30 flytur Reichs- kommissar Metzner erindi í Kaupþingsalnum um: Ætt og óðal. Að báðum stöðum er öll- um aðgangur frjáls meðan hús- rúm leyfir. Efni fyrirlestranna og ávarps ins verður skýrt á íslensku. En borgarstjóri hafði aflað sjer upplýsinga um, að enn væri það ,ekki nægilega fullreynt live heppi- legar dieselvjelar væru í slíka báta. Stef. Jóh. Stefánsson rjeðst á borgarstjóra út af þessu máli með mikilli frekju út af því að firm- að J. Þorláksson og Norðmann væru umboðsmenn fyrir li.f. Völ- und í Höfn. Borgarstjóri lýsti því yfir, að í því efni færi St. Jóh. St. mfeð staðlausa stafi, og hafði bæjarfull- trúinn ekkert við það að athuga, þó hann yrði að renna því niður. -------------------- Kosningaúrslitin. í gær voru atkvæði talin í tveim kjördæmum og urðu úrslitin þessi: Barðastrandarsýsla. Bergur Jónsson (F) 508 atkv. Jónas Magnússon (S) 266 — Sigurður Einarsson (A) 292 ■— Hákon Kristóferss. (B) 140 — Hallgr. Ilallgrímss. (K) 70 — Á landlista fellu atkv. þannig og eru þau talin með atkv. fram- bjóðendanna: Alþ.fl. 10, Bænda- fl. 14, Frams.fi. 8, Kommúnistafl. 3 og Sjálfstæðisfl. 10. f fyrra fellu atkv. þannig í Barðastrandarsýslu: Bergur Jóns- son (F) 465, Sigurður Kristjáns- son (S) 293, Páll Þorbjarnarson (A) 82 og Andrjes J. Straumland ‘(K) 75. Eyjafjarðarsýsla. Bernh. Stefánsson (F) 1319 atkv. Einar Árnason (F; 1251 — Garðar Þorstemss. (S) 917 — Einar Jónasson (S) 905 — Stefán Stefánsson (B) 348 — Pjetur Eggerz (B) 301 — Barði Guðmundss. (A) 371 — Halklór Friðjónss. (A) 303 — Þóroddur Guðm. (K) 237 — Gunnar Jóhannss. (K) 262 — Á landlista fellu atlrv. þannig: Alþ.fl. 30, Bændafl. 3, Framsókn- arfl. 15. Kommúnistafl. 15 og Sjálfstæðisfl. 37 og eru þau með- talin í framangr. tölum. f fj’rra fellu atkv. þannig: Bernli. Stef. (F) 928. Einar Árna- son (F) 819, Einar A. Jónasson (S) 503, Garðar Þorsteinsson (S) 483, Steingr. Aðalsteinsson (K) 256, Gunnar Jóhannsson (K) 253, Jób. Fr. Guðmundson (A) 114, Felix Guðm. (A) 105. Yfirlit. Atkvæðatala flokkanna er nú sem hjer segir: Sjálfstæðisflokkur 20.850 atkv. Alþýðuflokkur 10.406 — Framsóknarfl. 10.219 — Bændaflokkur 3.212 — Kommúnistafl. 2.909 — Þjóðernissinnar 363 — Utan flokka 506 — ■ manf •<*M» Vígbúnaöur Breta í loftinu London 28. júní. F.B. ■Möguleiki stofnunar alríkis- lofthers var ræddur í neðri mál- stofu enska þingsins í gær, í sambandi við aukningu breska loftflotans. Flugmálaráðherra sa.gði, að al- ríkislofther væri ekki samræman- legur sjálfstæðri afstöðu samveld- islandanna, en hinsvegar væri vel athug'andi, hvort eki mætti koma á sambandi milli flugflotans heimae og í sambandslöndunum. Ráðherr- ann slcýrði einnig frá því, að á- ætlariir og ráðagerðir væru nú of- arlega á baugi um það, að auka flugflotann. Hann sagði, að menn hefðu vænst þess, að afvopnunar- ráðstefnurnar mundu gera óþarf- ar slíkar fyrirætlanir, en að aðrar þjóðir hefðu nú ákveðið, ekki ein- ungis að lialda í horfinu sínum flugflota, heldur einnig að. auka hann, og þessvegna væri England nú neytt til þess af öðrum þjóð- um, að hug'sa einnig um aukningu síns loftflota. *

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.