Morgunblaðið - 02.08.1934, Qupperneq 2
2
MORGUNBLAÐIÐ
$&or0ttaHafcií>
Útgef.: H.f. Árvakur, Reykjavlk.
Ritstjörar: J6n Kjartansson,'
A'altýr Stefánsson.
Ritstjórn og afgreiSsla:
Austurstræti 8. — Sími 1600.
Auglýsingastjðri: B. Hafberg.
Auglýsingaskrifstofa:
Austurstræti 17. — Slmi 3700.
Heimaslmar:
J6n Kjartansson nr. 3742.
Valtýr Stefánsson nr. 4220.
Árni Óla nr. 3045.
E. Hafberg nr. 3770.
Áskriftagjald:
Innanlands kr. 2.00 á mánuöi.
Tltanlands kr. 2.50 á mánuCi
í Iausasölu 10 aura eintakiC.
20 aura meC Lesbók.
Hermann Jónasson.
Um ]iað leyti, sem kunnugt
varð að rauða samfylkingin hafði
ákveðið að fela Hermanni Jónas-
syni að mynda stjórn, spurði Her-
mann kunningja sinn að því, hvort
liann væri ekki hissa á þessum
málalokum. Maðurinn sagði eins
og var, að hann undraðist, stór-
lega. Og Hermann gat þá ekki
komist hjá, að sveigja í sömu átt,
og Ijet nokkurn undrunarvott í
Ijósi sjálfur.
Þetta er ekkert undarlegt. Jafn-
vel núverandi forsætisráðherra var
hissa, er hann hafði gengið úr
Kkugga um, að þingfulltrúar um
22 þús. kjósenda hefðu ekki fund-
ið ánnan mann liæfari honum, að
mynda stjórn á íslandi-
Því hvað gat maourinn fundið
til síns ágætis?
Hann var fyrir sakir vissra al-
kunnra hæfileika, sem bæjarbúum
eru kunnugir, valinn til að vera
lögreglustjóri Reykjavíkur.
Fullkomið sinnuleysi hafði hann
sýnt við framkvæmd embættis-
verkanna.
Þegar kommúnistalýður bæjar-
ins hugði að ráða niðurlögum lög-
regluliðsins, snerist Hermann, Jög-
reglustjórinn sjálfur, í lið með
þeim æsingalýð.
Dómarahæfileika hafði hann
sýnt méð því að fljetta staðleys-
um og svívirðingum í mál þau, er
hann hafði til meðferðar, sbr.
Behrensmálið.
Og í daglegu líferni hafði þessi
lagavörður sýnt. manngildi sitt og
þroskastig, með því að brjóta Iöá
og reglur, sem han’n átti að sjá
um að aðrir fylgdu —- sbr. skot-
æfingar hans og æðarkolludráp.
Um alt þetta veit Hermann Jón
asson allra manna best.
Þess vegna er það ekki undar-
leg't þó hann sjélfur furði sig á
því. að 25 þingmenn telji hann
hæfastan alira af þessum rúml.
100 þús. hræðum, sem land þe-tta
byggja, og feli honum forsætis-
ráðherratign.
Honum mun verða fyrirgefið,
þó hann sjálfur hafi verið sá 25-
í hópnum, er atkvæði greiddi með
þeirri lausn málanna.
En kjósendur landsins munu
seint fyrirgefa hinum 24, er sýnt
hafa hið fullkomnasta kæruleýsi
og bakað hafa landi og þjóð ])á,
alveg óafmáanlegu smán, að fela
stjóm landsins, á alvörutímum,
fíermanni Jónassyni í hendur.
Lauge Koch í Scoresbysund.
Kalundhorg 1. ágúst F.Ú.
Leiðangur Lauge Koeh er kom-
inn til Scoresbysund. 111 veðrátta
hefir hamlað nokkuð rannsókn-
um leiðangursmanna, en að öðru
leyti hefir alt gengið vel.
Uppreisnin í Austurríki.
Fjöldi Nazista hefir flúið til Jugo-
Slavíu, en ný uppreisn hefir bloss-
að upp í
Berlín 1. ágúst F.Ú.
Frjettaritari eins af blöðunum
í Júgó-Slavíu, sem dvelur í Kárn-
then segÍL' frá því, að bardagar
hafi staðið í allan gærdag milli Naz
ist og sambandshersins austur-
ríska, og liafi þetta jafnvel verið
alblóðugustu bardagar í allri upp-
reisninni- Á báðai- liliðar var mik-
ið mannfall. Frjettaritarinn segir,
að sambandsherinn hafi með
kænsku tælt uppreisnarmenniua
burt frá landamærunum, þar sem
ekki var hægt að hefja skothríð á
þá, og umkringt þá síðan á alla
vegu. Upreisnarmönnum barst síð-
an liðsstyrkur og höfðu þeir ekki
g'efist upp, er síðast irjettist.
f gær og í fyrradag munu um
360 uppreisnarmenn hafa flúið
yfir landamærin til Júgó-Slavíu,
og eru þar nú um 1200 austur-
•rískir nazistar. Stjórnin í Júgó-
Slavíu hefir tekið af þeim vopn,
og sett þeim sjerstakar reglur um
hegðun þeirra þar í landi.
Frjettaritari Júgó-Slavneska
blaðsins, sem áður er getið um,
kveðst hafa frjett að uppreisn hafi
hafist á ný í gærkvöldi um alt
Kárnthen lijeraðið, erí fregnir af
þessu sjeu mjög óljósar.
Morð lögrefflustjórans
í Innsbruck.
Morðingjarnir ekki dauðir
enn, en g'álgar hafa verið
reistir handa þeim.
London 1. ágúst F.Ú.
Síðast þegar írjettist, hafði ekki
verið kveðÍLin upp dómur í máli
Nazistanna sem skutu lögreglu-
stjórann í Innsbruck, en rannsókn
málsins hefir staðið yfir í dag.
Það þykir þó benda ótvírætt á
það, hvernig dómurinn muni falla,
að gálgar hafa þegar verið reistir.
Rannsókninni á málum annara
uppreisnarmanna sem handtekn-
ir voru liefir verið frest'að um
tíma.
Austurríska stjórnin hefir ákveð
ið að breyta til um starfsmanna-
Kárnthen.
hald ríkisins á ýmsum sviðum, og
víkja frá ýmsum mönnum, sem á-
stæða þykir til þess að halda að
hlyntir sjeu Nazistum. Búist er
við því, að þetta hafi í för með
sjer nokkurar breytingar á lög-
reglunni í Vínarborg, og svo það
að nokkurum. skólastjórum verði
vikið frá, og einhverjir embættis-
menn teknir fastir.
Austurríkismenn æsa gegn
Þjóðverjum.
London 1. ágúst F.Ú.
Víðsvegar um götur Vínarborg-
ar hafa í dag verið festar upp
stór spjöld, með fyrirsögninni:
„Við sakfellumú Síðan segir á
spjöldunum: „Dollfuss er dáinn.
Við sakfellum frammi fyrir öll-
um heiminum, og stefnum fyrir
dómstól allra þjóða, hinum raun-
verulegu morðingjum, handan við
landamærin".
Kalundborg 1. ágúst F.Ú.
Margir hafa særst og fallið í
grimmilegri viðureign, sem fram
fór í gær milli Nazista og stjórn-
arhersins við landamæi'i Jugo-
Slavíu.
Ekkja Dollfuss gestur
Mussolini.
Kalundb'org 1. ágúst F.Ú.
Ekkja Dollfuss er aftur komin
til Riccioni og dvelur þar ásamt
börnum sínum, sem gestur Musso-
linis-
Austurrískir Nazistar ger-
sigraðir. — Eignir uppreisn-
armanna gerðar upptækar.
Austurríska stjórnin hefir í dag
gefið út ný lög', sem gera upp-
tæk til handa því opinbera, all-
ar eigur þeirra manna, sem þátt
tóku í uppreisninni, og með sömu
lögum er svo ákveðið, að fyrir
minni háttar óspektir og mótþróa
í sambandi við uppreisnina, skuli
menn dæmdir til þrælkunarvinnu
í fangaherbúðum.
Vcikindi
Hindenburgs.
Kalundborg 1. ágúst F.U.
Hitler kom tii Neudeck um kl.
1 í dag í flugvjel.
Hindenburg var þá með fullri
rænu, en ekki hefir komið fram
neinn örug'gur bati og óttast
menn, að honum geti versnað al-
varlega ])á og þegar.
....--------
Vörusinygl.
Blaðið liefir heyrt þá lausa-
fregn hjer í bænum, að á því hafi
borið nú upp á síðkastið, að boðn-
ar hafi verið *lijer nokkrar vörur
sem grunur ljeki á, að eigi sje
fengið innflutningsleyfi fyrir, og
eigi tollur greiddur af-
Það orð leikur á, að vörur þess-
ar sjeu fluttar liingað til bæjar-
ins með bílum, því þeim sje skipað
í land á böfnum, þar sem toll-
gæsla er eigi jafn ströng' og hjer.
Nánai'i fregnir eða staðfesting-
ar á orðrómi þessum hefir blaðið
ekki fengið. En kaupsýslumenn
hjer í bænum ættu að hafa auga
með því, ef þeir kynnu að veiða
varir við að smyglvörur væru á
ferðinni. Ættu þeir, með samtök-
um að geta komið í veg fyrir að
nokkur brögð yrðu að lögbrotum
þessum.
-------------------
Flugvjelar mætast
yfir Atlantshafi.
London 31. júlí F.Ú.
í fyrsta slcifti í sögunni mætt-
ust tyær stórar flugvjelar yfir At-
lantshafi í dag. Það voru póstflug-
vjelar Frakka, er ganga, milli
Senegal á vesturströnd Afríku og
Port Natal á austurströnd Suður-
Ameríku. Hafði önnur lagt af stað
frá Senegal kl. 11.25 í morgUn,
en hin frá, Port Natal klukkan 5,
og náði hún Cape Verde eyjunum
kl. 19.42.
Sólskinslan§asti )úlí
Reykjavíknr í sumar.
Menn kvarta undan veðrátt-
unni. Þetta er landlægur siður —
eða ósiður.
Veðrið er hjer, sem annarsstað-
ar mismunandi gott. Og hjer um
slóðir hafa menn oft verið í meiri
vandræðum með fiskþurk og hey-
þurk, en í sumar.
Þeir, sem eiga sitt undir sól og'
regni nota hverja stund sem gefst.
Þannig hafa menn komist af hjer.
Og svo mun það verða.
Eftir því hvernig þurkur hefir
gengið, hefðu menn haldið að
júlímánuður hafi ekki verið jafn
sólarlaus í ár og hann var, sam-
anborið við undanfarin ár.
En veðurskýrslur hernia, eftir
því sem Jón Eyþórsson sagði blað-
inu í gær, að síðustu sjö árin hefir
júlímánuður ekki verið jafn sól-
skinslaus hjer í Reykjavík og í
ár.
Yfirlit um sólskinsstundír
í Reykjavík.
júlí ágúst
klst. % klst. %
1928 268 48 162 32
1929 256 46 273 54
1930 205 37 174 35
1931 220 39 209 41
1932 242 43 136 27
1933 137 . 25 137 27
1934 125 23
Með prósenttölunum er átt við
fjölda sólskinsstunda. borið saman
við allan tíinann sem sól er á lofti.
Með samanburði á tölum sól-
skinsstundanna í ár og undanfarin
ár, sjest hin sorg'lega útkoma.
Sólskinslítið þótti sumarið hjer í
fyrra. En þá voi'u þó sólskins-
stundir í júlí 137, nú aðeins 125.
Og samanborið við júlí 1928, 1929
og 1932, eru sólskinsstundir í, júlí
þau árin um og yfir helmingi
fleiri en í ár.
Alls er sól á lofti hjer í Reykja-
vík í júlí 558 klst.
Úrkoma og hiti.
Bót er það nokkur í máli, að
júlímánuður hefir hjer verið hlýrri
en í meðallagi, meðalhitinn í
Reykjavík er reiknaður 10.9°. En
meðalhiti í júlí í ár var 12.5°. í
fyrra, var meðalhiti í júlí hjer
nokkru hærri, eða 12.8° og sumar-
ið 1932 12.5°, eins og í ár.
Og úrkoma hefir í júlí verið
hjer langt neðan við meðallag eða
29 millimetrar. Meðalúrkoma í júlí
er hjer 49 millimetrar.
Vart varð hjer við úrkomu á
1 sólarhringum af júlí, en ekki
varð lirkoma svo mæld yrði nema
á 9 sólarhringum.
Útlitið í ágúst.
Þá er að spá hvernig ágúst-
veðráttan verður; mjer líst ekki
á að það batni, þegar litið er á
tölurnar frá fyrri sumrum-
— Nei, það er nú einmitt reynsl
an, segir veðurfræðingurinn. Sól-
skinsstundafjöldinn verður sjald-
an meiri í ágúst en í júlí sama
ár. Það kom fyrir árið 1929. eins
og yfirlitið sýnir. En þá var júlí
sjerlega sólríkur hjer. Og svo kom
ágúst á eftir með hámark, 54°/o
af mögulegum sólskinsstundum. 1
ágúst er sól hjer á lofti í 505 klst.
Sólríkur ágúst kemur stundum
eftir sólríkan júlí. En oft bregð-
ur til liins lakara, t. d. þegar
norðanátt hefir verið í júlí, með
óþurkum á Norðurlandi og bjart-
viðri hjer, þá bregður til sunnan-
áttar í ágúst með rigningum og
dimmviðri sunnanlands.
En í ár hefir norðanátt verið
ríkjandi í júlí, og samt sólskins-
lítið hjer syðra.
Kemur þet.ta til af því, segir J.
Eyþ. að hæg'viðri hafa haldist mik-
inn hluta inánaðarins. Þegar hæg-
viðri er og hlýindi, myndast jafn-
an lægðir yfir landinu, er draga
til sýn g'olu af liafi, svo sveipar
myndast rangsælis umhverfis
Iandíð með röku lofti, er gera
tvíáttir og skúraleiðingar.
Leiðin til þess að ágúst bregðí
vana sínum hjer sunnanlands og
verði sólríakri en júlí, er helst sú,'
að norðanáttin liarðni og geri enn
úrfellasamara á Norðurlandi en
verið hefir. En síst er á það bæt-
andi þar nyrðra- Því þar horfir
til beinna vandræða bæði með hey
og fiskþurk.
Kreppulán Dana.
Á þriðjudaginn var fyrsti fund'-
ur danska þjóðþingsins haldinn
og var Kreppulánafrumvarpið bar
til umræðn. Er þó enn jafn óvíst
og áður um afdrif þess. Olufsen
(social-demokrat) skýrði nefndar-
álitið. Kragh spurði hvernig stjórn
in hefði hugsað sjer gengisbreyt-
ing'ar, t- d. lækkun krónunnar, og
helt því fram að gengi pappírs-
krónu yrði að miðast við þarfir
atvinnuveganna.
Það er búist við langvarandi um
ræðum um þetta mál, áður en þaS-
fer til landþingsins.
( Sendiherrafrjett).
Kalundborg 1. ágúst F.Ú.
í danska þjóðþinginu var í dag
rætt, um kreppuhjálþina til land-
biinaðarins ,frumvarp stjórnarinn-
ar og breytingartillögurnar við
það. Miklar umræðpr urðu um
málin og standa þær yfir enn.
Stauning forsætisráðherra mælti
fastlega með tillögu stjórnarinnar.
Hann sagði m. a., að það væri
mjög vafasamt, hvort, þeir bænd-
lir, sem ekki g'ætú bjargast sjálf-
ir, gætu nokkuru fremur bjargast
með ríkisstyrkjum og gengisbreyt-
ingum. Hann sagði, að það væri
bændum fyrir bestu að komist, yrði
hjá ónauðsynlegri ókyrð um gjald-
eyrinn og hjá sveiflum á honum,
og væri krónulækkúnin því óheppi
leg og ætti ekki að komast á.
Dr. Kragh helt því fram, að sam
komulag hefði áður verið komið á
um það, að g'engið ýrði 22,50, en
því neituðu ráðherrarnir, eins og
þeir neituðu öllum gengisbreyt-
ingum og töldu stjórnartillögurn-
ar bestu bjargráðin, en sögðu jafn
framt að umræðurnar um málin
væru orðnar allt of langar, og
þar að auki gagnlitlar nú orðið,
en fólkið biði þess að eitthvað
yrði gert, og það væru fram-
kvæmdirnar, sem fyrst og fremst
væru nauðsynleg'ar-