Morgunblaðið - 05.09.1934, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ
S8KRMW3
5Sy5atrygging
Slökkuiliðsins.
Um langt skeið hafa Reyk-
•víkingar getað fagnað því, hve
hjer er öfiugt slökkvilið, slökkvi
liðsmenn röskir, djarfir og á-
'hugasamir. Hafa bæjarbúar
'hvað eftir annað getað dáðst að
"því, hve slökkviliðið hefir leyst
verk sitt frábærlega vel af
hendi.
Nú, í fyrsta sinn, hefir sá
sorglegi atburður viljað til, að
slökkviliðsmaður hefir beðið
bana við starf sitt, Þorsteínn
Þorvarðarson, er fjell af bíl þ.
‘27. þ. m. á leið til brunastaðar.
Er bæjarbúum í fersku minni
hvernig það slys vildi til.
Maðurinn var fluttur á spít-
;ala með rænu. En þó hann lifði
. 2 sólarhringa, munu læknar eigi
hafa hugað honum líf, svo mikil
voru meiðsli hans.
Bæjarbúar, sem eiga því láni
að fagna, að geta borið traust
til slökkviliðsmanna (og altaf
.getur hver einstakur búist við
að næst sje það hann, sem þarfn
ast þeirra liðveislu), spyrja eðli
iega þegar slíkt slys ber að
höndum:
Hvað um slysatrygging
: slökkviliðsmanna ?
Hefir blaðið grenslast eftir
'því, og komist að raun um að
málinu sje þannig varið:
Pjmir nokkrum árum, eða laust
eftir 1920’ fóru slökkviliðsmenn
fram á, að bærinn annaðist um
slysatryggingu fyrir þá, þar
•sem þeim yrðu trygðar sömu
.slysabætur og tíðkast um
slökkvilið meðai nágranna-
þjóða.
Þáverandi borgarstjóri eða
bæjarstjórn taldi heppilegra, ,að
i láta bæjarsjóð ekki greiða árleg
iðgjöld til slíkra trygginga. en
hjet slökkviliðsmönnum jafn-
framt, að bæjarsjóður skyldi
greiða slysabætur eftir sömu
•. stigum og slökkviliðsmenn fóru
fram á, þegar slys bæru að
höndum, eða eins og tíðkast
'•erlendis.
Síðan hefir þetta verið gert.
' Slökkviliðsmenn er meiðst hafa,
hafa fengið 15 kr. dagpeninga
meðan þeir hafa verið frá vinnu.
og aðrar bætur. eins og umta!-
. að var.
Síðan hefir Slysatrygging rík-
isins verið stofnuð. Hefir bærinn
greitt iðgjöld þangað fyrir
slökkviliðið.
Má telja víst, að bærinn
greiði nú a. m. k. umrædda
upphæð. auk þess sem aðstand-
endur Þorsteins heitins fá trygg
ingarfjeð frá Slysatrygging rík-
ísins.
Er þó fylgt því samkomulagi
,sem gert var um árið við slökkvi
liðið.
Éndurbót á brpnasím-
amim nauðsynleg.
Eins og menn muna, stóð
þannig á ferð slökkviliðsins þ.
27 ágúst, að slökkviliðsverðir
sáu að brunakall kom í stöð-
ina úr Austurbænum, en ekki
frá hvaða brunaboða það kom,
Blaðið hefir spurt slökkviliðs-
stjóra hvernig þessu hafi vikið
við; og hefir hann gefið þá
- skýringu:
Brunaverðir sáu á straum-
mæli að brunakall kom úr Aust
urbænum, en vísirinn, sem á að
benda á frá hvaða brunaboða
kallið kom, hreyfðist ekki, stóð
á sjer í þetta sinn. Því urðum
við að leita uppi staðinn.
Meðan símaþræðir brunaboð-
anna eru ofanjarðar á staurum,
er brunasíminn aldrei trygguu
gegn truflunum. Því h^fir nú
verið leitað tilboða um alveg
nýtt brunasímakerfi, þar sem
símaþræðirnir verða í járðsíma-
línum bæjarsímans. Hefir þegar
verið lagður sjerstakur jarð-
sími milli símastöðvarinnar og
brunastöðvarinnar * til notkunar
er hið nýja brunasímakerfi
kemst á.
Ríki5uarnarlið
kvatt til að halda uppi friði
í verkfallinu í U. S. A.
London, 4. sept. PU.
Verkfallið í Bandaríkjunuin, er
aðal-mnræðuefni heimsblaðanna í
dag.
Ennþá er þó ekki hægt að segja
með vissu, hversu víðtækt verk-
fallið muni vera, því að eng'inn
reglulegur vinnudagur hefir verið
síðan því var lýst.yfir á laugar-
dagskvöldið, fýr en í dag, því í
gær var verkamannafrídagur.
Skýrslum vinnuveitenda og
verkamanna ber ekki sainan um
fjölda þátttakendanna, og telja,
vinnuveitendur þátttakendurna
aðeins þriðjung af því, sem yerk-
lýðsleiðt.ogarnir telja þá. Skýrsl-
ur um vérkfallsþátttökuna í dag
eru ekki ennþá komnar.
ATíðast livar hefir verið fremur
rólegt það sem af er, nema helst.
í Suður-Ca.rolina, en þang'að var
ríkisvarnarliðið' kvatt í dag til
þess að aðstoða við það, að halda
uppi reglu.
Uppreisnartilraim
í Grikklandi.
Berlín, 4. sept. FÚ.
í Aþenuborg höfðu nokkrir und-
irforingjar í gríska flughérnum
undirbúið uppreisn í gær, en upp-
reisnaráformunum var Ijóstað
upp, og urðu forsprakkarnir að
flýja. Þeim tókst að hafg á brott
með sjer álitlegar fjárupphæðir úr
sjóðum flugdeildarinnar.
ielðaigur Lause íiach
lejsuíur á stað heim-
leiðis í da^.
Kalundborg, 3. sept. FÚ.
Stjórn Grænlands tilkynnir í
dag að ausitur-grænlenski leiðang-
urinn sje að búast til heimferðar,
og leggi af stað á morgun. Dr.
Lauge Koch, segir að leiðangurínn
1ia.fi gengið að'óskum, og að allir
þátttakendur sjeu frískir.
----—MWt ----
Fa,rsóttir og mannadauði í Rvík
vikuna 19.—27. ágúst (í svigiun
tölur næstu viku á undán) : Háls-
bólga 14 (14). Kvefsótt 9 ,(12).
Kveflungnabólga 1 (2). Gigtsótt
0 (1). Tðrakvef 7 (2); Taksótt 1
í2). Skarlatssótt, 4 (7). Munnang-
ur 3 (3). Mannslát 4 (5). Land-
'•knisskrifstofan. (FB.).
Dagbók.
Veðrið í gær: Yfir íslandi er
nærri kyrstæð lægð, sem veldur
hægri N-NA-átt á N- og Y-landi
en SA- eða S-golu austanlands.
Suðaustanlands hefir veður verið
þurt að mestu í dag og víða bjart,
en annars hefir rignt nokkuð í
dag, lítið á NA-landi og' Austfjörð
um en mikið á N-landi. Hiti er
þar 7—10 st. en 9—13 st. á S- og
A-Jandi. Lægðin mun lialdast yfir
landinu á morgun. Mun vindur
vérða liægur suðvestanlands en
tvíátta með skúrum víða.
VeSurútlit í Rvík í dag: Hæg-
viðri. Smáskúrir.
Er. Light helt kyrru fyrir í gær.
Bensín var lá'tið í flugvjelina í
gærmorgun og lá liún suður í
Skerjafirði allan daginn. Ráðgerði
flúgmaðurinn að leggja á stað
snemma í dag' og taka þá póst til
útlanda.
Hnattflug-. Dr. Light er á fei'ð
umhverfis hnöttinn, eftip því sem
segir í sænsku blaði. Frá Reykja-
vík ætlar hann til Orkneyja. ]iað-
an t.il Marseille í Frakklandi. Síð-
an heldur liann áfrám til Japan
og. þaðan lieim.
Útskorin eikarfjöl fanst nýlega
í kirkugarðinum á ATíðimýri. Er
hún með upphleyptri engilmynd
ig blómum, máluðum, og' á lienni
stendur með^ upphleyptum stöfum:
Made Ragnhildur Jonsdotter 1732.
Er fjölin því rúmlegá 200 ára
gömul og lítið skemd að öðru leyti
n því, að helmingurinn hefir ver-
ið sagaður af henni. Hún verður
'lutt á Þjóðminjasafnið.
Kynsjúkdómar. Samkvæmt fyrir
mælum laga um varnir gegn kyn-
ferðissjúkdómum, hefir dómsmála-
ráðuneytið samið við Ilamies Guð-
mundsson lækni að veita ókeypis
læknishjálp þeim, sem hafa kyn-
sjúkdóma, alla virka dgfga kl. 11
til 12 f. h.
Áheit til Slysavarnafjelags ís-
lands. Frá Sjómanni 10 ltr., Ragn-
hildi Einarsdóttir, Lambhól 5 kr.,
N. N. 2 kr., Garðari Jónssyni 10
kr., Konu 10 kr., N. N. 10 kr„
Ingigerði Jónsdóttur, Almenningi
T’-Húnavatnssýslu 10 kr. — Kærar
þakkir. J. E. B.
Útvarpið í dag: 10.00 Yeður-
fregnir. 12.15 Hádegisútvarp. 15.00
Yeðurfregnir. 19.10 Yeðnrfregnir.
19.25 Grammófóntónleikar. 19.50
Tónleikar. 20.00 Klukkusláttur.
Fiðlu-sóló (Þórarinn Guðmunds-
son). 20.30 Prjettir. 21.00 Erindi:
Um hljóðfæri og hljóðfærasam-
leik. 11 (Jón Leifs). Grammófónn:
Berlioz: Forleikur að Benvenuto
Cellini; sami: Dans úr Syphonie
phantastique.
Knud Berlin prófessor hefir
fengið lausn frá embætti við há-
skólann í Höfn.
Nýi barnaskólinn. 17 tilboð
hafa komið í byggingu hins
nýja barnarskóla í Laugarneshverf
inu. Lægst tilboð í að steypa upp
húsið, en öll innrjetting á 3. liæð
undanskilin, er 59 þús. krónur, en
hæsta tilbo'' v.ir. —
Lægsta tilboó í ao steypu og full-
gefa 1. og 2. hæð er 51 þús.
krónur, en hæsta tilboð 80 þús.
krónur.
Hallgerður langbrók er aðal-
persón'^n í leikriti Thit Jensen, er
fekk hæstu verðlaun í leikrita-
samkepninni í Danmörku um dag'-
inn. Er látið mjög af því. hve
leikrit þetta ér tilþrifamikið.
Dýraverndunarf jelag íslands
heldur fund í kvöld kl. SU> í
Oddfellowhúsinu, eins og auglýst
var hjer í blaðinu, síðastliðinn
sunnudag.
Kolaverð.
Frá og með deginum í dag, verður kolaverð hjá undirrituðum
kolaversluimm, sem hjer segir: 1000 kg. . kr. 40.00 200 kg. kr, 10.00
500 — — 20.00 150 — — 7.50
300 — — 13.50 100 — — 4.50
250 — — 11.25 50 — — 2.50
Verðið er miðað við staðg'reiðslu, heimflutt til kaupenda.
Reykjavík, 5. september 1934.
H.f. Kol & Salt Kolasalan s.f. Kolaversl. Guðna Einarssonar & Einars.
Kolaverslun Ólafs Ólafssonar. Kolaverslun Sigurðar Ólafssonar.
Þetr sem ganga best klæddir
eru í fötuni frá
árna & Bjarna.
1 höfuðkosti *
m hafa hinar nýju Skóla- §|
H§ . töskur, sem við höf- |||
= um fengið:
STERKAR g
FALIÆGAR jj
ÓDÝRAR
Weck
niðursuðuglös, allar stærðir
og' varahlutir fást í
Nýtt dilkakjöt
og
Saxað kjöt.
svið.
Pylsur og bjúga.
BdSdda&OH
Grænmeti. Ennfremur allskonar
nýlenduvörur.
Odýrar og góðar vörur.
H Lækjargötu2. Sími3736. ||i Nýjtí Sólvaííabáðírnar
liiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii! Svei™ Þo:lf!sson-
Við sðibruna er Rósól cold- Jsjl. f\ cream mikil vörn. sje það notað í tíma, og eins eÚir.að sól- bruni hefir átt sjer stað, er Rósól coldcream græðandi, mýkjandi og dregur úr sviða, eu
SHfirrelir. Nokkur pör til sölu. Upplýsingar í síma 1511.
gerir nuðinð fðiissð nrúnð
Hú§næði Bragi Steingrímsson
óskast fyrir húsgagnavinnu- prakt, dýralæknir, Eiríksgötu 29.
stofu. — Uppl. í sínia 4931. Sími 3970.