Morgunblaðið - 02.10.1934, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ
3
Sambandsþing
amerískra verklýðsf jelaga.
„Kommúnisma verður að
uppræta í verklýðsfje-
lögum“, segir forseti
sambandsins.
San Francisco 1. okt. FB.
Samband amerískra verklýðs
fjelaga (The American Federa-
tion of Labour) heldur ársþing
sitt að þessu sinni í San Fran-
cisco og hefst það í dag. Er
þetta talið eitthvert mikilvæg-
asta ársþing sambandsins, sem
nokkru sinni hefir verið hald-
ið. Talið er, að ársþingið muni
standa yfir í hálfan mánuð. —
Meðal þeirra mála, sem rædd
verða, eru viðreisnarmálin, af-
staða verkalýðsins til þeirra og
einnig hversu þau hafa reynst
í framkvæmd, skipulagning
verkalýðssamtakanna o. m. fl.
Þá verður og vafalaust mikið
rædd á þinginu starfsemi kom-
múnista í verklýðsfjelögunum,
en forseti sambandsins hefir
lýst því yfir, að uppræta verði
allan kommúnisma úr verklýðs-
fjelögunum. Voru það kommún-
istar, sem voru mestu ráðandi
meðal verkalýðsins í San Fran-
cisco verkfallinu og á fleiri
stöðum, til hnekkis fyrir sam-
band verl^alýðsfjelaganna.
Mikil áhersla verður lögð á
að vinna að því, að verkamenn
skipuleggi fjelög sín undir
merki sambandsins, en stofni
ekki „verksmiðju-verkamanna-
fjelög,“ þ.e. fjelög, sem eru
óháð sambandinu og semja við
atvinnurekendur upp á eigin
spýtur. (UP). ,u-
Fárviðri
á Nýja-Sjáiandi.
London 1. okt. FU.
Mjög ofsafengið veður geysaði
í gærdag um suðurhluta nyðri
eyju Nýja Sjálands.
Þetta ofviðri er talið liið versta,
sem komið hefir í minn lifandi
manna á þessum slóðum. Ymis ó-
regla komst á járnbrautasamgöng-
ur af völdum ofviðrisins, en vegna
skemda þeirra, sem orðið hafa á
talsíma- og' ritsímalínum hafa enn
ekki náðst neinar nákvæmar fregn
ir af skemdum þeim, sem talið er
að orviðrið liafi orsakað. Eigi að
síður' óttast menn, að mjög al-
varlegt tjón hafi orðið á ökrum
og' aldingörðum, með því einnig,
að geysilegt úrfelli var samferða
storminum.
Gjaldeyrishömlur Þjóðverja.
LRP- 1. okt. FÚ.
Enn hefir verið hert á gjald-
eyrisákvæðuin í Þýskalandi, með
því að út hefir verið gefinn flokk-
ur tilskipana, sem með ýmsum
ákvæðum draga mjög úr því, sem
mönnum er mest heimilt að ráð-
stafa af gjaldeyri til útlanda
eftirlitslaust.
Hefir upphæðin, sem mönnum
er þannig heimilt að ráðstafa,
verið færð niður úr 50 mörkum
á mánuði niður í 10 mörk á mán-
uði og taka ákvæðin til allra teg-
unda af érlendum gjaldeyri.
Roosevelt
reynir að verja sínar gerðir.
Brúðkanpsferð
Palos.
London 1. okt. FÚ.
Roosevelt Bandaríkjaforseti,
svaraði með útvarpsræðu í
gærkvöldi ýmsri gagnrýni, sem
fram hefir komið á stefnu
st jórnarinnar.
Um ásakanir þær, sem fram
hafa komið vegna hinna miklu
fjárhæða, sem stjórnin hafði
varið í því skyni að draga úr
atvinnuleysinu, komst forsetinn
svo að orði, að mannspillirig sú,
sem atvinnuleysið orsakaði væri
hin gífurlegasta og skaðlegasta
eyðsla, sem nokkur þjóð gæti
gert sig seka um, því að dýr-
mætasti höfuðstóll hverrar þjóð
ar væru mennirnir sjálfir.
Þeim, sem hefðu stjórnina fyr
ir sökum um það, að hún tæki
upp aðferðir jafnaðarmanna, en
ráðlegðu aftur á móti, að láta
málin lækna sig sjálf, „eins og
Englendingar hefðu gert“,
kvaðst forsetinn vilja segja, að
enginn gæti borið Englending-
um það á brýn, að þeir væru
sjerlega fastheldnir í löggjöf.
Þá spurði hann ennfremur
hvort menn yrðu ekki að játa
það, að sambandið milli vinnu-
afls og fjármagns, væri miklu
lengra komið í Englandi í form
samstæðra heildar launasamn-
inga, heldur en í Bandaríkjun-
um.
Forsetinn lauk ræðu sinni
með þessum orðum: „Jeg trúi
því“, eins og Abraham Lincoln
komst að orði, að hlutverk
stjórnarinnar sje í því fólgið,
að gera það fyrir hin minni sam
fjelög, sem þau geta alls ekki
gert af eigin ramleik eða ekki
eins vel, ef þau eiga að taka á
málinu sem einstaklingar“.
Sam§kotafje
afh. Morgunbl. í landskjálftasjóð
úr Bessastaðahreppi alls kr. 193,00,
sem skiftast þannig:
Erl. Björnss- Breiðaþólsst. kr. 15,00
Sveinn Erlendsson, s’- st, — 10,00
Björn Erlendsson, s. st. — 5,00
Ónefndur, Landakoti 1— 5,00
— s. st. — 5,00
— s. st. — 4,50
— ; s. s,t. -- 2,50
Guðbj. Jóhannss. Deild — 5,00
Sigr. Mag'núsdóttir Deild 5,00
Ingibj. Kristjánsd- Deild — 5,00
Ól. Bjarnason, Gesthúsnm t— 20,03
Ónefndur — 8,00
Klemens Jónsson, Arnak. — 15,00
Jón Kleniensson, Arnak. — 10,00
Bjarni Bjarnason, Svalb. — 5,00
Ingv. Sviðholti — 1,00
Guðr. Stefánsd-, Þóruk. —- 5,00
Guðni Jónsson, Gerðakoti — 5,00
Jón Gottsveinsson, Tröð —• 5,00
Guðríður Jónsdóttir, Tröð — 5,00
Hallgr. Jóhannss., Tröð — 3,00
St. Jónsson, Eyvindarst. — 10,00
G. S- — 4,00
Eyþór — 10,00
Guðmundur Jónsson — 10,00
Ónefndur, Landakoti — 5,00
Ónefndur, Árnakoti — 10,00
Samtals kr. 193,00
Hreppstjórinn í Bessastaðahreppi.
Erlendur Björnsson.
Grænlandsmynd Knud
Rasmussen, sýnd í
Gamla Bíó.
í kvöld byrjar Gamla Bíó að,
sýna hina víðfrægu myrid frá
Austur-Grænlandi, er dr. Knud
Rasmusson tók sumarið 1933,
og nefndi „Brúðkaupsferð
Palos.“
Þegar dr. Knud Rasmussen
kom hingað til Reykjavíkur í
júlí þá um sumarið, á leið til
Grænlands, hafði Morgunblaðið
tal af honum. Þá fórust honum
orð á þess aleið:
Auíc hinna vísindalegu rann-
sókna, sem jeg ætla að veita
forstöðu í sumar, ætla jeg að
gera kvikmynd, sem á að sýna
lífskjör og lyndiseinkenni Græn
lendmga.
I mörg ár hefi jeg unnið að
því, að umheimurinn fengi
kynni af þessari þjóð og þessu
landi, sem jeg elska svo heitt.
En aldrei hefi jeg getað látið
alla alþýðu manna fá full not
af þessu starfi mínu. Nú ætla
jeg að gera tilr^un til þess, og
taka til þess kvikmyndirnar í
þjónustu þessa áhugamáls míns.
Með því ætla jeg að auka sam-
úð umheimsins fyrir þessum af-
skekta þjóðflokki og koma þekk
ingunni um hagi Grænlendinga
til sem flestra að unt er.
Dr. Knud Rasmussen var það
vel ljóst, að hlutverk þetta var
geisimiklum erfiðleikum bund-
ið. Grænlendingar einir áttu að
leika í myndinni, fólk, sem
aldrei hafði nálsegt leik komið.
Og alt var þetta háð sól og
regni.
En alt tókst betur en búist
var við, fyrir frábæra snilli dr.
Knud Rasmussen, er þekti bet-
ur en nokkur Evrópumaður
Grænlendinga og alt sem græn-
lenskt er.
Myndin er alt í senn fróðleg
og rp,ikilfengleg. Hún varð eins-
konar hinsta kveðja dr. Knud
Rasmusssens til þessarar fá-
mennu norðurhafsþjóðar, sem
hann hafði helgað alla krafta
sína og lífsstarf sitt.
■ s ■ ■
Hún er um leið frásögn um
lifnaðarhætti næstu nágranna
okkar, íslendinga, nágranna, er
fram undir síðustu aldamót
voru umheimipum ókunnir, og
sem .yið . íslendingar höfum
haría , lítið vitað p, alt fram
á þenna dag.
Spanska stjórnin
fellur sennilega í dag.
Madrid 1. okt. FB
Talið er líklegt, að Samper-
stjórnin falli á morgun. Búast
menn við, að Gil. Robles og
flokkur jhans greiði atkvæði á
móti stjóminni, en flokkurinn
hefir aðstöðu til þess á þingi,
að fella stjórnina. Aðal ásök-
unarefni Gil. Robles á hendur
stjórninni er það, að hún hafi
verið of hikandi í framkomu
sinni gagnvart byltingasinnum
þeim, sém mjög hafa haft sig
í frammi í Baska-héruðunum
og Kataloniu. (UP).
B8&
IÞRÓT1AFJELA6
REYKJAVIK1IR
Stundaskrá veturinn 1934—35.
MANUDAGAR:
kl. 5—6 Frúarflokkur
— 6—7 Old Boys
— 7—9 I. fl. karla
— 9—10 I. fl. kvenna
ÞRIÐJUDAGAR:
kl. 714—814 II. fl. kvenna
_ 8y2—9V2 II. fl. karla
FIMTUDAGAR:
kl. 5—6 Frúarflokkur
— 6—7 Old Boys
— 7—9 I. fl. karla
— 9—10 I. fl. kvenna
FOSTUDAGAR:
kl. 714—814 II. fl. kvenna
— 814—9Y2 II. fl. karla
Viðvíkjandi æfingum í „Badminton“ og frjálsum íþróttum,
talið við kennarann eða Jón Jóhannesson.
STJÓRNIN.
BusfDrbseiarskðllnn
Börn, sem eiga að sækja Austurbæjarskólann í vetur, komi til
viðtals sem hjer segir:
MIÐVIKUDAGINN 3. OKTÓBER kl. 9 f. liád.: Börn, sem voru
í 7. eða 6. bekk skólans síðastliðið ár. Sama dag kl. 1 e. h.: Börn, sem
voru í 5. bekk og 4. bekk skólans s- 1. ár. Sama dag kl. 4 e. h.: Börn
sem voru í 10 ára bekk s. 1- ár.
FIMTUDAGINN 4. OKTÓBER kl. 9 f. h.: Börn, sem voru í 9 ára
bekk skólans s. 1. ár. Sama dag kl. 1 e. h. komi í Austurbæjarskólann
öll börn skólaskyld, sem eig’a heima innan fyrir Tungu eða í skóla-
umdæmi Lauganessvegs og Sogamýri. Sama dag kl. 4 e. h.: Börn, sem
vóru í 8 ára bekk skólans s. 1. ár. Sjeu einhver skólaböi’n frá fyrra ári
forfölluð eða ókomin í bæinn, sje það tilkynt á sama tíma, sem að
ofan greinir. ,
FÖSTJJDAGINN 5- OKTÓBER kl. 9 f. li. komi öll börn’ sem fædd
eru 1926 (8 ára börn).
Sama dag kl. 1 komi öll eldri börn, sem ekki voru hjer í skólanum
s. 1. ár. Þau, sem ekki hafa komið til viðtals áður, hafi með sjer próf-
vottorð frá í vor, ef til eru.
KENNARAR SKÓLANS eru beðnir að koma til viðtals þriðju-
daginn 2. október kl. 5 e. h.
Skólasfjórinn.
Foreldrar
og
kennarar
munið að gefa börnum yðar Barnaversin. Þau
munu verða börnunum til gagns og ykkur til
gleði.