Morgunblaðið - 11.10.1934, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 11.10.1934, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ »> | Smá-augl/singar| 1 matinn í dag: Ný stórlúða- Hverfisgötu 123, sími 1456, Salt- fisksbúðinni, Hverfisgötu 68, sími 2098, Planinu við höfnina, sími 4402, Fiskbúðinni Laufásveg 37, sími 4956- Hafliði Baldvinsson. Nýtt livalrengi verður selt síð- degis í dag bak við verslun G. Zoega, hjá Beykisvinnustofunni. Eiginkonan (við mann sinn, er hann kemur heim undir morgun). Jeg er alveg orðlaus! Eiginmaðurinn: Haltu því á- fram í öllum bænum. Lítill bókapakki, ómerktur hefir tapast. Sennilega hefir hann orðið eftir á einhverri skrifstofu hjer í bænum, sem eigandinn kom á. Þeir, sem kynnu að verða pakkans varir eni vinsamlega beðnir að skila honum til hr. læknis Daníels Fjeldsted, gegn ómákslaunum. Vanur verslunarmaður, sem ný- lega er fluttur hingað til bæjarins óskar eftir atvinnu við verslun, innheimtu eða annað. Lágar kaup- kröfur. Tilboð sendist A- S- f. merkt ,,10“. Sjúklingur (við tannlækni) : Ætlist þjer til að þessi unglings- piltur dragi út tönnina. Tannlæknirinn: Víst ekki það, hann á að vinna að því að losa um hana og' svo kem jeg seinna og kippi henni út. Matur er mannsins megin- Hann fá menn hverg'i betri nje ódýrari en á Café Svanur, við Barónsstíg. Gulrófur á 5 krónur pokinn í Versl. Vísir. Dívanar, dýnur og allskonar <toppuð húsgögn. Vandað efni, tfJnduð vinna. Vatnsstíg 3. Hús- "tgnaverslun Reykjavíkur. Nýgift kona sá í bókabúðar- glugga bók með titlinum: Hvern- ig á jeg að varðveita ást eigin- Skeifu hringa, gjalls úr glóð, gellur slingur hnallur, stappan þvingar, stikufróð, steðjinn syngur allur. lijörtu og lifur aðeins kr. 0,45 pr. Vi kg. Kaupfjelag Borgfirffinga. Sími 1511. GardínusteRður, margar gerðir fyrirliggjandi. — Hverjum ert þú eiginlega trúlofaður, má jeg spyrja? — Stúlku. — Er þetta nokkurt svar. Hefir þú nokkiirntíma lieyrt að nokkur liafi trúlofað sig nema stúlku? —Já, systir mín til dæmis. Bragi Steingrímsson, prakt. dýraíæknír, Eiríksgötu' 29. Sími 3970. • i Fallegustu borstofustól- J • arnir og borstofuborðin J • fást á Vatnsstíg 3. J ! Húsgagnaverslun j Reykjavíkur Z Orgelkensla. . Kristinn Ingvars- son, Hverfisgötu 16- mannsins. Hún gekk inn í biið- ina og keypti bókina- Er hún opn- aði bókina sá hún að þetta var matreiðslubók. Sel heimabakaðar kökur, ýmsar tegundir, í Tjarnargötu 48 (kjall- aranuin). Ólafía Jónsdóttir. Sími 2473. Kjötfars og fiskfars, heimatilbú- ið, fæst daglega á Fríkirkjuvegi ' Sími 3227. Sent heim. i Litla Blómabúðin, SkólaVörðu-, stíg 2. Sími 4957. Mjög fallegir | og ódýrir burknar og aðrar blaða- plöntur. Daglega mikið af af- skornum blómum. Sent heim. Kvöldskóli Austurbæjarskólans tekur til starfa í dag'. Börnin mæti kl. -6 í kvöld. Ludvig Storr, Laugaveg 15. Lifur og Iijörtu. Klein. Baldursgötu 14. Sími 3073. Lampaskermar. Mjög margar gerðir af pergament- skermnm og silkiskermum, bæði fyrir stand- og borðlamþa, loft og vegglampa, ásamt lestrarlampa. SKERMABÚÐIN Laugaveg 15. l))teTm^lOLSElNl((l I I Si I Ekkert gerir matinn lystugri en | Golmans mustarðor. % I ........... S ! Til Eyrarbakka, Stokkseyrar, Hveragerðis tvisvar á dag. frá Steindóri. Símí 1580. ikkert skrum. Bðeins staðreynd. Bestar og ódýrastar viðgerðir á allskonar skófatnaði, t. d. sólau og.hæla karlmannsskó kr. 6.00 og kvenna kr. 4.00. Skóilniuslofan, Nlðlsgfitu 23. Slmi 3814. Kjartan Ámason skósmiður. SYSTURNAR. 29. eins og fábjáni. Enda þótt jeg væri ekki við því búin, gat jeg ekki annað en sjeð, að Alexander var afbrýðisssamur. Það er aö segja alls ekki gagnvart baróninum, sem ætlaði að ganga að eiga Lottu, heldur gagnvart Martin, sem fjekk að fara í leikhús með henni síðasta kvöldið áður en hann færi til vígvallarins. Enn í dag get jeg ekki skýrt þetta. Og jeg veit, að jafnvel fólk, sem tekur þátt í ástarævintýrum, og fólk, sem fæst vísindalega við sálfræði ástarinnar, getur oft heldur ekki skýrt slíkar einkennilegar mót- sagnir. — Jeg er ekkert hrædd, sagði jeg, — jeg þekki Martin, en það gerir þú ekki. Lotta verður ann- ars komin innan hálftíma. Segðu mjer heldur frá næstu fvrirætlunum þínum. — Hvað ætlarðu að • byggja þegar þú kemur frá vígvellinum? Alexander barði pípunni svo hart í glugga- karminn, að jeg hjelt hún myndi brotna, — Ekk- ert! sagði hann. Og svo fór hann aftur að æða fram og aftur. — Hver getur yfirleitt byggt nú á dögum? — Landið er mergsogið og tært; það sem menn hafa sparað sjer saman, tekur ríkið frá þeim og gerir úr því púður. Þeir örfáu menn, sem hafa grætt á ófriðnum — jú — þeir láta byggja hús; ekk- ert er nógu dýrt handa þeim, þeir hafa nóg að gera eitthvað úr peningum sínum — eitthvað, sem endist. En — fjandinn hafi það alt saman! — jeg get ekki bygt annað en mannabústaði, ekki peningahallir! Þá vil jeg heldur fara á vígvöll- inn og... Hann varð með hverju augnabliki gramari og taugaæstari. Alt í einu sagði hann: — Það nær í rauninni engri átt, að jeg sé að bíða eftir Lottu hjer. Jeg ætti heldur að sofa út. Hann vildi ekki þiggja fylgd mína niður. — Jeg veit hvort sem er vel, hvar minn heið- arlegi starfsbróðir á baroktímanum hefir komið glugga dyravarðarins fyrir, sagði hann. — Vertu nú sæl og líði ykkur vel. Jeg var í rauninni sárfegin, að hann skyldi f ara og ekki hitta Lottu í þessu skapi sem hann var í. Lotta átti skilið að hafa þetta skemtikvöld í næði — og jeg ætlaði ekki einu sinni að segja henni frá þessari einkennilegu heimsókn. Jeg slökkti því undir tekatlinum og setti annan diskinn inn í skápinn og fór inn í mitt herbergi. Út um gluggann átti jeg að geta sjeð Lottu koma. Jeg opnaði gluggann. Nóttin var heit og orðin sumarleg, þótt snemma væri ársins, og loftið angaði eins og hnotblað, þegar það er núið. — Klukkan sló ellefu á kirkju skamt frá. Hún hlaut að verða komin eftir 20—25 mínútur. Alexander hafði þrátt fyrir alt, gert mig kvíðna með þessu bulli sínu. Mjer leið illa þennan hálf- tíma, sem jeg beið þar við gisna gluggatjaldið, sem jeg gat sjeð gegn um út á götuna, án þess að sjást sjálf. En Lotta kom mjög svo stundvíslega. Jeg sá hana á löngu færi, og hún bar á handleggnum kápuna, sem átti við kjólinn hennar, og hún hafði tekið með sjer fyrir bænastað minn. — Martin gekk við hlið hennar og þau virtust bæði þegja. Þau komu hægt yfir götuna. Hefði jeg hallað mjer út úr glugganum, hefði jeg vel getað sjeð og heyrt, hvernig þau kvödd- ust. En það vildi jeg ekki gera. Var það rangt af mjer? Jeg átti að gæta Lottu og sjá um, að ekkert misjafnt henti hana og að hún gerði ekki neina vitleysu af sjer — það var ekki mitt verk að stinga nefinu inn í viðkvæmustu tilfinningar hennar og hlera eftir þeim orðum, sem ástfang- inn ungur maður kynni að segja, þegar hann skildi við hana, og ef til vill í hinsta sinn. Einskonar • blygðunartilfinning rak mig til þess að fara af verði mínum bak við gluggatjaldið. Það er hugs- anlegt, að jeg hafi verið hrædd um, að þessi ungu, hjónaleysi myndu kyssast að skilnaði, og jeg vildi. ógjarna vera sjónarvottur að því — og ef til vill' : væri það heldur ekki rjett gert. Jeg sat kyr og hreyfingarlaus á rúminu mínu. 1 næturkyrðinni heyrði jeg, að lyklinum var stungift í skráargatið og jeg heyrði að hurðin var opnuíf ' og henni lokað aftur. Síðan sofnaði jeg. Við morgunverðinn sagði jeg Lottu* frá heim-- sókn Alexanders kvöldinu áður, en hún virtist ekki veita því neina eftirtekt. Hún var mjög föl og utan við sig. Seinna hringdi Lisbeth okkur upp„. — I einhverju lítilsverðu tilefni — og þegar húa- heyrði, að bróðir hennar hefði komið til Wien og ætlað að heimsækja hana, varð hún hrædd, því, hann hafði ekki þangað komið. — Getur þú skilið í þessu? spurði jeg Lottu. Lotta var eins og hún þyrfti að sækja hugsanir ■ sínar einhvern óraveg, áður en hún svaraði:------- Hann hefir sennilega ekki viljað ónáða Lisbeth. Kannske hefir hann gengið fram hjá gluggunum.. hennar og sjeð, að þar var búið að slökkva. Þetta var auðvitað mjög sennilegt, og enn þá sennilegra með tilliti til þess hve Alexander var í örgu skapi; hann hafði auðvitað fengið sjer átyllu. til að fara ekki til systur sinnar, heldur í eitthvert veitirigahús, þar sem hann gat setið alt kvöldið innan um bráðókunnugt fólk, án þess að þurfa að segja orð, síðasta kvöldið. — Hvers vegna ættum við að vera að brjóta heilann um þetta? spurði Lotta. — Við vitum allar, að Alexander hefir sínar kenjar. Meðan hún var að segja þessi orð, var hún önn- um kafin að hreinsa upp úr bensíni hælana á gulu;

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.