Morgunblaðið - 22.12.1934, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 22.12.1934, Blaðsíða 3
Latigardaginn 22. des. 1934. IIQSQUNBLAÐIÐ S bók um uppeldi barna, ísl. af frú GuSrúnu Lárusdóttur; „Trúrækni og kristindómur“, eftir dr. Halles- t>7. sem talin er ein af bestu bók- um þessa merka höfundar, íslv þýS. eftir Valgeir Skagfjörð: Enn- fremur „Hallarklukkan'*, stórfeld skáldsaga frá frönsku stjórnarbylt íngunni, ísl. af Th. Ámasyni, og að lokum Árbækur fjelagsins fyr- ir 1932 og 1933, með mörgum eft- irtektarverðum ritgerðum. Að þessu sinni gefur fjelagið út þessar bækur: Árbók 1934, með almanaki. Hefst hún með andlegu ljóði eftir Magn- ús Runólfsson, cand. theol., og ritgerð eftir sarna, er hann nefnir „Vakning". Þá eru 4 æfiágrip, Mjög ítarleg og góð ritgerð um Knud Zimsen, fyrv. borgarstjóra; -ennfremur ritgerð um hugsjóna- manninn sr. Odd V. Gíslason, oftir síra Friðrik Friðriksson, um C. H. Spurgeon, „Konung mælsku- snillinganna“, eftir sama, og um H. H. Hauge, vakningaprjedikar- ann mikla, eftir Valgeir Skagfjörð cand. theol. Ennfremur ritar Val- geir Skagfjörð um „Æfintýrarík- ið í Paraguay“, hið merkdega Indíánaríki, esm Kristmunkaregl- an skapaði inni í miðjum frum- skógum Suður-Ameríku. — Auk þessa er mikið af merkilegum er- lendum frjettum kristilegs efnis og íslenskar kirkjumálafrjettir. Pimm myndir eru í bókinni. Eins og sjá má af þessu yfirliti, er Ár- bókín hið eigulegasta rit. Drottinn kallar, heitir bók eftir Sadhu Sundan Singb, í sjerkenni- legri og snjallri þýðingu eftir Magnús Runólfsson. Er í bók þess- ari valdar ræður frá Evrópuför þessa kristna indverslta mikilmenn- is, sem vakið hefir á sjer alheims- athygli, sem einn af fremstu mönn um krisninnar á vorum dögum, Sjá, hann kemur, er rit eftir Árna Jóhannsson, bankaritara, og fjallar um endurkomu Drottins. Mun margan fýsa að lesa þetta skilmerkilega rit um þetta vanda- sama efni, sem mikið er rætt nm þessar mundir meðal kristinna manna um allan heim. Að lokum er svo ágæt skáldsaga: ,Alt eða ekkert“ eftir hina þektu sænsku skáldkonu Elizabetb Be- skow. Er þetta ein af hennar bcstu bókum, hefir komið út í Svíþj 'ð í 11 upplögum, og er reyndar sú bókin, sem gerði skáldkonuna fræga. Allar eru bækurnar mjög sm*Vk legar að ytra frágangi. Þannig mun t. d. bók dr. 0 Hallesbys ,,Trúrækni og kristindómur", sem út kom í fyrra, vera nær einstæð meðal sambærilegra íslenskra bóka. Hefir Tryggvi Magnússon teiknað kápuna af mikilli smekk- vísi; hefir hann ofið þar saman kirkjulegar táknmyndir mjög smekklegar. Þó mætti e. t. v. finna það að lituúum, að þeir væru of sterkir. Er ástæða til að óska fjelaginu tíl hamingju með þessa góðu byrjun. Og sjáanlega á það mikla framtíð fyrir sjer, ef það slær ekki af kröfunum. Mun óhætt að fullyrða, að sjaldan sje tíu krón- uin betur varið, en til þess að vera áskrifandi að bókum K. B. F. Nýtt ljoðakver. Sumarliði Halldórsson: Söngvar smælingjans. — Reykjavík- Útgefandi: Ól- afur Erlingsson. 1934. Eftir höf. þessarar ljóðabókar, Sumarliða Halldórsson á Akranesi, hafa birst ljóð við og við í blöð- um, helst trúarlegs eðlis. Hjer hefir verið safnað saman kvæðum hans og vísum í litla bók, rúmar 100 bls. að stærð. Höf. er sýnilega einn þeirra manna, sem hafa gaman af að færa hugsanir sínar í stuðlað form. Sumar vísur hans eru snoturlega gerðar, og öll ber bókin vitni uru ])að, að höf. skoðar lífið frá sjón- armiði trúaðs manns, sem er bjarí- sýnn og inildur, laus við þröng- sýni og dómsýkb Höf. segir frá því í eúiu kvæði sínu, að það tvent, sem svali hjarta sínu best í erfiðleikum lífs- ins, sje annars vegar söngvar og ljóð, ,og hinsvegar trúarbænin. Þessi litla bólt ber öll vitni um ljóðelska, biðjandi sál, sem sjer Guðs hönd alls staðar að verki og vill öllum mönnum vel. Að því leyti eru þessir ,,Söngvar smælingjans“ margfalt betri en ýmislegt annað, sem hjer er prent- að, og líklega, talsvert keypt og lesið. Þó hjer sje ekki um frum- legan skáldskap að ræða, er hjer á ferð maður, sem ,,ber gott, frain úr góðum sjóði“. Á. S. Æfmtýralcíkír eftir Ragnbeiði Jónsdóttur. Þorst. M. Jónsson gaf út. „Æfintýraleikir" heitir ný barnabók með fjórum leikritum fyrir börn, eftir frú Ragiiheiði Jónsdóttur kennara. Eins og nafn bókarinnar bendir til, hefir höf- undur tekið efnið í leikrit sín, úr heimi æfintýra og þjóðsagna. — Tvö fyrstu leikritin heita: Dóttir skýjakonungsins og Rauði riddar- inn. Þar eru konungleg máttar- völd, góð og ill, álagaótti og ör- yggi, hroki og manndómur, látinn leiða saman hesta sína og það góða sigrar, sem vera ber. Tvö slðari leikritin heita: Gilitrutt og Nátttröllið. Er þar gömlum þjóð- sögum, sem öll börn kannast við, snúið í leik. Leiksviðið er íslensk baðstofa; heppilegt tækifæri til að festa í mimr barnanna deyjandi mcnn- ingarháttu með þjóð vorri. Leikritin eru lipurt samin. Sam- tölin stutt og eðlileg. Ber bókin öll þess merki, að frúin skiinr börnin vel, enda er hún upplagður kennari. Fyrir nokkrum árum kendum við saman bekk hjer í Reykjavík. Um jólaleytið ljetum við börnin leika, að jeg hygg, fyrsta leikritið, sem frú Ragnheiður hefir samið fyrir börn. Það hjet „Ása“. Þótti mjer koma þar greinilega fram hæfileikar frúarinnar til að semja leikrit fyrir börn. Enda varð leik- urinn börnunum til hinnar mestu ánægju og besta stuðnings við skólastarfið. Eru börnin, , sem kunnugt er fyrst í essinu sínu, þegar þau fá að tjá sig með leik. Og færist nú mjög í vöxt að kenn- arar noti sjer þetta, þó að betur þurfi að verða. Það sem einkum hefir tafið framgang þessarar starfsemi, er ekki áhugaleysi kenn aranna, heldur vöntun á heppi- legum leikritum í íslenskum bún- ingi eða alíslensk, eins og „Æfin- týraleikir“ frú Ragnheiðar eru. „Æfintýraleikir“ munu heppi- legri til leiks fyrir eldri börn — 10—14 ára. — Þeir eru fengur fyrir íslenskar barnabókmentir, hugðarefni fyrir börnin, hjálp fyr- ir kennarana- Jeg vona, að frú Ragnheiður Jónsdóttir gefi okkur fleiri leik- . rit, og að fleiri menn, sem fást við að semja. bækur fyrir börnin, snúi sjer að þessum þætti barnabók- menta. — Þar er stórt skarð að fylla. Þarft vérk að vinna. ísak Jónsson. Hvíde-Kríst, Eftir Gunnar Gunnarsson. Nýkomin er skáldsaga eftir hann sem heitir: ,,Hvide-Krist.“ Goðinn Runólfur Úlfsson í Dal tekur á móti sendimanni frá Svertingi syni sínum, sem er gisl hjá Ólafi konungi Tryggvasyni í Noregi. Torfkell heitir boð- berinn og er fóstri Svertings. Segir hann Runólfi frá ferðum Svertings og v'ðhorfi og tillög- um viðvíkjandi kristniboði þeirra Hjalta Skeggjasonar og Gissurar hvíta, sem áttu að flytja erindi konungs á Alþingi næsta sumar. Var líf Svertings og hinna annara gisla undir því komið hvernig landsmenn tækju kristniboðinu. Torfkell bætir svo nokkrum athuga- semdum við frá eigin brjósti. Eftir kristnitökuna, sumarið eftir, sendir Runólfur Torfkel aftur til Noregs og lætur hann vera nokkurs konar sendibrjef til sonar síns, þar sem hann segir honum sinn hug gagnvart kristnitökunni og hvernig það mál gekk fram á þinginu, og væntir svo heimkomu hans. Þessi sögulega skáldsaga er mjög fræðandi, en þó svo skemtileg og spennandi að fá- ir munu loka bókinni fyr en lokið er. Hinum aðlaðandi og snjalla rithætti Gunnars þarf ekki að lýsa. Sorglegt að íslenskir lesendur fá enn ekki notið bóka hans sem skyldi. I. G. Sel ódýrt ge&n staOgreiðslu. Strausykur 0,20 pr. % kg., Melís 0,25 pr. % kg. Kaffi kg. 0,85, Saft 3 pelar 0,95, Bóndósin 90 au Eldspýtur 0,20 búntið og allar aðrar vörur með ótrúlega lágu verði. Berið þetta verð samáu við alment verð og sjáið mismuninn. Sent um allan bæ. Verslanir Sveins Jóhannssonar, Bergstaðastræti 15. — Swni 2091, Bergþórug'ötu 23. — Sími 2033. Allflr bl9)a uvn Siríus súkkulaðl ■ m hiiiiiiujii. _ ... m Appelsínur margar stærtlir, m|ög góðar, verð, frá 15-35 aura og 12 stk. fyrir 1 krónu. Epll Dellcions Epli Jonathans do. Itölsk. Vínber ágæt. Banamir fásf bestir i Framför i framleiðslu. ðfengisverslnn rikisins hefir komið sjer upp efnarannsóknarstofu og fengið efnafræðing í þjónustu sína. Fyrsti árangurinn af þessu eru hin endur- bættu hárvötn okkar, sem nú eru komin á markaðinn. EAU DE PORTUGAL EAU DE COLOGNE EAU DE QUININE BAY RHUM Aðeins hin allra fullkomnustu efni eru not- uð til hárvatnsgerðarinnar. Stærðir glasa við allra hæfi. Hárvötnin eru hentug jólagjöf. t Jaspar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.