Morgunblaðið - 03.01.1935, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 03.01.1935, Blaðsíða 7
Fimtudaginn 3. jan. 1935. MORGUNBLAÐIÐ 7 Reyktur fiskur m nfit fisáfars. Verslunln K)öt & Fi§kur. Sími 3828 og 4764. Nýstárleg þingsályktun. Löggjafar vorir liafa lyft upp sínum þungu augnalokum og virt fyrir sjer liöfuðstaðinn. Og þeir hafa sjeð, að sumt mátti betur fara. Alþingi semur og samþykkir þingsályktunartillögur um gatna- skipun í Reykjavík. Þetta mun vera einsdæmi. En það sýnir engu að síður lofsverðan áhuga um hluti, sem áður voru huldir myrkri tómlætisins. Það hlaut að koma að því, að -einhver vaknaði við illan draum. Sjá hið mikla leikhús. — Það er þannig niður sett, að ekki verð- nr með nokkrum ráðum tekin af því sæmileg mynd, nema úr flug- vjel. Þetta er nýtt hús — sumt af því að minsta kosti — og mikið í það borið. Það átti að , verða höfuðprýði bæjarins og ekki mátti minna vera en að hægt væri að nota það til þess, þetta dýra hús. En það er ekki hægt. Til þess að það njóti sín, að einhverju leyti, er nauðsynlegt að ryðja burtu nokkrum húsum f grendinni. Þarna hafa þingmenn- irnir sjeð rjett. Þetta er nokkuð seint sjeð, en það er náttúrlega hót í máli, að leikhúslóðin „kostaði ekki noitt“. Nokkur hluti þessarar tillögu gjállar um fyrirhugaða umferða- götu neðan við háskólalóðina og mælir á móti henni. Leikhúsið lenti í þrengslum. Sama verður ekki sagt um hið fyrirhugaða háskólaliús.. Þeim hef ir verið valinn sómasamlegur stað ur, sem ekki sýnist vera skorinn við neglur sjer. Nú er óttast að þessi gata geri •einhvern óskunda, ef hún verður gerð að umferðagötu. Hjer kem ur vitanlega gata að húsum há- skólans, því að engum dyttn í hug uð láta þau snúa baki við iitsýn- inni og túnunum undan brekk- unni. Hjer ér því eingöngu um það að ræða, hvort þessi gata á uð enda sem blindgata syðst í há- skólalóðinni, eða halda áfram til Skerjafjarðar og koma jafnframt uð notum til almennrar umferðar. Oata þessi mundi koma fyrir ueðan (austan) Stúdentagarðinn 20 til 30 metra frá húsinu, og ^ennilega í 100 metra fjarlægð frá uðalhúsi hó.skó'lans, sem á að standa hærra upp í holtinu. Eru líkindi til þess að háskói- er ■^uum mundi stafa nokkur óþæg- ^10^na^' 3ndi ai: nmferðinni um þessa götuf Það er sýnilegt, að bæinn vantar Eentuga umferðargötu milli mið- ^æjarins og Skerjafjarðar, vestan V)8 tjörnina og hinn fyrirhugaða skemtigarð. Þó að framhald komi af Fríkirkjuveginum og Sóleyjar- Sötu, austan við Tjörnina og skenitigarðinn, nægir það ekki til :.Tngfraina. Ef það reynist nauðsynlegt að kaldið verði áfram götunni neðan afram, þótt síðar verði. Er þá ekki betra að kannast við þessa nauð- syn þegar í upphafi og haga sjer þar eftir? Að vísu mundi það spara bæn- um útgjöld í bráð, ef háskólinn legði götuna handa sjer á sinn kostnað. En það mun tæplega hafa vakað fyrir þingmönnum. — Jeg er hræddur um að þessi hluti til- lögunnar hafi ekki verið hugsaður sem skyldi. Annars býst jeg ekki við að mgsályktunartillögur sjeu lík- legastar til þess að ráða fram úr vandamálum um bæjarskipulag. Sig. Guðmundsson. Dagbók. v,ð háskolahverfið, þá heldur hún nótt. □ Edda 5935166 — (sunnudag) H. & V. □ Fyrirl. R., M. Listi í □ og hjá S., M. til kl. 18.00 dag- inn áður. Veðrið (miðvikud. kl. 17): Milli íslands og Grænlands er alldjúp lægð, sem hreyfist hægt NA-eftir, en yfir sunnanverðu Atlantshafi, Bretlandseyjum og Norðurlönd- um. Um austanvert Atlantshaf og ísland er hlý S-læg átt, vindur víðast hægur hjer á landi og hiti frá 5—10 st. Rignt hefir nokk- uð á S- og V-landi í dag, mest 5 ínm. í Kvígyndisdal við Patreks- fjörð. Vindur mun verða SV-læg- ur um alt land á morgun með skúrum á S- og V-landi og heldur svalara veðri. Veðurútlit í Rvík í dag: SV- kaldi. Skúrir. Heldur kaldara. Eimskip. Gullfoss fór til Kaup- mannahafnar í gærkvöldi kl. 6, um Vestmannaeyjar og Reyðar- fjörð. Goðafoss fór frá Blyth í gærmorgun á leið til Hamborgar. Dettifoss fór vestur og norður í gærkvöldi kl. 8. Brúarfoss er í Kaupmannahöfn. Lagarfoss er í Kaupmannahöfn. Selfoss er í Reykjavík. Stjóm Búnaðarfjelags íslands liefir nú frá áramótunum ráðið Metúsalem Stefánsson sem bún- aðarmálastjóra fram til Búnaðar- þings. En Búnaðarþing kemur saman þ. 5. febrúar. Sigurður Sigurðs3on sagði af sjer búnaðarmálastjórastörfum nú um áramótin. Stjórn Búnaðar- fjelagsins hefir ráðið hann til að annasf jarðræktarskýrslurnar í ár, og semja yfirlif um jarðabætur í landinu frá því jarðræktarlögin komu til framkvæmda. Hann verð ur í þjónustu fjelagsins til vors. Alþingi ákvað honum eftirlaun 4500 krónur á ári. Sigurður hefir, sem kunnugt er unnið í þarfir landbúnaðarins frá því um alda- mót, með frábærum áhuga og elju. Verður nánar minst hjer á hið fjölþætta og merka starf hans. Bifreiðarþjófnaður. Á nýársnótt kl. 5, stal drukkinn maður bif- reið, sem stóð fyrir utan Iðnó. Ók hann bifreiðinni á ljósastaur, sem fyrir framan Alþingishúsið, staurinn og bifreiðin skemdist mikið. Tókst lionum þó að aka lengra, en ekkert vatn var á kæli vjelarinnar og eyði- iagðist hún töluvert. Lögreglan tók manninn og setti hann í fanga húsið. K. F. U. M. A.-D.-fuudur í kvöld kl. 8V2. Framkv.stjórinn talar. Allir velkomnir. Fjelags- menn, fagnið árinu með því að fjölmenna á fundinn. Næturvörður er í Reykjavíkur úpóteki og Lyfjabúðinni Iðunn í Sífeldar rigningar hafa verið á Austfjörðum undanfarið. Snjó- laust er í bygð og sauðfje er víð- ast hvar ekki á gjöf. (F.Ú.). Fiskafli hefir verið góður á Sauðárkróki að undanförnu og veiðist þó aðeins á litlum bletti vestan við Drangey. íþróttaskemtun helt ungmenna- fjelagið á Stokkseyri á nýárs- kvöld. Tólf menn sýndu glímu- Benedikt Waage, forseti í. S. í. flutti erindi um íþróttir (F.Ú.). Lækningastofu hafa þeir opnað í Kirkjustræti 8 B., læknarnir Bjarni Bjarnason og Jóhann Sæ- mundsson. Farþegar með Dettifossi vestur og norður í gær: Kristján Einars- son, Þórður Runólfsson, Sigfús Sighvatsson, Knud Thomsen, Jak- ob Kvaran, Benedikt Sæmundsson, Karl Jörgensson, Magnús Elías- son, Kristján Rögnvaldsson, Sól- veig Rögnvaldsson, Elísabet Jó- hannsdóttir, Þorgeir Jónsson. Jarðarför Guðríðar Þorsteins- dóttur, ekkju Steindórs Jónssonar rrjesmiðs, sem lengi bjó á Klapp- arstíg 4, fer fram á morgun. Múllersskólinn. Kensla hefst aftur í skólanum í dag. Esja er væntanleg hingað á morgun. Heimatrúboð leikmanna, Vatns- stíg 3. Samkoma í kvöld kl. 8. Allir velkomnir. Bæjarstjórinn í ísafirði hefir farið þess á leit, að bæjarsjóður Reykjavíkur greiði 1/3 af dvalar kostnaði tveggja þurfamanna ísa- f jarðarkaupstaðar, sem dvelja Elliheimilinu- Bæjarráð hefir sam- þykt að leita úrskurðar stjórn- arvalda um málið. Bæjarstjórnarfundur verður haldinn kl. 5 á morgun (föstu- dag) í Kaupþingsalnum. Þar fer fram önnur umræða um fjárhags- áætlanir bæjarins og liafnar- sjóðs. Enn fremur verður kosinn einn maður í lóðamatsnefnd og annar til vara. Innbrot. Aðfaranótt nýársdags var brotist inn í Milnersbúð, Laugaveg 48. Fór þjófurinn inn í port og tókst honum að plokka úr rúðu og komst þannig inn. Sta! hann þar 50 krónum í smá- mvnt. Hjúskapur. Á laugardaginn var, 29. des., voru gefin saman í hjónaband í Noregi, Ingibjörg Jónsdóttir frá Dölum í Vest- mannaeyjum, dóttir Jóns Sverris- sonar bónda þar, og Erling Skin- stad, sonur Hans Skinstad, skóg- ræktarstjóra á Söfteland í nánd við Bergen. Heimili ungu hjón- anna verður á Fjeldgaard, Skar- nes, Odalen, sem Skinstadættin hefir óðalsrjett á. íþróttaæfingar K R, byrja i dag. Sjúklingar á Lauganesi hafa óeðið Mbl. að færa Símam. söng flokknum þakkir fyrir skemtun ina síðastl. sunnudag, og óskir um gleðilegt nýtt ár. Leikhúsið. Leikfjelagið symr „Pilt og stúlku“ í 6. sinn í kvöld. Hefir aðsóknin að leiknum verið mikil. Yms fyrirtæki hafa ráð gert og önnur þegar framkvæmt, að bjóða starfsfóíki sínn á leik ínn og hefir það verið mjög þakksamlega þeg-ið og þótt góð jólaglaðnihg. Á leikinn í kvöld verða aðgöngumiðar seídir frá kl 1 í Iðnó. Hjálpræðisherinn. Opinber jóla trjeshátíð í kvöld kl. 8, ' síðasta hátíðin að þessu sinni. Söngur, hljóðfærasláttur, kaffi o. fl. Albi velkomnir! I.R. Fi'mleikaæfingar hefjast mánud. 7. janúar. íþróttafjel. Reykjavíktxr Hjónaefni. Nýlega hafa opin- berað trúlofun sína, ungfrú Jóna Fanny Gunnarsdóttir, Akranesi, og Helgi Jónsson, Stað, Grinda- vík. — Á aðfangadag jóla opin- beruðu ungfrú Nanna Þorvalds- dóttir verslm., Grettisgötu 4 , og Anders Blaabjerg verkfr., Oden- se. — Á gamlárskvöld opinber- uðu trúlofun sína ungfrú Hall- dóra Guðmundsdóttir, útibússtjóra Liverpool og Björn Jónsson veð- urfræðingur. Sjómannakveðja. Erum á útleið. Vellíðan. Kærar kveðjur til vina og vandamanna. Skipverjar á Kópi. Mannalát. Nýlega eru látnir: Guðni Þórarinsson bóndi á Völl- um í Vöðlavík eystra, maður í _ Gtólfspi] _ Flóaspil hárri elli; Stefán Ásbjörnsson frá aftnr Til dægradvalar Bóndastöðum eystra 79 ára að aldri. (F. Ú.). Eldsýnir. Frá Blönduósi er shnað, að með birtingu 30. des. hafi sjest af hálsinum vestan Blöndudals rísa reykjarmökkur í suðaustri. Endurtók þetta sig þrí- vegis. Reykinn bar við suðaustur horn Brúnafells og suðvesturhorn Bláfells. Á nýársdag sást frá Blönduósi greinilegur eldbjarmi í sömu stefnu. (F.Ú.). Veðurblíðan hefir verið hin mesta um land alt nú undanfarið, auð jörð um allar sveitir landsins. Víða er jörð stunguþýð. Sagði Jón Eyþórsson blaðinu í gær, að þessa daga myndi óvíða í Evrópu vera jafn hlýtt og hjer á landi. í Eng- landi hefir verið heldur hlýrra en hjer. Farþegar með Gullfossi í gær til Kaupmannahafnar: Valgerður Halldórsdóttir, Helga Helgadóttir, Finnborg Örnólfsdóttir, Þuríður Sigurjónsdóttir, A. J. Bertelsen, Björgvin Finnsson og frú, Gunn- ar Klængsson, Kristinn Jóhannes- son. Betanía. Kristniboðsfjelögin hafa jólatrjessamkomu fyrir gam- alt fólk, sunnudaginn 6. þ. m. kl. e. h. Fjelagsfólk vitji um að- göngumiða í kvöld kl. 6—9, fyrir lá sem það ætlar að bjóða. Strákapör á gamlárskvöld, Stór hópur af fólki safnaðist saman fyr ir utan Hótel Borg á gamlárs- kvöld- Mun flest hafa verið þarna fyrir forvitnissakir til að horfa á gesti þá, sem fóru á Nýársklúbb- inn. Nokkrir strákar gerðu usla með hrópum og hávaða. Læti urðu þarna mikil um tíma og átti lög- icglan fult í fangi með að halda reglu. Bifreiðar, sem komu að hó- telinu voru teknar á loft upp. Lög reglan rak nú fólkið í burtu, þok- aðist hópurinn þá í Vallarstræti og áðttr en lögreglan vissi af var búið að rífa upp nokkurn hluta aí girðingunni sem er kring um Austurvöll. Annars var þetta með rólegri gamlárskvöldum hjer í bænum. Ekki sjerstaklega mikil ölvun á almannafæri nje heldur sprengingar eins og oft áður hef- ir átt sjer stað. Utanríkísverslan Þjóðverja. Samkvæmt hinum nýjustu op- inberu skýrslum um viðskiftalíf Þjóðverja nam útflutningurinn í októbermánuði 16,4 milj. marka fram yfir innflutninginn. Það var útflUtningurinn til annara Norð- urálfulandá, sem hafði aukist mest. Innflutningurinn á hráefn- um og verksmiðjuvörum hefir und- anfarið verið minni en í sumar, en innflutningurinn á matvælum og ávöxtum 33% hærri en í sumar. fyrir börn og fullorðna: Kúluspil — Monte Carlo — Rúll- etta — Domino — Lúdó — Halma — Milla — Keiluspil — Messanó Whist- spil — Bíláþjófurinn — Bílaveð- hlaup — Skák — Póstspil — Apar spil — Kringum jörðina — Stafa- spil — Myndalotterí — Á rottu- veiðum — Hringspil — 15 spil — Stop — ? Svar — Svarti Pjetur — Tallotterí og fleiri spil. Súí<kula5t er inerki Riinna vandláiu. Kgætt Hanelkjot Og Harðiisknr fæst i JUvorpoa^ Stór verðlækkun. Strausykur 22 aura pr. y2 kg. Melís 27 aura pr. % kg. Kaffi brent og malað 90 aura pr. % kg. Allar aðrar vörur með tilsvarandi lágu verði. Jóhannes Jóhannsson, Grundarstíg 2 Sími 4131. MðllilBfðl bfé og mislit. Rfkfralkar. mikið úrval. Maiishester. kaugaveg 40. Aðalstræti 6.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.