Morgunblaðið - 27.01.1935, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 27.01.1935, Blaðsíða 5
Sunnudaginn 27- jan. 1935. MORGUNBLAÐIÐ 6 \ Mynd þessi er tekin í veislu, sem þjóðstjórnin enslta helt. Yst til vinstri sjest Mac Donald for- sætisráðherra, og er hann að tala við einn gestanna, hinn kunna leikara George Arliss. Á miðri myndinni sjest Mr. Stanley Baldwi'n og utarlega til hægri Neville Chamberlain fjármálaráðherra. a Bænum. Því þó þeir Hriflunga- piltar sjeu menn ógreindir og af- káralegir í viðskiftum, eru þeir ekki svo skyni skroppnir, að þeir • ckki sjái, að með því að torvelda mjólkursöluna í bænum, er unnið ibeinlínis gegn liagsmunum mjólk- rurframleiðenda. sr. Sveinbjörn. Húsmæður bæjarins bera upp vandræði sín. Þær buðu sr. Svein- 'birni á fund. Þær biðja hann um leiðrjetting sinna mála. Hann svar ar með vífilengjum, útúrsnúning- .um og lygum. Nefnd liúsmæðra fer á fund mjólkursölunefndar og fer fram ,á leiðrjettingar á þessum málum. Þeir meirihlutamenn þar fara undan í flæmingi. — Húsmæður ihalda annan fund. Þá er sr. Svein- björn elcki maður ti] að mæta. Engar leiðrjettingar fást í mál- .tiiii þessum. En klerkurinn hleypur í út- warpið og „klagar“ Reykvíkinga, fyrir að þeir vilji ekki möglunar- laust hlýða þeim reglum, sem hann, Sigtúna-Egill og Guðm. t. Oddsson hafa sett, til að skap- rauna reykvískum húsmæðrum, ■forvelda mjólkursölu og verða til þess að draga úr mjólkurneyslu í bænum. Þegar í útvarpið kemur leggur ‘þessi undanrennu klerkur enn á flótta seinna kvöldið. Þá hefir hann ekkert lengur að segja um hagsmuni mjólku.rframleiðenda eða vandræði reykvískra húsmæðra. Þá talar þetta haghýdda hempu- skrýdda rindilmenni um laun þau, sem greidd eru í Búnaðarbank- anum. Eins og þau komi nokkuð mjólkursölunni í Reykjavík við. Höndin. Annar Framsóknármaður, sem í útvarplð talaði, og ætlaði að tala rim mjólk, vakti meiri eftirtelct, en Breiðabólstaðaklerkurinn, þ. e. Jónas Jónsson. 9 Eftir nýustu erlendu frjettum •er briist við því, að eigi líði á löngu uns myndaiitvarp verði alment. En þegar þessi formaður Fram- sóknarflokksins t.alaði í útvarpið á fimtudaginn var, er óhætt að fullyrða, að útvarpshlustendur um land alt hafa sjeð manninn fyrir Miugskotssjónum sínum, hafa sjeð hann með upprjetta þrjá fingur á hægri hendi. Þannig verður „sannleiksvitnið“ Jónas Jónsson munað. Þannig geymist mynd hans í liugum lands manna. Þannig á hún að geymast. Þeim er ekki velgjuhætt Fram- sóknarmönnunum, meðan þeir geta látið þennan mann flytja mál og bera vitni fyrir eyrum alþjóð- ar. Ber sá flokkur aldrei gæfu til þess að skammast sín fyrir „mann- inn sem sór“f Frímerki. Hvernig stendur á því, að frí- rnerki fást ekki keypt hjer í paþp- írs- og bókaverslunum. Mjer er »sagt að þau ha.fi áður verið seld þar, en að bóka- og pappírsversl- anirnar hafi hætt við að selja þau, vegna þess, að póststjórninni hafi þótt sölulaun þau, sem þessar búð'- ir kröfðust of há. , i í sVonefndri hÖfuðborg, sem þykist hafa á sjer nýtískumenn- ingarsnið, er einkennilegt að frí- merki skuli hvergi fást keypt nema á pósthúsinu og í forstofu þess, svo þrifaleg sem hún venju- legast er, og svo á einu eða tveim- ur hótelum. Það má merkilegt heita, ef Reyk víkingar eru það þvergirðings- legri en fólk annars staðar í ná- grannalöndunum ,að þeir skuli ekki geta komið sjer saman við póststjórnina um það. að frí- merkjasala geti farið fram í pappírs- og b'ókabviðum. Það er ekki til neins að segja, að mönnum sje nær að kaupa birgðir frímerkja einu sinni eða tvisvar á ári. Menn géra það ekki En þá vantar oft frímerki og verða að sækja þau innst innan af I Laugavegi eða vestan af Framnes- vegi niður í „átómata“ pósthúss- ins, sem þar að auki oft eru tóm- ir. þegar t»il á að taka. . Frímerki eiga að fást alstaðar, þar sem pappír og ritföng er selt». Svo er ' öllum siðuðum löndum og er sjálfsagt og ómissandi. Þessu verður að kippa, í lag sem fyrst. J. Docentembætti í íslenskum fræðum við báskólaniLeeds Nýlega hefir verið sett á stofn dócentsembætti í ný-íslenskum bókmentum og málfræði við há- skólann í Leeds á Englandi. Er þetta fyrsti kenslustóllinn áf þessu tagi við enskan háskóla. »■ Mun það mörgum ánægjuefni’ að heyra, að stórþjóðirnar eru nú farnar að veita nýrri alda bók- inentum vorum meiri athygli en áður hefir verið gert, því að það er ekki svo ýkja langt síðan, að útléndir fræðimenn vildu ekki við- urkenna, að Islendingar ættu nein ar bókmentir aðrar en fornsög- urnar. Þjóðverjar hafa þegar sett á stofn tvö lektorsembætti í ný-ís- lanskum bókmentum og nú liafa Englendingar farið að dæmi þeirra. Stöðu þessari við háskól- ann í Leeds gegnir ungur enskur mentamaður, E. 0. G. Turville- Retre, sem mörgum íslendingum er að góðu kunnur, bæði frá því að hann dvaldi hjer langdvölum í Reykjavík og eins írá því, að hann ferðaðist um landið. Tur- ville-Petre hefir stundað nám við háskólann í Oxford, en fór snemma að leggja stund á íslensk' fræði og hefir nú nýleg^ hlotið nafnbótina Bacchalureus Litterar- um fyrir mikla ritge'rð um Yíga- Glúms sögu. Hann hefir og búið sögu þessa undir prentun, ásamt skýringum og öðru tilheyrandi. Má því vel vænta margs góðs af starfi l.ans við háskólann í Leeds. í sambandi við Leeds-háskóla er stórt '' lenskt, bókasafn, er keypt var af . >oga Th. Melsted, árið 1929, og ber það nafn hans — The MeLsted Libráry. Yar það pró- fessor E. Y- Gordon, sem barðist fyrir því að háskólinn eig-naðist safn þetta af íslenskum bókum, en hann er, eins og mörgum lijer er kunnugt, mjög vinveittur ís- landi og hefir g-ert meira til.að kynna landið og' þjóðina meðal Englendinga en nokkur annar þarlendur maður. Þegar Melsted safnið var keypt til háskólans voru í því um 5000 bindi, en er nú komið upp í 9000 bindi. Vöxt- ur þess, er að miklu leyti að þakka ágætum áhuga Bruce Dickins, prófessors í enskri tungu, og yfir- bókavarðarins, Dr. R. Offor, er hafa látið sjer mjög ant um vel- ferð þess og viðgang. Þá hefir safnið og notið mikils góðs af ör- lyndi opinberra stofnana og ein- stakra manna hjer heima á Islandi. er liafa sent því þær bækur og blöð er þeir hafa gefið út. Enn vantar þó mikið á, að safnið eigi veru- lega gott úrval af nútímabókum íslenskum. Væri vel til fallið að þeir, sem fást við útgáfu blaða og bóka, sendu safninu það, sem þeir géfa út, því að eins og sakir standa er hagur þess allþröngur og við því búið, að það geti ekki keypt mikið af íslenskum bókurn. Þeir, sem gefa bækur sínar til safnsins geta verið vissir um, að þær liggja ekki ónotaðar á hillum og í kössum, því að í Leeds, og raunar víðar á Englandi, eru margir, sem skilja og lesa íslcnsku og hafa gaman af að lesa blöð og bækur, til þess að kynna sjer liverju fram fer hjer á íslandi. Auk þess nota margir fræðimeim safnið að staðaldri við fræðiiðlran- ir sínar. Langar mig að ítreká þau td- mæli mín, að ritliöfundar og út- gefendur blaða og bóka sendi rit síri til safnsins. Með því móti geta þeir stuðlað að því, að þekking á bókmentum vorum og menningu aukist meðal einnar hinnar mestu menningarþjóðar Norðurálfunnar. Þeir, sem kýnnu að vilja sinna þessu gætu annaðhvort sent rit sín beint til safnsins, (áritun þess er: The University Library, Leeds, 2, Eng-land), eða gert undirrituð- um aðvart um þau og mun liann þá sjá um að koma þeim til sáfns- ins. Reykjavík, 20. jan. 1935. Eiríkur Benedikz. »»»• ^ • »»» J arðarfarir. Yið jarðarfgrir hjer í bæ ííðk- ast það nú orðið, að nota bifreið, þegar að líki er ekið úr heima- liúsum í kirkju og frá kirkju í kirkjugarð. Þegar líki er ekið úr kirkju til greftrunar í gamla kirkjugarðinn við Suðurgötu, leggur líkbíllinn óðara. af stað, er kistan er komin í bifreiðina, og eru þá nánustu ættingjar hins látna vart komnir að bílnum oft og einatt, hvað þá binir, sem ætla sjer að fylgja hin- um látna td lrirkjugarðs. Ef márg- ir fylg'ja, er líkbíllinn kominn hálfa leið upp í garð, þegar þeir síðustu koma út . úr kirkjunni. Verða þeir þá að taka til fótanna, sem það geta, til þess að ná í gai'ð- inn áður en rekunum er kastað á kistu hins framliðna, en hinir ná hvergi. Bifreiðin ekur líka oft svo hart upp í garð, að greitt verður að ganga til þess að geta fylgst með; héntar slíkt illa þeim, sem gamlir eru eða vanlieilir. Úr hvorutveggja má hæglega bæta. í fyrsta lagi með því að bíða 4—5 mínútur við kirkjudyr þess, að fólk komist út tir kirkj unni, og í öðru lagi, að aka hæg- ara í garðinn en nú er gjört, þeg- ar jarðað er í gamla kirkjugarðin- um. Því að þó nútímahraðinn sje á Nýung i refarækt. Fyrir skömmu hefir veríð fund- ið upp áhald eitt í Noregi, íféni „Lyttofon“ nefnist. Það er ætláð til notkunar á refabúum og er taiið þýðingarmikið fyrir silfnji- refaræktina þar. Nokkurs konar hl.]óðnéma er komið fyrir í refa- kasspnum; þaðan er svo einangr- uð leiðsla inn í hús gæslumanns- ins ,en þar er heyrnartæki fyrir- komið. Er þetta alt mjög einfaít og fyrirferðalítið. Ollum silfurrefaeigendum er vitanlegt, hve mikillar nákvæmni er þörf þann tíma, sem tófurnar eru að gjóta, einkum þegar tófa gýtur í fyrsta sinni, enda drepsi talsvert af hvolpum, bæði á með- an á fæðingu stendur og svó stiáx á eftir. Stundum er það kanngke vegna þéss, að hirðirinn fylgjst, ekki nógu vel með því, sem er iið gerast. Líka getur óþarfa effn- grenslan um hagi tófunnar Ipösl - að marga hvolpa lífið. Þetta áhald ætti vafalaust að geta orðíð til þess, að draga' úr vanhöldum á hvolpunum, þyí a'ð’ j»að gerir hirðinum kleift áð fvlgjast nákvæmlega með þvi, sem fer fram í kassanum þar sem tófan er að gjóta. í lieyrnartóEna inni í byrginu heyrir hann andar- círátt dýranna og hvert þrusk ’ i kassanum greinilega og veit því á svipstundu hvort nokkuð :er að éða. ekki. Honum getur því orðið unt að bjarga hvolpum, sete anriars væri viss dauði búinn. Vafalaust ætti þetta áhald ,að verða öllum silfurrefaeigendum hjer kærkomið. Margir hvolpar drepast á hverju vori, og þótt það sje ekki fyrir handvömm, þá ætti að mega minka það með bættum útbúnaði. Stofnkostnaður búánna er mikill og skinnin éru svo áýr, að áhaldið getur margborgað Sig á einu ári, — Það mun kosta ejtt- hvað um fimmtíu krónur. Það er hr. Einar Farestvéit á Hvammstanga, sem hefir aðafum- boð fyrir Island á áhaldi þessn, og gefur hann allar nánari úpp- lýsingar um það. „Zeppelin preiii" flýgur 330 metrum undir sjávarfleti. Þetta kann nú að þykja ótrú- legt, en satt er það samt. Fyrir tveim árum flaug loft- skipið „Zeppelin greifi“ yfir Dauðahafið og fór þá í 60 metra hæð, yfir yfirborði þess. En nú er yfirborð Dauðahafsins 390 mefrum lægra en sjávarflötur, og þess vegna liefir loftfarið flogiðv 330 metrum undir sjávarfleti. ýmsum sviðum heppilegur, þá á harm illa við jarðarfarir. Vona jeg, og áreiðanlega marg- ir fleiri, að rjettir hlutaðeigendur taki þetta til athugunar og lag- færi. Með þökk fyrir birtinguna. R. Betania, Laufásveg 13, Sam- koma í kvöld kl. 8V2. Söngur ©g' samspil. Allir velkomnir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.