Morgunblaðið - 02.02.1935, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 02.02.1935, Qupperneq 2
2 JftorgtíinHa&td Útgef.: H.f. Árvakur, Beykjavík. Ritstjórar: Jðn Kjartansson, Valtír Stefánsson. Rttstjðrn og afgrelBsla: Austnrstræti 8. — Slmi 1600. Augrlýsing-astjórl: H. Hafberg. Auglýsingaskrifstofa: Austurstrætt 17.— Simi 8700. Heimasimar: Jðn Kjartansson, nr. 8742. Valtýr Stefánsson, nr. 4220. Árni Óla, nr. 3045. E. Hafberg, nr. 3770. Áskriftagjald: Innanlands kr. 2.00 á mánuSí. Utanlands kr. 2.60 á mánuiSi. í iausasölu: 10 aura eíntaklö. 20 aura meO Lesbðk. Ensku greinarnar um ísland. Hjá því verður ekki komist að gefa þeim endurteknu fregnum gaum, sem birst hafa í enskuni blöðum, og þó einkum í „Tlie Scotsman“ um væntanlega inn- limun íslan'ds í Bretaveldi. | Það má íslendingum að vísu í ljettu rúmi liggja, þó einhver blaðamaður, einn eða fleiri liafi tekið sjer sambaud íslands við Englendinga að vrkisefni, og spinni um það liugleiðingar sín- ar. — En þegar jafn virðulegt blað og „The Scotsman“ flytur bvað eft- ir annað þær fregnir, að hjer á ís_ landi sje sú skoðun útbreidd með- al áhrifamanna, að okkur íslend- ingum beinlínis beri að stefna að því, að leita hófanna um upptöku í Bretaveldi, þá er málið dregið inn á það svið, að eigi má láta það afskiftalaust. , Hið enska stórblað byldur því fast fram, að vitaskuld eigmn við Islendingar að ráða því sjálfir hvernig málum okkar skuli skip- að. En jafnhliða þessari kurteisi við kotþjóðina segir blaðið frá vaxandi áhuga meðal íslendinga, á sambandinu við Breta. Nærri liggur að spyrja blaðið. Hvaðan koma því slíkar frjettir? Hver segir frá þessum áhuga með- al íslenskra áhrifamanna ? Og hver hefir fundið hina minstu átyllu t i i þessa frjettaburðar ? ’ Því, eins og allir hjerlendir menn vita, hefir enginn íslending- ur, livorki áhrifamaður eða áhrifa laus látið uppi í ræðu eða riti þá skoðun, að við íslendingar eigum að leita stjórnmálasambands við Breta, hvað þá, að áliugi á slíku efni fyrirfinnist nokkursstaðar, svo vitað sje meðal íslenskra manna. Hinu virðulega skoska hlaði, sem ieggur hina mestu áherslu á rjettan og áreiðanlegan frjetta- burð, ætti að vera bent á, að það hefir ekki hitt á rjetta heim- ildarmenn er það skýrir svo frá. að hjer á landi sjeu menn áhuga- samir um að koma íslandi í stjórr, málasamband við Breta, og sá á- liugi sje almennur og vaxandi. Því, eins og allir vjta fer því svo fjarri að sá áhugi sje „ai- mennur“ og „vaxandi'1, að hann er ekki til. Hjónaefni. Síðastliðinn sunnu- dag voru gefin saman í hjónaband af síra Bjarna .Jónssyni, Margrjet Sveinsdóttir Sigfússonar og Dal- lundur Melsteð verslunarm. frá Hjalteyri. Hjónavígslan fór fram á heimili brúðurinnar. MORS¥NBLAÐIÐ Laugardaginn 2. febr. 1935. Húsmæður í Reykjavík og bændur í Kjósarsýslu oera sðmu krðfur f miólkurmálinu: Að Að Samsalan ] verði nú þegac tekin úr höndnm mjólk- ursölnnefndas og afhent framlettJeiidum sjálfum, teknflr. verði upp vinsam- legir samningar mfllli fram- leiðenda og neyflenda. og fengin framleiðendum sjálf- um í hendur. Bændur í KjósarsýSlu fela stjórn síns mjólkurfjelags að bera þessa kröfu fram í sam- vinnu við neytendur og aðra þá aðilja, sem hjer eiga hluta að máli. Með þessum undirtektum bænda í Kjósarsýslu hafa hús- mæður bæjarins fengið viður- kenning framleiðenda sjálfra fyrir því, að þeirra kröfur og óskir hafi verið rjettmætar. Hinn almenni fundur bænda í Kjósarsýslu,, sem haldinn var að Kljebergi á fimtudaginn var, markar tvímælalaust stefnu bænda alment í mjólkurmálinu. Morgunblaðinu hefir nú bor- ist fundargerðin frá þessum fundi og fara hjer á eftir til- lögur þær, er samþyktar voru einróma í mjólkurmálinu. lögurnar eru svohljóðandi: „Fundurinn samþykkir: 1. Að framleiðendum miili framleiðenda og neyt- enda“, stinga mjög í stúf við aðgerðir og framkomu mjólk- ursölunefndar í garð neytend- anna. Bændur í Kjósarsýslu skilja það ofur vel — þótt mjólkur- sölunefnd hafi ekki skilið það — að í mjólkurmálinu fara hagsmunir framleiðenda og neytenda saman. Þeir hafa því ekki farið að ráði fávitanna í mjólkursölunefnd, að ausa í skömmum og svívirðingum yfir Hvað er framund- an? — Ekki er minsti vafi á því, að þær einróma raddir, sem fram komu í mjólkurmálinu á bænda fundinum að Kljebergi, eru í fullu samræmi við óskir og kröf ur bænda alment hjer í ná- grenni Reykjavíkur. Og það kom skýrt fram í útvarpsumræðunum á dögun- um, að þeir bændur, sem fram- arlega standa í Mjólkurbúi Ölf- hverju hjeraði fyrir sig sje trygt framleiðslukostnaðarverð fyrir mjólkina eftir því, sem það verður rjettast fundið. 2. Að samsalan annist sölu á allri mjólkinni og yfirráð hemn ar verði nú þegar fengin í hend ur fulltrúa mjólkurbúanna og framleiðslufjelaganna með því að víst má telja að þannig verði henni best stjórnað. ÁHERSLA SJE LÖGÐ Á VINSAMLEGA SAMNINGA MILLI FRAM- LEIÐENDA OG NEYTENDA. 3. Fundurinn felur stjórn Mjólkurfjelags Reykjavíkur að bera fram þessa kröfu, enda leiti stjórrsin samvinnu við neyt endur og aðra þá aðila, sem nauðsynlegt þætti að hafa sam- vinnu við“. Á þessum fundi að Kljebergi tóku margir bændur til máls og voru allir á sama máli um það, að mjólkurframleiðsla bænda væri voði búinn, ef framkvæmd Mjólkursamsölunnar yrði áfram með sama hætti og verið hefir undanfarið. Og allir fun.dar- menn voru sammála um þetta, því tillögurnar voru samþyktar í einu hljóði. ! : „Áhersla sje lögð á vinsamlega samn- ínga milli framleið- enda og neytendeJÁ Tillögur bændanna í Kjósar- sýslu eru eftirtektarverðar á margan hátt. Sjerstakleg eru þær eftirtektarverðar íyrir það, að þær falla í eirni og öllu saman við þær óskir, sem neyt- endur hjer í Reykjavík hafa borið fram í þessu máli. Orðin í annari tillögu bænd- anna í Kjósarsýslu: „Áhersla sje lögð á vinsamlega samninga neytendur, fyrir það, að þeir hafa leyft sjer að fara fram á umbætur á framkvæmd Sam- sölunnar. Húsmæðurnar og bændur. Þegar húsmæðurnar í Reykja vík báru fram óskir sínar og kröfur við mjólkursölunefnd, var svar nefndarinnar ekkert annað en brigslyrði, ónot og skætingur. Og til þess að sýna alþjóð, að hjer voru menn að verki, sem valdið höfðu, fengu þeir Ríkisútvarpið í sína þjónustu og notuðu það til þess að hella skömmum og svívirðingum yfir húsmæður höfuðstaðarins! Það voru mennirnir, sem falið var að auka ínjólkursölu bænda í höfuðstaðnum, sem töldu þetta heppilegustu aðferðina til þeirra hluta! Veit nokkur mað- ur átakanlegra dæmi uþp á fá- visku og heimsku? Kröfur húsmæðra og bænda. Þega-'- húsmæðurnar í Reykja vík gátu engu fengið áorkað til umbóta í mjólkurmálinu með því að fara samningaleið- ina við mjólkursölunefnd, á- kváðu þær að snúa sjer til stjórnar Mjólkurbandalags Suð urlands -t— þ. e. framíeiðenda sjálfra — og heyra undírtektir þeirra í þessu máli. Nú er fyrsta svar fraiMleið- enda komið. Það kemur frá bændum í Kjósarsýslu. Þeir fela stjórn síns mjólkurfjelags innan bandalagsins, aS krefjast þess aS stjórn og yfirráð Sam- sölunnar verði tafarlaust tekin úr höritlum mjólkursölunefndar usinga eru sömu skoðunar. Frá þeim kom ákveðin krafa um, að Samsalan yrði nú þegar tekin úr höndum mjólkursölunefndar og fengin framleiðendum sjálf- um í hendur. Um Korpúlfsstaðabúið, sem er einn aðili Mjólkurbandalags Suðurlands, er einnig vitað, að eigandi þess er þessari kröfu eindregið fylgjandi. Sýnlst það því vera sameig- snlegur vilji neytenda og meiri- hluta stjórnar Mjólkurbanda- Iags Suðurlaiids, að nú þegar verði gerðar þær umbætur á stjórn og framkvæmd Mjólkur- sam.sölumiar, að framleiðendur taki öll yfirráðin í sínar hendur og taki upp vmsamleg viðskifti við neytendur. Þessari kröfu verður nú að halda fram með festu ,og ein- urð. — En verði dráttur á því, að þessar umbætur verði gerðar, hlýtur afleiðingin að verða fram haldandi stórtjón fyrir bændur. Fáráðlingarnir, sem skipa meirihluta í mjólkursölunefnd, hafa þegar bakað bændum tjón, sem nemur tugum þús- .nda króna. Þetta tjón vex.með hverjum degi, meðan þessir menn stjórna Mjólkursamsölunni. Manoffölgun í ÞýzkaJandi. London, 31. jan. FÚ. Nýjar þýskar bráðabirgða- manntalsskýrslur telja að íbúa- tala landsins sje 85 miljónir, en fyrri tölur töldu mannfjölda Þýskalands aðeins 65 miljónir. ----*w**5- -jfa ■ . Námamenn i Ungverjaflandi gera aftur hungur- verkfall niðri í nám- um. KAUPMANNAHÖFN í GÆR. EINKASKEYTI TIL MORGUNBLAÐSINS. Símskeyti frá Búdapest herm ir að 700 kolanámamenn hafi gert verkfall í námahjeraðinu Pecs, hafi farið niður í nám- umar, víggirt sig þar, og neiti að koma upp úr námunum aft- ur nema því aðeins að kaup þeirra sje hækkað. Þessir verkfallsmenn hafa tek ið höndum 40 vinnufúsa menn, sem ætluðu að vinna í námun- um, og halda þeim nú sem gisl- um hjá sjer. Hermenn hafa reynt að brjót ast niður í námuna, en verið hraktir út aftur af vopnuðum og ofsafengnum verkfallsmönn- um. — Hermannavörður hefir verið settur við námagöngin til þess að koma í veg fyrir það, að ættingjar námaverkfallsmanna geti haft samband við þá. Með þeim ráðstöfunum er búist við því, að lík verkföll hefjist ekki í öðrum námum. PálL Skjaldarglíma Ármanns. Agúst Kristjánsson vann Armanns- skjöldinn og hlaut einnig fyrstu verð- laun fyrir fegurðar- glímu. * Skjaldarglíma Ármanns — hin 23. í röðxnni — fór fram í Iðnó í gær og var húsið troð- fult áhorfenda. Úrslitin urðu þau, að Ágúst Kristjánsson vann Armanns- skjöldinn og hlaut einnig fyrstu verðiaun fyrir glímufegurð. Önnur verðlaun í fegurðar- glímunni hlaut Georg Þorsteins- son og þriðju verðlaun Leo Sveinsson. Vinningar í kappglímunni urðu annars sem hjer segir: Ágúst Kristjánsson hlaut -6 vinn inga, Georg Þorsteinsson 5, Leo Sveinsson 4, Dagbjartur Bjama son 3, Gunnar Solómonsson 2, Karl Gíslason 1, en SigurðUr Norðdal engan. Tveir gengu úr glímu vegna smávægilegra meiðsla, og tveir mættu ekki til leiks. Skjöldur sá, er glímt var um að þessu sinni er hinn 5. í röð- inni, sem Ármann gefur. Trl þess aö eignast skjoldinn verð- ur að vinna hann þrisvar í röð eða 5 sinnurn alls. Áð lokinni glímunni afhenti forseti í. S. I., Ben, G. Waage, verðlaunin með stuttri ræöu. Háskólafyrirlestur á ensku, — Næsti fyriljesturinn verður flutt- ur í Hískólánona á mánudaginn kl. 8 stundvíslega. Efni: Nokkur : káld nútímans.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.