Morgunblaðið - 19.03.1935, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 19.03.1935, Blaðsíða 3
Þriðjudaginn 19. mars 1935. MORGUNBLAÐIÐ 3 Afkoma árið sen ríkissjóðs leið. Veikindi drotningar. UppskurSurinn hefir hepnast vel. Fjármálaráðherrann verðnr að játa, að skýr§la §ú §em hann gaf Bretanum sje röng. Á laugardaginn var skýrði Morgunblaðið frá allmiklu ó- samræmi, er fram kæmi í tvehn skýrslum, sem Eysteinn Jóns- son fjármálaráðherra hefir gef- ið um afkomu ríkissjóós árið sem leið. önnur skýrslan var gefin g^etanum í sambandi við lán- 'töku ríkisins í febrúar siðast- liðnum.Þar skýrði E. J. fjár- málaráðherra frá.því, að hall- inn á ríkisbúskapnum árið sem leið hafi numið £ 67.710 eða um 1.5 milj. króna. — Þessi1 skýrsla til Bretans er undir-' skrifuð af umboðsmanni fjár-, málaráðherra þann 23. febrúar. ; Hin skýrslan var gefin á Al- i þingi 26. febrúar, eða rjett um sama leyti og skýrslan var gefin Bretanum. En í skýrslu sinni til Alþingis segir f jármála ráðherra, að halli ríkisbúskap-! arins árið sem leið hafi num-1 ið um 2.5 milj. kr. og er það nálega 1. milj. króna hærri upp hæð en ráðherrann gaf upp í skýrslunni til Bretans. Hvernig stendur á þessum mikla mismun? Morgunblaðið spurðist fyrir | um þetta á laugardaginn var og óskaði eftir, að fjármála- ráðherrann vildi upplýsa hvern ig á þessu ósamræmi stæði og hvor skýrslan væri rjett, sú, i er hann gaf Bretanum eða sú, i er hann gaf Alþingi. Svar fjármálaráðherra. | Eysteinn Jónsson fjármála- ráðherra hefir nú látið dagblað sitt svara þessu og birtist svar- ið á sunnudaginn var. Og þó að nafn fjármálaráðherra j standi ekki undir svarinu, má ganga út frá að það sje frá honum komið. Hverju svarar svo f jármála- ( ráðherrann? Hann spgir, að þegar umboða maður ríkisstjórnarinnar fór til London, hafi ekkert fullkomið skýrslu þeirri um afkomu rík- issjóðs s.l. ár, sem ráðherrann gaf Bretanum, er þess ekki getið að hún byggist á lauslegri áætlun. Fjármálaráðherra vill nú gefa í skyn, að í skýrslunni til Bretans sje reksturshalli en ekki greiðsluhalli, sem við sje átt, þar sem talað er um halla hinna ýmsu ára og því sje skekkjan ekki stórvægileg, því hallinn sje talinn 1.5 milj., en hann hafi verið 1.880 þús.; greiðsluhallinn hafi hinsvegar verið 2.4 milj., en hann ,,skift- ir ekki aðalmáli í þessu sam- bandi“, segir ráðherrann. Við þetta er það að athuga, að öll hin árin, 1930, 1931, 1932 og 1933 hefir f jármálaráðherr- ann gefið Bretanum upp greiðsluhallann, en EKKI rekst- urshallann. Eftir þessu að dæma hefir það þótt skifta „aðalmáli“ að gefa Bretanum upp greiðslu- hallann en ekki tekjúhallann þessi ár. En hví skyldi þá ekki eiga að fara eins að með árið 1934? Auðvitað átti áð telja greiðluhalfan'n þettá^áf* eiti'S :og öll hin árin. Það ér einmitt greiðluhallinn, en ekki rekst- urshallinn, „sem skiftir aðal- máli í þessu sambandi“. Sú afsökun fjármálaráð- herra, að hann hafi ekki vitað betur, þegar umboðsmaður stjórnarinnar fór utan til þess að leyta fyrir sjer um hið nýja lán, er einskisvirði, sakir þess að það er ekki fyr en seint í febrúar sem gengið er frá lán- inu. Og það veit f jármálaráðherr- ann, að einmitt þá lágu fyrir alt aðrar tölur um afkomuna s. I. ár, en hann hafði gefið um- boðsmanninum. Var það því skylda hans, að leiðrjetta hinar röngu tölur — það gat hann gert símleiðis, alveg eins og hann varð að síma yfirlýsing- bráðabirgðayfirlit um afkom- una legið fyrir. Hafi því ver- ið gert bráðabirgðayfirlit með þeim gögnum, sem fyrir lágu og talist svo til, að „reksturs- halli“ ársins xpundi verða um 1.5 milj. króna. Nær hefði ekki verið hægt að komast á þeim tíma, sem yfirlitið var gefið. Þegar svo endanlegt bráða- birgðayfirlit hafi legið fyrir, hafi reksturshallinn reynst um 1.880 þús. kr. Því næst segir ráðherrann: „Greiðsluhallinn reyndist hinsvegar ca. 2.4 milj., en það skiftir ekki aðalmáli í þessu sambandi, heldur rekst- urshallinn“. Yfirklór ráðherrans. Við þetta svar fjármálaráð- herra er það að athuga, að í una frægu. En það sjá allir, að það er næsta óviðfeldið að fjármála- ráðherra landsins skuli hafa gefið rangar upplýsingar um af komu ríkissjóðs í sambandi við lántökuna og það getur haft ó- þægilegar afleiðingar fyrir okk ur síðar meir. Bretinn mun aím. k. ekki eiga því að venjast, að ekki sje treystandi þeim tölum, sem fjármálaráðherra eins rík- is gefur. Söngfólk. Nokkrar kvenna- og ! karlmannaraddir — bæði háar og djúpar — verða teknar, nú þegar, í hinn nýja blandaða kór, undir stjórn Sigfúsar Einarssonar tónskálds. Nánari upplýsingar gefur ungfrú Sigrún Gísladóttir í hljóðfæraverslun Katrínar Viðar. Líðan hennar hátignar Alex- andrine drotningar, er talin góð. Drotningin var mjög mátt- farin eftir uppskurðinn, en læknarnir telja að hann hafi hepnast vonum framar. (Sendiherrafrjett) Jafnaðarmenn missa meiri hluta í borgarstjórn Stokkhólms. KAUPMANNAHÖFN í GÆR. EINKASKEYTI TIL MORGUNBL AÐSINS. Borgarstjórnarkosningar fóru fram í Stokkhólmi í gær. Jafnaðarmenn mistu meiri hlutann,. sem þeir höfðu haft áður, fengu, 45 kosna, en töp- uðu 7 sætum. Hægri menn fengu 33 kosna, töpuðu 2 sæt- um. Þjóðflokkurinn fekk 14 kosna, vann 6 sæti. Kommún- istar fengu 8 kosna, unnu 3 sæti. Páll. 700 presfar handteknir I Þýskalandi. KAUPMANNAHÖFN í GÆR. EINKASKEYTI TIL MORGUNBLAÐSINS. Símskeyti frá Berlín til Tim- es hermir það, að 700 prestar, sem ekki vilja aðhyllast ríkis- kirkjuna í Þýskalandi, hafi verið teknir fastir í dag vegna þess að þeir ætluðu að lesa á Rosenberg. prjedikunarstólum mótmæli gegn hinni heiðnu starfsemi Rosenbergs. Meðal hinna hand teknu er Niemöller. Páll, (Sjá grein um hann í Lesbók 28. okt. 1934). Páll. 30 uppreisnarforingj- ar leiddir fyrir herr jett í Grikklandi. London 18. mars. FÚ. Þrjátíu léiðtogar uppreisn- arinnar í Grikklandi voru leidd ir fyrir herrjett í dag í Aþenu. Rjetturinn hefir heimild til þess að kveða upp dauðadóm og úrskurði hans verður ekki áfrýjað. Það er nú sagt að tjónið af uppreisninni nemi upp undir 25 milj. króna. Kjósið í úlvarpsráð! Kosningin í útvarpsráð fer nú senn að enda. Eftir eru að eins fjórir dagar. Hjer í Reykjavík hefir kosn- ingin gengið svo dræmt,að ekki hefir enn kosið nema ímmlega þriðjungur þeirra, sem kosn- ingarrjett eiga. Ástæðan til þessa er alls ekki sú, að menn ætli ekki að nota kosningarrjett sinn. Nálega hver maður, sem jeg hefi spurt um það, hvort hann sje búinn að kjósa, hefir svarað því, að svo sje ekki, en hinsvegar detti sjer ekki í hug annað en kjósa. Ástæðan er því einvörðungu sú, að menn láta þetta dragast, gleyma því eða nenna því ekki að svo komnu. En nú fer að verða annað hvort að hrökkva eða stökkva. Og þó að segja megi, að hjer sje ekki um eitt af stórmálun- um að ræða, þá nær þó engri átt, að telja eftir sjer jafn lít- ið ómak eins og hjer er um að ræða, til þess að fá sinn vilja fram. Jeg vil nú eindregið skora á Reykvíkinga, þá, sem ekki hafa enn kosið, að gera það sem allra fyrst. Hjer eru svo margir útvarpsnotendur, að mjög senni legt má telja, að þeir geti riðið baggamuninn í þessari kosn- ingu. Tími sá, sem kosningastof- an er opin, hefir nú verið Jengd ur, og settir upp tveir kosn- ingaklefar, svo að ekki eru lík- ur til að menn þurfi að bíða fyrst um sinn. En þó má búast við að Ö3 verði allra siðustu dagana. Farið því strax og kjósið, og færið B-listanum sigur! Magnús Jónsson. Söfnunarsjóður. Afgreitt hefir nú verið til neðri deildar frumvarp þing- manna Eyfirðinga um það, að banna Söfnunarsjóði að taka hærri vexti af lánum en 5%. Fjárhagsnefnd klofnaði í málinn og vpru þeir með þessu Bernh. St. og Jón Bald., en IHagnús Jónsson var á móti. —• Málið var svo afgreitt endan- ,lega frá deildinni með atkvæð- um framsóknar og sósíalista, en Sjálfstæðismenn og Þorst. Briem voru á móti. Hafði verið feld tillaga frá Þ. Br. um það, að vaxtalækkunin skyldi mið- ast við lán gegn jarðarveði. Málið hefir verið flutt á þeim grundvelli, að með þessu sje verið að styðja sjerstaklega lándbúnaðinn. En þetta er gersamlega til- hæfuláust. Ríkissjóður hefir nú greitt þann hluta vaxta bænd- anna, sem hjer er um að ræða 0g nú er fyrir þinginu frum- varp, sem gengur í sömu átt, og verður það vitanlega sam- þykt. Bændur hafa því ekkert gagn af þessari vaxtalækkun. Sá sem upp úr því hefir, er ríkissjóð- urinn, að því er til fasteigna- veðslána bænda kemur. Hjer er því um skattgjald til ríkissjóðs að ræða. Þetta verða menn að gera sjer ljóst. Og hverjir eru það nú, sem hjer er verið að gkattleggja til ríkissjóðs? Það eru þeir, sem eiga á vöxtum í Söfnunarsjóði. Er rjett að athuga þá það, hverjir þessir nýju skattþegnar eru. Langmest af þessu fje, eða yfir % þess, er ellistyrktar- sjóðirnir, ekknasjóðir og þéss háttar sjóðir. Þá er þar fje, sem lagt hefir verið til styrktar fátækum námsmönnum og til annara álíka góðgerðastarfsemi. Enn er þarna fje, sem menn hafa lagt til hliðar til þess að safna sjer styrk til elliáranna. Yfirleitt er alt fje sjóðsins lagt fram í þeim tilgangi, að verða á einhvern hátt til styrkt ar þeim, sem erfiðast eiga uþp- dráttar. Af þessu fje á nú að skerða arðinn til hagsbóta fyrir ríkis- sjóð. Ríkissjóður á nú að nsela til sín nokkrar þúsundir ur vasa þessara ekkna og gamal- menna. Og með þessu greiðir öll stjórnarfylkingin atkvæði. Tekur Þjóða- bandalagið fyrír deílttmál Abyssíníta og ífaliti? Samningatimíeifanír < Addís Ababa farn- ar út tim þúftir. London 18. mars. FÚ. Stjórnin í Róm bíður vitn- eskju um það, hvort Þjóða- bandalagið ætli að taka til með ferðar deilumál Abyssiníu og Ítalíu eins og Abyssiníumenn hafa farið fram á.ítalska stjórn in segist fresta ákvörðunum um frekari aðgerðir í þessu máli, uns sú vitneskja sje feng- in. Það er nú vitað að samning- arnir í Addis Ababa hafa stöðv ast. Abyssinska stjórnin hefir tekið þunglega þeirri ákvörð- un ítölsku stjórnarinnar að fela herforingja sínum þar eystra að fá komið á hlutlausu svæði á landinu sem um er deilt. Pætur kínv. stúlknanna. Blað eitt í Shanghai segir frá því, að þar í bænum a. m. k. 'sje hætt þeim ljóta sið að klemma fæturna á smástúlk.dörnum í of þröngum skóm svo að fætufnir vanskapist. Vinsamlegast: Hafið hattinn á höfðinu. Hattarar í Englandi hafa farið vinsamlegast fram á það við her- togann af Kent, að hann fari aft- ur að ganga með hatt. Því að það er aumt að vera hattari, þegar slíkt mikilmenni finnnr npp á þvx að ganga berhöfðaður eins og hinn ágæti hertogi hefir gert. Aldrei þarf nema einn gikkinn í hverri veiðistöð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.