Morgunblaðið - 21.04.1935, Side 8

Morgunblaðið - 21.04.1935, Side 8
8 MORGUNBLAÐIÐ j5má-auQlðsingarí Á þriðjudaginn byrja jeg aftur hreingerningar. Gerið svo vel og hringið með fyrir- vara, svo jeg geti unnið þegar yður best hentar. Ágúst Jóns- son, Frakkastíg 22, sími 2613. Fermingarkjólaefni, hvítt Satin kr. 5,00 pr. mtr. Hvítt silki frá 3,50 pr. mtr. Hvítir sokkar og undirföt. Versl. Guð- rúnar Þórðardóttur, Vestur- götu 28. Le Noir hárvatnsglös, eru keypt í Leikfangagerðinni, Laugaveg 15, og hárgreiðslu- stofunni, Laugaveg 46. Húseignin við Reykjavíkur- veg nr 8 í Hafnarfirði, er til sölu eða leigu frá 14. maí. — Upplýsingar hjá Jóni Matthie- sen kaupmanni. Sólríkt herbergi til leigu; fæði og þjónusta á sama stað, ef óskað er. Tjarnargötu 10 b, stofuhæð. Sími 2869. Sauma eftir máli: Lífstykki, Korselett, Sokkabandabelti, Brjóstahaldara og allskomari undirfatnað. Lífstykkjasauma- stpfan, Aðalstræti 9. Sími 2753. Það er viðurkent, að maturinn á Café Svanur sje bæði góður og ódýr. Kaupum gamlan kopar. — Vald. Poulsen, Klepparstíg 29. Sími 3024. Veggmyndir og rammar í fjölbreyttu úrvali á Freyju- götu 11. Barnavagnar og kerrur tekn- ar til viðgerðar. Verksmiðjan Vagninn, Laufásveg 4. „Spírella". Munið eftir hinum viðurkendu Spírella-lífstykkj- um. Þau eru haldgóð og fara vel við líkamann. Gjöra vöxt- inn fagran. Skoðið sýnisnorn á Bergstaðastræti 14. Sími 4151. Til viðtals kl. 2—4 síðd. Guð- rún Helgadóttir. Pergamentskermar. — Hefi ávalt fyrirliggjandi mikið af handmáluðum pergamentskerm um. Mála einnig skerma á krukku-lampa. Púðar uppsettir. Opið frá 1—6. Rigmor Hansen, Suðurgötu 6. Rúgbrauð, franskbrauð og normalbrauð á 40 aura hvert. Súrbrauð 30 aura. Kjarnabrauð 30 aura. Brauðgerð Kaupfjel. Reykjavíkur. Sími 4562. Slysavarnafjelagið, skrifstofa við hlið hafnarskrifstofunnar í hafnarhúsinu við Geirsgötu, seld minningarkort, tekið móti gjöfum, áheitum, árstillögum m. m. Kelvin Diesel. — Sími 4340. ____ Hár. Hefi alíaf fyrirliggjandi hár við íslenskan búning. Verð við allra hæfi. Spikað kjöi af fullorðnu á 55 og 65 aura % kg. Saltkjöt, hangikjöt af Hólsfjöllum. Svið og riúpur — og margt fleira. Jóhannes Jóhannsson, Grundarstíg 2. Sími 4131. Biðfið ávall um liiö liesfa. Spikfeitt nautakjöt. Nautakjöt í gullach, steik og buff. — Nýkomið blómkál. Milnersbúð. Laugaveg 48. Sími 1505. Nýreykt hangikjöt i og ðd$rar rullupylsur. Versi. GoSafoss HjOtbúðin Herðubreið- Laugaveg 5. Sími 3436. Hafnarstræti 18. Sími 1575.1 SMEKKLEG EFNI í spari- föt, hversdagsföt og sportföt. GEFJUN, Laugaveg 10. Sími 2838. Þegar jeg hætti að selja'trú lofunarhringana, kom svo mik- ill afturkippur í trúlofanir í landinu, að til vandræða horfði- Er því byrjaður aftur. Sigurþór, Hafnarstræti 4. Linsur, hvítar Baunir, brúnar Baunir, grænar Baunir, Viktoria Baunir, fást bestar í Sunnudaginn 21. apríl 1935. E L J AfiT Pað besta sem 8» málningu Wtur. Tilbynning til stjórnenda opinberra sjóða. í lögum nr. 29, 9. jan. þ. á., um eftirlit með sjóðum, er fengið hafa konungsstaðfestingu á skipulagsskrá, er svo- fyrir mælt, að stjórnir slíkra sjóða, skuli hafa sent hinum. þingkosnu eftirlitsmönnum reikninga sjóðanna áður en missiri er liðið frá lokum síðasta reikningsárs. Fyrir því áminnast allir þeir, er hafa á hendi stjóm slíkra sjóða, um að senda reikning ársins 1934, ásamt stað- festum og glöggum upplýsingum, um, á hvern hátt fje sjóðanna er ávaxtað og hverjar eru tryggingar fyrir lán- um úr þeim, svo og annað það er hag og meðferð sjóðanna varðar. Skulu reikningar, ásamt fullnægjandi upplýsingu- um, sendast Fjármálaráðuneyti Islands, innan lögboðins tíma. Reykjavík, 17. apríl 1935. Eftirlitsmenn opinberra sjóða. Andrjes Eyjólfsson, Jakob Möller, Sigurjón A. Ólafsson- BABVLON. 68 að ef Aribert jrrði fursti í Posen yrði hann að eiga prinsessu fyrir konu. — Nú, það er ekki nema sjálfsagt. — En það vill hann ekki. Hann vill afsala sjer öllum rjettindum sínum og vera þegn. Hann vill eiga konu, sem er ekki prinsessa. — Er hún rík? — Ja, það er að segja faðir hennar er það. ó, pabbi, skilurðu ekki, hvað jeg er að fara. Hann vill eiga mig. Hann elskar mig. Höfuð Nellu seig niður á öxl Racksoles og hún fór að gráta. Auðkýfingurinn blístraði hátt. — Nella, sagði hann loksins. Hvað er um þig? Þykir þjer kanske eitthvað vænt um hann? — Hvernig geturðu spurt, pabbi. Heldurðu, að jeg væri að öllu þessu umstangi, ef það væri ekki. Hún brosti gegn um tárin. Hún sá á föður sínum, að hún hafði sigrað. — Þetta er alt saman dálítið skrítið. En ef þú heldur, að þetta nægi, þá er þjer best að fara til furstans og segja, að það sje hægt að útvega þessa miljón, ef hann þarf hennar með. Hann hlýtur að hafa einhverja góða tryggingu, annars hefði Sampson Levi ekki farið að gefa honum undir fót- inn. — — Þakka þjer fyrir, pabbi. En komdu ekki með mjer. Það er betra, að jeg fari ein. Hún hneigði sig eins og hirðjómfrú og fór út. Racksole hafði þetta minni, sem auðkýfingar þurfa að hafa til að annast margt í einu, smátt sem stórt, og fór því að skipa fyrir um morgunverðinn og verðlaunin handa aðstoðarmanni sínum um nóttina, George Hazell. Síðan sendi hann til Felix Babylon og bauð honum að borða með sjer morg- unverð. Þegar hann hafði sagt Babylon af hand- töku Jules og ráðfært sig við hann um ýms atriði í gistihúsrekstri, þar á meðal hvernig gæta skyldi vínkjallaranna,tók hann hatt sinn,fór út, náði sjer í leiguvagn og ók niður í City í fjármálaerindum. Að skýra frá því nákvæmlega í smáatriðum, yrði of flókið og er því hlaupið fljótt yfir það. Þegar Nella kom aftur-inn í svefnherbergið voru þeir þar læknirinn og sjerfræðingurinn mikli. Hann fór þó brátt og þá dró Aribert lækninn af- síðis og sagði við hann: — Reynið þjer að gleyma öllu, læknir, öðru en því, að jeg er einn maður og þjer annar, og segið mjer sannleikann. Verður hægt að bjarga honum eða ekki? — Það er enginn sannleikur að segja í málinu enn, svaraði læknimn. Framtíðin er ekki í okkar höndum, prins. — En hafið þjer von? Já eða nei! — Nei, svaraði læknirinn. — Jeg hefi aldrei von, þegar sjúklingurinn sjálfur er ekki í liði með lækninum. — Þjer meinið. . . . ? — Jeg meina, að hans furstalega hátign vill ekki lifa. Þjer hljótið að hafa tekið eftir því. —: Já, því miður alt of vel, svaraði Aribert. — Og vitið þjer ástæðuna? Aribert kinkaði kolli. — Já, en getið þjer ekki eytt þeirri ástæðu? — Nei, svaraði Aribert. En þá fann hann að komið var við hnadlgeg hans. Það var fingur Nellu. Hún benti honum að koma með sjer inn í hitt herbergið. — Ef þjer viljið, sagði hún, — er hægt að bjarga Eugen fursta. Jeg hefi komið því í kring. — Hafið þjer? Hann laut að henni, næstum hræddur á svipinn. — Farið og segið honum, að þessi miljón pund, sem hann þarf, komi bráðum. Segið honum, að: þau komi í dag, ef það er nauðsynlegt. — En hvað meinarðu með þessu, Nella? — Jeg meina það, sem jeg sagði, Aribert, sagði hún og lagði hönd sína í hans hönd. Það sem jeg sagði. Ef miljón pund geta frelsað líf Eugens prins, getur hann fengið þau. — En hvernig fórstu að þessu? Hvaða krafta verk hefirðu gert? — Pabbi gerir alt, sem jeg bið hann um, sagði hún. En við skulum ekki eyða tímanum til einskis. Farðu og segðu Eugen, að það sje alt komið í kring, og að alt skuli fara vel. Farðu nú. — En við getum ekki þegið svona .... svona. .... geysilega mikla hjálp. Það er ómögulegt. — Aribert, sagði hún, — mundu, að þú ert ekki á neinni hirðsamkomu í Posen. Þú ert í Englandi að tala við ameríska stúlku, sem hefir alla sína daga vanist því, að hafa sitt mál fram. Prinsinn rjetti upp hendurnar og fór aftur inn í svefnherbergið. Læknirinn sat við borðið og var að skrifa lyfseðil. Aribert gekk að rúminu með ákafan hjartslátt. Eugen heilsaði honum með þreytulegu brosi. — Eugen, sagði hann. — Hlustaðu nú á mig með eftirtekt. Jeg hefi miklar frjettir að færa þjer.. Með aðstoð nokkurra vina minna hefir mjer tek- ist að útvega þessa miljón handa þjer. Það er ákveðið og þú getur reitt þig á það. En þjer verð- ur að batna — heyrirðu það? Eugen reis næstum upp í rúminu. — Segðu við mig, að jeg sje ekki með óráð, sagði hann. — Vitanlega ertu það ekki, sagði Aribert. — En þú mátt ekki setjast úpp. Og þú verður að fara varlega með þig. — Hver vill lána mjer peningana? spurði Eugen j

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.