Morgunblaðið - 05.06.1935, Side 8

Morgunblaðið - 05.06.1935, Side 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudaginn 5. júní 1935- Allir Reykvíkingar lesa auglýsingar Morgunblaðsins. ftutbtufav Ef þjer viljið fá sendan heixn góðan miðdegisverð, þá hringið í síma 1289. Það er viðurkent, að maturinn & Café Svanur sje bæði góður og ódýr. Slysavamafjelagið, skrifstofa Við hlið hafnarskrifstofunnar í hafnarhúsinu við Geirsgötu, seld minningarkort, tekið móti gjöfum, áheitum, árstillögum m. m. Mikið úrval af fjölærum plöntum og sumarblómum, fæst á Suðurgötu 12, selt til kl. 91/2 á kvöldin. Sundbolir, í fallegu úrvali, nýkomnir. Versl. Lilju 'Hjalta. Baðsait, styrkjandi og ilm- andi, nýkomið. Hárgreiðslu- stofa J. A. Hobbs. Sími 4045. Aðalstræti 10. Mjög falleg sumarkjólaefni í Verslun Kristínar Sigurðar- dóttur. mmm, lil)) M^hhim allar tegundir, nýkomin. Permanentkrullur fyrir sum-1 arið fáið þjer bestar hjá oss. j Hárgreiðslustofa J. A. Hobbs. Sími 4045. Aðalstræti 10. ' j Regnhlífar teknar til viðgerð- ar. Breiðfjörð, Laufásveg 4. Regnhlífar, hanskar og margt, 1 fleira. Nýasta tíska, í Verslun* Kristínar Sigurðardóttur. j| — Hefirðu heyrt að Grjeta liefir látið mála mynd af sjer? — Er hún lík henni? — Það hlýtur að vera, því að hún vill ekki lofa neinum að sjá hana. Barnavagnar og kerrur tekn- ar til viðgerðar. Verksmiðjan Vagninn, Laufásveg 4. Jíaufts&ajtuv Glænýr silungur. Nordalsís- hús. Sími 3007. Kaupum gamlan kopar. Vald. Poulsen, Klapparstíg 29. Sími 3024. Fallegar vor og sumarkápur í Verslun Kristínar Sigurðar- dóttur. Eftirmiðdagskjólar, fallegir í Versl. Kristínar Sigurðardóttur Kvenbolir frá kr. 1.50. Silki- sokkar frá 1,95, og sansjeraðir silkisokkar, nýasta tíska í Versl. Kristínar Sigurðardóttur Veggmyndir og rammar í fjölbreyttu úrvali á Freyju- götu 11. Riígbrauð, franskbrauð og normalbrauð á 40 aura hvert. Súrbrauð 30 aura. Kjarnabrauð 3Ö aura. Brauðgerð Kaupfjel. Reykjavíkur. Sími 4562. Hangikjöt, nýreykt. Nordals- íshús. Sími 3007. Haupsýslumenn! flytur auglýsingar yðar og tilkynningar til flestra blaðlesenda um alt land, í sveit og við sjó - utan Reykjavíkur. Blaðið kemur út vikulega Ekkert blað er lesið jafn víða í SVEITUM lands- ins og Tll Akureyrar alla Mánudaga, Miðvikudaga og Föstudaga. Ágætar bifreiðar og bifreiðastjórar. Ódýr fargjöld. Blíreiðastöð Stelndórs. Sími 1580. í 8NORVNNI. 20. — Hver hafði það síðast? — Mjer þykir þú forvitinn. Skiftir það nokkru máli? — Hann hefir að minsta kosti gengið vel um það. — Það kemur nú málinu ekkert við. ÖIl her- bergi í mínu húsi eru hrein og snyrtileg, sagði konan mynduglega — hver sem býr 1 þeim. — Hann hefir kannske verið umferðasali eins og jeg? — Nei, hann var ekki umferðasali. Ef þú endi- lega vilt vita það, þá var hann bifreiðastjóri. — Af hverju var hann að flytja? — Hann hafði ekki vinnu nema um stundar- sakir hjerna. En viljir þú hlíta mínum ráðum, Ernest, skaltu ekki minnast á hann við hann frænda þinn. Jeg veit ekki af hverju, en hann kærir sig ekki um það. Raunar var hann þokka- legur piltur og borgaði vel fyrir sig. -— Jeg kæri mig kollóttan um hann. Nú verð jeg að fara út og heimsækjá viðskiftavinina. Hve- nær er borðað á kvöldin? — Klukkan átta, og í kvöld er heitur matur, svínakjöt og steikt egg og te, ef þú vilt. — Sá gamli bragð&r ekki te. — Hann heldur sje enn að ölinu? — Já, og hann virðist ekki hafa illt af því, sagði frænkan. — Það er gott. Þú skalt heldur ekkert vera að hugsa um te fyrir mig, frænka. — Hann fór aftur upp og var feginn að heyra, að það marraði dálítið í stiganum. Hann ljet hurð. ina standa í hálfa gátt, til þess að heyra í frænku sinni, ef hún kæmi upp, og fór síðan að rannsaka herbergið í krók og kring. En það bar lítinn ár- angur. Reglusemi bifreiðarstjórans og hreinlæti frænkunnar hafði afmáð öll merki, svo að ekki sást nokkur snefill eftir hinn fyrri leigjanda. — Pank var hálf stúrinn og vonsvikinn, þegar hann labbaði niður aftur, tók regnkápu sína, kvaddi og hjelt af stað til litla veitingahússins „The Cat & Chickens“, þar sem hann hafði heyrt hin mik- ilvægu orð falla. Þegar þangað kom, fekk hann sjer sæti í hægindastól við kamínuna, bauð gest- gjafanum upp á hressingu og sendi þjónustu- stúlkuna eftir morgunblaðinu og gerði sjer lífið yfirleitt þægilegt. En enginn gestur ljet sjá sig. Um eitt leytið fór hann daufur í dálkinn á mat- stað til þess að fá sjer að borða — og síðan hneykslaði hann frænku sína með því að fá sjer blund það sem eftir var dags. En þegar hann svo borgaði henni fyrir fram, varð hún hin blíðasta. Á tilsettum tíma vitjaði hann Amy við bak- dyrnar. Nú var hætt að rigna, og hann var hinn snyrtilegasti, í dökkbláum fötum, með snjóhvítt hálslín, hann var eitthvað laglegri nú, en um morguninn í gömlu regnkápunni. Amy var reglu- lega stolt af honum. — Eigum við ekki að fá okkur röska göngu? sagði hann. — Jú, það skulum við gera, samsinti hún. Hann var mjög svo skemtilegur, og gæddi henni á konfekt, en undraði sig á, hve fljótt það var að hverfa. — Verðurðu ekki þyrst af þessum sætindum? — Jú, afskaplega. — Hvað segðir þú við því, að við fengjum okk- ur eitt glas? spurði hann. — Jeg fer aldrei á þess háttar staði, svaraði hún hikandi. En með þjer. . . . hún þrýsti hand- legg hans. Með þjer get jeg víst vel farið hvert sem er. — Þau stefndu nú í áttina til ,,Cat & Chickens11. En enn varð Pank fyrir vonbrigðum. Maðurinn, sem öll hugsun hans snerist um þessa dagana, var þar ekki. ,,Pank var annai’s tekið vel, sem góðum gesti, og hann ljet ekki standa á sjer, bað um eitt glas af portvíni fyrir dömuna, cherry fyrir sig og einn whisky fyrir gestgjafann. Svo ljet hann fara vel um sig í besta hægindastólnum og Amy settist á stólbríkina.. — Þú mátt svo sem fá einn koss, ef þú vilt„ Ernst, hvíslaði hún, þegar gestgjafinn skrapp út.. — Hvort jeg vil, svaraði Ernst. — Finst þjer ekki gaman, að jeg kom og heimsótti ykkur? Það er raunar ágætis herbergi, sem. jeg hefi fengið. — Þá vona jeg að þú ver.ðir sem allra lengst hjá okkur, sagði hún blítt og flutti sig nær. — Þó jeg verði kannske ekki lengi núna, þá. kem jeg aftur seinna. Hvað var síðasti leigjandi. lengi hjá ykkur. — Hann? Nokkrar vikur. — Hann var bifreiðarstjóri? Hún kinkaði kolli. — Það var skrítinn náungi, hjelt hún áfram. — Mjer fanst hann hálfleiðinlegur. Hann var alt- af svo bjánalega feiminn. Eins og hann væri dauð- hræddur við að opna munninn. Fyrst Ijet hann eins og hann væri bifreiðarstjóri hjá einhverjum hjer í grendinni, en síðar komumst við að því, að- hann var hjá „Preston & Cor“. Hann flutti alt í einu upp úr þurru. Mjer fanst reyndar altaf eitt- hvað grunsamlegt við hann. En hann borgaði vel,. það má hann eiga. — Hvað hjet hann? — Bowhill, Tom Bowhill.. Hamingjan hjálpi mjer, hrópaði hún alt í einu upp yfir sig óttasleg- in á svip. — Hvað gengur að þjer, Amy? — Jeg var búin að sverja, að jeg skyldi aldrei segja nokkrum lifandi manni nafn hans, þó jeg væri spurð um það. Jeg lofaði pabba og mömrnu því. Hann hafði eitthvað undarlega vinnu, og jeg: held, að hann hafi borgað þeim peninga fyrir að leyna nafni sínu. En það gerir ekkert til þó að jeg hafi sagt þjer það, Ernst, sagði hún óróleg. Heldurðu, að það geri nokkuð? — Nei, auðvitað ekki, sagði hann kæruleysis-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.