Morgunblaðið - 19.07.1935, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 19.07.1935, Blaðsíða 3
V Föstudaginn 19. júlí 1935. MORGUNBLAÐIÐ 3 m Utvarpsnotendur munu einróma mótmæla gerræði útvarpsstjóra. Utan af landi berast mótmælin óðfluga. Ffelag w(varp§notenda ■ Reykjavík hoðar lil almenns fnmlar úfvarps- nofenda í K. KC.-liúinn í kvöld. Mótmæli útvarps- notenda. Það setlar að fara eins og Morgunblaðið spáoi, að útvarps notendur munu ekki gera sjef að góðu þá ráðstöfun útvarps- stjóra og atvinnumálaráðherra. að flæma Vílhjáím Þ. Gíslason magistér frá ?rjettastofu út- váfþsins 0g láta síra Sigurð ^Parsson einráðan um það, hvaða erlendar frjettir útvarp- ið flytur þjóðinni. Eftir að Morgunblaðið skýrði frá fyrirætlan útvarpsstjóra, hafa margir menn víðsvegar á landinu hringt til blaðsins og tjáð því, að útvarpsnotendur muni ekki sætta sig við breyt- inguna. . Frá Akureyri var blaðinu símað, að útvarpsnotendur þar myndu einróma mótmæla ger- ræði útvarpstjóra. Frá Akranesi símaði Sveinn Guðmundsson, fyrrum hrepps- stjóri, að fullyrða megi, að út- varpsnotendur þar láti loka viðtækjunum, ef breytingin verði framkvæmd. tJr Austur-Húnavatnssýslu er svipaða sögu að segja. Sagði tíðindamaður blaðsins þar, að útvarpsnotendur þar um slóðir myndu alls ekki sætta sig við að V. Þ. Gíslason yrði tekinn frá frjettastarfinu og það lagt í hendur síra Sig. Einarssonar. Sama sagði tíðindamaður blaðsins í Stykkishólmi. Þannig er hljóðið í mönnum hvar sem spurt er. Allir hafa somu söguna að segja, að Vilhj. Þ. Gíslason vilji þeir alls ekki missa frá frjettunum. Almennur fund- ur útvarpsnotenda hjer í bænum í kvöld. Fjelag útvarpsnotenda í Reykjavík boðar til almenns fundar útvarpsnotenda í KR- húsinu í kvöld, til þess að ræða um seinasta gerræði útvarps- stjóra. Stjðm Fjelags útvarpsnot- enda í Reykjavík sendi Frjetta- etofu útvarpsins í gærmorgun tilkynningu um fundinn og ósk- aði eftir, að hún yrði lesin upp sem auglýsing í hádegis- útvarpinu í gær og aftur með tilkynningum í kvöld. Einræði útvarps- • stjóra. Þetta fundarboð Fjelags út- varpsnotenda var svohljóð- sndi: t „ALMENNUR FUNDUR ÚTVARPSNOTENDA verður haldinn í K. R.-húsinu á morgun kl. 8^ (þ, e. í kvöld) að tilhlutun Fjelags útvarpsnotenda í Reykjavík. Á fundinum verður rætt um fyr- irhugaða breytingu á frjetta- flutningi útvarpsins og fleira, sem snertir starfsemi stofnun- arinnar. Öllum útvarpsnotend- um er heimill aðgangur á með- an húsrúm leyfir, og er þess fastlega vænst, að sem flestir útvarpsnotendur noti þetta tækifæri til að sýna vilja sinn um hina fyrirhuguðu breyt- ingu, og aðstoði Fjelag út- varpsnotenda í Reykjavík í því að knýja fram rjettmætar kröf- ur útvarpsnotenda og til að koma í veg fyrir óheppilegar ráðstafanir. Stjórn Fjelags útvarpsnotenda í Reykjavík“. Finst útvarpsnotendum nokk uð við þessa tilkynningu að at- huga? Áreiðanlega ekki. En hvað haldið þið, útvarps- notendur, áð skeð hafi? Frjettastofa útvarpsins neit- aði, eftir fyrirmælum útvarps- stjóra, sem staddur var norður á Akureyri, að flytja í útvarp- inu síðari hluta auglýsingar- innar — þann hlutann, sem feitletraður er hjer í blaðinu! Hjer er þá útvarpsstjóri enn á ný að storka útvarpsnotend- um og sýna þeim, að það sje HANN en EKKI þeir sem ráði. Útvarpsstjórinn er. hjer að sýna einræðisvald sitt' í útvarpinu. En gæti ekki að því rekið, að útvarpsnotendur sýndu þess- um drotnunargjarna og freka útvarpsstjóra, að útvarpið er þjóðarstofnun, en E K K I einkafyrirtæki Jónasar Þor- bergssonar og Sigurðar Ein- arssonar? Vissulega mun að þessu koma, því að yfirgangur út- varpsstjóra er gersamlega ó- þolandi. Og útvarpsnotendur munu áreiðanlega sýna útvarpsstjóra! það í máli því, sem hjer Um ræðir, AÐ ÞAÐ ER HANN, \ SEM VERÐUR AÐ BEYGJA SIG! I j Utvarpsnotendur — allir samtaka! í sambandi við brottrekstur Vilhjáims Þ. Gíslasonar frá Frjettastofu útvarpsins, hefir það þegar komið í Ijós, sem reyndar vitað var frá byrjun, að útvarpsnotendur standa þar saman án tillits til þess hvaða pólitískum flokki þeir tilheyra. 1 dagblaði Tímamanna birt- ist leiðari í gæí um þétta mál og segir þar m. a. um ráðstöf- un iVtvarpssljóra: ,,lSrýja Dagblaðið telur að hjéf sje ekki um heppilega ráíðstöfú'n að ræða. Manna- skifti til endurbóta á ósam- ræmi, sem enginn óvilhallur hlustandi virðist hafa tekið eft- ir, getur auðveldlega orðið of dýru verði keypt. Og svo mun hjer fara. Hlustendur eru yfir- leitt ánægðir eins og er, þykir fara vel á því að þessir tveir menn skifti með sjer öllum frjettum og óvíst að betur þætti fara á því, að heyra Vil- hjálm einan skýra frá bók- mentum, en Sigurð einan frá frjettum, eða öfugt. Frá fyrstu hafa háværar raddir heyrst um það, að út- varpið ætti að vera hlutlaust. Sökum þess ljet útvarpsstjóri af pólitískri starfsemi, að hann áleit, svo, framarlega sem unt væri, að aldrei mætti gefa tá- tyllu fyrir pólitískar árásir á útvarpið. En hjer er einmitt slík tátylla gefin. Vilhjálmur Þ. Gíslason er mjög vinsæll frjettamaður um land alt, engu síður en sr. Sigurður Einars- son. Og mjög auðvelt mundi vera að gera það tortryggilegt í augum þeirra, er mest mundu sakna V. Þ. G. frá frjettunum, að hann, sem aldrei hefir tekið þátt í stjómmálum, sje tekinn alveg frá erlendu frjettunum, en þær látinn eingöngu ann- ast pólitískur áhugamaður og starfandi þingmaður“. Þessi ummæli dagblaðs Tíma manna er greinilegur vottur þess hugarfars, sem nú ríkir alment meðal útvarpsnotenda. NORÐMENN EIGA 2 MILJ- ÓNIR KRÓNA í BRAZILÍU FYRIR VÖRUR. Oslo 18. júlí. FB. Norskir útflytjendur eiga sem stendur inni 2 miljónir króna í Brazilíu fyrir afurðir sínar. Reynt er að ná samkomu lagi um greiðslu með því móti, að Norðmenn auki kaffikaup sín í Brazilíu. Þýskl laiHlsílokkur* inn sigrar Val með 7:0 Ágeefur leikur Þjóðwerja. A ffórða þúsund manns horfðu á leikinn. Norðanvindur allsnarpur var á «r leikurinn hófst í gærkvölái. Var því mikill styrkur aðJ því að leika undan vindinúm. Dómari var Friðþjófur Thorsteinsson og dæmdi yfirleitt vel, — þó einstaka lítilfjörleg mistök kæmu fyrir, sem þó komu ekki að sök. Eru lík- ur ,td þess að hann verði mjög- góður dómari við meiri æfingu. Leikurinn byrjaði 10 mín. of seint. Ætti það ekki að þurfa að koma fyrir oftar, að áhorfendur þurfi þannig að bíða. Frímánn Helgason foringi Vals Vann hlutkestið og kaus áð leika á syðra markið, undan yindi. Flokkum var þannig skipað til leiks, B-landsíiðið: WiIIi Jiirissen, Max Scháfer, Theodor Schwerider, Kiehl, Otto Ludecke, Rudolf Strasser, Kurt Langenbein, Hans Búehner, Josef Rasselnberg, Willi Munkelt, Rudolf Heim. Valur: Hermann Hermannsson, Grím- ar Jónsson, Ólafur Gamalíelsson, Guðmundur Sigurðsson, Frímann Helgason, Jóhannes Bergsteins- son, Magnús Bergsteinsson, Gísli Kærnested, Óskar Jónssoti, Hans Petersen, Agnar Breiðfjörð. 1. hálfleikur. Valur hóf þegar sókrúna, en samleikur þeirra var ekki góður og veittist Þjóðv. því auðvelt að stöðva áhlaupin. Knötturinn fer oft yfir hliðarmörk og virðist hvorugur flokkurinn ná tökum á leiknum. Þó líður iekki langur tími þar til Þjóðv. ná upphlaupi, en Hermann bjargar skotinu með því að kasta sjer og snúa knött- inn framhjá stönginni. Hornspyrn an mistekst. Agnar nær góðu upp- hlaupi miðjar knöttmn, en mark- vörður bjargar. Þjóðv. hafa nú náð tökum á leiknum, vinstri út- herji þeirra miðjar knöttrám fal- lega til Rasselnberg, sem skallar knöttinn í mark. Eru þá 8 mín. liðnar af leik. Markv. Vals stóð ekki rjett fyrir knettinum og befði átt að geta bjargað mark- inu. Leikurinn harðnar. Rasseln- berg skýtur framhjá markinu. Bakverðir Vals virðast ekki éins traustir og löngum áður, enda leikur Frímann nú í stöðu mið- framvárðar og þó hann gerði sitt gagn þar, veikti þetta vörnina. Valnr ætlaði anðsýnilega að nota „Arsenal-aðferðina", þar sérri miðframvörður heldur sig aftar- lega sem þriðji bakvörður. Þetta er góð vamaraðferð, en þá eiga bakverðirair að mæta upphlaúp- un og inn-framherjar flokksiris að halda sig í auða rúmi því er mynd ast við leik miðframvarðar. Þetta tókst Val ekki. Frímann var þriðji bakvörður, en aðrir leik- menn ljekn líkt og vanalega. Það er ekki nóg að taka þannig á- kveðna aðstöðu nema allir leik- menn sjeu færir um að fram- fylgja aðferðinni rjett. Áhlaupin á mörkin skiftast mjög, en þó eru Þjóðv. altaf hættulegri og brjóta auðveldlega áhlaup Vals. Hægri úth. Þjóðv.^ær hættu- legu upphlaupi, miðjar til Rass- elnberg sem þegar skorar mark. Einnig þetta mark hefði Her- mann átt, að geta varið, en ;yar í rángri aðstöðu. Enn skjóta Þjóðv. framhjá. Hermann bjargfu- .Pjlu síðar >en er 27 mín. eru af Jeikn- f um skorar Rasselnberg í þriðja sínn j.ióbjarganlegt. Öll framf; lína Þjóðv. hefir leiltið ágætlega með Rasselnberg og útherjum í broddi fylkingar. Aðrir leikmenn þeirra standa þeim þó Mtið baki. Síðustu 10 mín. af hálfléikö-4 um leika Válsmenn vel. Saml?ikrir þeirra er nu betri og VÖrn Öru^ia'f Hermann bjargar nú oft. Eridar hálfleikurinn svo að ekki ér skúr-",; að fleiri mörkurn. : >• ■■■■'■ r I-'-psvtó' 2. hálfléikur. 11 r Þjóðv. hefja þegar harða sotn ’ og skorar Pickartz eftir 5 mín leik. Einnig þetta mark virtist, f Hermann hafa átt að gefa varið^ en hann var ekki í rjet^ri .fið-^, stöðu. ;!r Annars er óþarfi að skrifa langt mál um þennan hálfleik, þvr>G Þjóðv. áttu því nær allan leik-.,: inn að undanteknum 5—6 upp- , hlaupum Vals, sem þó voru ■ ekki hættulek að einu undanteknu. En þá voru Valsmenn komnir fram- hjá öllum Þjóðv. nema markVor? en þetta ágæta tækifæri varul „brent af“. Rasselnberg skoraði { mark eftir 25 mín. Munkelt éftír 28 mín. og Pickartz eftir I?5 mín, ■ leik. Voru mikil tilþrif í léík Þjóðv. Samleikur prýðdegur öj^íc ! skotin hörð og falleg. Frímann, bakverðirnir og Hermariri björg- juðu hvað eftir annað og oft af l hinDi méstu prýði, en ekkért dugði. Þjóðv. skoruðu 4 sinnúrii í þessum hálfleik og unnri því leikinn með 7—0. —1 Héfip' Val oft betur tekist en í gærkvöldi. Allir Þjóðv. ljeku vel, drérigi- lega og oft með ágætum. Mátti ' mikið af leik þeirra læra. Frímann ljek af dugnaði og 1 oft vel, en því nær allif hlnirsa miður en oft áður. Áhorfendur voru hátt. á fjóíðá ’ '»31" V þúsund. Næst keppir úrvalsliðið gegri Þjóðverjum og nú va"ða knatt- spyrnumenn vorir að taku á því sem þeir eiga best til. K. Þ. Frakkar eru nú að gefa út ný frímerki í tilefni af því að 40 ár V eru liðin síðan fyrsta kvikmynda- vjelin var notuð í Frakklandi. Frímerkin verða með mynd af bræðrnnum Luire, sem fnndn upp vjelina. 3. ■£.,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.