Morgunblaðið - 07.01.1936, Blaðsíða 8
MORGUNBLAÐIÐ
Þriðjudaginn 7. jan, 1936,
Otto B. Arnar löggiltar Út-
|varpsvirki, Hafnaidiræti 11. —
Sími 2799. Uppsetning og viS-
IgerSir á útvarpstækjum og loft-
2303 er símanúmerið í Búr- netum.
ínu, Laugaveg 26. j-----------------------------
" , Tek að mjer vjelritun. Friede
Munið Permanent í Venus, pálgdóttir, Tjarnargötu 24. Sími
Austurstræti 5. Ábyrgð tekin á 2250
öllu hári.
Bálfarafjelag lslands.
Innritun nýrra fjelaga í Bókaverslun
Snœbjarnar Jónssonar. Argjald kr. 3.00.
Æfitillag kr. 25.00. — Gerist fjelagar.
Húllsaomui
Lokasfíg 5.
Saumum dömukjóla, kápur
og barnaföt allskonar, eftir
nýjustu tísku. Saumastofan, j
Hafnarstræti 22 (yfir Irma).
Tek að mjer að sníða og
máta kvenfatnað. Guðrán Bíl-
4ahl, Vesturgötu 9, Sími 3632.
•<
Ibúð, 3 herbergi og eldhús,
auk stúlknaherbergis, með öll-
um þægindum, óskast 14. maí
næstkomandi. Upplýsingar í
síma 2181.
Orvíðgerðir, fljótt afgreidd-
ar, Hafnarstræti 4, Sigurþór.
Fjölritun — vjelritun. Aust-
urstræti 17. — Sími 4825.
Úraviðgerðir afgreiddar fljótt
og vel af úrvals fagmönnum
hjá Árna B. Björnssyni, Lækj-
artorgi.
Sokkaviðgerðin, Tjarnargötu
10, 2. hæð, gerir við lykkjuföll
í kvensokkum, fljótt, vel og
óudýrt. Sími 3699.
Kensla í frönsku og dönsku.
Sjerstaklega í að tala málin.
Einkatímar og fleiri saman. —
Sanngjarnt kenslugjald. Frú
Westrup Millner, Njálsgötu 84.
■
Við undirritaðar byrjum
sníða- og saumanámskeið um
miðjan þennan mánuð. Kennum
einnig að flosa, stoppa og bró-
déra á saumavjelar. Ólína og
Björg, Miðstræti 4.
Ur dagbókarblöðum
Reykvíkings.
Prófessor einn þýskur lítur svo
á, að miðaldir hafi ekki endað um
siðabót eða Ameríkufund, þær
hafi staðið uns Hitler tók við
völdum.
*
| Eðlisfræðingar tveir liafa ný-
lega komist að þeirri niðurstöðu,
að jörðin sje farin að hægja á
sjer; síðan í júní 1934 hafi „sólar-
hringurinn“ lengst um 0.004
sekúndur.
#
Taugalæknir einn í Los Ange-
les hefir fengið sjer loftbelg með
farrými fyrir 4 farþega. Hann
he'fir loftbelginn í tjóðri, en
hleypir honum upp í 1000 metra
hæð. Setur hann sjfiklinga sína
í belginn, segir að dagvist upp í
loftinu hafi góð áhrif á taugarnar.
•
Ras Gugsa, hinn abyssinski er
gekk ítölum á hönd, hefir fengið
skrautlegan ítalskan liðsforingja-
búning, er pantaður var símleiðis
frá Róm.
*
Ársæll Árnason skrifar nýlega í
Náttúrufræðinginn um það, hvern
ig refir í norðaustur Grænlandi,
geyma sjer vistaforða til vetrar-
ins. Hann vekur athygli á, að fróð-
legt væri að vita, hvort íslenski
refurinn sje svo forsjáll að hafa
þær lífsvenjur.
\
Kenní smábörnum á aldrin-
um 4—6 ára. Get bætt við mig
þi*emur bömum. Guðrún Egils-
son, Laufásveg 50. *
~ | Atvik sem gerðist í Danmörku
Best að auglýsa í Morgunblaðinu. nýlega sýnir að refir eiga .það til
þar syðra, að geyma sjer matar-
forða. Bóndi nokkur saknaði 5
anda, er hann ætlaði að láta lifa
til jólanna. Hann grunaði ná-
granna sinn um að hafa stolið
þeim. Lögre'glan skarst í málið.
Þá komst upp að tófa var þjóf-
urinn, hafði rænt fuglunum og
grafið þá úti á akri. En tæfa liafði
grafið tvær endurnar lifandi, og
ekki vendilegar en að þær ráku
hausana upp úr moldinni, og ljetu
til sín heyra all-ámátlega.
*
— Því komst þú ekki í boðið til
hennar frú Þorgerðar?
| — Það var af^alveg vissum ástæð
um.
— Hvaða ástæðum?
— Mjer var ekki boðið.
I *
Nýbakaður danskur doktor, Ove'
Böje, heldur því fram, að íþrótta-
menn hafi reynslu fyrir því, að
sykurmoli örfi þá jafnmikið eins
og brennivínsstaup.
I
— Ef jeg kysti yður, hvað mynd
uð þjer þá gera?
j — Jeg liugsa aldrei um liásk-
ann fyrri en hann er yfirvofandi.
— En livað þá?
— Þá mæti jeg honum augliti til
auglitis.
Lítil telpa ketaur inn í búð og
segir:
Get jeg feúgið 1 kg. af kaffi á
2.10, þrjár dósir af sardínum á
0.45, 5 egg á 12 aura og te fyrir
25 aura. — Hvað mikið fæ jeg
þá til .baka af 10 krónum.
— 5 kr. og 70 aura.
— Gott, sagði telpan, þá veit
Jáuifis&ajuw
| Jeg hefi altaf notaðar bif-
reiðar til sölu, af ýmsum teg-
undum. Tek bifreiðar í umboðs-
sölu. Það gengur fljótast að'
framboð og eftirspurn sje á eiii-
um og sama stað. Sími 3805..
Zophonías Baldvinsson.
Vandað Lindholm orgel er
til sölu með góðu verði. Upplýs-
ingar í síma 4825.
Sel gull. Kaupi gull. Sigur-
þór JónSson, Hafnarstræti 4.
j Ullar prjónatuskur allskonar
og gamall kopar keypt, Vestur-
götu 22. Sími 3565.
í --------------------------- .
Annast kaup og sölu verð-
brjefa, veðdeildarbrjefa,.
kreppulánasjóðsbrjefa, skulda-
brjefa og fleira. Sími 4825.
| Kaupi ísl. frímerki, hæsta
verði. Gísli Sigurbjörnsson^
, Læk-jartorgi 1 (opið 1—4 síðd.)
Kaupi gamlan kopar. Vald..
Poulsen, Klapparstíg 29.
^ Fasteignasalan, Austurstræti
17, annast kaup og sölu fast-
eigna. Við.talstími 11—12 og
—7* Símar 4825 og 4577 heima
Jósef M. Thorlacius.
j________________________________
Kjötfars og fiskfars, heima-
tilbúið, fæst daglega á Frí-
kirkjuvegi 3. Sími 3227. Sent
heim.
' jeg það, _því þetta dæmi á jeg að
reikna f skólanum á morgun.
Fimm menn um miljón. 4.
Gestirnir tveir heilsuðu hinum þvingað. Þjónn
kom inn með cocktail, og þeir drukku allir stein-
þegjandi úr glösum sínum.
„Þjer getið komið með miðdegisverðinn“, sagði
dr. Hisedale við þjóninn.
„Gjörið svo vel að fá ykkur sæti, herrar mính’,
Mr. Ryde við vinstri hlið mína, Mr. Hartley til
hægri. Baróninn hjerna á móti mjer og Huney-
bell í þessu sæti sem eftir er. Við fáum mjög
óbrotna máltíð“.
„Ágætt“, sagði Hartley Wright stattur í spuna.
„Jeg get ekki neitað því, að jeg vil heldur tala
núna en eta“.
„En við megum ekki gleyma því,“ mælti Thom-
as Ryde, „að við erum í Englandi. Þar kemur
mönnum það einkennilega fyrir sjónir, að fimm
menn, sem mæla sjer mót á hótelherbergi, til þess
að ræða um viðskiftamál, eti hvorki nje drekki.
Það virðist sem um eitthvert ósamlyndi sje að
ræða.Jeg legg til, að við lokum augunum fyrir því
um stundarsakir og leikum okkar hlutverk, sem
iðnrekendur, komnir á fund, til þess að ræða stór-
mál sín á milli“.
Þjónn kom inn með smáborð hlaðið ýmsum
rjettum. Dr. Hisdale sýndi það, að hann fjelst á
tillögu gestsins og reyndi að vera gestrisinn hús-
bóndi. „Mr. Ryde hefir rjett fyrir sjer. Við erum
hjer samankomnir til þess að ræða mikilsverð mál.
En nú skulum við fá okkur bita. Síðan getur hver
og einn komið með það, sem honum liggur á
hjarta“.
Það var heldur dauft undir borðum, og þegar
komið var með kaffið bað dr. Hisedale þjóninn
að koma með vindla og líkjör og sjá um að þeir
yrðu ekki truflaðir. „Ef einhver spyr um mig, getið
þjer sagt, að jeg sje á fundi“, sagði hann.
„Já, herra minn“. Yfirþjónninn og aðstoðar-
maður hans fóru út úr herberginu.
Mr. Hartley Wright var sá fyrsti, sem tók til
•rða, er hurðin hafði lokast á eftir þeim.
„Jæja, doktor, og þjer, Thomas Ryde. Eigun*
við ekki að komast að jnerg málsins. Þjer hafið
gert — mjer, — að minsta kosti slæman grikk.
— Jeg hefi aldrei ætlað mjer að blanda mjer í
ósvífnasta innbrot, og morð í tilbót. Ekki heldur
Huneybell, nje Ned Swayles, sem hefir aldrei á
æfi sinni snert á skotvopni. Það er yður, sem jeg
ásaka, Mr. Ryde. Þjer ljetuð í veðri vaka, að ekk-
ert væri auðveldara, en að ná í Boothroydupp-
skriftina, og nú sjáið þjer hvernig komið er.“
„Jeg hefi gert ykkur hvorn í sínu lagi að eig-
anda sjötta hluta í Boothroyd-uppskriftinni. —
Það hefðuð þið ekki getað orðið með Öðru móti“.
„Hvaða ánægja er að því að eiga sjötta hluta
í einhverju“, sagði Huneybell skjálfraddaður. —
„Þegar maður fær ekki frið dag nje nótt fyrir
umhugsuninni um tvo myrta menn, og býst við
því á hverri stundu, að slegið sje á öxl manni og
farið með mann í steininn?“
„Jeg er sammála vini okkar frá New York,“
sagði de Brest barón og horfði ógnandi augnaráði
yfir borðið. „Fyrir mann í minni stöðu er það mjög
bagalegt að vera viðriðinn slíkan glæp. Hefði jeg
vitað, að nokkur ykkar bæri á sjer skotvopn þetta
kvöld, hefði jeg strax dre'gið mig í hlje“.
„En það versta er“, rödd Huneybells skalf af
taugaóstyrkleika, „að undir þessum kringumstæð-
um erum 'við allir samsekir, þó aðeins einn hafi
drepið“.
„Við skulum vona, að lögin gangi ekki svo
langt“, sagði dr. Hisedale. „Að minSta kosti neita
jeg að trúa því, og ráðlegg öðrum að gera slíkt hið
sama. Við höfum þurft að borga Boothroyd-upp-
skriftina hærra verði en við ætluðum í fyrstu. En
niðurstaðan er sú, að hún er í okkar höndum. Nú
vaknar þessi spurning: Hvað eigum við að gera
við hana? Hvers virði er hún?
Thomas Ryde skrifaði niður nokkrar tölur á
matseðilinn.
„Það skal jeg segja yður. Síðastliðin ellefu ár
hefir hún gefið Boothroyd-firmanu um 22 miljón
pund í tekjur. Það verða 2 miljónir á ári. Upp-
skriftina ættum við að geta metið á fimm
ára arð — það verða tíu miljónir. Fyrir kaup-
anda er hún þá 10 miljóna virði, en við, sem selj-
um hana, gétum aldrei fengið svo hátt verð fyrir
hana. Jeg legg til, að við setjum upp 2 miljónir
fyrir hana — eða 1 miljón út í hönd“.
Við að heyra þessar háu tölur, fór smátt og
smátt að glaðna yfir gestunum.
„Þetta getur maður kallað peninga“, sagði Mr..
Hartley Wi’ight. „En hverning fáum við þá. Hlust-
ið þið á mig“, hjelt hann áfram og hallaði sjer-
fram á borðið. „Jeg hefi eina uppástungu. Jeg
er góðkunnugur í Wall Street, og hefi góð sam-
bönd. Látið mig fá uppskriftina og athuga hverju
jeg fæ áorkað. Ef ykkur líkar ekki tilboðið, sem
jeg síma ykkur, getur einhver annar reynt. Banda-
ríkin eru eini staðurinn, sem talandi er um í sanm
bandi við peninga. Felið mjer Boothroyd-upp-
skriftina. Jeg legg af stað á laugardaginn kemur“.
Dr. Hisedal skaut fram neðri vörinni, sem var
þykk og blóðrík. „Jeg vil taka það fram strax,
án þess að móðga nokkurn, að jeg er því mótfall-
inn, að uppskriftin verði fengin í hendur nokkrum
einstökum okkar“.
„Hvernig í fjandanum ætlið þjer þá að losna
við hana?“, spurði Mr. Hartley Wright. „Ef eng-
inn okkar treystir hinum, hvernig getum við þá.
komið uppskriftinni í peninga?“
„Það getum við að minsta kosti ekki gert með
þessu móti“, tók Thomas Ryde fram í fyrir honum
og sló öskuna af vindli sínum. „Þið getið sjálfir
dæmt um það, herrar mínir, hvort þessi uppá-
stunga er ekki útilokuð, auk þess, sem hún getur
verið stórhættuleg. Mr. Wright gleymir því, að
jafnskjótt og hann nálgast nokkurn fjármála-
mann í Bandaríkjunum og fer að semja um Booth-
royd-uppskriftina, lendir hann á lögreglustöðini. “
Nú varð drungaleg þögn. Þetta voru orð, töluð
af svo mikilli alvöru og sannfæringu, að þeir voru
allir orðlausir um hríð.
„Að vísu er Ameríka auðugasta land í heimi“,.
hjelt Mr. Ryde áfram, eins og ekkert hefði í skor-
sit. „En jafnframt eru braskarar New York slunga
ustu fjármálamenn heimsins, og engum þeirra
myndi láta sjer detta í hug að kaupa #k.f*lið áf