Morgunblaðið - 18.01.1936, Qupperneq 3
Laugardaginn 18. j an. 1936.
Stórtfón
af eldsvoða.
Geymsluhús „Sameinaða“
brennur.
Kviknar í bensinblöndu.
Eldur kom upp í gærdag um hádegi í vörugeymslu-
húsi Sameinaða fjelagsins á hafnarbakkanum. Var eld-
urinn mjög svæsinn, því að hann komst í togleðursbirgðir,
sem þar voru geymdar. Slökkviliðirtu tókst að kæfa eldinn
á tæpum klukkutíma.
Vörugeymsluhús Sameinaða
er fyrir vestan skrifstofuhús
þess, einlyft timburhús og
i,
er norðanvert við Tryggvagötu.
— 1 norðurenda hússins er
einn geymur, vörugeymsla Sam-
einaða, en sunnarlega um húsið
þvert er skilrúm og suðurend-
ann hafði Heildverslun Ásgeirs
Sigurðssonar á leigu. Var þar
i suðvesturhorni togleðursvinnu
atofa, í miðju húsinu lítil kompa
I sambandi við hana, en til hlið-
ar geymslur fyrir fiskstriga,
togleðursvörur, sykur o. fl.
Sigurður Stefánsson, forstjóri
togleðursviðgerðastofunnar, var
kl. rúmlega eitt að búa til
gúmmílím inni í litlu kompunni.
Er það búið þannig til, að bland
að er saman að jöfnu óunnu tog
leðri og bensíni. Hafði hann
þetta í tunnu og voru í henni
um 40 lítrar af þessari blöndu.
Nú er blandan hituð upp, svo
að saman bræðist gúmmí og
bensín, en þegar maukið fer að
hitna, þarf að hræra í því og
hafði Sigurður til þess spaða,
knúinn af rafmagnsdynamo,
aem haldið er á í hendinni, og
er „dynamóinn“ rjett við hand-
fangið.
Meðan Sigurður var að bogra
yfir tunnunni með þetta raf-
magnsáhald, vissi hann ekki
fyr til en eldblossi gaus upp úr
tunnunni, og beint framan í
hann. Sviðnaði hár hans og
augnabrúnir og brendist hann
nokkuð í andliti, en þó ekki
hættulega?
Er það ætlan manna að
neisti hafi hrokkið úr dyna
mónum niður i tunnuna og
kveikt í leginum.
Sigurður rauk þegar út og til
Veiðarfæraverslunarinnar Verð-
andi og bað þá að síma til
slökkviliðsins, en sjálfur rauk
hann aftur út í vörugeymslu-
húsið til þess að reyna að
bjarga einhverju út úr eldinum,
en það tókst ekki.
Eldurinn hafði komist í
togleðrið sem geymt var í
næsta herbergi og var hit-
inn svo mikill og reykur-
inn svo eitraður og óþol-
andi, að ekki var viðlit að
komast inn í húsið.
kl. 1.29. Þá var allur suðurendi
hússins í báli. Stóð eldstrókur-
inn út á götu um glugga á
stafni hússins, en reykurinn af
brennandi togleðri svo þykkur,
svartur og eitrandi, að varla
varð komist að húsinu.
Slökkviliðið byrjaði á því að
leggja vatnsslöngur frá brunni
niðri á hafnarbakka og öðrum
brunni frá bensínstöð skamt frá,
svo úr Tryggvagötu og aftur
neðan af hafnarbakka þangað
til 6 slöngur voru komnar. Og
af því að hætt var við að svona
magnaður eldur í timburhúsi
kynni að breiðast út og ná til
annara timburhúsa þarna í
grendinni, voru gerðar ráðstaf-
anir til þess að koma dælu fyr-
ir í nágrenninu, en til þess
þurfti ekki að taka, því að
slökkviliðið hafði unnið bug á
eldinum eftir % stund. í vestur-
enda hússins var loft og hafði
eldurinn náð sjer í gegn um
gólfið og þangað. Og til þess að
komast að eldinum þar, varð
að rífa nokkuð af þaki hússins,
og jafnframt til þess að hleypa
þar út hinum þykka og ban-
eitraða reyk.
Svo var reykurinn ban-
vænn, að 5 kettir, sem Sam
einaða hafði í húsinu til
þess að fæla rottur frá því,
lágu steindauðir á gólfinu
þegar að var komið.
Eldurinn breiddist ekki út og
ekki einu sinni um alt húsið.
Staðnæmdist hann við skilrúmið
milli vörugeymslu Heildverslun-
ar Ásgeirs Sigurðssonar og
vörugeymslu Sameinaða. Rjett
við skilrúmið hafði Sameinaða
geymt nokkuð af vörum, eitt-
hvað 3—4 smál., sem höfðu
legið þar alllengi, en í norður-
enda hússins voru eftir af þeim
vörum, sem komu með Drotn-
ingunni seinast, eitthvað um 30
—40 smálestir. Skemdust þær
vörur ekki af öðru en reyk, en
gömlu vörurnar skemdust nokk-
uð. Eigendur varanna, sem
komu með Drotningunni munu
fá skaða sinn bættan, því að
þær eru í ábyrgð í 8 daga eftir
að þeim er skipað í land, en
Slökkviliðið kom á vettvang
FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU.
MOKGUNBLAÐIÐ
3
HRÆSNARINN MIKLI
FRÁ HRIFLU.
Hvers vegna olfurefsiaOgerðum
verður frestað.
KHÖFN I GÆ.R.
EINKASKEYTI TIL
MORGUNBLAÐSINS
Vegna þess, að breska
stjórnin álítur þær ónauðsyn-
legar, áhættusamar og ó-
framkvæmanlegar, eins og
nú horfir (að því er skeyti
frá London herma).
Óframkvæmanlegar, vegna
þess að alt er í óvissu um af-
stöðu Ameríku. Bandaríkin
eru ekki enn húin að sam-
þykkja hlutleysislögin, sem
heimila Roosevelt að banna
olíuútflutning til ófriðar-
þjóða.
Áhættusöm vegna stjórn-
málaóvissunnar í Frakklandi.
Enginn veit hvað ofan á verð-
ur þar í landi næstu daga eða
vikur. Þingkosningar, sem
fara eiga fram í Frakklandi
í mars, gera óvissuna meiri.
Ónauðsynlegar vegna þess,
að fyrst í stað mun þeirra
alls ekki gæta í Ítalíu. ítalir
eiga nú olíubirgðir, sem tald-
ar eru muni nægja þeim í a.
m. k. sjö mánuði.
En eftir þrjá mánuði byrj-
ar regntímabiliið í Abyssiníu,
og þá verður hlje á styrjöld-
inni um nokkurra mánaða
skeið.
Enska stjórnin mun þess
vegna leggja til á fundinum
í Genf að stofnuð verði undir
nefnd, sem rannsaki væntan-
legar afleiðingar olíarefsiað-
gerða.
PáH.
Sex ára dreng bjargaD frá druknun
við Kveldúlfsbryggju.
Ungur maður sýnir hreysti og snarræði,
fTlNAR EGILSSON, skrif-
stofum. hjá Kveldúlfi
bjargaði 6 ára gömlum drengf
frá druknun við Kveldúlfs-
bryggju í gærmorgun.
Sýndi Einar frábært snar-
ræði og- dugnað og telja sjón-
arvottar engan efa á að
drengurinn hefði druknað ef
Einar hefði ekki kastað sjer
í sjóinn til að bjarga honum.
Drengurinn sem datt í sjóinn
heitir Reynir og er sonur Þórðar
Jóhanne'ssonar á Lindargötu 14.
Klukkan 11^2 í gærmorgun var
Reynir litli að leika sjer niður á
Kveldúlfsbryggju ineð þremur
jafnöldrum sínum.
fsing var á bryggjunni og mun
drengurinn hafa runnið til á henni
og í sjóinn.
Fjelagar lians hlupu upp á
götu er þe'ir sáu að Reynir fell í
sjóinn og náðu þar tali af
stálpaðri stúlku.
Hljóp hiin heim til móður Reyn-
is og sagði henni frá slysinu.
Móðir Reynirs flýtti sjer niður á
bryggju og sá barnið sitt í sjón-
um en gat ekkert aðliafst.
Einar bjargar drengnum.
Skrifstofufólkið hjá Kveldúlfi
sá í ge'gnum gluggana að eitthvað
var á seyði niður við bryggjuna.
Hljóp það til að atlmga þetta.
Einn þeirra var Einar Egilsson
og er hann kom út, sá liann strax
hvers kyns var.
Einar Egilsson.
Skifti það engum togum að
hann snaraðist úr jakka og
vesti og stakk sjer í sjóiun
og tókst að bjarga drengn-
um, sem þá var orðinn með-
vitundarlaus.
vitundarlaus upp á skrifstofu
Kveldúlfs og voru þar gerðar lífg-
unartilraunir á honum. Hann
hafði drukkið mikið af sjó, en
þó tókst að fá hann að mestu upp
úr honum.
Var reynt til að ná í lækni, en
það tókst e'kki. Var því liringt á
bíl og ekið með drenginn á Landa-
kotsspítalann.
Þegar farið var með drenginn
á Landakotsspítalá var hann byrj-
FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU.
Eftir Olaf Thors.
TF-jAÐ KVAÐ standa vel á
tungli, en Jónas frá Hriflu
er samt sem áður órór og jafn-
vægislaus þessa dagana. Hann
má orðið ekki við miklu og í
þetta skiftið er það fremur smá-
vægilegt óhapp sem fært hefir
geðsmunina úr skorðum, í raun-
inni ekki stærra en svo að allir
aðrir hefðu tekið slíku með full-
komnu jafnaðargeði.
Eins og kunnugt er lagði Jón-
as Jónsson fyrir Alþingi 5 eða 6
ár í röð hið svonefnda „ömmu“-
frumvarp. Hann var þau árin
lengst af dómsmálaráðherra og
framan af næst valdamestur
maður í sínum flokki. Samt sem
áður náði frumvarpið aldrei
fram að ganga, m. a. vegna
þess, að flokksmenn hans lögð-
ust gegn því. Hafði Jónas af
þessu öllu hina mestu skapraun
og raunar skömm, því einmitt
um þær mundir fór hinn sjúk-
legi geðofsi hans mjög í vöxt
og varð hann sjer því oft til
mikillar minkunar á Alþingi í
umræðum um málefni þau er
hann sótti með kappi, en fremst
í þeirra tölu var einmj,tt
,ömmu‘-frumvarpið. Þykir rjett
að hlífast við að ræða þá hlið
málsins frekar að svo stöddu.
Það liggur nú í augum uppi,
að flokksmenn Jónasar Jóns-
sonar hefðu ekki í mörg ár í
röð lagst móti málefnum næst
valdamesta manns flokksins
nema að gildar ástæður hefðu
legið til. En ástæðurnar voru
þær, að í hvert sinn sem Jónas
lagði frumvarpið fram, var
sannað með alveg óyggjandi
rökum að samkvæmt lögum frá
1917 og reglugerð frá 1918
hafði dómsmálaráðherra alveg
sömu aðstöðu til þess að fyrir-
byggja að loftskeyti væru not-
uð í þágu landhelgisveiða, eins
og farið var fram á með ákvæð-
um ,,ömmu“-frumvarpsins. En
af þessu leiddi auðvitað að upp
komst, að fyrir Jónasi Jónssyni
vakti engin löngun til að vernda
landhelgina heldur aðeins innri
þörf til ádeilu og svívirðinga í
garð íslenskra útvegsmanna. Og
það var einmitt af því, að hvort
tveggja þetta lá svo skýlaust
fyrir með skjallegum sönnun-
um, að margir af samherjum
Jónasar Jónssonar gátu ekki
fengið af sjer að leggjast á
sveif með rógberanum.
Ýmsir af andmælendum Jón-
asar í þessu máli, brýndu oft-
lega fyrir honum að reyna að
gæta skynseminnar, taka mót-
lætinu með meiri stillingu, en
færa sönnur á áhuga sinn fyrir
gæslu landhelginnar með því að
hagnýta sjer heimiild gildandi
laga til eftirlits með loftskeyt-
unum. En Jónas Jónsson þver-
skallaðist við og bar fyrir sig
að til þess væri engin lagaheim-
FRAMH. Á FJÓRÐU SÍÐU.