Morgunblaðið - 18.01.1936, Blaðsíða 5
Laugardaginn 18. jan. 1936.
MORGUNBLAÐIÐ
I 13 R O T T I R -
Á SKÍÐUM Á HELLISHEIÐL
SKAUTAÍÞRÓTTIN.
Skiðaferðir á
morgun.
T\ÁLÍTIÐ hefir snjóað á
Hellisheiði undanfarna
daga og er skíðafæri þar
efra nú allsæmilegt.
Skíðaf jelagið efnir til skíða-
ferðar upp að Sldðaskálanum í
Hveradölum í fyrramálið kl. 9.
Þeir, sem ætla að verða með í
förinni — og þeir verða sjálf-
sagt margir — eiga að skrifa sig
á lista hjá formanni fje'lagsins,
L. H. Miiller, kaupm., í Austur-
stræti.
Nokkur fleiri íþróttafjelög efna
til skíðaferða á morgun.
Þegar blaðið átti tal við Muller
í gærkvöldi sagði hann að skíða-
færið væri dágott, og yrði ágætt
ef dálítill snjór kæmi í viðbót. En
e'f ekki snjóar meira fyrir helgi,
vcrða menn að fara varlega, sjer-
staklega í brekkum.
SkiHaiélk I Ölpunum.
Mikill áhugi
meðal unga
fólksins.
l\/rTrn n in lo t av o rt ATOn Ov» T obrn v» ohnm vn
t
Olympseldurinn.
Olympsleikarnir að sumri verða
opnaðir þe'gar hinn heilagi Olymps
eldur kemur frá Grikklandi til
Berlín. En sem kunnugt er verða
það hlauparar sem hlaupa með
hann alla leið.
*
Eldurinn, sem á að vera tákn
hins endurreista gríska. anda, ve'rð-
ur ekki tendraður með eldspítu,
sú aðferð þykir of almenn. Forn-
grikkir þektu heldur ekki þá að-
ferð. Þegar þe'ir kveiktu bál, var
það sólguðinn Phoebus Appolon,
sem tendraði og verndaði elda
þeirra. Guðinn á nú enn einu sinni
að skapa hinn heilaga eld, sem
borin verður til Berlín.
*
Verslunarfjelagið Zeiss, í Jena,
hefir boðist til að veita guðinum
aðstoð sína. 1 því augnamiði hefir
fjelagið Iátið gera stækkunargler
eitt mikið og genum það tendrar
sólin hið heilaga bál.
*
Þegar íþróttaleiðtogi Þýska-
lands var á ferð í Grikklandi ný-
lega var ákveðið að altari eldsins
skyldi. reist í hinum helga lundi í
Olympiu, þar sem altari Zeus var
til forna.
*
Olympíunefndin gríska hefir á-
kveðið að me'ð hlaupurunum skuli
fylgja tveir bílar. f öðrum verða
íþróttaráðsmenn, læknar og blaða-
mennn, en í hinum verða vara-
hlauparar og aðstoðarmenn.
*
Þegar eldurinn kemur til Berlín,
klukkan 1 miðdegis, hinn 1. ágúst
ve*rða meðlimir Alþjóða-olymps-
hefndarinnar staddir í Lustgarten
og taka þar á móti hlauparanum,
sem kemur með eldinn til Berlín.
Þaðan halda þeir til forsetahall-
arinnar, og tekur Hitler sjálfur
,á móti þeim þar. Vivax.
Myndin hjer að ofan er tekin fyrir skömmu við einn af hinum mörgu skíðaskálum, eða
vetraríþróttahótelum, í Alpafjöllunum. Hundruðum saman streymir fólk úr öllum heimsálfum
á veturna til Alpafjallanna til að iðka hinar hollu vetraríþróttir. — Nýlega hafa borist frjettir
um að veturinn hafi verið óvenju mildur í ár. Má og sjá það á myndinni, því víða standa ber-
ar níbbur upp úr snjónum. Þaðgeta því fleiri talað um slæmt skíðafæri en við Reykvíkingar.
CKAUTAFÓLK hjer í bæn-
^ um hefir átt góða daga
undanfarið. Bæði á Austur-
velli 0£ Tjörninni hefir verið
spegilsljett skautasvell.
Bæði ungir og gamlir hafa far-
ið á skauta og áhugi fyrir þess-
ari íþrótt Iiefir blossað upp að nýju
hjer í bænum meðal unga fólks-
ins.
í gærkvöldi er talið að hafi
verið hátt á fjórða hundrað manns
á skautum á Austurvelli, þegar
mest var. Skautasvellið var spraut-
að í fyrrinótt og var það „hált
eins og gler“ í gærkvöldi. Austur-
stræti var eyðilegt eins og und-
anfarið en „svart“ af fólki kring-
um „skautavöllinn“.
Einn óánægður:
Skautasvellið.
Hnefaleikar í Nýja Bíó,
Schmeling — Hamas.
an hljómsveitin leikur „Deutsch-
land, Deutschland úber alle's‘‘, en
Hamas er studdnr örmagna af.
hólmi. Vivax.
| Max Schmeling og Steve Hamas
j börðust í Hamborg í fyrra vor og :
í endaði sá leikur sem kunnugt er ;
með því að Schmeliog vann glæsi-!
legan sigur.
1 Hnefaleikarnir fóru fram í hinni
stóru Hanse'aten-Halle og voru á-
horfendur fullar 25 þúsundir.
j Kvikmynd var tekin af hnefa-
leikunum og mun það vera !
besta kvikmynd, sem tekin hefir |
verið af hnefaleikum; alt eír tekið
með, frá því hnefaleikararnir;
heilsast í hringnum þangað til
. Hamas gengur út úr „hringnum“
: studdur af einvígisvottum sínum.
Mynd þessi verður sýnd í Nýja
Bíó bráðlega. Gefst Re'ykvíking-
um þar í fyrsta skifti kostur á að ;
sjá hnefaleika milli tveggja heims ;
frægra hnefaleikara, frá fyrstu til
síðustu lotu.
Maður sjer greinilega hvernig j
„ameríski háskólapilturinn“ —
Hamas — er barinn sundur og
Max Schmeling.
sapian. Hvernig honum tekst
nokkurnveginn að verja sig í
fyrstu 5 lotunum þar t-il
hann er sleginn niður í miðri 6.
lotu.
Þá sjest hvernig dómarinn verð-
ur næstum að henda einvígisvott-
um Hamas út úr hringnum, eftir
7. lotu, vegna þess að þeim hafði
ekki tekist að lífga skjólstæðing
sinn að fullu við eftir hvíldina.
Að lokum neyðist dómarinn til
að stöðva hinn ójafna leik í 9.
lotu.
Margir áhorfendur voru þá bún-
ir að fá nóg og raddir voru farn-
ar að heyrast frá áhorfendapall-
inum um að stöðva ætti leikinn.
Seinustu myndirnar eru ef til
vill áhrifamestar, þegar Schmeling
stendur með útrjetta hendi á með-
íþróttayfirlit.
„Knock out“. Englendingur, Jim
Stewart barðist fyrir skömmu við
landa sinn, Jack Lord í Man-
chester og „sló hann út“ e'ftir 12
sekúndur. Nú þarf dómarinn að
að telja yfir föllnum hnefaleikara
í 10 sek. svo Stewart hefir verið
heldur en ekki fljótur og högg-
viss úr því honum tókst að berja
mótstöðumann sinn niður á 2 sek.
Þetta er þó ekki met, því árið
1902 barði fyrv. heimsmeistari í
Ijettry vigt, Daninn Battling Nel-
son, ke'ppinaut sinn niður eftir 2
sek. og ,þurfti sá ekki rneira. Stóð
sá leikur því einnig aðeins yfir í
12 sek.
Joe Louis, er nú frægasti hnefa-
leikari sem uppi er í lieiminum
þó hann hafi enn ekki fengið tæki-
færi til að berjast um heimsmeist-
aratignina. Hann er svo vinsæll
meðal svertingja, að í negrabæn-
um, Harb'm í New York, biðja
prestar og söfnuðir ætíð fyrir
Louis, að hann megi halda sig
á hinum rjetta vegi, , og vinna
heimsmeistaratignina í hnefaleik,
til handa hinum svarta kynflokki.
Færi þó betur á því að þeir
bæðu fyrir^mótstöðumönnum hans,
því þeir munu frekar þurfa á því
að halda.
Sund. Ameríkumaðurinn Kiefer,
sem undanfarið hefir sett hvert
heimsmetið á fætur öðru og er þó
aðeins 17 ára gamall, setti nýlega
nýtt heimsmet í 100 me'tra bak-
sundi. Tími 1 mín. 04,9 sek.
K. Þ.
Það er góðra gjalda vert að
hafa loksins fengið svell á Austur
völl, eftir að hafa haft þann
lengsta frosta- og staðviðriskafla
se'm komið hefir um margra ára
skeið. — En það er hart að hafa
heilt stöðuvatn, í miðjum bænum,
og að ekki skuli vera gert meira
tjl að halda við góðu svelli á þvi,
eins og það hefði líka verið ,auð-
velt níi fyrirfarandi.
Auðvitað kostar það nokkuð og
er stopult fyrirtæki að halda við
ís á Tjörninni. En þegar athuguð
er atvinnubótavinnan hjema í
bænum og þau vinnubrögð sem
þar eiga sjer stað, þá getur maður
ekki varist þeirri hugsun, að ein-
hverju af henni væri betur varið
me'ð því að halda við skautaís á
Tjörninni.
j En það er eins og öll öfl starfi
að því í sameiningu að skemma
Tjarnarísinn. Jafnskjótt og Tjörn-
ina leggur, byrja böm og ungling-
ar að' ryðja út á hana öllu því
grjóti sem lauslegt finst og brjóta
ísinn við lönd, alt um kring. Að
þessu er gengið með slíkum dugn-
aði, nákvæmni og skyldurækni,
sem hvergi sje'st þar sem menn
vinna fyrir borgun. Svo kemur
náttúrlega veðrið og vindurinn og
þekur ísinn með ryki og síðan
með sjó. Og svo koma ístökumenn
og gera stórar vakir, sem þeir
skilja eftir fullar af jakahröngli.
Á þe'ssum vökum gæti orðið hið
besta skautasvell ef gert væri að
skyldu að skila þeim hreinum óg
| hafa þær reglulegar í laginu.
Er vonandi að aug'u bæjar-
stjórnarinnar fari bráðum að opn-
ast fyrir því, að það er alls ekki
sæmandi fyrir höfuðborg í landi
sem heitir ísland og liggur við
sjálfan heimskautsbauginn, að
geta ekki haldið við neinni skauta-
íþrótt vegna skorts á ís.
H.