Morgunblaðið - 22.01.1936, Page 3
Miðvikudaginn 22. jan. 1936.
MOkGUNBLAÐIÐ
STJÓRNARBL0ÐIN ÞORA EKKJ
AÐ BIRTA SKVRSLU S. í. F.
Skýrslan hrekur lygar þeirra og
blekkingar lið fyrir lið.
MUNIÐ: ÞIÐ VERÐIÐ ÖLL AÐ LESA
SKÝRSLU S. I. F. UM GISMONDISAMN-
INGINN, ERBIRTISTl MBL. Á SUNNUD.
SKÝRSLAN SKÝRIR í'YRIR YKKUR,
AÐ FJENU VAR VARIÐ TIL AÐ
VERNDA MARKAÐI FYRIR ÍSL. FISK.
Bankastjórum höfuðbankanna brigslað m fjárglæfra og lanúráð:
Hversu lengi ætlar ríkisstjórnin að þola slíka ósvífni ?
teknir allir meS tölu, til að
starfa áfram við fyrirtaekið?
Hvernig stendur á Því» a&
Richard Thors, Ólafur Proppé
og Kristján Einarsson eru
áfram framkvæmdarstjórar fyr-
irtækisins? Er það af því, að
framleiðendur beri ekki traust
til þeirra ?
Hvernig stendur á því, að
Helgi Guðmundsson er kosinn
í stjórnina ?
Hvemig stendur á því, áð
Magnús Sigurðsson er kosinn
formaður með einróma atkvæð-
um?
O TJÓRNAKBLÖÐIN eru nú tekin að ræða Gis-
^ mondi samninginn af jafnvel enn þá meiri
heift og enn \>á. minna viti en búast mátti við úr
þeirri átt, þótt langt sje jafnað.
Eftir að blöð þessi hafa mánuð eftir mánuð
blásið sig út yfir því, að ekki hefir verið sagt frá
samningnum, blása þau sig nú út alveg á sama
hátt, er fullkomin skýrsla birtist um málið.
! Jónas Jónsson hefir gengið
í út frá því eins og aðrir, sem
I um þetta hafa ritað, að 330
þús. krónur hafi verið greiddar
til þess að ,,kaupa ekki íslensk-
an fisk“. Hann hefir ennfrem-
ur gengið út frá því, að þessi
upphæð hafi verið tekin beint
úr vasa „fátækra íslenskra fiski
manna“.
Það er engin ástæða
til að kippa sjer neitt
sjerstaklega upp við all-
an þennan blástur.
Menn þekkja Jónas Jónsson
og Finnboga Rút, Verkalýðs-
blaðið og alla þá rauðu hers
ingu altof vel til þess að nokk-
ur hugsandi maður gleypi við
þvættingi þeirra, illgimi og róg-
mælgi. ■*' ' :
Eftir því, sem þetta rauða
dót talar meira, eftir því verður
það berara að innræti sínu og
eftir því vex fyrirlitningin fyrir
athæfi þeirra. Á stjórn fisk-
sölumálanna hefir þetta auð-
vitað ekki nein áhrif. Þau munu
eftir sem áður verða í höndum
sömu manna og nú.
En atvinnumálaráðherrann
getur haft sjer það til dundurs,
að lesa lýsingar samherja sinna
á þeim mönnum, sem hann,
ásamt öllum þorra fiskframleið-
enda í landinu fól áfram for-
ystu fisksölumálanna, eftir að
kunnugt var um samning þenna
og eftir að hann með lögum
hafði fengið ráðstöfun þeirra
mála með öllu í sínar hendur.
En það er augljós vottur
um ábyrgðartilfinningu og
velsæmi núverandi stjórnar
að hún lætur blöðum sínum
haldast uppi að brígsla að-
albankastjórum beggja höf-
uðbankanna í landinu um
fjárglæfra og landráð.
Það er sjálfsagt gert til
þess að endurreisa traust
landsins erlendis, og kemur
ágætlega heim við siðferðis-
prjedikanir stjórnarblað-
anna í sambandi við þetta
mál!
Fyrsta spurningin, sem vakn-
ar við að lesa alt raus stjórn-
arblaðanna um Gismondi samn-
mginn er þessi:
Hversvegna birta stjórnar-
blöðin ekki skýrslu S.I.F.?
Úr því þeir finna í þessari
skýrslu svo ríkulegt efni, til
árása og brígsla, hvj þá ekki
að sýna lesendum sínum svart
á hvítu, hvernig þjóðin hafi
verið svikin?
Er hægt að hugsa sjer að
stjórnarblöðin birti ekki þessa
saknæmu skýrslu, af hlífð við
þá, sem ráðist er á?
Nei, skýringin er auðvitað
sú, og engin önnur, að stjórn
arblöðin þora ekki að birta
skýrsluna, þora ekki að láta
lesendur sína kynna sjer
málið, vegna þess að þá
munu öll ummæli þeirra, alt
fleipur, allar dylgjur og að-
dróttanir, beinar og óbeinar,
falla niður dautt og ómerkt,
en höfundarnir standa uppi
afhjúpaðir sem ósanninda-
menn og flón.
Senn eru þrjú ár liðin síðan
Gismondi samningurinn var
gerður. Allan þann tíma hefir
þorrinn af fiskeigendum um
land alt vitað um samning
þennan í aðalatriðum. Allan
þann tíma hefir verið reynt að
rægja forstöðumenn S. í. F. fyr-
ir samninginn, fyrst með leynd
og hvíslingum, en síðan opin-
berlega.
Allan þennan tíma hafa fisk-
eigendur, útvegsmenn og sjó-
menn, sem hlut eiga að máli
skelt skollaeyrunum við þess-
um rógi.
Þeir hafa skilið, að fjenu
var varið til þess að vernda
markaði fyrir íslenskan
fisk.
Sú fullvissa hefir gert að
engu árásir ósvífinna og þekk-
ingarsnauðra manna, og svo
mun enn verða. Og það er rnjög
eftirtektarvert að aðalárásar-
maðurinn Jónas Jónsson, hefir
gert að engu öll sín skrif um
þetta mál,
með því að lýsa því yfir,
að ef fjenu hefði verið
varið til markaðseflingar,
hefði því verið vel varið.
Skýrsla framkvæmdastjór-
anna sannar, svo ekki verð-
ur hnekt, að fjenu var
varið til að koma í veg fyr-
ir að fiskur frá keppinaut-
unum ryddi íslenskum
fiski út af ítalska mark-
aðnum, og að f jeð var ekki
tekið úr vasa íslendinga,
heldur var fiskverðið
hækkað sem upphæðinni
nam.
Þetta er sá sannleikur sem
hinir siðferðissnauðu blaða-
snápar stjórnarinnar vilja
lejma, þetta er ástæðan til
þess að þeir þora ekki að
birta skýrslu Sölusambands-
ins.
Haustið 1934 komu saman á
fund hjer í Reykjavík fulltrúar
alls þorra fiskframleiðenda á
landinu. Um fund þenna hefir
birst ítarleg opinber skýrsla. Sú.
skýrsla ber það með sjer að
fisksölumálin voru þar rædd
mjög ítarlega.
Meðal annars kom þar fram
nokkur gagnrýni á því, sem
miður þótti fara í sttarfsemi
fyrirtækisins. En eftirtektarvert
er, að enginn hreyfði minstu
andmælum út af Gismondi
sammngnum. Þó var fundar-
mönnum kunnugt um þennan
samning, enda hefir frá upp-
hafi ekki verið nein leynd um
hann gagnvart þátttakendum í
fyrirtækinu.
Hversvegna hreyfir enginn
f jelagsmaður mótmælum ? —
Mundi það stafa af því, að þeir
tækju því brosandi að 330 þús-
und væri af þeim teknar til að
„kaupa ekki íslenskan fisk“?
Eftir að þetta alt saman er
um garð gengið og eftir að
Haraldur Guðmundsson hafði
náð fullum yfirráðum fisksöl-
unnar, er haldinn fundur á síð-
astliðnu vori, og skipulagi Sölu-
sambandsins breytt.
Hvernig stendur á því, að
fimm-menningarnir sem að Gis-
mandi samningnum standa, eru
Er það af því, að framleið-
endur líti á þessa menn sem
f járglæframenn eða jafnvel
landráðamenn ?
Eftir alt þetta skrifar JónáS
Jónsson svo grein úm Magnús
Sigurðsson, þar sem hann legg-
ur hina mestu áherslu á, að í
öllum störfum sínum utahlands
og innan sje Magnús fyrst og
fremst góður Islendingur, og að
traust landsins og álit á heiðár-
leik Islendinga hafistórum vax-
ið við alla starfsemi hans. .
Hvernig á að taka mark á
mönnum, sem í öðru orðinu
skrifa svona, og í hinu orðinu
fara með brígsl um fjárglæfra
og landráð á hendur sörhú
mönnum.
Að' endingu ef‘rieÚJáð táka
það fram, að á þeim tíma, sem
samningur þessi var gef'ður, var
Sölusambandið að engu lej^ti
„viðurkent af ríkjnu“, eins og'
Alþýðublaðið orðár það. lÁw
var blátt áfram .sölumiðstöð,
sem fiskframleiðendur víðsvqg-
ar um land höfðu.komið á fýtj.
Það er algerlega rangt, fið
tala um ,,mútur“ í þessu sam-
bandi.
Þeir, sem nokkuð þekkja til
viðskifta, vita að mjog algénti
er að firmu selji stárfsemi sína,
--------<————T-----1-7---rr—
LESIÐ SKÝRSLU ;
S I. F. IJM GIS-
MONDIS AMNIN G-
ÍNN, SEM BIRTIST
I MORGUNBLAÐ- u
INU SÍÐASTLIÐ-
INN SUNNUDAG!
eða ,goodwill“ sem Englending-
ar kalla. Sú sala getur alveg
eins verið bindandi fyrir skamm
an tíma og langan. Andvirðið
sem fæst í ,goodwill‘ getur ver-
ið alveg eins mikils virði eins
og þó það væri lagt fram í vör-
um eða skýru gulli.
Þeir, sem um þessi mál rita
í stjórnarblöðin, vita ekki og
hirða ekki að vita neitt um það
sem þeir fleipra um. Ritstjóri
Alþýðublaðsins telur það t. d.
brot á siðgæði, að íslendingar
leigi kælihús á Ítalíu!
Heyr á endemi!
Yfirleitt ætti slíkur maður,
sem ritstjóri blaðsins, aldrei að
______ 3
■mMBMMMWMNmMMw-'.
Fjelag Lindberghs
heldur áfram rann-
sóknum sinum
á Islandsleiðinni.
Kaupm.liöfn, 21. jan. FÚ.
FULLTRÚI Pan-American Air-
ways í Kaupmannahöfn, Bot-
ýed kapteinn, hefir fengið fyrir-
iftæli um það, frá stjórn fjelagsins,
að fara þess á leit við Grænlands-
stjórnina dönsku, að fjelaginu
verði veitt heimild til þess, að
halda rannsóknum sínum á Græn-
landi áfram á þessu ári, og lenda
á Grænlandi í tilraunaflugferðum,
sem farnar kunni að verða í því
skyni að prófa flugleiðina um
norðanvert Atlantshaf með við-
komu á Gænlandi og íslandi.
Skemtun til ágóða
fyrir bókasafn
sjúklinga íReykjahæli
O J ÚKLINGAK á Reykjahæli
efna til skemtunar í Iðnó í
kvöld til ágóða fyrir bókasafn
Reykjahælis.
Til skemtunar verður: Yilhjálm-
úr Þ. Gíslason skólastjóri, ræða.
Einar B. Sigurðsson, einsöngur.
Kristmann Guðmundsson, rithöf-
undur, upplestur. Bjarni Björns-
jsön, gamanvísur. Þá verður sýnt
jlejkrit og verða aðalleikendur þau
jSoífía Guðlaugsdóttir og Brynj-
ój|ur Jóhannesson. Að lokum
iverður dans og leikur hljómsveit
Aage Lorange undir dansinum.
ÍSjúklingar á Reykjahæli hafa
á undanförnum árum liaft mikinn
húg á að koma sjer upp sæmilegu
ibókasafni, en skort mjög til þess
jefni.
Eina skemtun margra sjúklinga
er að geta fengið góða bók til af-
FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU.
011
leyfa sjer að nefna siðferði á
náfn.
"Það má búast við því, að
stjórnarblöðin haldi áfram að
ræða þetta mál. Og skal það
síst harmað, því, eftir því, sem
þeir segja fleira, eftir því er
víst að fleiri fá fyrirlitningu á
þeim.
En við ríkisstjórnina
mætti segja: Er það að yðar
undirlagi að bankastjóri Út-
vegsbankans og bankastjóri
Þjóðbankans eru stimplaðir
sem fjárglæframenn í blöð-
um yðar.
Álítið þjer að slíkt athæfi
hafi gagnleg áhrif á traust
landsins erlendis?
Og álítið þjer sæmandi af
blöðum yðar að neita að birta
skýrsluna um Gismondimál-
ið, en fara í stað þess með
svívirðilegustu órökstudd
brígsl á heudur þeim sem að
samningnum stóðu?
Finst yður sjálfum að virð
ing þjóðarinnar os1 traust til
yðar muni vaxa af slíkri mál
færslu?