Morgunblaðið - 01.02.1936, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 01.02.1936, Blaðsíða 5
ILaugardaginn 1 febr. 1936. MORGUNBLAÐIÐ dr. KELGITOMASSON: Iðjuleysið hefir jafnan verið ’talið mönnum leiðinlegt og þung- hært, sem m. a. má marka af því, að það hefir þótt þung refsing að vera clæmdur til iðjuleysis. Á hinn bóginn he'fir margur maður- inn fundið til þess, að liann gat .„unnið af sjer“ leiðindi og sorg, „gleymt sjer við vinnuna" og fengið þannig a. m. k. stundarfrið fyrir áhyggjum og eirðarleysi. En það er ekki eingöngu við andlega vanlíðan, að vinnan getur verið vinur manns, helclur líka þó lík- amlegir kvillar lirjái hann. Alt frá elstu tímum má í lækna- :ritum finna þess getið öðru hvoru, .að vinnan, væri heppileg við þess- um eða hinum sjúkdómnum. Þó er það ekki fyrr en á 18. og 19. öld, þe'gar geðveikir menn fara að sæta mannúðlegri og læknislegri meðferð, að farið er að taka nolrk- urt tillit til þýðingar vinnunnar fyrir andlegt ástand sjúklinga. Á seinustu tugum 19. aldarinnar voru markaðar nýjar stefnur í allri sjúkdómafræði, sem áhrif höfðu á alla meðferð sjúkling- anna, alt frá fyrirkomulagi spítal- anna til rjettarfarsle'grar afstöðu sjúklinga í þjóðfjelaginu, og smá- gleymdist þá á ný, hvaða þýðingu vinnan gæti haft sem læknismeð- ferð. Að vísu var það svo, að á flestum geðveikraspítölum unnu sjúklingar talsvert, en. þá ýmist eiginle'ga markmiðslaust eða af fjárhagSlegum ástæðum — til þess .-að reyna að gera spítalareksturinn údýrari, eða til þess að útvega sjúklingum þessum, sem oft eru •cinstæðingar, smávasapeninga. Um vinnuna sem læknisráð var lítið Ttugsað yfirleitt. Að eins fáa virt- ist óra fyrir því, að vinnan myndi hráðlega. verða hliðstæð deyfi- lyfjum til þess að draga úr sjúk- •dómskvölum og hliðstæð móteitr- nm til þess að stytta sjúkdóm. En við flesta langvinna sjúkdóma -eru aðalkvalirnar andlegs eðlis, og ^gegn þeim virðist vinna eitt aðal- ráðið. 1 VINNULÆKNINGAR. Stríðið og vinnulækningar. Er stórþjóðirnar fengu að sjá fyrir fjölda örkumla manna eftir stríðið 1914—1918, kom fljótt í ljós, að frægðarmerki og minnis- peningar máttu sín lítils til þess að hughreysta þessa menn. Þeir vildu geta gert eitthvað. Yar þá einmitt leitað til geðveikraspítal- anna og einstakra annara stofn- ana, sem höfðu verið að láta hálf- gerða aumingja og kroniskt veika sjúklinga vinna allskonar vinnu, sem gat gefið smávegis af sjer. Á þessum árum liafði þýskur geð- veikralæknir, Simon í Giitersloh, snmpart út úr vandræðum, komið vinnu sjúklinga sinna í sjerstakt ke'rfi. Sá hann þá brátt, að eitt- hvert verk mátti finna handa að heita mátti hverskonar sjúklingi sem var. Við vinnuna stórbreyttist framkoma sjúklingsins til batnað- ar, þannig að svipurinn á sjúkra- deildunum varð allur annar en áð- ur, vistlegri og skemtilegri. Kerfi Simons breiddist fljótt út og var vitanlega sumsstaðar rekið út í öfgar, þannig að um sama og ekke'rt annað en vinnulækning- ar var hugsað á sumum stöð- um. En margir menn í ýms- um löndum unnu nri að þessu málefni, að notfæra sjer vinn- una til lækninga, þannig að nú má telja að menn sjeu sammála um he'lstu grundvallarat.riðin. Hvað eru vinnulækningar? Vinnulækningar eru á erlendum málum nefndar Arbeitstherapie, occupational therapy o. fl. Við vinnulækningar ber að skilja þá lækninga-aðferð, sem beitir andlegrí eða líkamlegri starfsemi til þess að ljetta fyrir sjúklingi um stundarsakir, stuðla að eða flýta fyrir bata af sjúk- dómi eða afleiðingum af slysi. Starfsemi þessi er valin handa sjúklingunum á vísindalegan hátt af lækni eða undir lækniseftirliti. Atvinnuleysisskýrsliir. Samkvæmt lögum um atvinnuleysisskýrslur fer fram skráning atvinnulausra sjómanna, verkamanna, verka- kvenna, iðnaðarmanna- og kvenna í Goodtemplarahúsinu við Templarasund 3., 4. og 5. febrúar n.k. kl- 10 árdeg- is til kl. 8 að kvöldi. Þeir, sem láta skrásetja sig, eru beðnir að vera við- sbúnir að gefa nákvæmar upplýsingar um heimilisástæður sínar, eignir og skuldir, atvinnudaga og tekjur á síðasta ársfjórðungi, hve marga daga þeir hafi verið atvinnulaus- ir á síðasta ársfjórðungi vegna sjúkdóms, hvar þeir hafi haft vinnu, hvenær þeir hafi hætt vinnu og af hvaða á- stæðum ,hvenær þeir hafi flutt til bæjarins og hvaðan. Ennfremur verður spurt um aldur, hjúskaparstjett, ómagafjölda, styrki, opinber gjöld, húsaleigu og um það í hvaða verkalýðsf jelagi menn sjeu. Loks verður spurt um tekjur manna af eignum mánaðarlega og um tekjur konu <og barna. Borgarstjórinn í Reykjavík, 31. janúar 1936. Pfeiur Halldórsson. Dr. Helgi Tómasson. Þe'gar velja skal vinnu til lækn- inga ber margs að gæta, eins og t. d. hver muni lieppilegastur hraði á hjarta og blóðrás, til þess að stuðla að bata í hverju einstöku til felli, hver er heppile'gastur önd- unarhraði og öndunardýpt, hverj- ir eru þeir vöðvar, sem aðallega þarf að nota og hve mikið, hvaða liðamót þarf að beygja og hve mikið, hvaða taugar og heilasvið reynir einkum á, hve mikið reynir á hugsun, dómgreind og minni, eftirtekt og einbeiting hugarins, liver nauðsyn er á að taka ákvarð- anir o. s. frv. Ennfremur hvaða ge'ðshræringum má búast við í sambandi við vinnuna og hvaða áhuga má reikna með hjá mann- inum. Oft þarf að sameina vinnu- lælmingar öðrum læknisaðgerðum eins og síðar muh verða á drepið. Hvernig á að velja vinnuna. Við val á vinnu til lækninga verður fyrst að gera sjer ljóst, hverju maður ætli sjer að ná, eh álykta síðan út frá almehnum sál- fræðileguni og lífeðlisfræðilegum grundvallarlögmálum. Hið fyrsta lögmál sem ber að taka tillit til, er að starfsemi heilans og taug- anna úti í líkamanum eru að vissu leyti andstæðar. Þar af leiðir, að mikil andleg vinna titilokar lík- amlega áreynslu samtímis, og öfugt, mikil líkamleg áreynsla úti- lokar andlega vihnu samtímis. Maðurinn sem hrærir þunga steypu eða hleypur kapphlaup, getur ekki samtímis leyst þunga reikn- ingsþraut eða gerhugsað vísinda- legt verkefni eða innt af hendi listaverk. Og maðurinn, sem er önnum kafinn í hugsunum sínum te'kur oft ekki efir því, að lionum er máske orðið ískalt á fótunum og hann orðinn hálfstirnaður í einhverri óþægilegri stellingu, svo hann getur sig varla hreyft fyrir ríg. Alla vinnu ber að meta eftir þessu lögmáli, bæði fyrir sjúka og he’ilbrigða. Þar næst er þess að gæta, að orkuforði mannsins er ekki nema einn, og að hvort sem vinnan er aðallega andlegs eða líkamlegs eðl- is, þá dregur hún af sama orkuforð- anum. Orkuna fáum við aðallega með fæðunni og andardrættinum og nauðsynlegur bindiliður þar á milli er blóðið fyrst og fremst. Þess ber því að gæta að þetta þrent sje fullnægjandi, til þess að ekki verði eytt um of af orku manns- ins. Grundvallaratriði vinnu- lækninganna. Til þess að gefa nokkrar nánari hugmyndir um vinnulækn ingarnar skal jeg leyfa mjer að le'sa upp helstu grundvallarátriði vinnulækninganna, svipuð og þau liafa verið sett fram af the Ameri- can Occupational Therapy Associ- ation. 1. Vinnulækningar eru sú að- ferð til lækninga á sjúkum og særðum, að fá þeim nytsama vinnu í vissum tilgangi. 2. Markmiðið er að vekja áhuga mannanna, hugrekki og sjálfs- traust, að æfa sál og líkama í heil- brigðri starfse'mi, að yfirvinna ör- kuml, að vekja hæfileikann til þess að gera gagn í sinni grein og í þjóðfjelaginu yfirleitt. 3. Það er jafn nauðsynlegt við vinnulækningar að viðhafa reglu- semi og nákvæmni, eins og við hveTja aðra lækninga-aðferð. 4. Lækninguna ber að fyrirskipa af lækni og reka undir sífeldu læknise'ftirliti og í samræmi við aðrax læknisaðferðir, sem sjúkling urinn kann að vera nndir. 5. Meðferðinni verður ávalt að liaga eftir þörfum hvers einstaks sjúklings. 6. Þó að einstaka sjúklingar sjeu best komnir út af fyrir sig, er þó venjulega best að unnið sje í flokk um. Það stuðlar heldur að því, að menn aðlagi sig öðrum, jáfnframt því seta fordæmi annara. verkar oft örfandi. 7. Sú starfsemi sem valin. er, á að vera við hæfi og huga manns- ins, eins og unt er. 8. Þegar kraftar og kunnátta smávaxa skal breyta vinnunni á viðeigandi hátt. 9. Eini mælikvarðinn á með ferðina, eru áhrifin á sjúkling- inn. 10. Sjúkir og örkumla geta oft unnið með góðum árangri verk sem að dómi heilbrigðra eru mjög lítilfjörleg. En vitanlega ber það að vera keppikeflið, að hver geti unnið sem heilbrigður maður. 11. Til þess að búa til ve'lgerð an, gagnlegan, snotran hlut, eða að vinna eitthvert nytsamt verk þarf heilbrigt starf hugar og handar. Það veitir manni mesta fullnægingu og verkar því best á hann. 12. Það eykur lækningagildi vinnu að það sem framleitt er sje laglegt, breytilegt, sjerkennilegt eða gagnle'gt. 13. Það kemur fyrir að miklir sölumöguleikar eða sjerstök gæði örfi sjúklingana sjerstaklega til vinnu. Gæta verður þess samt sem áður að missa ekki sjónar á aðalmarkinu, læknisle'gu áhrifun um af vinnunni. 14. Sá sem starfar með og lítur eftir við vinnulækningar, þarf að vera sjerlega laginn á að umgang- ast fólk og leiðbeina, hann þarf að skilja Sjtiklinginn, vera alhuga með honum, ve'ra bjartsýnn, ljett ur í lund og látbragði. 15. Líkamsæfingar, leikir og söngur eru oft hentugar við vinnu lækningar. Geð og taugasjúkdómar og vinnulækningar. Þeir sjúlcdómar, sem vinnu- lækningar hafa einna mest verið notaðir við, eru fyrst og fre'mst geð- og taugasjúkdómar, og það, á öllum stigum Sjúkdómanna, ef svo ber undir, en vitanlega verðnr að velja vinnuna mjög við hæfi hvers einstaks. Á stórum spítölum e'r þetta sumstaðar sett mjög fyrirmyndarlega í kerfi, en á minni spítölunum vill auðvitað frekar verða brestur á, m. a. þar eð ekki eT unt að hafa þar nægi- lega miklum „ke’nslukröftum'' á að skipa, af því það yrði of dýrt. Berklar og vinnulækningar. Á berklaspítölunum var hvíldin lengi talin eitt aðalmeðalið, þútt; einstaka læknar gerðu eitthvað fil þess að stytta sjúklingum síntnn stundir, því þeir fundu að líkam- le'gu „hvíldinni“ fylgdi oft and- leg vanlíðan, sem ilt var að eiga við. Lækningagildi vinnunnar við. berklaveiki varð mönnum yfirleitt eklti ljóst fyr en skömmu eftir aldamótin seinustu, að etiskur læknir, Marcus Paterson, yfir- læknir við bei’klaspítala utan við London, kom fram með hugmynd- ina um „vinnukúr" við berkla- veiki. Hann taldi, að ef sjúkl- ingarnir væru látnir gera ýmsár smáæfingar, þá myndi rneiri berkla móteitur myndast, og því meira sem æfingarnar væru þyngri. Ef að skamturinn varð of stór, þurfti ei annað en leggja sjúklinginn í rúmið nokkurn tíma. Afleiðingín af þessu varð, að vinna allskon- ar, einkum húsverk, voru tekin upp í ýmsum berklahælum. En í ljós kom að margar af æfingum Patersons voru ekki heppile'gar, svo að það er fyrst nú á Seinustu ár- um að mönnum er orðið nokkum- veginn ljóst hvernig haga skuli vinnulækningum við berklaveiki. Sjúklin^nnum e'r þá skift í 3 flokka: 1) rúmliggjandi og með hita, 2) þeir sem að eins eru lítið eitt á fótum, geta t. d. gengið til og frá matstofu, en ekki meira, 3) þeir sem eru alveg á fótum. Sjúk- lingar í 1. flokki fá að eins ljett- ustu vinnu, aðallega til dægra- styttingar, lestur og smávegis að gera í höndunum. í 2. flokki geta sjúklingarnir setið við vinnu, vlð borð eða á stól og er því ýmislegt fleira fyrir þá unt að gera, ekki hvað síst allskonar námskeið til þess að bæta almenna mentun, tungumál, *vjelritun, hraðritun, teikning. 3. flokkurinn getur unn- FRAMH. Á SJÖTTU SlÐU.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.