Morgunblaðið - 17.03.1936, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 17.03.1936, Blaðsíða 5
Þriðjudaginn 17. mars 1936 MORGUNBL A ÐIÐ 5 Kí&ZSSBBU Ingiber Olafsson útgerðarmaður. Mlnningarorð. Hinn 10. nóv. f. á. andaðist á St. Jósepssystraspítala í Hafnar- firði Ingiber Ólafsson útgerðar- maður frá Keflavík, eftir rúmle'ga tveggja mánaða sjúkdómslegu J)ar. Áður hafði hann legið sjúk- ur heima á heimili sínu í sumar, frá því um hvítasunnu, oft mjög þungt lialdinn. Ingiher sál. var fæddur 9. febr. 1888 í Narfakoti í Njarðvíkum í ‘Oullbringusýslu. Foreldrar hans voru þau hjónin Ólafur Magnús- son bóndi þar, dáinn 7. maí 1902, ■og Oddný Guðmundsdóttir ljós- móðir, sem um 50 ára skeið var 'ljósmóðir í Ke'flavíkurlæknishjer- aði með miklum sóma, dáin 9. mars 1931. Ingiber misti föður sinn 14 ára gamall og hjelt þá móðir hans á- fram að búa með börnum sínum og fluttist til Keflavíkur í árslok 1903. Hann var snemma tápmik- ill og duglegur, og hneigðist þá hugur hans brátt til sjós, og fór þá strax sumarið eftir á þilskip, ■er gekk á fiskveiðar frá Reýkja- vík, og á þilskipum var hann til 1910, að hann stofnaði útgerð á opnum bátum í f jelagi við bræður sína og varð þá strax formaður á stórum áttæring. Á þilskipum reyndist hann hinn ágætasti sjó- maður og fiskidráttarmaður með þeim albestu, sem þá var í mikl- um metum haft, og var mjög eft- irsóttur af mörgum skipstjórum, e'r til hans þektu. En þó mun hann lengst af hafa verið með Engilbert skipstjóra á kútter Keflavík, sem þá var eign H. P. Duus-verslunar í Reykjavík, og mun skipstjórinn lengi minnast hans sem eins síns besta og ágæt- asta manns, er hann hafi haft. Róðrarbátaútgerð hans gekk svo vel, að við árslok 1911 stofn- uðu þeir bræður sameignarfjelag og keyptu vjelbát frá Bornhólmi. Yar Ingiber þá sjálfur skipstjóri á bátnum og þótti kappsamur og rmikill sjósóknari, aflasæll og góð- ur formaður, og þö ve'l aðgætinn og svo viss I miðum, að hann var oft fenglnn til þess að leita að •og finna veiðarfæri annara báta, þegar eigendur þeirra og formenn i;öldu þau töpuð, og hepnaðist leitin oftast svo vél, að Ingibe'r kom jafnan með veiðarfærin til lands, og oft með miklum afla. 'Oft hjálpaði hann líka mörgum ■smávjelbátum til þess að ná höfn í slæmum veðrum, þegar aðrir bátar voru frá gengnir, og hafði 'hann og hásetar hans oft mikið volk við það, og ekke'rt að laun- um, því þá var það ekki komið í móð, að vátryggingarfjelög greiddu slíka hjálp, þótt bátar gætu ekki dregið sig að landi. Hann var skipstjóri á vjelbát- um um 20 ára skeið, og var þá álitinn einn af bestu skipstjórum frá Keflavík og aflamaður með þeim bestu, enda hefir útgerð hans staðið þar um tuttugu og fimm ára skeið, og um langan tíma sú stærsta og elsta, er starf- andi er þar, og hafa því margir í því kauptúni og víða annars- staðar frá af landinu haft oft góða og mikla atvinnu af starfi hans og dugnaði. Fyrst sem sjó- menn á bátum og landfólk við ýms störf og fiskverkun í landi. Á fyrstu skipstjórnarárum hans var ekki neinum smámennum hent að vera formetin eða skip- stjórar á fyrstu litlu vjelbátun- um, sem gengu þaðan, ef vel átti •að verða gagn að, sem ekki voru þá nema 8—10 smál. að stærð, áður en nokkrar letndingarbætur komu þar, og standa við stýri í marga klukkutíma á móti stór- viðri og stórsjó og gaddi á skýl- islausum báti, og taka aðra eins höfn og Ke'flavík í norðaustan- roki, eins og flestir sjómenn þekkja, og fleyta öllu heilu í höfn, oft með mikinn afla. Það geta e'kki aðrir en afburða sjó- menn, og í þeirra tölu var Ingi- ber, enda varð aldrei neitt að á þeim bát, er hann stjórnaði, og aldrei misti hann mann allan þann langa tíma, er hann var for- maður. Ingiber sál. var giftur Marínu Jónsdóttur Ólafssonar útgerðar- manns í Keflavík, dáin 1918, og konu hans Jóhönnu Erlendsdóttur sem enn er á lífi. Þau giftust 19. okt. 1912 og varð 6 barna auðið. Fjórir drengir mannvænlegir eru á lífi. Tveir uppkomnir, og hinir í æsku. Var heimili þeirra fyrir- mynd margra þar, og sambúð hjónanna svo góð og hamingju- samt hjónaband, að vart mun finnast nú á tímum. Gestakoma var ávalt mikil á heimili þelrra hjóna, enda voru þau mjög gest- risin og Ingiber ávalt glaður heim að sækja, eins og hann átti kyn til. Hann var skýr vel og rök- fastur og kunni skil á mörgu, ráð- hollur og hjálpsamur mjög mörgu fátæku fólki, og gaf oft drjúgar gjafir, svo fáir vissu, enda var hann drengur hinn besti, og prúður í öllu dagfari. Er því þungur harmur kveðinn á heimili hans og öllum frændum og vinum, e*r til hans þektu. Og er því stórt skarð fallið í hrepps- fjelag hans í Keflavík. Því ár- lega lagði hann af mörkum stór- •an skatt til hreppsþarfa, bæði frá sjálfum sjer og útgerð sinni, og hafa margir þar kunnugir sagt, að vandfyltur væri sá sess, er Ingiber skipaði í hreppsfje'lagi sínu í Keflavík, að minsta kosti hvað dugnað og alla vandfærni í fjármálum og mannkosti alla snerti. Blessuð sje minning hans. Vinur. Nautakföt í buff og smásteik. Einnig hvitkál, rauðkál og gul- rætur. Milnersbúð. Laugaveg 48. Sími 1505. Merkasti þátturinn i skemtana- liti Mentaskóianemenda. Samtal við Ævar R. Kvaran. T eikstarfsemin er merkasti þáttur í skeintanalífi skóla- nemenda, sagði Ævar R. Kvaran, formaður leiknefndar Mentaskól- ans, er vjer áttum tal við hann um leikstarfsemi nemenda í gær- dag. Ævar R. Kvaran, Og hann bætti við: — I ár eru 145 ár síðan að skólapiltar tóku upp þann sið að leika skólaleiki. Ekki hefir þó verið leikið á hverjum vetri þenna tíma, því oft hafa leikkvöld Mentaskólans fallið niður. En síð- astliðin 15 ár hefir verið leikið á hverjum vetri. — Eyðið þið ekki miklum tíma í þessa leikstarfsemi frá náminu, — Ónei. Tíminn, sem fer í að æfa og undirbúa le'ikina, er tími, sem við annars myndum eyða í eitthvað annað miður þarflegt. Jeg he'ld, að aukatíma okkar verði ekki varið betur en einmitt með þessu. — Er áhugi miltill fyrir leik- starfsemi í skólanum ? — Já, geysimikill. Bæði hjá le'ikendum sjálfum og nemendum yfirleitt. Flestallir eða allir nem- endur sækja t. d. skólaleikinn þegar hann er leikinn, og kann nokkuð að valda forvitni til að sjá, hvernig skólasystkinin taka sig út á leiksviði. — Hvernig stóð á því, að þið völduð einmitt Rakarann frá Se- villa ? — Þannig stóð á því, að leik- ritið var til í þýðingu eftir Bjarna Guðmundsson. Leikfjelag stúdenta ætlaði í fyrstu að leika hann, en liætti við og þá gripum við tækifærið. — Nú, og svo hafið þið ykkar eigið skáld og sönglagahöfund ? — Já, Gylfi Þ. Gíslason liefir samið lög við kvæðin, sem eru í leiknum, og kvæðin hefir hann öll ort, nema tvö, sem eru þýdd úr frönsku. — Hafíð þið nokkurntíma leik- ið áður? — Já, tveir okkar. Sigurður Ól- afsson og jeg ljekum í skólaleikn- um í fyrra. Hin hafa aldrei áður komið á leiksvið. Að lokum gat Ævar Kvaran þess, að samstarfið með leikstjór- anum, Bjarna Guðmundssyni, hefði verið mjög ánægjulegt, og ættu þeir honum mikið að þakka. Frumsýning á leikriti Menta- skólanemenda, „Rakarinn í Se- villa“ fór fram í gær. Áhorféndur voru nemendur og kennarar skól- ans. Leiknum var vel tekið. Næsta sýning fer fram á mið- vikudag og verður þá leikið fyrir almenning. Okkur hefir nú loksins hepnast aftur að festa kaup á 1. FLOKKS Sveskjum sem að öllu leyti eru laus- ar við hið hvimleiða olíu- bragð,. sveskjur, sem allir hafa ánægju af að leggja sjer til munns, Sveskjur er hollur og góður matur. ■*wrai (ÆatZlJi Jón Guðmundsson skákmeistari Islands. Skákkeppninnj í meistaraflokki á Skákþingi íslands lauk á sunnu- daginn. Voru tefldar tvær um- ferðir í þeim flokki og fóru leikar Gylfi Þ. Gíslason. Jón G uomundsson skákmeiitari íslands. svo, að Jón Guðmundsson vann hverja skák, og hefir það aðeins einu sinni komið fyrir áður á Skák þingi, að maður vann allar skák- irnar (Eggert Guðmundsson 1918). Jón átti 6 skákir unnar, Ás- mundur Ásgeirsson 4 og þeir Baldur Möller og Steingrímur Guðmnndsson sína skákina hvor. * Hinn nýi skákmeistari íslands er 31 árs að aldri. Hefir hann einu sinni áður unnið skákmeist- aratitilinn (1932). Jón byrjaði að tefla í kapp- skákum 1925 og þá í II. flokki . hjá Taflfjelagi Reykjavíkur. í I. flokki var hann árið eftir og komst í meistaraflokk 1929. Hefir hann síðan kept se*x sinnum á meistaramóti. Tvívegis hefir hann farið í ská.kflokkum til annara landa að keppa þar, til Hamborg- ar 1930 og til Kaupmannahafnar Trjesmfðavjel „Kehlemaskine“ með raf- magnsmótor og nokkru af verkfærum, til sölu með tækifærisverði. Glerhyllur og hilluhnje, fyrirliggjandi. Fatahengi með hattahillu úr stálrörum, nýkomin. Celluloselökk, polítúr, þynnir o. fl. frá fyrsta flokks sjerverksmiðju fyrirliggjandi. Endurný|um gamla spegia. LUDVIG STORB Laugaveg 15. Simi 3333. Salatolía, Salat Cream, Rauðbeður, Marmite, Capers, Worchester Sosa, Jarðaberjasulta — Marmelade, útlent, fæst í 1934. Áuk þess hefir hann tekið þátt í símakappskákum innan lands. Síðan hann komst í meistara- flokk hefir hann tekið þátt í 18. skákkepnum, hlotið 10 sinnum 1. verðlaun, 6 sinnum 2. eða 3. verð- laun. Á þessum skákmótum hefir hann teflt 129 skákir og unnið 70,5% af þeim.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.